Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 12
 Pakkningaefni korkur og skinn sími 96-22700 Hvert óhappið rak annað „Okkur hefur ekki tekist að virkja vindinn því það hefur hvert óhappið rekið annað með vindrelluna; þegar eitt er komið í lag hefur annað bilað,“ sagði Bjarni Magnús- son, hreppstjóri og útgerðar- maður í Grímsey, í samtali við blaðið. í fyrra var sett upp vindrella í Grímsey til reynslu. Hún átti að virkja orku úr vindinum sem síðan átti að nota til að hita vatn til upphitunar húsa. En orkan getur verið mikil í vindinum í Grímsey, þannig að vindrellan hefur ekki staðist þá raun. Stélið hefur brotnað eða þá spaðarnir, svo eitthvað sé nefnt. Síðast losnaði þakið á skúrnum sem mastrið stendur á. Fyrir vikið hefur ekki verið hægt að reyna vindrelluna í mánuð og áður hafði hún veirð biluð hálfan annan mánuð. Gísli ráð- inn frétta- stjóri Gísli Sigurgeirsson fyrrum starfsmaður DV á Akureyri hefur verið ráðinn fréttastjóri á Degi. Gísli hóf störf að blaðaútgáfu á íslendingi árið 1973, fyrst í auglýsingum, dreifingu og fram- kvæmdastjórn, en síðar í blaða- mennsku, fyrst með Sigrúnu Stefánsdóttur en tók síðan við ritstjórn íslendings árið 1976. Þar starfaði hann fram í febrúar 1980 er hann gerðist blaðamaður Vísis og síðar DV með aðsetur á Akureyri. Þá má geta þess að Gestur Einar Jónasson leikari hefur verið ráðinn sem blaðamaður í afleysingar í sumar og einnig mun Kristján Arngrímsson, sem mikið hefur ljósmyndað fyrir blaðið, koma til starfa í sumar. Tívolí ■ Kaupmannahöfn hefur geysilegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Farþegar Kaupmannahöfn munu eflaust líta þar við í sumar. beina fluginu Akureyri - Mynd: - gk. Beina flugið Akureyri - Kaupmannahöfn: „Viljum þjóna Norðlendingum eins og öðrum landsmönnum“ „Við Flugleiðamenn viljum auðvitað þjóna Norðlending- um, eins og öðrum landsmönn- um, og það er ástæðan fyrir því að farið er af stað með þetta beina flug „Akureyri - Kaupmannahöfn“ sagði Kol- beinn Pálsson, sölustjóri hjá Flugleiðum, í samtali við Dag í gær. „Það hefur verið unnið talsvert í því erlendis að kynna þetta flug, en það tekur nokkurn tíma að koma þessu þar inn,“ sagði Kolbeinn. „Sumarið í sumar verður nokkurs konar prófsteinn á það hvernig viðtökur þetta fær erlendis, en við leggjum áherslu á að kynna það að mjög hentugt sé að hefja íslandsferð á Akur- eyri og enda hana hugsanlega í Reykjavík." Gísli Jónsson, forstjóri Ferða- skrifstofu Akureyrar, sagði í samtali við Dag að ferðamögu- leikar út frá þessum beinu ferð- um frá Akureyri í sumar væru geysimargir. Kaupmannahöfn með Tívolí og marga aðra fræga staði hefur auðvitað ávallt sitt aðdráttarafl en það væri margt annað hægt að gera. „Við setjum upp hálfsmánaðar fjölskylduferð- ir um Danmörku sem eru sér- staklega miðaðar við að börnin fái sem mest út úr þeim. Þá erum við með það sem kallað er „flug og bíll“ en sá ferðamáti er ávallt að öðlast vaxandi vinsældir. Við höfum aðgang að hundr- uðum sumarhúsa víðsvegar um Danmörku á verði við allra hæfi og áfram mætti telja. Það sem nú þarf að gerast er að Norðlend- ingar geri sér grein fyrir þeim óteljandi möguleikum sem þetta beina flug bíður upp á og notfæri sér þá,“ sagði Gísli. - Það er ljóst að nú er að fara í gagn mikii „herferð“ fyrir fluginu Akureyri - Kaupmanna- höfn, bæði hérlendis og erlendis. Engum mun þetta flug henta jafnvel og Norðlendingum en ferðaskrifstofur erlendis munu þó einnig leggja verulega áherslu á það við þá sem hyggjast ferðast til íslands að hefja ferðina á Akureyri og ferðast um Norður- og Austurland og enda ferðina jafnvel í Reykjavík, eða þá fara aftur utan frá Akureyri. Eftir 1. maí: Enginn má vera á nagla- dekkjum Um síðustu helgi átti, sam- kvæmt lögum, aö vera búið að fjarlægja öll „nagladekk“ undan bifreiðum landsmanna. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Ak- ureyri, er þó ákvæði í lögunum þar sem segir að hægt sé að víkja frá þessum tímamörkum ef að- stæður gefa tilefni til. Ólafur sagði að lögreglan á Akureyri hafi enn sem komið er ekki haft afskipti af bifreiðaeig- endum vegna nagladekkjanna. Það yrði þó gert áður en langt um liði og hvatti hann alla til þess að fjarlægja nagladekkin hið fyrsta undan bifreiðum sínum. Ef kaupa þarf ný dekk undir bílinn kostar það frá fimm til tíu þúsund krónur. En ef farið er með bílinn á dekkjaverkstæði og starfsmenn þar skipta um dekk, umfelga, jafnvægisstilla og gera það sem þarf að gera, kostar það u.þ.b. 700 krónur svo bifreiða- eigendur þurfa aðeins að kíkja í budduna nú næstu daga. 300 milljón króna bæjar- ábyrgð vegna Guðsteins „Þessi bæjarábyrgð er ekki háð neinum skilyrðum en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið má telja víst að skipið verði gert út frá Akureyri og endurbæturnar Guðsteinn við bryggju á Akureyri. Mynd: - gk. fari fram hjá Slippstöðinni,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjar- stjóri, í samtali við Dag, aðspurður um bæjarábyrgð vegna endurbóta á togaranum Guðsteini. Það eru þeir bræður og frændur, Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir ásamt Þorsteini Baldvinssyni, sem fest hafa kaup á togaranum Guðsteini sem kom til Akureyrar um síðustu helgi. Þeir ætla að láta gera gagngerar endurbætur og breytingar- á skipinu. Til þess þurfa þeir 1.3 milljón dollara erlent lán, sem mun vera nálægt 30 m. ísl. króna. Bæjarráð Akureyrar hef- ur samþykkt að gangast í ábyrgð fyrir láninu. cs J'' ) °íl J oJ J± # Liðsauki til KA? Mikil leynd virðist vera yfir þvf hvaða leikmenn eru væntanlegir til 1. deildar liðs KA í handknattleik næsta vetur, en haft hefur verið fyrir satt að einir þrír nýir menn muni taka sæti Dan- anna þriggja sem nú hafa haldið heim á leið. Sá orð- rómur gengur fjöllunum hærra að þeir Sigurður Sveinsson og Atli Hilmars- son sem báðir eru landsliðs- menn og hafa leikið í Þýska- landi undanfarin ár muni aðeins tylla niður fæti í Reykjavík er þeir koma heim, en halda svo tii Akureyrar og kiæðast búningi KA. Mun þetta reyndar vera meira en orðrómur. Þá hefur heyrst að KA-menn hafi samið við Jón Árna Rúnarsson Framara um að sjá um þjálfun liðsins næsta keppnistímabil. - Þeir Sigurður og Atli eru í hópi mestu langskyttna sem ís- ienskur handknattleikur á f dag og verður KA-liðið ekki árennilegt með þessar „byssur“ fyrir utan. # Framadeild Hið hressa Víkurblað á Húsa- vík sagði frá því á dögunum að Kolbrún Jónsdóttir, hinn nýi þingmaður Húsvíkinga sé um það bil að Ijúka prófi við framhaldsdeild gagn- fræðaskólans þar, en skólinn mun vfst ekki áður hafa útskrifað nemanda beint inn á hið virðulega Alþingi. í framhaldi af því hefur svo komið til tals að skýra fram- haldsdeild skólans upp og kalla hana einfaldiega „framadeild“. # „Þá horfði ég á gamlan Dalias!“ Sffellt fjölgar þeim sem kaupa sér myndsegulbands- tæki, bæði til þess að geta tekið upp efni úr sjónvarpinu og eins til þess að geta leigt sér myndír og stytt sér stund- ir yfir þeim. Af einum fréttum við sem gerir mikið af því að taka upp efní úr sjónvarpinu heima hjá sér og notar hann þá kvöldin gjarnan „til annars“ eins og sagt var í auglýsingunni. Hann var eitt sinn spurður að því hvort hann hefði séð ákveðinn þátt f sjónvarpinu og eftir smáum- hugsun sagði hann: „Nei, ég slökkti á sjónvarpinu þegar hann byrjaði og horfði í gamlan Dallas í staðinn."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.