Dagur - 29.03.1983, Blaðsíða 1
FERMINGAR-
GJAFIR
í MIKLU ÚRVALI
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
66. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 29. mars 1983
37. tölublað
LAUN AMISRETTIÐ
EYKST STÖÐUGT
— vegna verðbólgunnar og vísitölukerfisins
Á fundi með frambjóðendum
Framsóknarflokksins í Norður-
landi eystra í Þingeyjarsýslum
að undanförnu hefur m.a. verið
rætt um vísitölumál og það
hvaða afleiðingar verðbólgan
hafi á launakjör í landinu, mis-
munandi eftir því hversu há
laun menn hafa fyrir. Hún veld-
ur því m.a. að launamisréttið
eykst stöðugt, auk þess sem
atvinnulífinu stendur mikil
hætta af þróuninni. Frambjóð-
endur Framsóknarflokksins
hafa lagt á það megináherslu að
á þessu verði að verða breyting.
Sem dæmi um það hvaða áhrif
verðbólgan hefur á launahækkan-
ir vegna verðbóta má nefna að ef
reiknað er með því að 15% verð-
bótahækkun komi á laun öll fjög-
ur verðbótatímabilin á þessu ári,
þ.e. 1. mars, 1. júní 1. september
og 1. desember þá myndu laun
þess sem er með 10 þúsund krón-
ur í febrúar í mánaðarlaun hækka
um 7.490 krónur á árinu, laun
þess sem hefur 40 þúsund krónur í
febrúar myndu hækka um 29.960
krónur og sá sem hefði 50 þúsund
krónur í laun í febrúar myndi fá
37.450 krónur í verðbætur á ár-
inu, eða 30 þúsund krónum meira
en sá fyrrnefndi. í lok ársins hefði
sá sem hafði 10 þúsund í febrúar
því 17.490 kr í mánaðarlaun, sá
sem hafði 40 þúsund væri kominn
í 69.960 kr og sá sem hafði 50 þús-
und fengi í desember 87.450 kr í
mánaðarlaun. Þessar hækkanir
eiga að vega upp verðlagshækk-
anir og þær ganga nokkuð jafnt
yfir alla, þannig að munur á kaup-
mætti hæstu og lægstu launa fer
sífellt vaxandi í þessu sjálfvirka
kerfi.
Sjá nánar grein á bls. 4
Jón A.
prestur
í London
„Það má segja að hér sé um til-
raun að ræða því ég fékk heim-
ild til þess hjá dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu og einnig hjá
fjármálaráðuneytinu að ráða
prest til starfa í Bretlandi í 6
mánuði“ sagði biskup íslands,
hr. Pétur Sigurgeirsson er Dag-
ur ræddi við hann.
„Á þessum tíma munum við fá
reynslu á það hvort þörf er fyrir
þetta starf í Bretlandi. Ég hef leit-
að til Jóns Aðalsteins Baldvins-
sonar á Staðarfelli í Kinn um að
hann taki þetta starf að sér og
hann hefur orðið við því. Hann
mun því fá leyfi frá störfum á
Staðarfelli í 6 mánuði" sagði
biskup.
Á síðasta kirkjuþingi var sam-
þykkt að heimila biskupi að ráða
prest í þetta starf með aðsetri í
London og er það hliðstætt því
starfi sem íslenskur prestur hefur
unnið í Kaupmannahöfn undan-
farin ár. Eftir að Jón Aðalsteinn
hefur starfað ytra í 6 mánuði mun
verða tekin ákvörðun um hvort á
þessu verður áframhald.
pilta
vélhjóli
Á sunnudagskvöld varð harður
árekstur á mótum Þingvalla-
strætis og Þórunnarstrætis.
Fólksbifreið var ekið austur
Þingvallastræti og beygði hún
norður Þórunnarstræti fyrir vél-
hjól sem ekið var vestur Þing-
vallastrætið. Ökumaður vélhjóls-
ins hlaut opið fótbrot og var flutt-
ur á sjúkrahús og er hjól hans
mikið skemmt. Nokkrar
skemmdir urðu einnig á bifreið-
inni.
Hæstiréttur:
Gert skylt
að flytja út
innan 3
mánaða
Fimmtudaginn 25. mars var
kveðinn upp i Hæstarétti
dómur í máli Grímu Guð-
mundsdóttur gegn Danielle
Somers Jónsson og Ólafi
Rafni Jónssyni þar sem kraf-
ist var að Danielle og Ólafi
væri gert skylt að flytja úr
íbúð þeirra að Þingvalla-
stræti 22 á Akureyri. í undir-
rétti náði útburðarkrafan
ekki fram að ganga en
Hæstiréttur breytti niður-
stöðunni og er Danielle og
Ólafi gert skylt að flytja úr
íbúð sinni innan þriggja
mánaða frá birtingu dómsins
og greiða allan málkostnað.
Mál þetta er til komið vegna
mikils ósættis íbúa hússins
Þingvaliastræti 22 og á sér lang-
an aðdraganda. Ekki eru tök á
að rekja málið upp hér, eins og
gert er í forsendum dómsins,
en menn minnast e.t.v. máls
sem reis vegna hleðslu á vcgg
og niðurbrots. í dóminum segir
m.a. um þctta atriöi: „Af hálfu
stefndu er því haidið fram að
veggurinn hafi verið reistur á
öðrum stað en timburskilrúm-
ið var, þannig að gengið hafi
verið á eignarhluta þeirra og
stefndi, Olafur Rafn hefur
skýrt svo frá að ranglát og fá-
ránleg skipting eignarhluta í
húsinu sé undirrót að sundur-
þykkju þeirri, sem orðið hafi
með íbúum hússins. Ekki hafa
stefndu þó reynt að fá hlut sinn
að þessu leyti réttan cftir lög-
legum leiðum.
Af gögnum þeim sem fyrir
liggja þykir ljóst að spellvirki
þau á milliveggjum, sent lýst
hefur verið, hafi öll verið unnin
trá íbúð stefndu og verður að
telja sannað að þau beri ábyrgð
á þeim. Þykir eigi efamál að
spellin hafi a.m.k. öðrum
þræði verið unnin í því skyni að
valda áfrýjanda og leigjanda
hennar ama og vandræðum.”
í dóminum er ennfremur tal-
að um að „stefndu hefi gerst
sek um stórkostleg og ítrekuð
brot á skyidum sínum gagnvart
áfrýjanda“.
Þess má geta að Danielle og
Ólafur Rafn hafa kært til sak-
sóknara meinta ólöglega skipt-
ingu hússins m.a. vcgna þess
að á afsai þess sem keypti af
Grímu og seidi þeim hafi vant-
að stimpil lóðarskrárritara og
heimild bygginganefnd.ar fyrir
skiptingunni.
norðanlands næstu daga:
Norðanátt og él
Veðurstofa Islands spáir því að
í dag snúist veður í ákveðna
norðanátt á Norður- og Vestur-
landi með éljum, en bjartviðri
verði sunnanlands. Frost verð-
ur 4-6 stig.
Veðurfræðingur á Veðurstofu
íslands sem Dagur ræddi við sagð-
ist reikna með að þetta veður
myndi standa fram á föstudag.
Lengra vildi hann ekki spá og
sagði að þetta væri það lengsta
sem hægt væri að fara í spá fram í
tímann.
Ekiðá