Dagur - 26.04.1983, Blaðsíða 15
„Krúttmagakvöld“ kvenna
sýningu, gamanvísur og hár-
greiðslu- og snyrtisýning í léttum
dúr verður á dagskránni. Sérstak-
ur leynigestur kvöldsins verður á
staðnum.
Miðaverði á þessa „krúttmaga-
skemmtun" er stillt í hóf. Pað er
kr. 300 og gildir aðgöngumiðinn
einnig sem happdrættismiði.
Miðasala og pantanir eru í
Sjallanum á fimmtudag og föstu-
dag kl. 18-22 og í síma 22770.
Kynningarverð þessa viku
á Frón kexi:
Nokkrar hressar og framtaks-
samar konur hafa tekið sig
santan og undirbúið „krútt-
magakvöld“ sem haldið verður
í Sjallanum á Akureyri á
laugardagskvöld. Má líta á
þessa samkomu sem svar þeirra
við „kútmagakvöldum“ sem
haldin hafa verið um árabil og
eru eingöngu ætluð körlum.
Nú fá einungis konur aðgang í
Sjallann til kl. 23.00 um kvöldið
en þá verður húsið opnað öðrum
gestum og karlpeningurinn fær að
ryðjast inn. Dagskrá „krúttmaga-
kvöldsins" hefst kl. 19.30 og
verður tekið á móti konunum
með listauka.
Síðan setjast þær að snæðingi
en á borðum verður úrval sjávar-
rétta. Á meðan setið verið að
snæðingi verður boðið upp á
fjölda skemmtiatriða og má
nefna í því sambandi leikþætti,
danssýningu, óvenjulega tísku-
Leyft verð Tilboðsverð
Frón smjörkex : 13.85 11.20
Frón heiihveitikex 18.85 15.25
Frón sítrónukremkex 24.00 19.40
Frón jarðarberjakremkex 24.00 19.40
HAGKAUP
Noröurgötu 62 Sími 23999
Listmunauppboð
Bækur - Málverk
Fróði - Listhúsið
Bárður Halldórsson - Jón G. Sólnes
Laugardaginn 30. aprfl 1983 kl. 14.00 í Sjall-
anum á Akureyri.
Munirnir verða til sýnis í Sjallanum sama dag kl.
9.00-14.00.
Meðal verka á þessu uppboði eru:
LAXDÆLA SAGA útg. í KAUPM.HÖFN 1826,
NOCKRAR PREDIKANER Hólum 1683,
BRANDUR (sérpr. úr ÍSLANDI 1898);
HERRAUDS OCH BOSA SAGA, útg. STOKKH 1666;
OM NORDENS GAMLE DIGTEKONST eftir Jón Ólafsson
útg. KBH. 1786;
GRETTIS SAGA OG VÖLSUNGASAGA í útg. EIRlKS
MAGNÚSSONAR og WILLIAM MORRIS frá 1901.
SAGA HAFNARFJARÐAR OG VESTMANNAEYJA,
LANDNÁM INGÓLFS.
MYNDIR eftir ALFREÐ FLÓKA, BLÖKU, ELÍAS B.
HALLDÓRSSON, HRING JÓHANNESSON, KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON, SVEIN ÞÓRARINSSON, JÓN
PORLEIFSSON og VALTÝ PÉTURSSON.
Uppboösskrár liggja frammi í Bókinni í Reykjavík og
Fróöa á Akureyri sími 96-26345.
Uppboðið hefst stundvíslega kl. 14.00.
Uppboðshaldarar
Bárður G. Halldórsson - Jón G. Sólnes
stereótæki í bíla hljómtæki
Technico vasatölvur
I Loewe opta sjónvarpstæki
kl
—.- mmmmB
Aöalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Samkomuhúsi
bæjarins dagana 6. og 7. maí 1983.
Fundurinn hefst kl. 10.00 föstudaginn 6. mars.
DAGSKRÁ:
1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Skýrsla kaupfélagsstjóra.
Reikningar félagsins.
Umsögn endurskoðenda.
Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl.
4. Afgreiðsla reikninga og tillaga félagsstjórnar.
5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs.
6. Tillaga um breytingu á reglugerð Mjóikursamlags KEA.
7. Sérmál aðalfundar.
Fjármál sammvinnuhreyfingarinnar.
Framsögumaður: Eggert Agúst Sverrisson, viðskipta-
fræðingur.
8. Erindi deilda.
9. Önnurmál.
10. Kosningar.
Akureyri, 25. apríl 1983.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á
fasteigninni Hafnarstræti 86, Akureyri, þingl. eign Stíls sf., fer
fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri
föstudaginn 29. apríl nk. kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
... K
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 60., 62. og 65. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981
á fasteigninni Lundargötu 8, norðurenda, Akureyri, þingl. eign
Jóseps Hallssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og
Benedikts Ólafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 29.
apríl nk. kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Starfsmaður óskast
sem fyrst
Húsnæði og aðstaða fyrir búskap fylgir.
Skógarvörðurinn Vöglum, sími 96-23100.
2|Bi apríl 1983 n DAGUR -15