Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 15.04.1983, Blaðsíða 6
Allir sem eitthvað hafa af Menntaskól- anum á Akureyri haft að segja á undanförnum árum, þekkja Stefán Þorláksson. Hann heur verið þar kennari frá árinu 1970, en á sumrum fæst hann við að leiða túrhesta (þ.e. túrista) um ísland. Af sinni óhaggan- legu íhaldssemi vildi blaðamaður byrja á ætt og uppruna, en Stefán sagði að Nemendur 66 eru besta fólk Áöur en ég byrjaði að kenna hérna hafði ég eins og aðrir heyrt illa talað um ungdóminn og hafði meira og minna trúað því, að þetta væri óviðráðanlegur lýður. En það reyndist nú allt öðruvísi, nemendur eru besta og elskuleg- asta fólk sem ég hef kynnst, bók- staflega. Á þeim árum sem ég hef leikið kennara hef ég aldrei mætt öðru en fullkomnum elskuleg- heitum af nemendum. Ekki minnstu uppivöðslu, dónaskap - ég þekki það ekki og hef aldrei merkt. Og ég áiít að nú sé betra að kenna við Menntaskólann en á þeim árum þegar ég var nemandi. Nú eru nemendur, held ég, þægi- legri í umgangi. Þeir eru líklega víðsýnni, hafa kynnst fleiru en við og eru ekki eins fanatískir. Og að svo miklu Ieyti sem ég hef heyrt aðra kennara tala um nemendur hér í Menntaskólanur hefur mér fundist sömu viðhorf ríkja, enda held ég að þetta geti ekki farið framhjá nokkrum manni. Hér ríkir mjög gott andrúms- loft milli nemenda og kennara, gagnkvæmur skilningur og virðing. Það er líka annað sem hefur gersty síðan ég var hér nemandi, og það er að kennarar hafa blandast hópnum. í minni tíð sem þótti ákaflega góður. Þetta tengdi mig nemendum strax miklu nánar en ella hefði orðið. Ég naut þess- vegna miklu fleiri heimsókna nemenda og það hefur enst allt til þessa tíma. Það koma nýir nem- endur, en þeir taka þá heimilis- kynnin hér í arf frá þeim sem fara, þannig að ég hef átt því láni að fagna að nemendur hafa talsvert mikið sótt mig heim. Það mætti ráðleggja öllum ný- liðum í kennarastétt að búa einn vetur á heimavistinni. Eins og fénaður í fyrirlestrarsölum Ég kem í skólann hér sem nem- andi um það leyti sem verða kyn- slóðaskipti, það er þegar Þórarinn byrjar sína skólameistaratíð. Hann hafði þérað alla nemendur sem kennari, en lagði það niður á þeim degi þegar hann varð skóla- meistari. Og gerði þar stórt gat í þann múr sem áður hafði aðskilið nemendur og kennara. Það er Steindór fyrst sem rýfur þennan múr endanlega til grunna, álít ég vera, og umgengst nem- endureinsogjafningjasína. Þetta var mikið átak fyrir Steindór, sér leiddist slíkt heldur í viðtölum. „Það er einna helst eins og mennirnir haf! alls ekkert að segja þegar þeir leið- ast út í langa upptalningu á ættfeðrum. Annars er ég upprunninn á Svalbarði í Þistilfirði, foreldrar mínir bjuggu þar, en ég er nú hálfgerður fóstursonur Ak- ureyrar - gekk hér í menntaskóla og gerðist síðar kennari við þann skóla. skilja þetta með því að líkja því við aðrar tískur sm borist hafa sunnan úr löndum, fyrr og síðar. Sjáðu til, galdrabrennur voru til dæmis teknar upp á íslandi um það leyti sem menn hættu að brenna suður í löndum. En ís- lendingar misskildu málið og brenndu karla meðan menn brenndu eingöngu konur á meg- inlandinu. Þannig hafa tískur oft tekið sín- um breytingum áður en þær komu hingað. Nú, og nauðsyn fyrir galdrabrennum er okkur óljós. Lýsi á hafragrautinn Við gengum hér saman í skóla og vorum sambekkingar við Flosi Ólafsson leikari. Hann er vænn og ágætur maður, og við borðuðum við sama borð hjá Einhildi, Flos? af því hann var sigldur maður oj að sunnan, en ég af því ég var að drepast úr hor - læknirinn hafði bannað mér að éta á vistinni, sagði að þá myndi ég drepast. Flosi haugaði sykri út á hafra- grautinn á morgnana. Það þótti mér svo ógeðslegt að tæplega við, heimsækir í Þýskalandi og dvelst hjá og margir hafa heimsótt mig hingað til Akureyrar. Mér Iíkar vel við Þjóðverja og þær sögur sem fara af þýskum túr- hestum held ég séu meira og minna tröllasögur. Og mér hefur skilist á flestum hótelstýrum að þeim þyki Þjóðverjarnir einna skemmtilegastu gestir'nir; mest gleðin við borðin þar sem þeir sitja og þeir eru síst með að- finnslur. Nú er það svo að Þjóð- verja gera miklar kröfur, því þeir eru góðu vanir í eigin landi, Þýskalandi. En hingað koma þeir flestir af áhuga fyrir landinu og slíkt fólk er yfirleitt auðvelt í meðförum. Við eigum raunar því láni að fagna að vegna legu landsins og landslags þess fáum við hingað allt aðra túrhesta heldur en til dæmis Spánn. Baðstrandatúr hestar eru að meðaltali annað fólken það sem hingað kemur til að Fegursta blómaskrúð úthöggvið Náttúrulega eru margir staðir á landinu sem ég verð að heimsækj a margsinnis á sumri. Ég gæti illa hugsað mér að lifa af það sumar sem ég gengi ekki um Hljóða- kletta, eða ströndina milli Hellna og Stapa. Hljóðaklettar eru á svo margan hátt einstakir, í fyrsta lagi - eins og flestir vita - jarðfræðilega. Þetta stendur þarna eins og kafli í byrjendabók í jarðfræði og er jarðfræðileg opinberun. Kynjamyndirnar sem þarna birtast í klettunum, þær eru óend- anlegar. Þar er hið fegusta blóma- skrúð úthöggvið, sólir og hvað annað. Þar standa meira að segja risavaxnir fílar og hinar ótrúleg- ustu myndir. Og maður sér alltaf eitthvað nýtt. Um Hellna og Stapa er það að segja, að þar er einstakt að lands- lagi og fuglalífi. Við ákveðna böku þar dveljast alltaf einir sex straumandarsteggir, allt sumarið. Maður getur gengið þar að þeim vísum rétt eins og kúm á bás. Og þeir eru bara við þessa böku, þar eiga þeir heima. Þarna getur maður heilsað þeim, og maður segir túrhestunum að þegar við skoða náttúruna. Endurtekningin nemanda, voru kennarar miklu fjær okkur, en nú finna þeir sig fremur sem hluta af hópnum, sem er stórkostleg framför. Þeir falla þá ekki í þá freistni að setja sig á háan hest, þeir skoða sig sem sam- verkamenn nemenda, miklu frek- ar en einhver goð á stalli sem af náð sinni tala til iýðsins. Braut allar vistarreglur Ég var svo heppinn að ég gleymdi að útvega mér herbergi áðuren ég kom hingað fvrst sem kennari - fór svipað og hinum fyrsta land- námsmanni sem láðist að afla heyja - kom hingað kvöldið áður en skólinn átti að byrja, vegalaus og fékk þá inni á heimavistinni fyrir náð skólameistara sem þá var Steindór Steindórsson. Óg þar bjó ég með sömu réttindum og skyldum og aðrir vistarbúar. Braut allar reglur vistarinnar og sumpart fljótastur til af þeim sem þarna bjuggu. En þarna blandaðist ég náttúr- lega í félagsskapinn, sem mér mann sem hafði hérumbil heila kennaraævi að baki, þar sem kennarar varðveittu verulega fjarðlægð frá nemendum. En Steindór er sterkur persónuleiki eins og við vitum, og vogaði þetta. Þetta var líka á erfiðum tíma, þegar stúdentauppreisnir í út- löndum höfðu áhrif á skólalíf hér. Þær vöktu hér öldur eins og fjar- lægt óveður, veðrið gekk hjá en vakti hér sjóa sem algengt er. Suður í álfu kom þessi órói fram í háskólum sem yfirfylltust, stúd- entar stóðu eins og fénaður í fyrir- lestrarsölum og skrifuðu hver á bakinu á öðrum. En hér á landi kom óróinn aðal- lega fram meðal menntaskóla- nema og annarra á svipuðu stigi, meira heldur en meðal háskóla- stúdenta. Þetta sýndi sig í sóða- legum skrifum nemenda í skóla- blaðið, aðallega um skólameist- ara, og svo í lélegri mætingu - það var þáttur í þvf að óvirða skólann. Á heimavistinni kynntist ég svo þeim mönnum sem aðallega stóðu fyrir þesu, og þetta var elskuleg- asta fólk sem vildi engum illt, aldeilis ekki. Og andrúmsloft í skólanum - í kennslustundum - var alls ekki verra en nú er. Ég held að helst sé hægt að mátti við það búa, en fann bráð- lega mótleik og hellti lýsi út á grautinn hjá mér. Og varð þá bráðlega friður okkar á milli. Flosi gerði vísu fyrir nokkrum árum eftir stutta dvöl hér á Akur- eyri um sumar. Á Akureyri er um það bil ekki neins að sakna. Jú, þar er fagurt þangað til þorpsbúarnir vakna. Þýskir túrhestar Já, ég leiði þýska túrhesta á sumr- in og hef gert það nú til fjölda ára, hér innanlands. Þetta er fullt starf og í raun erfitt, en þar á móti kem- ur að það er oft skemmtilegt. Það kemur náttúrulega ýmis- legt fyrir. Kona nokkur bað mig einu sinni að útvega sér flass til að hún gæti myndað tunglið. Hún sá ferðafélagana setja upp feikna- legar aðdráttarlinsur á þrífætur, en hafði sjálf ómerkilega mynda- vél, og það ætlaði hún að vinna upp með því að nota flass. Nú, ég greip þetta eins og skot og ætlaði að útvega henni flassið með skyndiátaki til að láta hana taka myndina. En hinir Þjóðverjarnir hreinlega lögðust í mölina - urðu alveg snarvitlausir af hlátri og ég veit ekki hvort þeir tóku nokkra mynd. í þessu starfi kynnist maður margvíslegu fólki og oft skemmti- legu. Og mörgum sem maður hef- ur eftir það varanlegt samband sýnir kvikmyndina Ég hef lagt það sérstaklega fyrir mig að ferðast með fuglaskoðend- ur og hef farið með marga hópa frá fuglaverndunarsambandinu þýska og frá héraðsfélögum. Og það eru náttúrulega skemmtileg- ustu ferðirnar. f þeim kynnist maður einstök- um fuglum oft persónulega, gefur þeim nöfn eins og til dæmis Karl Heins Ohrentaucher (Flórgoði), eða Peter Eistaucher - Pétur Lómur — og því um líkt - tegund- arheitið kemur þá síðast. Maður sér hvernig þeir koma áfram ung- um sínum, hvernig fjölskyldan þróast og vex. Þetta er nokkuð sem maður ætti erfitt með að hætta. Þetta er lífsreynsla sem fáir njóta Svo sér maður hvernig allt þró- ast í landinu, þar sem maður fer margsinnis hringferðir um landið á sumrin. Þær eru sæmilega róleg- ar, taka yfirleitt hálfan mánuð til þrár vikur. Þá hefur maður tíma til að líta í kringum sig, sjá hvenig heyskapurinn og byggingar ganga. Og einmitt þessi endurtekning á ferðum á sama árinu er nauð- synleg, þá kynnist maður landinu og landsh,ögum allt öðruvísi held- ur en sá sem fer eina hringferð. Hann sér bara andartaksmynd, en með þessari endurtekningu sér maður kvikmyndina. Menn hafa oft spurt mig hvort þetta sé ekki leiðinlegt að fara meira og minna sömu leiðina kannski fjórum fimm sinnum sama sumarið. En það er fyrst það sem gefur þessu gildi. höfum gengið í tuttugu mínútur hittum við sex straumandarsteggi. Þá hlæja þeir náttúrulega og segja sína á milli, „ja nú veit maður að það er ekki orð að marka það sem mannhelvítið segir.“ En svo þeg- ar steggirnir koma í ljós, segja þeir annað. Kattaeign á við vopnabúr Fuglalíf hér á Akureyri hefur sett mjög ofan á þeim árum sem ég hef búið hér. Þegar ég fluttist hingað 1970, var bærinn fullur af fuglum, vetur og sumar. Hér varp fugl bókstaflega í hverjum garði, en nú á síðustu árum hefur komið hér upp undarleg tíska. Það er að segja kattarfár. Nú er köttur í hverju húsi, en fuglar horfnir. Kattaeign Akureyringa er álíka og vopnabúr stórveldanna sem nægir til að drepa mannkynið margsinnis. Kettirnir eru svo margir að fjöldinn af þeim verður afskiftur og nær ekki í nokkurn fugl. Ég álít að fuglarnir hafi verið stoit Akureyrar en allt í einu hafa þeirgleymst-tískan hefurbreyst. Og það svo, að síðast í fyrra rauf sóknarnefnd kirkjugrið á hröfnum, en þetta var mjög merkilegt fyrirbæri þetta varp hrafnanna á kirkjunni. Það eru ekki nema um 15 ár síðan hrafnar urpu fyrst á mannvirkjum á ís- landi. Þeir virðast hafa tekið sér langan tíma til að athuga hvort óhætt sé að verpa á byggingum. Viðkoman hjá þeim er afskap- lega lítil, það er ekki nema brot af stofninum sem verpir á hverju ári, og þetta hrafnshreiður á kirkjunni var mikil bæjarprýði. „Enginn f hug þér sér/eða söng þinn skilur“, orti Kristján frá Djúpalæk, og það hefur oft svo farið. En það er fleira sem hefur gerst hér á Akureyri á þessum tíma. Bærinn hefur breytt um svip og Viðtal og myndir: KGA 6 - DAGUR -15. apríl 1983 eðli á sfðustu árum. Miðbærinn hefur splundrast og dáið, og þjón- usta flust út í útjaðrana. Nákvæm- lega á sama hátt og í Reykjavík. Fyrir fáum árum var öll þjón- usta innan armlengdar fyrir þann sem kominn var í miðbæinn. En nú fæst þar ekki lengur skrúfa eða nagli, rafmagnssnúra eða kló. Og brotthvarf hverrar sérverslunar úr miðbænum kemur niður á við- skiptum við allar aðrar verslanir, og eftir stendur steindauður miðbær. Hann hefur fengið andlit - fallegar umbúðir um ekkert. Þannig virðist bæjarfeðrum hafa sést yfir til hvers bærinn er notaður. Þeim hefur orðið star- sýnast á að koma upp hraðbraut í gegnum bæinn og flottri götu í miðbænum. En þeir hafa á sama tíma til dæmis leyft að hamborg- arasala færi inn í húsnæði sér- verslunar sem var í miðbænum. í þeim miðbæ sem vantar til dæmis bæði byggingarvöruverslun og raftækjaverslun. Og eins og við sjáum er það pylsu og hamborgarasala sem blómgast i miðbænum - það eru fjórar slíkar við torgið. Óg það með vitund og vilja bæjarfeðra. Bærinn hefur stækkað á þessum árum, en viðbótin er heldur rislítil ^ - rislaus - með M þjóðlegum þak- b A M Æ leka. En við / í l ’/yf ' Suðurbyggð má sjá að arkitektar m cru að finna upp r w ™ risið, þó þeim hafi enn ekki tekist að láta valmana mætast í mæniási - ekki satt? Ég held að þetta sé ónothæf stjórn á skipulagsmálum bæjar- ins. Bæjarfeður hafa í þessum málum hagað sér eins og börn í sandkassaleik. Þetta forljóta íþróttabákn Reyndar vil ég gagnrýna skipu- lagningu Akureyrar enn frekar. Bæjarfeðrum hefur orðið allt of starsýnt á flottheitin, byggja stórt - hraðbraut, flotta götu um mið- bæinn. Og svo þetta forljóta íþróttabákn. Semvartroðið niður á fallegasta stað í bænum, byggt fyrir offjár, mannvirki sem enga atvinnu skapar í bæ sem hefur staðið í angist við komandi atvinnuleysi. En þetta er kannski ekki sér- akureyrískt. Okkar samfélag er svo frjálslegt að það léyfir okkur að gera vitleysur og að sumu leyti kann ég mjög vel við það og vildi alls ekki skipta á því og svo vel stjórnuðu samfélagi að við mætt- um það ekki. En auðvitað verður allt að hafa í hófi og íþróttabáknið er skandall. Bæði er það svo ljótt og svo framandlegt og laust við allan skyldleika við aðrar byggingar bæjarins að það er eins og það hafi verið flutt inn frá Mars. Kunnugir segja mér að það hafi mátt byggja tíu íþróttaskemmur til sömu nota fyrir það fé sem í höllina fór. En þarna eignuðumst við jú flottasta íþróttahús á landinu og sennilega hefur það verið mark- miðið að vinna þá keppni. ísmeygileg dansmúsik Og eitt vildi ég lfka nefna, og það er hvernig skemmtanalff hér í bænum hefur farið út um þúfur. Fyrir 10-12 árum spilaði Hljóm- sveit Ingimars Eydal ísmeygilega dansmúsik í Sjallanum, en nú ræður poppöskrið ríkjum svo há- vært að menn geta ekki talast við innan dyra. Og Ingimar Eydal hefur - sennilega af stéttarvitund - fært upp hávaðann til meira en hálfs á við popphjómsveitirnar. Hann hefur fleygt því fína og sérkennlega fyrir borð, í staðinn fyrir að skera sig úr, sem hann hefði einmitt tækifæri til núna - ekki satt? . „Suður í álfu kom þessu órói fram í há- skóluin sem yfirfyllf- ust, stúdcntar stóðu eins o}» fénaður í fyrir- lestrarsólum og skrif- uðu hver á bakinu á öðrum.“ 15. apríl 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.