Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL ÐJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Látum reyna á niðurtalninguna Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram stefnu- skrá sína fyrir komandi kosningar. Meginatriði þessarar stefnuskrár sem snýr að efnahags- málum, er að sett verði lögbundið þak á allar hækkanir næstu tvö árin og þannig tryggð undanbragðalaus niðurtalning verðbólgunn- ar. Framsóknarmenn vilja að lögbundið verði viðnám gegn hækkun verðlags, opinberrar þjónustu, vaxta, launa, búvöruverðs og fiskverðs. Framsóknarmenn eru reynslunni ríkari frá síðasta stjórnarsamstarfi, þegar samkomulag var gert um niðurtalningu verð- bólgunnar án þess að unnið væri eftir því sam- komulagi. Þá stóð í margra mánaða þjarki um aðgerðir og því miður var ekki tekið nægjan- lega fast á vandamálinu. Þó ekki sé hægt að kenna neinum einum um hvernig fór verður samt ekki fram hjá því litið að Alþýðubandalagið var sífellt með undan- brögð á þeirri forsendu að ekki mætti rýra kaupmáttinn. Eins og alþjóð veit í dag fer ekki endilega saman rýrnun kaupmáttar og niður- talning verðbólgunnar. Það sönnuðu aðgerð- irnar á árinu 1981. Þá var gengið skref í niður- talningarátt með þeim árangri að verðbólgan lækkaði úr 60 í 40%. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna hélst og jókst meira að segja nokkuð. Vegna þeirrar reynslu sem fékkst af niður- talningunni á árinu 1981 en því miður varð ekki samstaða um í ríkisstjórninni að fram- kvæma með jöfnu millibili, eins og til stóð í upphafi, leggja framsóknarmenn óhræddir út í komandi kosningar með þá stefnu að leiðar- ljósi að niðurtalningin sé sú leið sem réttast sé að fara í efnahagsmálunum, sú leið sem minnstri röskun veldur og bestum árangri nær. Til þess þarf hins vegar að framkvæma niðurtalninguna og til þess þarf kjark og þor. Framsóknarmenn vilja ekki gefast upp á verki sem aldrei hófst í raun. Niðurtalning ger- ist ekki í einu vetfangi, hún gerist í áföngum eftir fyrirfram skipulagðri áætlun. Það má ef til vill segja Framsóknarflokknum það til hnjóðs í sambandi við stjórnarsamstarfið á kjörtíma- bilinu, að ekki hafi verið gengið nægilega fast eftir því að niðurtalningarstefnunni væri framfylgt. Segja má að vænlegra hefði verið að setja úrslitakosti strax í upphafi. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Það gat engum heilvita manni dottið í hug að það væri ekki raunverulegur vilji hjá samstarfsaðilunum í ríkisstjórn til að draga úr verðbólgunni og því hrikalega misrétti sem hún hefur í för með sér. Eftir á að hyggja bundu framsóknarmenn of lengi of miklar vonir við að úr skilningsskorti alþýðubandalagsmanna í ríkisstjórn rættist. Framsóknarmenn vilja nú að engum undan- brögðum verði við komið — niðurtalning verð- bólgu verði lögfest. Þeir boða ekki neyðaráætl- un eða leiftursókn. Þeir standa fast á því að niðurtalninguna eigi að reyna. Sú litla reynsla sem af henni fékkst sýndi að þetta er raunhæf leið. I í lítilli laut, í skjóli hóla sem draga nafn sitt af bænum.stendur býlið Leyningur. Þar býr bóndi sem klippir annað slagið sundur girð- ingar Skógræktarfélags Eyfirð- inga um Leyningshólaskóg. Mikið vildi ég að sá tími væri kominn að við gætum boðið bændum beitiskóga. Sá tími kemur. En allt hefur sinn tíma. Þó felst í þessari athöfn bóndans viðurkenning á notagildi skóga. Annars konar viðurkenning á starfi Skógræktarfélags Eyfirðinga er fólgin í því að um 40 bændur í Eyjafirði hafa boðið um 800 hekt- ara lands til skógræktar. Þeir skógar sem þannig verður stofnað til næsta vor munu gefa af sér arð í þann mund sem börn okkar og barnabörn verða rukkuð um það sem við erum að taka að láni í dag, að viðbættum vöxtum. Að baki þessum skógræktaráformum býr ekki einungis bjartsýni heldur einnig og umfram allt trú á landið og landkosti. Það er gott til þess að vita að bændur skuli trúa á landið og kosti þess. Því það gera ekki margir aðrir. Vantrú á landbúnaði virðist vera útbreidd meðal landsmanna. Undanfarin ár hefur þessi vantrú einkum nærst á gagnrýni sem komið hefur fram á styrki til út- flutnings landbúnaðarafurða og niðurgreiðslur þessara afurða yfirleitt. Undir niðri býr þó sú sannfæring að landið sé á mörkum hins byggilega heims og því illt til búskapar. Sérhvert áfall sem landbúnaðurinn verður fyrir, er- með viðkomu í nokkrum minni háttar vandæðum eins og mark- aðsmálum, efnahagsmálum og stjórnmálum - endanlega rakið til óhagstæðrar hnattstöðu. Þó eru víðar vandræði en á Fróni. Kunningi minn F. Brissac bjó á góðri jörð skammt frá borg- inni Montpellier í Suður-Frakk- landi. Hann átti oft bágt. Ein frostnótt og vínviðinn kól. Haglél í júní og eplin ónýt. Rigningar í júlí og vínið vont. Er kannski landbúnaður rekinn á mörkum hins mögulega víðar en á íslandi? Ég á erfitt með að fella mig við þá skoðun að landið sé harðbýlt. Það hefur vakið athygli mín á ferðum mfnum um Noreg og um Alpafjöllin hve jarðvegur er það víða lítill. Á vesturströnd Noregs, þar sem ganga hyldjúpir firðir inn í landið, er oft að finna í fjarðar- botni óverulega eyri sem hefur myndast á álíka löngum tíma og það hefur tekið ár á íslandi að mynda víðáttumikið flatlendi. Að vísu má benda á að skógar Noregs vernda jarðveginn gegn ágangi vinda og vatns og stemma stigu við því að hann berjist til sjávar. en jafnvel í skógunum er jarðveg- urinn furðu lítill. Miklir stofnar Makíkjarr í Cevennafjöllum. My ndin er tekin í maí 1968. Ljósmynd: Visa Laudumatti. Vinnuflokkur Skógræktar ríkisins gróðursetur lerki að Víðivöllum ■ Fljótsdal 25. júní 1970. Ljósm. Halldór Sigurðsson. Frá Leyiungshólum tílRómar - eftir Tómas Inga Olrich 4-Ð AGWR-8.'áfþr í11083T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.