Dagur - 06.05.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 06.05.1983, Blaðsíða 11
Kafbátur í Eyja- firði Nú þegar kosningar eru yfir okkur gengnar og Geir aftur farinn að kafa í pólitíkina gerast stórviðburðir hér á Norðurlandi: Það hefur sést til ferða kafbáts í Eyjafirði!! Sagt er að maður nokkur í Hrísey hafi séð hann fyrstur manna og hafði sá samstundis samband við Landhelgisgæsl- una, Almannavarnir, Ríkis- útvarpið, Varnarliðið og Óla Jó. Sérfræðingar voru strax sendir hingað norður, auk nokkur hundruð fréttamanna. Nú eru kornin á staðinn ákaf- lega fullkomin mælitæki til þess að leita eftir hljóðmerkjum í sjónum. Greinileg merki hafa heyrst undan Arnarnesinu og telja sérfræðingar Gæslunnar að hér sé líklega um rafknúinn kafbát að ræða, fremur en díselknúinn, þótt það sé nú orðið ódýrara eftir nýjustu lækkanir á Rotterdammarkaði. Einnig hafa verið settar fram kenningar um að hljóðin komi frá ákveðinni trillu á Hjalteyri. Enn aðrir telja að þau komi af því þegar ákveðinn dalvískur sjómaður pissar út fyrir borð- stokkinn. Hljóðböndin verða nú send til nánari greiningar til New York. Vísindamenn Hafrannsókn- arstofnunar hafa nýverið komið hingað norður og tekið sýni úr firðinum, m.a. nokkur undan Krossanesi úr grútarflekkjum þar sem gætu verið dulbúnir olíuflekkir. Sýnin verða send til efnagreiningar til London og fæst þá úr því skorið hvort svo er. Einnig voru tekin sýni úr Pollinum og mátti af þeim sjá að þar hefur verið mikil kafbáta- traffík á síðustu dögum og hafa áhafnir sumra greinilega verið magaveikar. Sýni voru og tekin til öryggis út andapollinum en niðurstöður úr greiningu á þeim hafa ekki enn borist blaðinu. Fjöldi fólks á Ár- skógsströnd telur sig hafa séð kafbát og ein fræg aflakló af Ströndinni segist meira að segja hafa fengið einn á færið hjá sér og verið kominn með hann hálfan inn fyrir borðstokkinn þegar hann slapp. Utar með firðinum berast þær fregnir að kona nokkur hafi séð kafbátn- um bregða fyrir í Ólafsfjaðar- vatni, en þegar betur var að gáð reyndist þetta vera kappi af staðnum sem kom upp á yfirborðið til að anda. Til frekara öryggis hafa sérfræðing- ar Gæslunnar þó verið sendir á staðinn til þess að taka hljóð mannsins á band og verða þau send til höfuðstöðva NATO í Brussel til þess að fá úr því skorið hvort hér sé um rúss- neskan kafbát að ræði í dular- gervi. Forstjóri Landhelgisgæslunn- ar hefur verið mjög varkár í ummælum sínum um kafbáta- leitina, en þó er ljóst að málið er litið mjög alvarlegum augum og hafa verið fengnir trillukarl- ar frá Akureyri til aðstoðar við leitina og má segja að það komi sér vel í aflaleysinu. Eftir ítrekaðar viðvaranir til kafbáts- ins var ákveðið að senda á hann eina djúpsprengju á Hörgár- grunni og bar hún þann árangur að upp flaut einn marhnútur, dauður, og er það mesti afli sem fengist hefur á þessum slóðum síðan í desember. Mar- hnúturinn var sendur utan til efnagreiningar og er ekki búist við honum aftur fyrr en eftir helgi. Ljóst er þó að marhnútur þessi er ekki frá NATO. Ekki er kunnugt um að nokkur kafbátur frá Atlants- hafsbandalaginu sé í Eyjafirði nema Sólbakur, ef hann er sokkinn, en frést hefur af grunsamlegum kafbáti í Eyjafj- arðará frammi við Kristnes. Sú frétt hefur ekki enn fengist staðfest, en sérfræðingar Gæsl- unnar hafa hraðað sér fram í fjörð og tekið mörg sýni sem virðast grunsamleg að sjá og verða þau send til Kaupmann- ahafnar í nánari greiningu strax og unnt er. Heyrst hefur að til greina komi að lýsa yfir neyðar- ástandi á Oddeyri vegna þessa máls, enda mun stórhættulegt fyrir Eyrarbúa að setjast á klósettið meðan þessi ófögnuð- ur er nálægur, enda engum kært að opinbera sína leyndustu líkamsparta fyrir sjónpípu er- lends kafbáts, jafnvel þótt hann sé bara rafknúinn. Fleiri fréttir eru ekki af þessu kafbátamáli að sinni en allir þeir sem kunna að sjá eitthvað grunsamlegt í sjónum, ám, lækjum og vötnum eða jafnvel í baðkarinu heima hjá sér eru beðnir um að láta vita á ritstjórnarskrifstofu Dags þar sem sérfræðingur blaðsins í hljóðgreiningu kafbátamerkja verður að störfum næstu daga. Hákur. HVAÐ ER AÐ GERAST? Becker og Selma syngja á Akur- eyri Fjórðu áskriftartónleikar Tónlist- arfélags Akureyrar verða haldnir í Borgarbíói á uppstigningardag 12. maí n.k. kl. 17.00. Nú er boðið upp á einsöngstón- leika Roberts Becker sem er bandarískur baritón söngvari. Undirleikari verður Selma Guð- mundsdóttir. Robert Becker stundaði söng- nám hjá Elanor Steber við Cleve- land Institute of Music í Cleve- landborg í Ohiofylki. Becker hef- ur síðan sungið í óperum í New York og víðar í Bandaríkjunum og hefur farið með stærstu barít- onhlutverk í óperum eftir Verdi, Puccini, Mozart, Berlioz, Donni- zetti og fleiri. Robert Becker er nú búsettur í Reykjavík og í vetur söng hann eitt af þremur aðalhlutverkunum í óperunni Tosca og fyrir skömmu söng hann með Sinfóníuhljóm- sveitinni og var þá Requiem eftir Gabriel Fauré á efnisskránni. Bjami sýnir í Iðnskólanum Bjarni Jónson, listmálari opnar á morgun málverkasýningu í Iðnskólanum á Akureyri. Sýningin opnar klukkan 14.00 og verður hún opin virka daga frá kl. 18-22 og um helgar frá kl. 14-22. Á sýningu Bjarna verða þjóðlífsmyndir, dýramyndir, blómamyndir, landslagsmyndir og fleira, en allar myndirnar á sýningunni eru valdar með það fyrir augum að gefa sem best yfirlit yfir list málarans. Bjarni Jónsson hefur verið afkasta- mikill málari á undanförnum árum og haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýning- um. Sýningin í Iðnskólanum verður opin fram til 15. maí. Selma Guðmundsdóttir er fædd á ísafirði og hóf þar píanónám. Árið 1973 lauk hún einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík, en stundaði síðan framhalds- nám í Þýskalandi um tveggja ára skeið. Selma hefur haldið einleiks- tónleika bæði á íslandi og í Svíþjóð. Selma er nú undirieikari við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Aðgöngumiðar verða seldir í bókabúðinni Huld, Hafnarstræti og við innganginn. Þýsk messa Sunnudaginn 8. maí n.k. klukkan 21.00 heldur Kirkjukór Lög- mannshlíðarsóknar tónleika í Akureyrarkirkju. Að þessu sinni flytur kórinn þýska messu eftir Franz Schubert, þar sem allir hinir föstu liðir messunar fá að njóta sín. 0REYRI KAUPMANNAHÖFN BEINT ÞOTUFlUe AUA FIMMTUDAfiA FRA I6JÚNÍ-0I.SEPTEMBER 0ANMÖRK DANMÖRK DANMÖRK OANMÖRK VIKUFERÐIR TIL KAUPMANNAHAFNAR FLUC OG GISTING A HÓTEL WEST END MEÐ MORGUNMAT SUMARHLJS AÐ EIGIN VALI ÞÚ GETUR VAUÐ UM 800 SUMAR- HÚS Á ÝMSUM STÖÐUM 14DAGA ÆVINTÝRAFERÐ UM DANMÖRKU í RÚTUBÍL FLLJG OG BÍLL 14. JULÍ- 28. JÚLÍ 4. ÁGÚST- 18. ÁGÚST 1 - 4 VIKUR VERÐ FRÁ KR 8.108 INNIFALIÐ FLUG- GISTING MEÐHÁLFUFÆÐI FARARSTJÓRN VERÐ FRA KR. 10.800 2 í HÚSI 13.900. 4 í HÚSI 13.100. ÞESSI GLÆSI- LEGA FERÐ VERÐURAUG- LÝSTNÁNAR SÍÐAR Auglysinoastofa Emara Pálma FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR h.f. SÍMI 25000 6. maí 1983-DAGUR-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.