Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 3
Sumarið 1981 var haldið Islandsmót í hestaíþróttum á Melgerðismelum. Þar vakti Hrimnir frá Hrafnagili einna mesta athygli, en hann varð íslandsmeistari i tölti. Hér er hann ásamt eiganda sínum, Bimi Sveinssyni. Framkvæmdir á Melgerðismelum: Lokaátakið er framundan „Það hefur alltaf gengið nokkuð vel að fá hestamenn í sjálfboðaliðavinnu fram á Melgerðismela, en nú er lokaátakið þar fram undan, þannig að nú verða menn að láta hendur standa fram úr ermum,“ sagði Björn Jónsson, stjórnarformaður „Melgerðismela“, í samtali við Dag. Melgerðismelar er félags- skapur hestamannafélag- anna Funa, Léttis og Þráins sem myndaður var um mannvirkjagerð fyrir hesta- mannamót að Melgerðismel- um í Eyjafirði. Framkvæmd- ir hófust 1975 og sumarið 1976 fór þar fram glæsilegt fjórðungsmót. Síðan hafa verið haldin þar mörg mót, stór sem smá, en nú er komið að öðru fjórðungs- móti. Það verður haldið dagana 30. júní til 3. júlí í sumar. Reiknað er með um 300 keppnishrossum á svæðið, en auk þeirra má búast við miklum fjölda ferðahesta mótsgesta - og mótsgestir verða varla færri en 4-5000. Þegar hefur miklu verið áorkað á Melgerðismelum, en fyrir mótið í sumar þarf að taka þar til hendinni, að sögn Björns. Hann var spurður um stærstu atriðin? „Við þurfum að ljúka við 300 metra hringvöll fyrir gæðingakeppnina, en undir- bygging vallarins var boðin út. Því verki er lokið en eftir er að keyra í hann efsta malarlagið og ganga endan- lega frá vellinum fyrir keppni. Nú, við þurfum einnig að bæta snyrtiaðstöðu á svæðinu. Það verður gert með því að byggja við skálann, en um leið skapast svigrúm til að stækka veit- ingasalinn og bæta aðstöðu fyrir starfsfólk. Þetta eru stærstu atriðin, en margt fleira kemur til. Það þarf að endurbæta girðingar, koma upp snyrtiaðstöðu við tjald- stæði, merkja velli og fleira og fleira. Við þurfum því á mörgum vinnufærum hönd- um að halda og við treystum því að hestamenn liggi ekki á liði sínu þær vikur sem eru til stefnu fram að móti.“ - Hvernig er aðstaðan á Melgerðismelum fyrir hesta- mannamót? „Hún er mjög góð frá náttúrunnar hendi og að viðbættum þeim fram- kvæmdum sem farið hefur verið út í á svæðinu og farið verður í nú í sumar verður útkoman prýðileg. Ég tel að fá mótssvæði hérlendis, ef nokkur, standist Melgerð- ismelum snúning. Ef vel tekst til um framkvæmdir fremra á næstu vikum þá verður svæðið vel í stakk búið til að taka við okkar stærstu mótum til dæmis fjórðungsmótum og lands- mótum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Landsmót hestamanna fari fram á Melgerðismelum,“ sagði Björn Jónsson í lok samtalsins. Strax og aðstæður leyfa hefjast framkvæmdir á Mel- gerðismelum, þannig að hestamenn geta farið að undirbúa sig undir átökin. Framkvæmdastjóri Melgerð- ismela hefur verið ráðinn Jónas Vigfússon, verkfræð- ingur og bóndi í Litla-Dal. Bjöm Jónsson með Andra, tryggum og traustum vini. Markaður 20% afsláttur aföllum vörum fram að næstu helgi. A-B búðin 53S» Fundarborð Félag frímerkjasafnara boðar til lokafundar starfsársins í Menntaskólanum fimmtudaginn 5. maí nk. kl. 20.00. Uppboðsefni til sýnis frá kl. 19.30. Nýir fé- lagar og gestir velkomnir. FÉLAG FRÍMERKJASAFNARA Á AKUREYRI Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. verður haldinn í kaffistofu frystihúss félagsins mánudaginn 16. maí nk. kl. 20.30. Dagskrá skv. félagslögum. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. Stjórnin. Sumar- hjólbarðar nýkomnir á góftu verfti ★ Öll fóiksbíladekk ★ Cooper jeppadekk, allar stærðir ★ Orginal Lada Sport dekk ★ Good Year - Firestone - Michelin ★ Sóluð amerísk dekk með hvítum hring ★ Hvítir hringir ★ Slöngur, allar stærðir ★ Vörubíiahjólbarðar og slöngur ★ Bandag sóluð fram- og afturdekk ★ Látið bailansera öll hjól bifreiðar yðar og minnkið slit. Opið kvöld og helgar. Bílaþjónustan Tryggvabraut 14, símar 21715 - 23515. 5 maí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.