Dagur - 06.05.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 06.05.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ Jafiiréttisnefhd Akureyrar \/pnno fi;rircmirnor í IpcpnrloHólUl or A Irurauror clrnrn fró pínrfnm Qrniállim44 4 1 Q7^ Á riA T-£_í.a.a.1_£_1 A I_ __ ~ Vegna fyrirspurnar í lesendadálki Dags í marsmánuði sl. undir fyrirsögninni „Hvað er hvað“? Fyrispyrjandi sem nefnir sig ÞORPARA spyr um muninn á Jafnréttishreyfingu, Jafnréttis- ráði og Jafnréttisnefnd. Par sem Jafnréttishreyfingu og Jafnréttisráði hafa þegar verið gerð nokkuð ýtarleg skil af Amheiði Sigurðardóttur í les- endadálki Dags 15. apríl sl., mun ég hér fyrir hönd jafnréttisnefnd- ar Akureyrar skýra frá störfum hennar og hlutverki. Fyrir kvennaárið 1975 voru jafnréttisnefndir sveitarfélaga ekki til. Það ár var haldin kvennaráðstefna í Reykjavík, þar sem fram kom tillaga um að fara þess á leit við sveitarstjórnir landsins að þær skipuðu jafnrétt- isnefndir hver á sínum stað sem ynnu að jafnrétti kynjanna. Til- laga þessi var birt í „Sveitarstjórn- armálum“, 4. tlbl. 1975. Árið 1978, fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar höfðu sex jafnréttis- nefndir verið settar á stofn. Var óskað eftir því við Jafnréttisráð að það færi fram á við aðrar sveitarstjórnir að þær skipuðu jafnréttisnefndir og var þeirri ósk sinnt. Fyrir síðustu sveitarstjóm- arkosningar voru 26 jafnréttis- nefndir starfandi víðsvegar um landið, þó ekki hér á Akureyri. Hvaða reglur gilda? Halla Einarsdóttir skrifar: Síðastliðinn föstudagseftirmið- dag hringir síminn hjá mér í vinnunni, sem ekki væri í frá- sögur færandi ef ekki væri í sím- anum einn af okkar ágætu emb- ættismönnum sem vinna við póst„þjónustu“ þessa bæjar. Pessi ágæti maður tjáði mér að á pósthúsinu væri bréf til fyrirtækis þess sem ég vinn hjá og að það væri bæði express og í ábyrgð. Ég varð vægast sagt hissa og spurði hvers vegna hann væri að hringja í mig til að segja mér þetta, hvort þeir ætl- uðu ekki að koma bréfinu til okkar. Nei, það var ekki hægt. Og hvers vegna? Jú, þetta var nefnilega ábyrgðarbréf, þau verður að sækja niður á pósthús. Mér varð á að spyrja fyrir hvað þeim væri borgað eig- inlega og fékk það svar að það væri nú gert ýmislegt annað á pósthúsinu en að bera út svona bréf. Þá tjáði ég blessuðum manninum að þeir fengju nú sérstaka greiðslu fyrir að bera út svona bréf, en það var alveg sama, það verður að ná í ábyrgðarbréf á pósthúsið og kvitta fyrir þeim. Ég ákvað að sætta mig við þetta og hef samband við einn af bílstjórum fyrirtækisins og bið hann um að koma við á pósthúsinu og taka bréfið. Peg- ar hann kemur á staðinn getur hann ekki fengið bréfið á þeirri forsendu að hann sé ekki „ábyrgur“ aðili frá fyrirtækinu. Pessi sami bílstjóri fær allan venjulegan póst til fyrirtækisins afhentan umyrðalaust. Aðeins2 menn, skrifstofustjóri eða for- stjóri fyrirtækisins gátu fengið bréfið afhent og varð úr að skrifstofustjórinn nálgaðist þetta erfiða bréf. Nú vil ég beina þeirri spurn- ingu til yfirmanns póstmála hér á Akureyri hverju þetta sæti. Eru einhverjar reglur um það að ekki megi færa viðtakanda express/ábyrgðarbréfs bréfið og láta hann kvitta fyrir móttöku á staðnum og ef svo er, er ekki hægt að breyta þeim? Allir hljóta að sjá að þetta kerfi gerir ekkert annað en að tefja að slík bréf komist í hendur viðtak- anda fyrir nú utan það að ekki er veitt sú þjónusta sem send- andi bréfsins er búinn að borga fyrir. Jafnréttisnefnd Akureyrar var sett á stofn eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar að frumkvæði Kvennaframboðsins og kom nefndin fyrst saman í september sl. í henni sitja tveir fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Gísli Jónsson og Bergljót Rafnar, einn frá Framsóknarflokki, Ólafur B. Árnason, einn frá Alþýðubanda- lagi, Katrín Jónsdóttir, einn frá Kvennaframboði, Karólína Stef- ánsdóttir og áheyrnarfulltrúi frá Jafnréttishreyfingunni, sem er Guðrún Gísladóttir. Nefndin hittist hálfsmánaðar- lega og er nú að hefja könnun á stöðu jafnréttis kynjanna í Akur- eyrarbæ. Samkvæmt skilgreiningu Jafn- réttisráð er tilgangur jafnréttis- nefnda í meginatriðum eftirfar- andi: - að vinna að jafnrétti karla og kvenna á öllum sviðum innan sveitarfélagsins, sérstaklega hvað varðar atvinnu, menntun, stjórn- mál og félagsmál, - að stuðla að öllum hagsmuna- málum sveitarfélagsins með tilliti til jafnréttis kynjanna, - að vera tengiliður við Jafn- réttisráð. Taka við kærum vegna brota á lögum nr. 78/1976 og koma þeim til Jafnréttisráðs. Ég við hvetja alla sem erindi eiga við jafnréttisnefnd að senda það skriflega til nefndarinnar að Geislagötu 9. Fyrir hönd Jafnréttisnefndar Akureyrar, 30. apríl 1983. Karólína Stefánsdóttir. Hamtonikku í „dinneriim66 Nikkari hringdi: Nú þegar velflest veitingahús eru farin að bjóða upp á svokall- aða „dinnertónlist" á matartím- um, langar mig til að stinga upp á því að fjölbreytnin á þessum vettvangi verði aukin. Mér sýn- ist sem svo að það séu einungis píanó- og bassaleikarar eða trommuleikarar sem sjá um þessa tónlist og mig langar því til að skjóta því að forráðamönn- um húsanna að þeir fái harmo- nikkuleikara til að sjá um dinnertónlistina. Það held ég að myndi mælast vel fyrir hjá gestum. segulsvið Dúfnabændur í aðalstððvunum. Þórarinn, Bergþór, Unnar, Ágúst og Stefán. í höfðlmi Með „Við byrjuðum bara eins og strákar gera oft, með því að veiða dúfur á húsþökum og húsagörðum og hafa þær í kössum og búrum sem við smíðuðum sjálfír. En svo var það ekki fyrr en síðasta sumar sem við fórum út í að hafa bréfdúfur. Maður úr Reykjavík kom norður og kynnti okkur þessar dúfur og hvað þær geta gert.“ Það er Ágúst Ásgrímsson 18 ára nemi í Ijósmyndun sem er að segja frá Dúfnafélagi Akur- eyrar. Þessi sami maður úr Reykja- vík sendi síðan Ágústi og félög- um hans nokkur bréfdúfnaegg sem þeir síðan stungu undir vcnjulegar dúfur til útungunar. Auk þess hafa þeir félagar feng- ið unga senda úr Reykjavík til þjálfunar og kennslu og eiga þeir nú allgott safn dúfna. Ágúst sagði að bréfdúfur væru af sama kyni og þessar venjulegu dúfur sem við sjáum á götum bæja og borga. Pær væru að vísu stærri og sterkari, með sterka vængi og stærra nef en venjulegar dúfur, auk þess væru þær með innbyggðan segul eða áttavita í höfðinu sem gerði þær svo ratvísar. „En hvernig fara þá dúfurnar að því að rata, kannski hundruð kflómetra í einu?“ „Jú, það byggist á þjálfun- inni,“ sagði Ágúst. „Til að byggja upp ratvísina hjá dúfunum þá förum við með þær í burtu frá búrunum, lengra og lengra, þannig að þær festi leiðina í minni sér með hjálp segulsins í höfðinu. Pannig gengur það þar til við erum komnir á þann stað sem við ætl- um að sleppa þeim og þá eiga þær að rata heim.“ „En rata dúfurnar alltaf heim?“ „Nei, það er ekki alltaf, t.d. vorum við að þjálfa dúfur ný- lega sem áttu að fljúga heim frá Stóru-Tjarnaskóla í Ljósavatns- skarði. Við byrjuðum á að fara með þær einum fimm sinnum austur í Vaðlaheiði, síðan ætl- uðum við að fara upp á heið- arbrún með þær en vegna ófærð- ar urðum við að fara Víkur- skarðsveginn og það var nóg, þegar við slepptum þeim á Stóru-Tjörnum, sjö dúfum, vorum við bjartsýnir um að við fengjum flestar heim en það komu ekki nema tvær til baka.“ „En af hverju komu ekki fleiri til baka?“ „Pær voru að vísu fiestar ung- ar þessar dúfur og getur það hafa haft áhrif og líka það að við þurftum að fara gegnum Víkurskarð með þær, það þarf nefnilega að fara með þær í sem beinasta línu frá þeim stað sem þeim er ætlað að koma til aftur.“ „En hvað verður þá um þær dúfur sem skila sér ekki til baka?“ „Þær leita heim á bæi eða ránfuglar eins og fálkar taka þær.“ „En nú eruð þið með fleira en bréfdúfur?“ „Já, við erum líka með skrautdúfur sem við ræktum en þær eru aðallega fyrir augað. Pað er lítið gagn hægt að hafa af þeim. Sumar hverjar eru svo seinar á sér og þungar að þær eru auðveld bráð fyrir ketti og ránfugla. Svo eiga þær til að reigja sig aftur til að sýna sig og þá detta þær bara um koll.“ „Ekkert gagn hægt að hafa af þeim sagðirðu, er þá hægt að hafa gagn af bréfdúfum?“ Það er hægt að hafa mikið gagn af þeim,“ sagði Ágúst Hann sagði að sjúkrahús í Bretlandi væru farin að nota bréfdúfur til að flytja nauðsyn- leg skilaboð, t.d. blóðsýni og annað sem þyrfti að komast með hraði milii sjúkrahúsa og álíka stofnana. Slík ferð gæti tekið bíl um tvo tíma ef hann lenti í umferðarhnút, en bréf- dúfa flygi sömu vegalengd á kannski fimm mínútum. Ágúst kunni aðra sögu sem gerðist í stríðinu. Þannig var að hersveit var umkringd af óvina- her. Pessi herdeild hafði bréf- dúfur til umráða sem þeir sendu af stað með skilaboð, en dúf- urnar urðu alltaf fyrir sprengju- brotum eða byssukúlum. Nú var illt í efni, aðeins ein dúfa eftir en hún var samt send af stað með skilaboðin bundin um Dúfna- bóndí segir frá annan fótinn. En dúfan var varla flogin af stað er hún varð fyrir sprengjubroti eða byssu- kúlu. Féll hún strax til jarðar en hún reif sig aftur upp og flaug af stað. Hún komst til áfangastað- ar með skilaboðin, að vísu illa særð, búin að missa annan fót- inn en þessi dúfa var bjargvætt- ur þessarar herdeildar. Það eru um tuttugu strákar í dúfnafélaginu og þeir hafa að- setur í húsi á gömlu Oddeyri. Þar hafa þeir innréttað sjálfir aðstöðu fyrir sig og dúfurnar og eyða þar öllum sínum frístund- um. Þeir sögðu að þessi aðstaða væri mjög mikilvæg fyrir þá, því erfitt væri fyrir hvern og einn að vera með dúfurnar heima hjá sér eða í skúrum úti um allt, auk þess sem þeir sem byggju í blokkum hefðu alls enga aðstöðu til að eiga dúfur, nema aðstaða væri fyrir hendi svipuð og þeir hefðu á tangan- um. Þeir strákar í félaginu héldu sýningu fyrir stuttu á mörgum tegundum dúfna hér á Akureyri sem margir sóttu. Það næsta sem þeir ætla að gera er að halda mót á Stóru-Tjörnum 7. maí og svo annað mót í Mý- vatnssveit 14. maí og verður forvitnilegt að vita hve margar dúfur rata heim til sín. q £ Stefán og bréfdúfa. 2- DAGUR - 6. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.