Dagur - 06.05.1983, Blaðsíða 8
Gagnfræðingar 1963
Undirbúningsfundur fyrir væntanlegar aðgerðir
verður haldinn að Bjargi, Bugðusíðu 1, þriðju-
daginn 19. maí kl. 20.00. Valdimar Pétursson veit-
ir nánari upplýsingar í síma 21506.
Frá Hrafnagilsskóla
Sýning á handavinnumunum og teikningum
nemenda verður í skólanum sunnudaginn 8. maí
kl. 15-22.
Kaffisala.
Skólaslit verða fimmtudaginn 12. maí kl.
14.00.
Skólastjóri.
Sporthúyd
HAFNARSTRÆTI 94
Umboðsmaður:
Sigbjörn Gunnarsson, sími 24350.
Jón G. Sigurður
Smáauglýsingar og áskrift
3 96-24222.
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Miðvikudaginn 11. maí kl. 20-22
verða bæjarfulltrúarnir Jón G.
Sólnes og Sigurður Óli Brynjólfs-
son til viðtals í fundastofu bæjar-
ráðs, Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarstjóri.
Launþegar
Akureyri og nágrenni
Félagar í ASÍ og BSRB
Fyrirhugað er að halda námskeið um vísitölumál
í Lóni, félagsheimili Geysis, Glerárgötu 34, laug-
ardaginn 14. maí 1983. Leiðbeinandi verður
Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB.
Dagskrá:
Kl. 10.00-12.00 Kynnt fræðsluefni um vísi-
tölumál.
Kl. 12.00-12.30 Matarhlé.
Kl. 13.30-15.30 Framhaldið kynningu
fræðsluefnis um vísitölu.
Kl. 15.30-16.15 Kaffihlé. (Geysiskonur sjá um
kaffiveitingar).
Kl. 16.15-18.30 Frjálsar umræður og fyrir-
spurnir um námsefnið.
Námskeiðsgjald er kr. 100. (Kaffi innifalið).
Þess er óskað að þeir sem áhuga hafa tilkynni
þátttöku sína til eftirtalinna aðila: Skrifstofu
verkalýðsfélaganna, Skipagötu 12, símar 23503
og 21794, Alþýðusambands Norðurlands,
Brekkugötu 4, sími 26333, skrifstofa STAK, sími
25599 eða Guðmundar Gunnarssonar, í síma
22900 á vinnustað, 22045 heima.
Launþegar eru eindregið hvattir til að kynna
sér þessi mál sem svo mjög eru nú til um-
ræðu.
Alþýðusamband Norðurlands.
Samstarfsnefnd BSRB, Akureyri.
BARNA VAGNINNHeiðdís Norðfjörð
Svo kemur hér að lokum mynd sem Þorberg, 6 ára, teiknaði. Á henni er sumar og sól og
stelpan stendur þarna utan við húsið sitt svo glöð og ánægð. En nú verða dagarnir lengri
og sólin hækkar sífellt á lofti. Fyrr en varir kemur blessað sumarið og við hlökkum öll til
þess.
>ETUR
Hér kemur saga eftir tvo
stráka sem heita Vigfús og
Halldór. Þeir skrifa um hvað
þeir gerðu dag einn í vetur.
Svona er sagan:
Haustið var liðið og veturinn
kominn. Þennan morgun var
hríð og mikill snjór. Ég ákvað
því að búa til snjóhús.
Ég klæddi mig vel, því að það
var *alt. Því næst fór ég út og
valdi mér góðan skafl. Þetta
var fínn staður fyrir snjóhúsið.
Svo byrjaði ég að moka holu í
skaflinn. Síðan fór ég að moka
til hliðar og svolítið upp og þá
var snjóhúsið tilbúið.
Þá fór ég til Vigfúsar og spurði
hvort hann vildi vera með mér.
Ég sagði honum að ég væri
búinn að búa til snjóhús og
bauð honum að gerast meðeig-
andi. Hann vildi það endilega.
Vigfús klæddi sig eins vel og ég
og svo fórum við heim til mín.
Rétt þegar við vorum komnir í
snjóhúsið ákvað Vigfús að við
færum að renna okkur á
snjóþotum. Það gerðum við en
þegar við komum aftur heim
var búið að eyðileggja snjóhús-
ið okkar. Við reyndum að finna
okkur nýjan stað þar sem við
gætum byggt okkur annað
snjóhús en fundum engan góð-
an skafl. Það þótti okkur svo
leiðinlegt að við fórum bara inn
að drekka.
Húsgagnasýning
Stórglæsileg sýning á mjög vönduðum
enskum borðstofuhúsgögnum, verður haldin
í Sjallanum dagana 9.-11. maí nk. frá kl.
"1^—22 alla dagana. V. London hf. Akureyri.
tL.JJWMn [ÍI. Ilí 0 fti A f’iititiUNNMMI
rrmrifiufif ííiil .. . I
Fablon sjálflímandi
dukur I miklu úrvali
8 - DAGUR - 6. maí1983.