Dagur - 06.05.1983, Blaðsíða 12
Ðautinn - Smiðjan auglýsa:
Vegna mikilla hópapantana í Smiðju í maí
viljum við hvetja fólk til að panta borð tímanlega
fyrir helgarnar.
Aðalfundur KEA:
Reksturinn viðunandi
og traustur efnahagur
67 umsóknir
um Hrafiia-
biarca-
J o
lóðimar
67 umsóknir bárust um lóðirnar 6
við Hrafnabjörg en umsóknar-
frestur rann út í gærkvöldi. Um-
ræddar lóðir eru á Hrafnabjarga-
túninu, norður af Löngumýri.
Þar er útsýni gott og grunnt á
fast, þannig að grunnar verða
væntanlega ódýrir. Þá bárust 7
umsóknir um tvær lóðir við
Bandagerði. Bygginganefnd fjall-
ar um umsóknirnar á miðviku-
daginn en reiknað er með að
gengið verði frá úthlutun lóðanna
miðvikudaginn 18. maí.
Aðalfundur Kaupfélags Ey-
firðinga hófst í Samkomu-
húsinu á Akureyri klukkan
10 í morgun. Rétt til fund-
arsetu eiga 254 fulltrúar, þar
af 116 frá Akureyri. í
skýrslu kaupfélagsstjóra,
Vals Arnþórssonar, kom
fram að þegar á heildina sé
litið hafi árið 1982 verið
viðunandi rekstrarár, félagið
hafí verið gert upp með
hagnaði og efnahagurinn sé
traustur.
Rekstrarhagnaður kaupfélags-
ins var 1.831 þúsund krónur og
lagt er til að honum verði varið
þannig að félagsmenn fái arð af
viðskiptum við Stjörnuapótek og
að reiknaðir verði 5% viðbótar-
vextir á stofnsjóð félagsmanna
sem voru að meðaltali 35,3% en
verða með þessari viðbót 47% á
síðari hluta ársins 1982. Tillaga
kom fram um að leggja 200
þúsund krónur í Menningarsjóð
KEA, 100 þúsund króna framlagi
verði veitt til endurhæfingar-
stöðvar Sjálfsbjargar og einni
milljón til eflingar Lífeyrigsjóðs
KFA
Tillaga kom fram um að
aðalfundur fæli stjórn félagsins
að ákveða endanlegt verð á
landbúnaðarafurðum, sem félag-
ið hafði til sölumeðferðar á árinu
1982.
Heildarvelta félagsins með
afurðareikningum varð 1.222,7
milljónir króna og hafði aukist
um 54% frá fyrra ári. Veltuaukn-
ing sjávarafurðadeildar varð
snöggtum minni en meðaltalið,
eða um 40% vegna aflabrests.
Sjávarútvegurinn skilaði þó um-
talsverðum hagnaði. Heildar-
veþa KEA og samstarfsfyrir-
tækja þess varð 1.504,9 milljónir
króna.
Beinar launagreiðslur námu
148 milljónum króna en 187,2
þegar samstarfsfyrirtækin átta
eru talin með. Meðalstarfs-
mannafjöldi kaupfélagsins var
1.003, þ.e. ársstörf miðuð við
slysatryggðar vinnuvikur, en
1.219 þegar samstarfsfyrirtækin
eru meðtalin.
Sérmál aðalfundarins er um
fjárhagsmál samvinnuhreyfingar-
innar og flytur Eggert Ágúst
Sverrisson, fulltrúi forstjóra SÍS
framsögu um það mál. Fundinum
verður fram haldið á laugardags-
morgun og byrjar með námskeiði
á vegum Samvinnuskólans fyrir
aðalfundarfulltrúa um samvinnu-
hreyfinguna og samvinnumál
almennt.
Undlrboð sem
stenst ekki
— segir formaður Trésmiðafélagsms um
tilboðið frá Ýr hf.
„Ég átti svart í fyrra . . .“
Mynd: GEJ
„FóOdð getur
kært þetta“
— segir f*ór Vilhj álmsson,
hæstaréttardómari, um útburð-
armálið í Þingvallastræti
„Tilboðið frá Ýr hf. í byggingu
Verkmenntaskólans er undir-
boð, sem stenst ekki. Slík
undirboð er þróun sem við
höfum áhyggjur af, því þau
bitna á launum byggingariðn-
aðarmanna,“ sagði Guðmund-
ur Ómar Guðmundsson, for-
maður Trésmiðafélags Akur-
eyrar, í samtali við Dag.
Eins og fram kom í Degi í gær
er Ýr hf. með lægsta tilboðið í 2.
áfanga Verkmenntaskólans á
Akureyri. Hljóðar það upp á
rúmar 5. m. kr., sem er 1.7 m. kr.
lægra en áætlun hönnuða segir til
um, eða sem svarar 25 prósent-
um.
„Slík undirboð koma engum til
góða, hvorki starfsmönnum né
fyrirtækjum. í rauninni er þetta
ekki annað en samkeppni fyrir-
tækjanna um að setja hvort ann-
að á hausinn því fæst þeirra eru
það sterk að þau geti tekið á sig
skakkaföll,“ sagði Guðmundur
Ómar.
„Við teljum að okkar tilboð
standist fyllilega, enda höfum við
sýnt að okkar tilboð standast,
þótt þau séu undir kostnaðar-
verði,“ sagði Stefán Einarsson,
framkvæmdastjóri hjá Ýr hf.
„Við byggðum Glerárbrúna langt
undir áætluðu kostnaðarverði og
skiluðum því verki á tilsettum
tíma. Við áttum lægsta tilboð í
nýbyggingu Sjafnar, sem var tals-
vert undir kostnaðarverði. Við
ljúkum því verki á næstunni og
þar ná endar saman. Ég get svo
bætt því við að viðskiptabanki
okkar hefur farið yfir tilboðið í
Verkmenntaskólann og er tilbú-
inn til að standa við bakið á okk-
ur fáum við verkið.
Við erum þrír smiðir sem eig-
um og rekum þetta fyrirtæki og
það kemur engum við hvað við
ætlum okkur í kaup í þessu til-
boði, en við erum tilbúnir að
standa við það sem í því stendur.
Við erum með 50 manns í vinnu
og okkur er því illa við að gefast
upp, jafnvel þótt við séum í
dauðadalnum,“ sagði Stefán Ein-
arsson.
Samkvæmt upplýsingum Dags
fjallar byggingarnefnd skólans
um tilboðin í dag, en er ekki ljóst
hvort endanleg afstaða til þeirra
verður tekin á þeim fundi.
Hjónin að Þingvallastræti 22 á
Akureyri, Danielle Somers og
Ólafur Rafn Jónsson, sem
Hæstiréttur gerði með dómi
skylt að flytja úr íbúð sinni
lýstu því yfír eftir þann úrskurð
að þau myndu áfrýja máli sínu
til Mannréttindadómstóls Evr-
ópu.
Nú hefur Þór Vilhjálmsson,
forseti Hæstaréttar, tjáð sig opin-
berlega um málið og segir hann í
viðtali við Mbl. m.a.: „Fólkið
getur reynt að kæra þetta til
svokallaðrar Mannréttindanefnd-
ar Evrópu. Nokkur íslensk mál
hafa farið þangað en öll hafa þau
sætt frávísun þar en það getur
enginn bannað þessu fólki að
snúa sér til þessarar Mannrétt-
indanefndar.“
Þór upplýsti síðan að fólkið
gæti ekki snúið sér beint til
Mannréttindadómstólsins. „Það
eru konann og maður hennar
sem ákveða hvort málið fer til
nefndarinnar en hvort málið fer
frá nefndinni til Mannréttinda-
dómstólsins það ákveður nefnd-
Að sögn Þórs myndi Mannrétt-
indadómstóllinn - ef málið færii
til hans - aðeins skera úr um það
hvort opinber ákvörðun íslenskraj
stjórnvalda bryti í bága við
mannréttindadómstól Evrópu.
Dómstóllinn tæki enga afstöðu till
þess hvort farið hefði verið að ís-
íenskum lögum gagnvart hjónun-]
um.
Þór segir, að færi málið frá
Mannréttindanefndinni til Mann-
réttindadómstóls og dómur þarj
yrði Danielle og Ölafi Rafni íj
hag, gæti svo farið að íslenska
ríkið yrði að greiða þeim hjónum
bætur og einnig að breyta yrðil
þeim réttarreglum sem fólkiði
hefði orðið fyrir barðinu á og
dómstóllinn teldi ekki samrýmast
Mannréttindasáttmála Evrópu.
En jafnframt segir Þór Vilhjálms-
son að dómur Hæstaréttur stæði
óhaggaður eftir sem áður. Sam-
kvæmt þeim orðum hans virðist
ekkert geta komið í veg fyrir að
Danielle og Ólafur Rafn verði að
rýma íbúð sína í júlí.
barna-
fatnaðurinn
fæst
nú aftur.
Ennfremur
nýkominn
annar
barnafatnaður
í miklu úrvali.