Dagur - 26.04.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 26.04.1983, Blaðsíða 6
Með fárra daga millibili hurfu tveir vinir mínir og nafnar yfir á eilífðarsviðið á síðastliðnu hausti og saknaði ég beggja. Þetta voru þeir Jón Hjálmarsson, bóndi í Villinga- dal og Jón Guðlaugsson, sjómaður og síðar starfsmaður í frystihúsinu á Grenivík. Hefur hinum fyrrnefnda verið fylgt úr hlaði í blöðum af mér færari mönnum en Jóns Guðlaugs- sonar hefur enn ekki verið getið á þeim vettvangi. Því sækir nú að mér löngun að minnast hans í örfáum orðum og biðja Dag að birta ásamt mynd er sýnir hann á þeim árum er æskan bjó enn í augum hans og andlitsdráttum. Jón var yngstur barna hjónanna er síðast bjuggu á Tindriðastöðum í Fjörðum, þeirra Hólmfríðar Tómas- dóttur og Guðlaugs Jónssonar. Er þeirra getið í bók minni Hvað segja bændur nú? Systkini Jóns eru Jónína, lengi húsfreyja á Hamri í Svarfaðardal, Sigurbjörg, húsfreyja á Kaðalstöðum og síðar á Þöngla- bakka í Fjörðum, Tómas, búsettur að Miðhúsum við Skagafjörð, Guðrún, áður húsfreyja á Botni í Fjörðum nú að Ásgarði á Sval- barðsströnd og Stefanía, búsett í Reykjavík. Þegar Firðirnir fóru í eyði vorið 1944 hvarf Jón til Flateyjar ásamt unnustu sinni, Rósu Árnadóttur, frá Knarrareyri á Flateyjardal, en næsta haust fluttu þau að Grýtu- bakka til Hólmfríðar og Tómasar er þangað höfðu flutt um vorið. Þar gengu þau í hjónaband þann 30. des. 1945 og þar fæddist þeirra eina barn, Guðlaug Hólmfríður, er nú býr að Grænumýri 4 á Akureyri. Maður hennar er Aðalsteinn Þórarinsson. Hjá þeim dvelur Rósa Árnadóttir nú. Vorið 1947 fluttu þau Jón og Rósa að Lundi við Grenivík og bjuggu þar í 4 ár. Þá keyptu þau býlið Þengilbakka á Grenivík og þar var heimili þeirra síðan. Sem fyrr segir gerðist Jón sjómaður og var hann 23 ár samfleytt á bátunum Frosta og Víði á Grenivík. Þegar frystihúsið tók til starfa 1968 gerðist hann starfsmaður þess og vann því þar til ævi hans lauk. Þar féll hinn trausti og eljusami maður niður við vinnu sína og var örendur áður en læknir kom á vettvang. Þengilbakki var lítið býli en með aukinni ræktun náðu þau hjón að hafa eina kú, 30 kindur og allmörg hænsni. Mun umhirða búsins hafa fallið að mestu f verkahring hús- freyju. Á seinni árum mun búskap- urinn hafa verið lagður til hliðar og er sú þróun alþekkt í sjávarþorpum um allt land. Þessi er í stuttu máli lífssaga Jóns Guðlaugssonar. í fljótu bragði virð- ist hún ekki stórbrotin fremur en svo margra alþýðumanna sem unnið hafa hörðum höndum að framleiðslu hinna verðmætustu afurða landsins en hún gefur í leiðinni bendingu um vinsælan mann og góðan starfsfélaga sem hvarvetna vann af takmarka- lausri trúmennsku. Jón þurfti aldrei að ganga á milli manna í atvinnuleit. Miklu fremur sóttust menn eftir honum til starfa. Hann var að upplagi félagslyndur og bar þess engin merki að hann ólst upp í fámennu umhverfi þar sem síðustu árin voru aðeins 3 bæir í byggð. Hann féll þegar inn í umhverfi Grenivíkur er hann flutti þangað, líkt og hann hefði alist þar upp. Efalaust hefur það flýtt kynnum að á þessum stað hefur lengi þróast sönglíf mikið og gerðist Jón þar liðtækur vel. Hann hafði 'mjúka og viðfellda söngrödd og öruggt tón- eyra. Sá ég hann aldrei glaðari en þar sem lagið var tekið á góðri stund. Annars eiginleika Jóns skal getið en það var hin eðlisgróna gestrisni hans. Hygg ég að hann hafi miklu fremur kosið að hafa hjá sér gesti en að vera á stjái í annarra manna húsum og var hann þó alls staðar velkominn. Ég þekkti Jón frá því hann var á unglingsaldri. Ekki duldist mér það fremur en öðrum hve mjög hann líktist föður sínum, gamla bóndan- um á Tindriðastöðum, sem var einstætt ljúfmenni. Þó skorti nokkuð á að hann væri gæddur hinum íþróttamannslega léttleika Guðlaugs er entist honum til æviloka. En lundin var hin sama, handlagnin og hjálpsemin í garð þeirra er á handtaki þurftu að halda. Slíkra manna er gott að minnast og veit ég að svo mun öllum þykja er þekktu þá Eg votta ekkju Jóns Guðlaugs- sonar, dóttur hans og börnum hennar, svo og öðrum aðstandend- um hins látna samúð mína og óska þeim öllum farsældar á vegum framtíðar. Jón Bjarnason, frá Garðsvík. Ljóð og Út er komið „ljóðmyndablað- ið“ Ljóð og Mynd II. Þetta blað sem er 20 síður að stærð hefur að geyma tíu Ijóð eftir Kristján Kristjánsson og jafn- margar grafíkmyndir eftir Aðalstein Svan Sigfússon. Að sögn Kristjáns Kristjáns- mynd II sonar eru flest ljóðin ný og sagði Kristján að þeir félagarnir hefðu yfirleitt haft þann háttinn á að myndirnar væru gerðar eftir ljóð- unum. Hér er um dúkristur að ræða en blaðið er gefið út í 150 tölusettum og árituðum eintökum og er það til sölu í Bóka- og blaða- sölunni Brekkugötu 5. 6 - DAGUR - 26. apríl 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.