Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 3
 kem ö aftur46 Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að bandaríski jazzistinn Paul Weeden hefur verið í bænum. Fyrst kom hann á námskeiði sem Tónlistarskólinn á Akureyri gekkst fyrir. Þessu námskeiði lauk með glæsilegum jazztónleik- um í Sjallanum og komu þar fram hvorki fleiri né færri en fjórar jazzhljómsveitir og einn 18 manna Big Band en allir hljóðfæraleikararnir höfðu notið tilsagnar Weeden og fleiri góðra manna á námskeiðinu. Það er skemmst frá því að segja að jazzhljómleikarnir þóttust takast með ágætum en þessir hljómleikar voru jafnframt nokkurs konar kveðjuhljómleikar fyrir Paul Weeden að þessu sinni. Það er merkilegt en staðreynd engu að síður að þessi banda- ríski jazzpíanisti hefur tekið ástfóstri við Akureyri og hér hafa honum staðið allar dyr opnar. Blaðamaður Dags ræddi við Paul Weeden skömmu áður en hann hvarf af landi brott - til Noregs þar sem hann er búsettur og það fyrsta sem Weeden sagði var: Ég kem örugglega aftur. - Ég er fæddur og uppalinn í Indianapolis i Bandaríkjunum, segir Weeden þegar hann er spurður um ætt og uppruna að góð- um og gildum íslenskum sið. - Eg hóf að leika með hinum og þessum jazzhljómsveitum þeg- ar ég var 24 ára en fyrst í stað lék ég eingöngu á gítar. Áður en ég flutti til Norðurlandanna hafði ég leikið með flestum af „risum“ jazzins í Bandaríkjunum, segir Weeden og því til staðfestingar telur hann upp nöfn manna eins og Dizzy Gillespie, Dexter Gordon, Clark Terry og George Coleman. - Af hverju fluttir þú frá Bandaríkjunum? - Ég fékk atvinnutilboð frá manni sem ég þekkti í Svíþjóð 1966 og ég sló til. Þegar ég kom svo á staðinn kom í ljós að þetta var rythm & blues band en ég var jazzmúsíkant, segir Weeden og hlær rosalega. - Hvað um það ég gat ekki farið að ganga á bak orða minna og lék með þessari hljóm- sveit, The Hai;lem Kiddies (Har- lem-krakkarnir) hét hún og nú hlær Weeden enn hærra en áður. Þegar hann hefur jafnað sig eftir hláturrokurnar útskýrir hann að hann hafði svo ílenst á Norður- löndunum. Fékk fyrst tækifæri á hinum fræga jazzklúbb Mont- matre en það varð svo þess vald- andi að Weeden komst í danska útvarpið og eftir það varð ferill hans á Norðurlöndunum tryggður og atvinnutilboðin streymdu að. - Ég flutti til Noregs árið 1971 þar sem ég bý nú í úthverfi Osló ásamt fjölskyldu minni, segir Weeden sem segist kunna vel við Noreg og Norðmenn. - Eg tók þátt í því að byggja upp jazzinn í Noregi og það and- rúmsloft sem þar ríkir nú er að miklu leyti mér að þakka. Ég byrj- aði með námskeið í Kristiansand og það má segja að þar hafi ég byrjað á grunni. Síðan hefur þetta hlaðið utan á sig og það er enginn skortur á góðum jazzleikurum í Noregi. Skólalúðrasveitirnar sjá jazzböndunum fyrir nægum efni- við og Norðmenn hafa náð að byggja upp skemmtileg jazzfesti- völ sem nú njóta alþjóðahylli, segir Weeden og nefnir í sömu andrá bæi eins og Kongsberg og Molde í því sambandi. - Hvað með tengsl þín við ís- land og þá sérstakiega Akureyri? - Þetta hefur verið eins og ævintýri. Það hefur verið ævintýri líkast að fá að koma hingað og ég er þeirrar skoðunar að ísland sé eitt besta land í heimi og fólkið sem landið byggir eitt það vin- gjarnlegasta sem ég hef kynnst. Það hefur verið sérstaklega gam- an að fá að starfa hér á Akureyri og ég vil sérstaklega taka það fram að Akureyringar þurfa ekki að óttast framtíðina á jazzsviðinu. Hér er úrval frambærilegra hljóð- færaleikara og vonandi verða Ak- ureyringar fyrstir til þess að halda almennilega jazzhátíð á íslandi. En þeir mega þó vara sig, segir Weeden - því þeir á Hornafirði geta orðið þeim skeinuhættir. Virkilega góð stemmning á Hornafirði og góð aðstaða. Að sögn Paul Weeden er hann staðráðinn í að koma aftur til ís- lands og Akureyrar og hitta allt það fólk sem hann hefur bundist vináttutengslum meðan á heim- sóknum hans hefur staðið. - Ég ætla að skreppa á hestbak og njóta náttúrunnar, sagði þessi lífsglaði jazzisti að lokum, en það er greinilegt að þar fer sannkall- aður íslandsvinur. Frá jazzhljómleikunum I Sjallanum. Myndir: KGA 8..apríl 198a-PAGUR- 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.