Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 08.04.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNW Óþarfa ýtni söfhunar- mairna á veguiri SÁÁ Akureyringur hringdi og vildi koma á framfæri skoðun sinni á söfnun SÁÁ (Samtaka áhuga- manna um áfengisvandamálið). Hann sagðist hafa fengið í hendurnar gjafabréf eins og tug- þúsundir annarra karlmanna á landinu. Hugðist hann verða við þeirri ósk samtakanna að senda inn gjafabréf og greiða síðan af bréfinu á gjalddögum. Síðan sagði „Akureyringur": „Það var svo eitt kvöldið að ég fékk upphringingu frá félags- skap á Akureyri og tilkynnti sá er hringdi að hann væri að kanna hvort ég ætlaði að gefa í þessa söfnun eða ekki. Það skal tekið fram að sá sem hringdi var ekki dónalegur eða ókurteis í síman- um en mér fannst hann vera ýtinn. Þetta varð til þess að ég ákvað samstundis að greiða ekki af bréfinu. Ástæðan er sú að ég vildi taka ákvörðun um það sjálfur að styðja þetta en ekki með þrýstingi utanaðkomandi aðila.“ „Akureyringur" sagði að fjöl- skylda hans hefði styrkt SÁÁ í happdrættismiðasölu þess á s.l. ári. Hann sagðist einnig reikna með að styðja samtökin í fram- tíðinni en aðeins ef aðferðum eins og þeim sem beitt er varð- andi gjafabréfasöfnunina yrði ekki beitt. Oft glcymist það sem vel er gert Rósa Aðalsteinsdóttir hringdi: Ég keypti tvenn kuldastígvél í skóbúð KEA í vetur, sem varla er í frásögur færandi, en þessi stígvél voru fyrir barn og ungling. Síðar komu fram gallar eða bilanir í báðum pörum. Ég fór því með þau í búðina þar sem ég hafði keypt þau og afgreiðslu- fólkið þar benti mér á að hafa samband við Iðunn en þar voru þessi stígvél framleidd. Þangað hélt ég og varð út- koman sú að fyrirtækið tók að sér að gera stígvélin sem ný, mér algjörlega að kostnaðarlausu. Mig langar til að vekja athygli á þessu því oft gleymist að geta þess sem vel er gert. Framkoma fólksins sem ég talaði við, bæði í skóbúð KEA og eins hjá Iðunn var alveg sérstaklega elskuleg og þjónustan geysilega góð. Þessir aðilar eiga heiður skilinn og mig langar til að koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra. Framfarir og uppbygg- Ing á 1No rðu rlandi 1980—1983 eftir Ingvar Ciíslason, menntamálaráöherra Stjórnartímabilið 1980 - 1983 hefur verið uppbyggingar og framfaraskeið hvað varðar verk- legar framkvæmdir í landinu almennt, ekki síst í Norður- landskjördæmi eystra. Þrátt fyrir samstöðuleysi þjóðfélags- aflanna um að vinna gegn verð- bólguófreskjunni hefur ríkis- stjórnin haldið uppi þróttmikilli framfarastefnu á öðrum sviðum. Yegamál Ný stefna hefur verið mörkuð í vegamálum. Langtímaáætlun hefur verið samþykkt og ákveð- ið að verja á næstu árum sem svarar 2.4% af þjóðarfram- leiðslu til vegamála. Áður var þetta hlutfall í kring um 1.7%. Árangur í vegamálum í Norður- landskjördæmi eystra er mikill. Sem dæmi má nefna endurbætur á veginum milli Akureyrar og Dalvíkur. Ný stór brú hefur ver- ið gerð á Svarfaðardalsá og önn- ur á Hálsá í Svarfarðardal. Eyja- fjarðará hefur verið brúuð með stórbrú hjá Hrafnagili og Lauga- landi. Unnið er að Víkurskarðs- vegi og hefur hann þegar verið notaður sem vetrarvegur. Nýr upphlaðinn vegur hefur verið lagður yfir Melrakkasléttu til Raufarhafnar. Allt eru þetta stórframkvæmdir. Unnið hefur verið að því að leggja bundið slitlag á vegi víða í kjördæminu og er að verða gerbreyting í því efni. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Á sviði heilsugæslu og sjúkra- húsmála hafa átt sér stað miklar framkvæmdir og framfarir. Nýj- ar heilsugæslustöðvar hafa tekið til starfa í Ólafsfirði og Dalvík og Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri hefur verið í stöðugri uppbyggingu sem velbúið deildaskipt sjúkrahús. Meðal annars hefur verið tekin í notk- un ný öldrunardeild sem er til húsa í svonefndu Systraseli á sj úkrahúslóðinni. Ný fískiskip Tveir nýir togarar bættust í fisk- veiðiflota Norðlendinga á síð- asta ári, Stakfell sem er sameign Þórshafnar og Raufarhafnar og Kolbeinsey til Húsavíkur. Víða í kjördæminu hefur verið unnið að ýmsum hafnarframkvæmd- um. Meðal annars hefur tekið til starfa ný dráttarbraut á Húsavík sem gerir kleift að sinna margs konar viðgerðarþjónustu við bátaflotann heimafyrir. Nýir skólar Á stjórnartímabilinu 1980 - 1983 hafa mikilvægar ákvarðan- ir verið teknar í ýmsum skóla- málum og haldið uppi mikilli starfsemi á svíði byggingarmála skóla og íþróttamannvirkja. Ef til vill er Verkmenntaskólinn á Akureyri merkasta ákvörðun sem tekin hefur verið í skóla- málum síðustu ár og hefur því máli miðað vel í góðu samstarfi milli bæjarstjórnar Akureyrar og Menntamálaráðuneytisins í minni ráðherratíð. Teknir hafa verið í notkun nýir skólar á grunnskólastigi meðal annars á Grenivík og Kópaskeri og unnið að áfram- haldandi uppbyggingu á ýmsum skólastöðum í kjördæminu. Áformað er að byggja skóla og íþróttahús í Hrísey og hefur ekki staðið á fjárframlögum af hálfu ríkisins í því efni. Sam- kvæmt minni ákvörðun er nú heimilt að reka áttunda bekk grunnskóla í Hrísey og hefur þannig verið komið til móts við óskir foreldra um að börn þeirra verði ekki send að heiman á þessum aldri. Búið er að ákveða skipulag grunnskólahalds í aust- ustu hreppum Norður-Þing- eyjarsýslu og gert ráð fyrir samvinnu þriggja hreppa í því sambandi. Ákveðið er að byggð verði heimavist á Þórshöfn fyrir börn úr nágrannahreppum. Þau sem verða að sækja nám til Þórs- hafnar. Jafnframt er ákveðið að byggja skóla á Svalbarði í Þistil- firði fyrir yngri börn í Svalbarðs- hreppi. Hér er um farsæla lausn að ræða sem mér hefur þótt ánægja að vinna að í góðu sam- starfi við heimamenn. Dagskrárdeild RÚV á Akureyri Það telst til meiriháttar tíðinda að Ríkisútvarpið hefur komið á fót sérstakri dagskrárdeild á Akureyri. Hefur starfsemi deildarinnar gefist vel undir öt- ulli stjórn Jónasar Jónassonar og vakið verðskuldaða athygli. Keypt hefur verið rúmgott hús undir útvarpsstarfsemina á Akureyri og fyrirhugað að flytja í húsið svo fljótt sem aðstæður leyfa. Fjárhagur Ríkis- útvarpsins hefur verið stórbætt- ur á stórnartímabilinu og gróska í starfsemi þess hefur ekki verið meiri í annan tíma. Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að á stjórnartíma- bilinu 1980 - 1983 hefur verið unnið að framförum og upp- byggingu í Norðurlandskjör- dæmi eystra eftir því sem frekast hefur verið hægt og á ýmsum sviðum svo að kalla má tíma- mótaaðgerðir. Hvað varðar mitt eigið verksvið, mennta- og menningarmál er mér sérstök ánægja a því að hafa getað flýtt fyrir stofnun Verkmenntaskól- ans á Akureyri, unnið að úrbót- um í skólamálum í Norður-Þing- eyjarsýslu og stuðlað að útvarps- rekstri á Akureyri. Nýja útvarpshúsið. 2 - DAGUR - 8. apríl 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.