Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 9
Hörð keppni unglinga á Ak.möti í badminton - þar sem 40 þátttakendur frá TBA kepptu Akureyrarmót unglinga í bad- minton var haldið í íþróttahöll- inni á Akureyri um síðustu helgi. Þátttakendur voru 40, allir frá TBA. í flokki sveina 12-14 ára var hörð keppni, en að lokum sigraði Sigurður Sveinmarsson í einliðaleik. Sigr- aði hann Albert Guðmundsson í fyrstu umferð, Jóhann Inga Einarsson í annarri umferð, Þorstein Guðbjörnsson í undan- úrslitaleik og Þórarin Árnason f úrslitaleiknum. í tvíliðaleik sveina sigruðu Sigurður og Þór- arinn Torfa Halldórsson og Árna Hermannsson í úrslitaleik. í öðrum flokkum urðu þessir Akureyrarmeistarar: 16-18 ára stúlkur: Heiðdís Sigursteinsdóttir í einliðaleik, en Heiðdís og Anna Arnalds- dóttir í tvíliðaleik. Þær sigruðu Berghildi Þóroddsdóttur og Huldu Gísladóttur í undanúrslit- um en Hermínu Hreiðarsdóttur og Hjördísi Sigursteinsdóttur í úrslitaleiknum. 12-14 ára meyjar: Jónína Jóhannsdóttir í einliðaleik en Jónína og Jarþrúður Þórarins- dóttir í tvíliðaleik. 10-12 ára tátur: Birna Ágústs- dóttir í einliðaleik. 10-12 ára hnokkar: Karl Karlsson í einliðaleik en Karl og Magnús Teitsson í tvíliðaleik. 14-16 ára drengir: Árni Gísla- son í einliðaleik en Árni og Óskar Einarsson í tvíliðaleik. 16-18 ára piltar: Fjölnir Guðmundsson í einliðaleik en Fjölnir og Andri Teitsson í tvíliðaleik. Fjölnir Guðmundsson sigraði tvö- falt í elsta flokki. Lambagangan um helgina Lambagangan hefst á Súlumýr- „Mýrunum“. göngulandi sem leiðin liggur um. um, laugardaginn 7. maí kl. Nú gefst fólki kostur á tveim Nú er ennfremur gullið tækifæri 12.00. Gengið verður fram flokkum. Tími er tekinn af fyrir alla „trimmara" að taka þátt Glerárdal inn að „LAMBA“, öðrum með verðlaunum og til- í göngu þar sem hægt er að vinda skála Ferðafélags Akureyrar heyrandi. í hinum ráða menn ofan af sér eftir alla hringina í og svipaða leið til baka, samtals sínum hraða og þurfa ekki að Kjarna og „Fjallinu" í vetur. u.þ.b. 24 km. Gönguleiðin keppa við klukkuna. Allir sem verður troðin og merkt. Hress- ljúka Lambagöngunni fá viður- Skráning og nánari upplýsingar ing verður á boðstólum í kenningu. hjá Hallgrími Indriðasyni, sími „LAMBA“ og eins þegar kom- Rétt þykir að vekja sérstaka 21275 og Sigurði Aðalstemssym, ið verður í mark niðri á athygli á því skemmtilega skíða- simi Siglfirðingar með í Bikarkeppni KRA Um næstu helgi hefst hin árlega bikarkeppni KRA í knattspymu. Þetta er vormót sem haldið hefur verið í mörg ár. Stundum hafa bara KAfór til Eyja Um síðustu helgi fór KA með a- og b-lið til Vestmannaeyja og léku þeir þar við heima- menn. í fyrri leikjunum sigraði a-lið KA með einu marki gegn engu og b-liðið gerði jafntefli 4 mörk gegn 4. í síðari leikjunum gerðu a-liðin markalaust jafn- tefli og b-liðin gerðu einnig jafntefli, þrjú mörk gegn þremur. Akureyrarfélögin, Þór og KA, verið þátttakendur en einnig hafa önnur lið verið með í mótinu. Að þessu sinni verða það Þór og KA sem keppa ásamt annar- ar deildar liði Siglfirðinga. Allir leikirnir verða háðir á Sanavell- inum. Nú fer boltinn að rúlla fyrir alvöru Vertíðarlok í Hlíðarfjalli Helgin sem í hönd fer verður síðasta helgin að sinni sem opið verður í Hljíðarfjalli. Er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að notfæra sér gott skíðafæri þar í góðu veðri. í Hlíðarfjalli verður aprílmót 12 ára og yngri kl. 12.00 á laugardag og er það síðasta skíðamót vetrarins í Fjallinu. Þá verður einnig mót á Siglufirði, en það er bikarmót unglinga í stórsvigi. Fyrst verður leikið á föstu- dagskvöldið kl. 20.00 og þá leika Þór og Siglfirðingar. Á laugardaginn kl. 14.00 leika KA og Siglfirðingar og að lokum verður leikur Þórs og KA á uppstigningardag. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna á þessa leiki, en muna það skulu þeir, að að- gangseyri verður að greiða við völlinn. í fyrra voru það Þórsarar sem sigruðu í þessu móti. Ak.-mót í fimleikum Mikll gróska hefur verið í starfi Fimleikaráðs Akureyr- ar í vetur og hafa á milli 200 og 300 börn og unglingar æft fimleika í bænum á vegum ráðsins. Um helgina efnir Fimleikaráð til Akureyrarmóts og munu þar keppa allir bestu fimleikamenn bæjarins. Um 40 stúlkur keppa í fjórum greinum og 15 piltar í fimm greinum. Mótið er nú haldið í annað skipti. Það verður háð í íþrótta- húsi Glerárskóla og hefst kl. 14.00 á laugardag. Er ástæða til þess að hvetja fólk til að líta þar inn og fylgjast með spenn- andi keppni. Frá Vistheimilinu Sólborg Eins og undanfarin sumur munum við annast slátt og hirðingu lóða og bjóðum slíka þjónustu á föstu verði. Þeir sem áhuga hafa á að notfæra sér þessa þjómjstu geta snúið sér til skrifstofu Sólborgar með pantanir sínar og fengið nánari upplýsingar um verð og tilhögun. Einnig fást sömu upplýsing- ar hjá verkstjóra í Hrísalundi 1b. Símar: Hrísalundur 1b, 25836 Skrifstofa Sólborgar, 21755. Forstöðumaður. Garðlönd Þeir sem hafa haft garðlönd hjá Akureyrarbæ og vilja halda þeim áfram, eru beðnir að greiða leigu- gjöld á Bæjarskrifstofunum fyrir 20. maí. Breyt- ingar á númerum og skráning nýrra garða fer fram í Gróðrarstöðinni þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12 í síma 25600. Garðyrkjustjóri. Sporthú^idhf HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Æfingagallar á alla fjölskylduna. Adidas gallar Henson gallar Puma gallar Velour gallar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.