Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 5
8-apríl 1983 - D^GUR - ^ Á sama stað ■ ágúst 1981. Bændur héldu þá margir á Hérað austur til að kynna sér árangur skógræktarinnar. Til vinstri er Stefán Jasonarson í Vorsabæ. Fjær inni í lundinum er Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað, með gjallarhorn. Við hlið hans er Guðmundur bóndi Sigurgeirsson í Klauf. Ljósm. Sigurður Blöndal. standa í þunnum jarðvegi og nær- ast um rótarkerfi sem er óveru- legt. Á íslandi er það hins vegar áberandi að flestar tegundir trjáa eyða fyrstu árunum í að koma sér upp miklu rótarkerfi en leggja lít- ið í stofninn. Ef draga má leik- mannlega ályktun af þessu, er hún á þá leið að jarðvegsmyndun sér hröð á íslandi vegna sérstakra eiginleika bergsins. En þar á móti kemur að jarðvegurinn er ekki að sama skapi góður og hann er mikill. Ýmislegt bendir þó til þess að hann gæti verið betri. Þegar farið er um Leyningshóla síðvetrar má oft sjá þar í sköflum skiptast á ljós lög og dökk. Má þar lesa fjölda umhleypinga þann veturinn. Dökku lögin eru fíngerð fokefni. í hvössu þíðviðri tekur þessu efni upp; yfir skóginum dregur úr vindhraða og skilar uppblásturinn þá skóginum nokkrum tolli. En Leyningshólareiturinn er lítill og landið stórt og bert. Á Fljótsdalshéraði var hafist handa um að rækta lerkiskóga á jörðum bænda 1969. Landið sem fyrir valinu varð, var yfirleitt þursaskeggsmór, stundum gróðurlaus urð. Rúmum áratug síðar stendur þarna innan girðing- ar vöxtulegur skógur. Mesta undrun vekur þó ekki skógurinn heldur skógarbotninn. Þar er grasvöxtur mikill og stingur í stúf við auðnina utan girðingar. Þessi ungi lerkiskógur er að sjálfsögðu farinn að safna fíngerðum og verðmætum fokefnum sem ann- ars bærust til sjávar með vatni og vindum. Auk þess hafa tréin haft bætandi áhrif á jaðrveginn með rótarkerfi sínu, barrfalli og fylgi- sveppum. Skógurinn er þannig sjálfvirkur jarðrækraraðili. Þegar lagt hefur verið í þann stofnkostn- að, sem hlýst af því að friða skóg eða stofna til hans með gróður- setningu vinnur skógurinn ókeyp- is að jarðarbótum svo lengi sem hann stendur. Að sama skapi og ræktun skóga leiðir af sér ræktun lands og aukna orða í ræðum hans, hvert svo sem efni þeirra annars var: „Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“. Rómverjar fóru að lokum að ráðum Catós og lögðu Karþa- gó í eyði. Þar sem borgin stóð eru nú sandi orpnar rústir skammt frá Túnis. En Rómaveldi hrundi hafsströnd Frakklands og Norður-Spánar. í Cevennafjöll- unum og í Austur-Pyrenneafjöll- unum vex varla annar náttúruleg- ur gróður en þyrrkingslegt kjarr, oftast nefnt „maquis" á frönsku. (Orðið er skylt ítalska orðinu „macchia", sem þýðir runni, en einnig blettur, jafnvel smánar- blettur). Lágvaxið kjarrið Iæsir sig í klappir og klungrur. í skugga þess þrífst kyrkingslegt gras, líf- ríkið allt er miðað við lágmarks rakaþörf og háan hita. Þegar hærra dregur taka þó víða við furuskógar, á köflum vöxtulegir. Þeir eru leifar víðáttumikilla skóga sem áður fyrr þöktu Mið- jarðarhafslöndin. Margt bendir til þess að skóg- arnir hafi verið hinum fornu Mið- jarðarhafsþjóðum álíka mikil- vægir og olían er okkur, ef ekki ennþá mikilvægari. Skógurinn var uppspretta auðs og valda í hinum fornu ríkjum Grikkja og Róm- verja. Viðurinn var forsenda eldamennsku, húshitunar, bygg- ingaframkvæmda, skipasmíða, málmvinnslu og hernaðar, svo eitthvað sé nefnt. Skógurinn bjó, eins og flest það sem maðurinn sækir afl sitt til, yfir dularfullum mætti, sem varð til góðs, ef hann varð beislaður og nýttur. Að höggva skoginn, að ryðja sið- menningunni braut inn í myrkvið- inn var dyggð sem var ríkulega launuð. Auk viðarins fékkst frjó- samt land til kornræktar og beit- ar. Að vísu var sá hængur á, að landið, sem þannig var rutt og ræktað, hélt ekki frjósemi sinni lengi. Búskaparhættirnir kröfðust því fljótt meiri nýræktar. Þannig hurfu nytjaskógar á nokkrum öldum af mestöllum strandsvæð- um Miðjarðarhafsins. Fornir fræðimenn veittu þessum uggvænlegu breytingum athygli og skildu mikilvægi þeirra. Þeir virðast jafnvel hafa áttað sig á vistfræðilegum afleiðingum af eyð- ingu skóganna! Ar, sem um aldir höfðu haft jafnt rennsli, breyttu um hegðun, þornuðu að mestu upp á brennheitum sumrum Mið- jarðarhafslandanna, en brugðu sér í ham óstöðvandi stórfljóta í vetrarrigningum og sópuðu jarð- vegi til hafs. En þeir sem komu auga á spjöllin og skildu orsakir landkosti, leiðir eyðing þeirra til fátæktar og auðnar. Á annarri og þriðju öld fyrir Krists burð var uppi í Róm stjórnmálamaður að nafni Cató. Hann var annálaður ræðusnillingur. Flestir sem við Cató kannast minnast niðurlags- einnig, þótt það tæki langan tíma. Róm átti hættulegri óvin en Kar- þagó. Þegar farið er um strandhéruð sem liggja að Miðjarðarhafinú, vekur það athygli hve gróður- snautt landið er. Ég þekki einna best landsvæðin við Miðjarðar- enn. En stærsti og víðáttumesti minnisvarði um hin forum menn- ingarríki er þó sennilega „la macchia", runnagróðurinn sí- græni, sem prýðir í fátækt sinni klappir og klungrur frá Grikk- landi til Spánar. Það segir svo í helgri bók að hinir fyrstu muni verða síðastir. Á miðöldum var Iísferli mannsins líkt við hjól hamingjunnar. „Á hverfanda hveli“ eru mönnum ör- lög sköpuð. Að baki þessari speki er sú trú, að myrk öfl miði að jafnvægi. Duttlungar örlag- anna, segjum við; karma, segja Indverjar. Fyrir Indiánum Norður-Ameríku voru þessi öfl ekki myrk. „Við eigum ekki landið“, sögðu þeir, „við erum það“. Þeir gátu því ekki selt land- ið án þess að selja sjálfan sig. Ef þeir auðguðust urðu þeir snauðir. í velgengninni sjálfri er tortíming- in stundum fólgin. Þau öfl, sem ollu hruni Róma- veldis, voru margvísleg. Megin- orsakirnar virðast þó ekki hafa komið utan frá. Ótraustur efna- hagur, tengdur mikilli útþenslu ríkisins, þverrandi orkulindum, verðbólgu og versnandi lands- kostum, gróf undan Róm. ÖUum þessum vel þekktu vandamálum tengdist skógurinn beint eða óbeint. Um aldir gengu þegnar Rómaveldis á skógana, á náttúr- una. En náttúran sá við Róm. Eins og lokaorð Catós, sem boðuðu tortímingu Karþagóborgar, gæti grafskrift Rómar því verið stutt: „Auk þess legg ég til að skógarnir verði eyddir". Jafnvel enn styttri: „Macchia". „Viðurinn var forsenda skipasmíða og hemaðar . . .“ Hér sjást skógarhöggsmenn Vilhjálms bastarðs undirbúa hern- aðinn, sem lauk með orrustunni við Hastings haustið 1066. (Bayeux-refillinn). þeirra máttu sín lítils gagnvart þeim öflum sem kröfðust út- J þenslu, orku og rýmis. ‘ Marga minnisvarða um forna dýrð Rómar er að finna umhverfis Miðjarðarhafið, og misjafnlega forgengilega. Forum Romanum er að mestu rúst; Colosseum stendur Saga Rómar er nútímasaga. í dag er gengið á skóga jarðarinnar af þeim krafti og einurð sem svelt- andi, tæknivætt mannkyn býr yfir. Nær helmingi af skógum heimsins hefur verið eytt síðan heimsstyrj- öldinni síðari lauk. Með sérstakri ljósmyndatækni er hægt að fá frá gerfitunglum nákvæmari upplýs- ingar um eyðingu skóganna en áður var mögulegt. Samkvæmt skýrslum sem gerðar voru á veg- um Sameinuðu þjóðanna 1982, eyðast um 10 milljónir hektara af skógum á ári, eða sem nemur stærð íslands. Árlega eyðist jarð- vegur á landssvæðum, sem svara til stærðar írlands. Hvarvetna í heiminum er eyð- ing skóga og jarðvegs tengd orku- þörf og hungri. Hækkandi olíu- verð leiðir til aukins skógarhöggs. Skuldasöfnun fátækra ríkja rekur þau til að veita óprúttnum aðilum heimild til að höggva skóga án til- lits til afieiðinga. Þriðjungur heimsins, um 90% íbúa vanþró- aðra ríkja hafa naumast annan orkugjafa en viðinn til upphitunar og eldamennsku. Það er meðal þessara þjóða sem mannfjölgunin er mest. Lífríkið, sem við byggjum, nýt- ur sérstakrar blessunar. Nær sólu brenna auðnir Venusar, fjær ríkir frerinn á Mars. Á þessu gósen- landi lífs og vaxtar, sem Jörðin er, er er það einkum tvennt sem ber af öðru um vöxt og útbreiðslu, mannkynið og eyðimerkurnar. Ekki skortir þó upplýsingarnar. í áferðarfallegum myndskreyttum tímaritum og gullkiljum eru dómsorðin rituð. En áhyggjur af morgundeginum eru munaður, sem sveltandi menn leyfa sér ekki. Hvarvetna í heiminum er eyð- ing skóga og jarðvegs tengd hungri og vesöld, nema á íslandi. Eyðing skóga á íslandi er ekki lengur orkuvandamál. Hinsvegar endurspeglar vantrúin á landinu andlega uppgjöf sem á rætur að rekja til þeirrar auðnar, sem land- ið er orðið en þarf ekki að vera. Og vissulega er slík andleg upp- gjöf orkuvandamál.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.