Dagur - 26.04.1983, Blaðsíða 12
!
Andrésar-andar-leikarnir
Andrésar andar leikarnir voru haldnir á Akureyri um
sídustu helgi. Þetta er skíðakeppni barna 12 ára og yngri og
komu keppendur allsstaðar að af landinu. Flestir voru frá
Akureyri. Alls voru keppendur 397 og nánast frá öllum
félögum og íþróttabandalögum á landinu, þar sem
skíðaíþróttin er iðkuð. Keppendur dvöldust flestir í
Lundarskóla, en þar var einnig mötuneyti fyrir keppendur
og fararstjóra. í flestum greinum var keppt í Hlíðarfjalli,
en í göngu á golfvellinum. Undirbúningur undir þetta mót
er í gangi nánast allt árið, en mótsstjóri á þessu síðasta
skíðamóti ársins var Þröstur Guðjónsson.
Það þurftu margir að sætta sig við byltu á þessu móti
Þau keppa í Noregi
Sigurvegarar í 12 ára flokki á
þessu móti, í svigi og stórsvigi,
fara næsta vetur til Kongsberg í
Noregi og keppa þar á Andrésar-
andar-leikunum. Það eru þau
Ágústa Jónsdóttir frá Isafirði,
Sólveig Gísladóttir Akureyri,
Kristinn Svanbergsson Akureyri
og Ólafur Sigurðsson ísafirði.
Þarna verður um hörkukeppni að
ræða, en margir af bestu skíða-
mönnum heims hafa unnið sína
fyrstu sigra á slíkum mótum eins
og t.d. skíðakóngurinn Ingemar
Stenmark.
„Fyrst
Kristján Hauksson Ólafsfírði
sigurvegari í göngu 9 ára:
- Ég fór fyrst á skíði þegar ég
var fimm ára og þá með pabba,
sagði Kristján, - en ég man nú
ekki mikið eftir fyrstu skíðaferð-
á skíði
inni.
Nú æfi ég fimm sinnum í viku
ásamt öðrum skíðamönnum frá
Ólafsfirði og geng fimm til tíu
kílómetra á æfingu. Pabbi er
oftast með mér, en hann keppir
5 ára“
einnig í skíðagöngu fyrir Óíafs-
firðinga.
Það er ofsalega gaman að
keppa á Andrésar-andar-leikun-
um og ég kem örugglega næsta
vetur.
Þorleifur Karlsson og Sverrir Rúnarsson, frá Akureyri, en þeir urðu númer
eitt og tvö í svigi drengja 7 ára og yngri. Þorleifur sigraði einnig í stó-svigi.
Mynd: G.Sv
Yngsti keppandi mótsins var aðeins fjögurra ára og heitir Leifur Sigurðsson,
sennilega í höfuðið á afa sínum, leifi Tómassyni. Leifur keppti ■ svigi og
stórsvigi og hér sést hann í startholunum. Mynd: G.Sv.
„Ekki æft vel í vetur“
Hulda Magnúsdóttir Siglufírði,
sigurvegari í göngu 8-10 ára:
- Ég hef ekki æft mjög vel í
vetur, sagði Hulda. - en samt hef
ég æft vel undanfarið, sérstaklega
fyrir þetta mót. Ég keppti í fyrra
og sigraði þá einnig í mínum
flokki. Prátt fyrir það að veðrið
væri ekki alltaf upp á það besta
fannst mér ofsa' .ga gaman á
þessu móti og Keppi örugglega
aftur.
„Kem örugglega aftur“
Arnar Bragason Húsavík, sigr- líka, en það verður erfitt því um æfingar. Takmarkið er að verða
aði í stórsvigi drengja 10 ára: harða keppni er að ræða. eins góður og hann Árni Grétar,
Ég hef æft mjög vel í vetur en hann er einnig frá Húsavík.
- Ég er mjög ánægður með undir stjórn þjálfara míns, en Mótið var stórkostlegt og ég
þennan sigur, sagði Arnar - og snjóleysi á Húsavík hefur þó kem örugglega aftur.
ætla að reyna að sigra í sviginu komið í veg fyrir æskilegar
„Takmarkið að verða
betri en Maggi bróðir“
Þorleifur Karlsson sigurvegari Þorleifur en hann var að vonum Maggi bróðir“, en Maggi er eldri
í flokki 7 ára og yngri í svigi og ánægður með sigurinn bæði í svigi bróðir hans og keppti hann einnig
stórsvigi: og stórsvigi. Þorleifur er mikill á mótinu.
- Ég hef æft alveg eins og íþróttamaður en hann æfir einnig Einnig stefnir Þorleifur að því
vitlaus maður í allan vetur. Þrátt fótbolta með KA. Þá sagði að verða landsliðsmaður eins og
fyrir snóleysi og fleira fyrr í vetur Þorleifur að hann hefði það svo margir skíðamenn frá Akur-
féllu sjaldan niður æfingar, sagði takmark að verða „miklu betri en eyri hafa orðið.
12 — ÐAGUR - 26: aprii 1983