Dagur - 26.04.1983, Blaðsíða 10
Örtröð allan daginn
— Vel heppnuð iðnkynning í Frostagötu
í Vélsmiðju Steindórs voru margskonar leiktæki fyrir böm.
„Það var örtröð hjá okkur
allan daginn, ég giska á að það
hafi komið 2-3 þúsund manns
á svæðið, sem er meira en
nokkur okkar þorði að vona,“
sagði Jónas Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Valsmíði
sf. í samtali við Dag að
aflokinni iðnkynningu í Frosta-
götu á sumardaginn fyrsta.
Akureyringar tóku fagnandi
þeirri nýbreytni forráðamanna
fyrirtækja við Frostagötu að
kynna starfsemi fyrirtækjanna og
þá framleiðslu sem þau láta frá
sér fara. Fjölmenni var á sýning-
arsvæðinu allan daginn, allt frá
hádegi fram að kvöldmat. í
tengslum við kynninguna var
haldinn fundur um iðnaðar- og
atvinnumál fyrir fullu húsi, sem
þótti takast með eindæmum vel.
Fyrir þá sem ekki komust á
fundinn skulum við kíkja á
fundargerðina, sem Sverrir
Pálmason skráði.
í framhaldi af iðnkynningu sem
fyrirtækin Barð sf., Baugsbrot
sf., Ýr hf., Eikin hf., Valsmíði
Hér láta sýningargestir fara vel um sig á trésmíðaverkstæði hjá Eikinni.
sf., Hellusteypan sf. og Vélsmiðja
Steindórs hf. héldu hinn21.04.’83
í Frostagötu frá kl. 13.00 til 17.00
var haldinn opinn fundur um
iðnaðar- og atvinnumál í vinnusal
Ýr hf. Fundurinn hófst kl. 17.00.
Fundarstjóri var Jónas Sigur-
jónsson Valsmíði. Gerði hann
grein fyrir tilhögun fundarins og
hvatti menn til að kveða sér
hljóðs. Fundarritari var Sverrir
Pálmason Ýr.
Framsögu hafði Steindór
Steindórsson Vélsmiðju Stein-
dórs. Áminnti hann frambjóð-
endur og aðra ræðumenn um að
vera málefnalega en aðeins um-
ræður um atvinnu- og iðnaðarmál
voru leyfðar.
Birgir Stefánsson á Eikinni lét
í ljós efasemdir sínar um þekk-
ingu frambjóðenda og ráða-
manna bæjarins á húsgagnaiðnaði
í bænum.
Steingrímur Sigfússon G-lista
tók sem dæmi um erfiðleika í
iðnaði Plastiðjuna Bjarg sem á í
harðri samkeppni við innfluttar
iðnaðarvörur sem eru ódýrari en
verri. Lofaði hann aðgerðum
fyrir hönd síns flokks til verndar
íslenskum iðnaði í þeirri sam-
keppni.
Árni Gunnarsson A-lista vildi
beita ýmsum hörðum aðgerðum
gegn innflutningi á iðnaðarvörum
til verndar íslenskum iðnaði.
Halldór Blöndal D-lista talaði
um hnignandi vöxt Akureyrar og
erfiðleika iðnaðarins vegna rangr-
ar gengisskráningar. Halldór vildi
niðurfellingu tolla á aðföngum til
iðnaðar.
Stefán Matthíasson A-lista
gerði samanburð á lánakjörum
iðnfyrirtækja miðað við landbún-
að og sjávarútveg. Vildi hann
sporna við innflutningi.
Níels Á. Lund B-lista talaði um
geysilegan kostnað vegna atvinnu-
uppbyggingar undanfarinna ára
og að innlend iðnaðarvara væri
ekki samkeppnisfær með verð.
Þá ræddi hann um mikla þenslu
samfara þessari hröðu uppbygg-
ingu.
Tryggvi Pálsson Smára talaði
um ranga stjórnarstefnu og sér í
lagi raunvaxtastefnu Alþýðu-
flokksins sem væri að leggja allt í
rúst.
Helgi Guðmundsson G-lista
ræddi um vannýtta möguleika á
framleiðslu iðnaðarvara, tók sér-
staklega fyrir skipasmíðar, þá
ræddi hann innkaup á húsgögnum
fyrir Verkmenntaskólann. Helgi
vakti athygli á sambandsleysi
milli einstakra iðngreina.
Árni Gunnarsson svaraði
Tryggva Pálssyni og sagði að
verðbólgan væri að drepa niður
iðnaðinn, ekki raunvextir. Síðan
talaði hann um fólksfækkun í
hinum ýmsu kaupstöðum í kjör-
dæminu og að fólksfjöldi stæði í
stað á Húsavík og Akureyri.
Gunnar Ragnars sagði að við
hefðum flotið að feigðarósi vegna
andvaraleysis á undanförnum
árum við að skapa ný atvinnu-
NÁMSKEIÐ í JAPANSKRI STJÓRNUN
FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA
— HYGGINDISEM í HAG KOMA —
Lærum af forystuþjóð á sviði stjórnunar.
Veist þú:
• Hvað núllgallastefna er?
• Hvers vegna aukin gæði leiða til lægri framleiðslukostn-
aðar?
• Hvað er Poka Yoke?
• Hvers vegna blönduð framleiðsla er hagkvæmari en fjölda-
framleiðsla?
• Af hverju verkföll eru nær óþekkt í stærri iðnfyrirtækjum í
Japan?
• Hvernig staðið er að starfsmenntun í Japan?
• Hvernig unnt er að ná og viðhalda miklum afköstum?
• Hvað núllbirgðastefna er?
• Hver eru tengsl iðnfyrirtækja og banka í Japan?
• Er allt sem sýnist?
í samvinnu við Stjórnunarfélag norðurlands verður námskeiðið
haldið þriðjudaginn 3. maí n.k. í Sjálfstæðishúsinu kl. 10.00 til
kl. 17.00.
Þátttökugjald kr. 2800.- Námskeiðsgögn, matur og kaffi
innifalið.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags norðurlands í síma 96 -
21820.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst. Fjöldi takmarkaður.
Ráðgjafaþjónusta
Stjórnun — Skipulag
Skipulagning — Vinnurannsóknir
Flutningataekni — Birgðahald
Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf
Markaðs- og söluráðgjöt
Stjórnenda- og starfsþjálfun
REKSTRARSTOFAN
— Samstarf sjálfstæóra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviöum —
Hamraborg 1 202 Kópavogi
Sími 91 -44033
J. INGIMAR HANSSON
Fyrirlesari
Ingimar fór nýlega í námsferð til Japan.
Ferðin var skipulögð af Bandaríska Iðnaðar-
verkfræðingafólaginu.
Auk námskeiða í japanskri stjórnun var farið í
heimsóknir til iðnfyrirtækja.
J. Ingimar Hansson er rekstrarverkfraBðingur
að mennt og stofnaði Rekstrarstofuna 1974.
GUNNAR H. GUÐMUNDSSON
Fyrirlesari
Gunnar hefur annast athuganir þær sem
Rekstrarstofan hefur staðið fyrir á japanskri
iðnaðaruppbyggingu og áhrifum hennar í
Bandaríkjunum og á vesturlöndum.
Gunnar H. Guðmundsson er rekstrarverk-
fræðingur að mennt og er ráðgjafi á sviði
stjórnunar, skipulags, upplýsingakerfa og
tölvumála.
BOLLI MAGNÚSSON
Fundarstjóri
Bolli starfaði um skeið í Japan sem fulltrúi
togarakaupenda og kynntist starfsháttum við
skipasmíðar þar í landi.
Bolli Magnússon er skipatæknifræðingur að
mennt og er ráðgjafi á sviði skipasmíða og
útgerðar.
1Ó-DAÍGljft-26. aþrfl'1Ö83,;