Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 05.05.1983, Blaðsíða 6
Byggðastefna í skólamálum - Opið bréf til Stefáns Valgeirssonar, Guðmundar Bjarnasonar og Níelsar Á. Lund Inngangur: Á sameiginlegum framboösfundi í Sjallanum þriöjudaginn 19. apríl sl. lagði ég fram fyrirspurnir til ykkar þriggja frambjóöenda framsóknar. Fullnægjandi svör fengust ekki, hverjar sem raun- verulegar ástæöur hafa verið, og því vil ég nú freista þess aö þið gefið mér og öðrum íbúum umdæmisins, foreldrum og skóla- fólki skilmerkileg og greinargóð svör á þessum ykkar heimavelli. Fyrir kosningar lögðuð þið áherslu á m.a.: Að tryggja að allir þegnar þjóðfélagsins fái jöfn tækifæri til að þroska og nýta hæfi- leika sína og að öryggi þeirra allra sé tryggt þótt á kunni að bjáta. Að manngildið sé jafnan metið meira en auðgildið. Að valdi verði dreift og horfið frá miðstýringarstefnu. Þá sögðust þið leggja áherslu á að segja sannleikann þótt óþægilegur væri og að sýna drengskap í störfum. í von um að við það sé enn staðið eru fyrirspurnirnar hér fram lagðar með nokkrum for- mála og eftirmála einnig: Formáli: I frumvarpi til laga um skóla- kostnað sem menntamálaráð- herra lagði fram á síðustu dögum þingsins er að finna nokkrar grundvallarbreytingar frá £ild- andi lögum um grunnskóla. Ahrif þessara breytinga virðast fljótt á litið alls ekki samræmast þeirri skólamálstefnu er Vilhjálmur Hjálmarsson mótaði sem mennta- málaráðherra og fylgdi eftir af ábyrgð og með þeirri reisn er einkenndi hlý og alúðleg afskipti hans af öllum málum, stórum sem smáum. í stuttu máli skal hér greint frá megin breytingunni: Sveitarfélög og samtök þeirra eru svipt öllu forræði og raunar aðild að fræðsluskrifstofum og þá um leið gerð áhrifa-, ábyrgðar-, og valdalaus,, er varðar mikil- væga þætti skólamála í fræðslu- umdæmunum. í stað ábyrgðar og samvinnu á vettvangi samtaka sveitarfélaga - fræðsluráða og fræðsluskrifstofu - er sveitarfélögum nú gert að sækja, hverju og einu, öll sín mál, skipulags-, fjárfestinga- og rekstr- armál undir menntamálaráðu- neytið. Samkvæmt 33. gr. frum- varpsins hefur ráðuneytið ekki einu sinni heimild til þess lengur að fela fræðsluskrifstofu af- greiðslu rekstrarmála hvað þá annað. Reglum um útreikninga á greiðslu ríkisins til kennslulauna er breytt þannig að í dreifbýli eru launagreiðslur til einstakra skóla vegna almennrar kennslu veru- lega skertar, en auknar í þéttbýli. Launagreiðslur ríkis til félags- og umsjónarstarfa eru nokku skertar og ríkisgreiðslur til stuðn- ings- og hjálparkennslu eru skert- ar svo um munar. Fyrirspurnir: Pví var það að ég lagði eftirfar- andi fyrirspurnir fram á fundin- um forðum: 1. Stefán Valgeirsson: Styður þú skólakostnaðar- frumvarp menntamálaráð- herra sem svipta muni skólann þinn tveimur stöðugildum af níu og skerða aðra þætti skóiastarfsins um 10-30%? 2. Guðmundur Bjarnason: Þið framsóknarmenn viljið tryggja að allir þegnar þjóðfé- lagsins fái jöfn tækifæri til þess að þroska og nýta hæfileika sína - þið setjið manngildið ofar auðgildinu. Styður þú skólakostnaðar- frumvarpið sem boðar 20% niðurskurð á stuðnings- og hjálparkennslu hér í umdæm- inu? 3. Níels Á. Lund: Telja framsóknarmenn, út- verðir landsbyggðarinnar, að skólamálum dreifbýlis verði best borgið með því að létta ábyrgð og forræði af sveitarfé- lögum, samtökum þeirra og stofnunum og færa alla fjár- hagslega ábyrgð og úrskurð- arvald úr héraði til Reykjavík- ur? Nú, á fundinum varð fátt um svör sem fyrr greinir, en þó kall- aði Níels „Nei“ úr sæti sínu er fyrirspurn til hans hafði verið lesin. (Fundarstjóri las hana fyrsta). Stefán var horfinn á braut, sem litlu skiptir því að þeim þremenningum var ekki hleypt í pontu í síðustu umferð. Varð það að ráði með okkur Guðmundi og Níelsi að ég kæmi málinu á framfæri í Degi svo þeir mættu svara. Eftirmáll: Ég vil hér sýna á hvern veg ég kemst að þeirri niðurstöðu sem fyrirspurnir mínar Byggjast á. eru sveitarfélög og samtök þeirra gerð fjárhagslega ábyrg fyrir fræðsluskrifstofum. Frumvarpið kollvarpar þessari skipan. I 84. gr. grunnskóla- laga segir svo: „Menntamálaráðuneytið hefur umsjón með fjárhags- legri framkvæmd þessara laga að því er varðar skóla sem eru sameign ríkis og sveitafélaga og skulu því afhentir ársreikn- ingar skólanna til endurskoð- unar og úrskurðar. Heimilt er ráðuneytinu að fela fræðslustjóra að annast þessi störf í umboði sínu.“ Á þessum hluta 84. gr. byggir síðan VII. kafli reglu- gerðar um störf fræðslustjóra er nefnist: „Áætlanagerð, fjármál, skólahúsnæði". Er þar að finna starfsreglur um afgreiðslu nefndra þátta í I. Nemendafjöldi Þelamerkurskóla 1983-1983: 132. Hámarksfjöldi kennslustunda skv. 76. gr. grunnskólalaga: 132 x 1,6 + 60 = 271,2 x = 266,74 = 267 Hámarksfjöldi skv. frumvarpi: Deildastundir Skiptistundir Mismunur á viku stundir 190 17 207 60 Hjálparkennsla ef miðað er við Þelamerkurskóla: Gildandi viðmiðun 6% af 267 eða 16,02 Samkvæmt frumvarpi 132 : 12 eða 11 Mismunur á viku 5 stundir 2. Stuðnings- og hjálparkennsla samkvæmt gildandi viðmiðun 6% af hámarksfjölda kennslu- stunda í umdæminu. Skv. frumvarpi ein vikustund á hverja 12 nemendur. Áætlun- artölur 1982-1982 komu þannig út: stundir Hámarksfjöldi kennslustunda 7.940 Nemendafjöldi 4.607 6% af 7.940 = 476 4.607 : 12 = 384 Mismunur á viku 92 3. Skv. grunnskólalögum (svo og tillögum fræðslustjóra og landshlutasamtaka frá 1980) héraði og munar þar mest um áætlanagerð, úrskurði skipu- lagsþátta og síðan úrskurun rekstrarkostnaðar fyrir ríkis- hönd. Umsjón og ábyrg áætl- anagerðar, fjármála og hús- næðismála er sem sagt að fullu lögð heim í héraði og sé rekst- ur fræðsluskrifstofu í lagi er þessi skipan þróun skólamála í dreifbýli ómetanleg. Reglugerð þessi er sett af Vilhjálmi Hjálmarssyni 27. apríl 1976. Skólakostnaðar- frumvarpið nýja kippir grunn- inum undan hér tilvitnuðum meginþáttum reglugerðarinn- ar. Um forræði og ábyrgð fræðsluskrifstofu stendur það eftir í frumvarpinu að: 1. Fræðslustjóri getur, þegar sérstaklega stendur á, aukið nemendafjölda um allt að fjóra nemendur í bekkjardeild (15. gr.). 2. Fræðslustjóri skipuleggur í samráði við skólastjóra stuðn- ings- og hjálparkennslu í hverju fræðsluumdæmi (17. gr)- 3. Fræðslustjóri samþykki reikn- ingshaldara skóla (31. gr.). Að öðru leyti skulu rekstrarað- ilar skóla snúa sér beint til menntamálaráðuneytis með öll mál er varða áætlanagerð, fjár- mál og skólahúsnæði. Mér sýnist að hér hafi orðið kúvending á skólastefnu frá því er Vilhjálmur Hjálmarsson fór með þessi mál og leitaðist við að treysta hagsmuni dreifbýlis með því að auka sjálfforræði og ábyrgð í héraði svo sem grunn- skólaiög gefa fyrirheit um. (Sbr. reglugerð um störf fræðslu- stjóra). í störfum mínum fyrir skóla umdæmis okkar hef ég átt mjög jákvæð og vinsamleg samskipti við ykkur alla. Ekki hef ég orðið þess var að okkur greindi á um nokkur atriði skólamála er við höfum átt samstarf éða samskipti um en raunar hefur þar orðið nokkurt hlé á hina síðustu mán- uði. Skýringin er kannski sú að þið séuð nú orðnir afhuga þeirri byggðastefnu í skólamálum sem áður leiddi okkur saman og ég fylgdi ennþá á borði sem og í orði. Ef þið nú svarið spurningum mínum játandi þá þyngist heldur róðurinn okkar landsbyggðar- manna, en svarið þið neitandi þá vænti ég þess að við megum í framtíð eiga árangursríkt sam- starf um þá byggðastefnu í skóla- málum sem við höfum verið sam- taka um hingað til. Sturla Kristjánsson. Hjá okkur eru kosningar allt árið Það er ekki á hverjum degi sem hinir ólíku kristnu söfnuðir og safnaðabrot á Islandi taka höndum saman í einhverjum málum en þó kem- ur það stöku sinnum fyrir. Nýjasta dæmið um þetta er samkomuhald norska gospelsöngvarans Björnar Heimstad á Akureyri og í Reykjavík en að baki þessa samkomuhalds hér stóðu meðal annars Hjálpræðisherinn, Hvítasunnusöfnuður- inn, Sjónarhæðarsöfnuðurinn og Þjóðkirkjan. Hjálpræðisherinn bauð Björnar hingað til lands en áður hefur hann komið fram á fjölda sam- koma í Noregi og Svíþjóð. Björnar Heimstad er ekta "Tromsö-gutt“ eins og Norð- mennirnir kalla það. Hann er sem sagt frá Norður-Noregi og þar stendur hann á bak við hina kristnu hreyfingu “Betelteltet“ (Beteltjaldið) en starfið er meðal annars fólgið í því að halda kristi- legar tjaldsamkomur með bæna- haldi og tónlist víðs vegar í Norður-Noregi og í Norður- Svíþjóð. Segja má að Björnar sé orðinn nokkurs konar kristniboði númer eitt í norðlægum héruðum Noregs en auk tjaldsamkomanna þá stendur Björnar og samstarfs- menn hans fyrir plötu- og kassett- uútgáfu, blaðaútgáfu og prent- smiðjurekstri - en allt þetta starf er í því fólgiö að útbreiða Guðs orð. - Petta er í fyrsta skipti sem ég kem til íslands og ég neita því ekki að það er spennandi að koma hingað og predika hér, sagði Björnar Heimstad í samtali við Dag, en hann leit hingað inn á ritstjórnarskrifstofurnar fyrir skömmu. Að sögn Björnar þá eru sam- komurnar hér á íslandi byggðar þannig upp að hann predikar á hverri samkomu en síðan er aðal- áherslan lögð á sönginn og bæn- ina. Þó að gospel-tónlist sé e.t.v. ekki ýkja mikið þekkt hérlendis, þá hafa flestir einhvern tímann heyrt tónlist sem þessa og flestir, jafnt leikir sem lærðir eru sam- mála um að áhrifameiri kristni- boðsleið sé erfitt að finna. Ekki er heldur að efa að tónlist Björn- ar Heimstad á eftir að höfða til margra - ekki síst yngri kynslóð- arinnar, því helsta fyrirmynd hans er sjálfur konungur rokksins - Elvis Presley. Það er því með gamaldags rokki og trúarhita sem Björnar Heimstad boðar Guðs orð og dæmin frá Noregi og reyndar Svíþjóð líka sanna að honum hefur orðið vel ágengt. Er blaðamaður Dags ræddi við Björnar hafði honum ekki gefist ýkja mikill tími til þess að kynn- ast landi og þjóð, en þó var hann ekki frá því að íslendingar og íbúar Norður-Noregs ættu margt sameiginlegt og e.t.v. meira en flestir aðrir á Norðurlöndunum. - Annars er fólk hvað öðru líkt hvar sem er á jarðkúlunni og það á við sömu vandamálin að stríða, sagði Björnar og það var greinilegt að í huga hans var að- eins til eitt meðal við þessum lífs- ins kvillum - þ.e.a.s. trúin á frels- arann. En hvernig skyldi fólk hafa tekið á móti Björnar og samherj- um hans í þeirra heimahéruðum? Björnar svaraði þessari spurn- ingu nýlega í viðtali við norður- norska blaðið Tromsö, en svarið var á þá leið að fólk tæki þeim opnum örmum um leið og það frétti að þeir kæmu ekki frá Vott- um Jehóva. Það var kosningahelgi fram- undan er Björnar leit við hér á Degi og ég spurði hann hvort hann væri ekki hræddur um að kosningarnar myndu draga úr þátttökunni á kristniboðssam- komunum. - Nei það held ég ekki. Hjá okkur eru kosningar allt árið og stærsta og mikilvægasta kosning- in hjá hverjum manni verður allt- af sú hvort hann kýs að fylgja Jesúm. Allar aðrar kosningar falla í skuggann af því, sagði Björnar Heimstad. ESE. Bjömar Heimstad í sínu náttúrulega umtiverfi. 6 - DAGUR - 5. maí 1983 Undraveröld í hjarta Kaupmannahafnar Farþegar með Ferðaskrifstofu Akureyrar sem fara í beina flugið frá Akureyri til Kaupamanna- hafnar í sumar þurfa ekki að fara langt frá hóteli sínu Westend til þess að komast í Tívolí. Aðeins er um 5 mínútna gang að ræða eftir Vesterbrogade að dýrðinni. Segja má að sumarið sé komið í Kaupmannahöfn er Tívolí opnar þann 1. maí ár hvert og svo var einnig nú. Pann dag kom fyrsti raunverulegi sumardagur- inn þar í borg og strax um morguninn var mikill fólksfjöldi á svæðinu. Fullyrða má að ekkert annað Tívolí í heiminum komist í hálfkvisti við hið danska Tívolí hvað glæsileik og fjölbreytni snertir. Þarna er vandalaust að eyða mörgum dögum við hina ýmsu skemmtun, hvort sem menn vilja hella sér af krafti í leiktækin sem eru í glæsilegu úrvali og við allra hæfi eða ekki. Sennilega hafa ekki allir kjark til þess að fara í „töfrateppið“, „rússiban- ann“, „Parísarhjólið" eða „vík- ingaskipið" en þeir finna ótal- margt við sitt hæfi. Alls staðar iðar allt af lífi og fjöri og gleðin skín af hverju andliti. Tilvalið er fyrir fólk sem ferðast með börn að eyða þar tíma að degi til, en á kvöldin er meira stílað upp á full- orðna fólkið sem nýtur þá lífsins við tónleika, flugeldasýningar og fleira þess háttar á upplýstu svæðinu. í Tívolí í Kaupmannahöfn er aragrúi veitingastaða af öllum tegundum, bæði úti og inni. Þar eru tónleikahallir þar sem frægar hljómsveitir skemmta, skemmt- anir á útisviðum, upplýstir gos- brunnar eru um allt og svona væri hægt að telja áfram lengi lengi. Hver sem fer á þennan fræga stað heillast af því sem fyrir augu og eyru ber og ætti enginn sem um Kaupmannahöfn fer að láta það ógert að koma þar við. I Helgar-Degi á morgun verður fjallað um beina flugið Akureyri - Kaupmannahöfn í sumar og þá möguleika sem þessi nýi og hagkvæmi ferðamáti fyrir Norðlendinga bíður upp á. Tívolí er undurfagur ævintýraheimur. í leiktækjunum skemmtu allir sér konunglega ' Ýmsar „kynjaskepur“ eru á ferðinni í Tívolí og heilsa upp á gestina. og gleðin skín úr hverju andliti. 5. maí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.