Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 3
Bjami Sigurðsson markvörður Skagamanna grípur hér inn í leikinn. Helgi Bentsson sækir að honum og Guðjón Þórðarson er við öllu búinn. Mynd: KGA. Porsteinn Olafsson: „Sorglegt a5 tapa þessu66 „Það er hreinlega sorglegt að hafa tapað þessum leik," sagði Þorsteinn Óiafsson markvörður Þórs eftir leikinn gegn Skaga- mönnum í gærkvöldi. „Viö byrjuðum ágætlega, duttum síðan niður en áttum svo allan síðari hálfleikinn. Við vorum alls ekkert verri en Skagamenn og því er erfitt að sætta sig við þenrian ósigur." - Hvernig kannt þú við þess- ar nýju rcglur sem gilda gagn- vart ykkur markvörðunum að þið megið ekki rúlla boltanum í teignum á undan ykkur og taka hann síðan aftur áður en þið sparkiö út? „Þær eru fáránlegar og þeir sem settu þær á eru að míga utan í vitlaust tré. Það er verið að reyna að koma í veg fyrir að við tefjum leikinn en það er ekki verið að gera ráðstafanir gagn- vart leikmönnum sem geta sparkað boltanum langt út af vellinum er þeim bíður svo við að horfa," sagði Þorsteinn. Tap í jfyrsta leiknum — en Þór hefði verðskuldað annað stiglð gegn Skagamönnum Óskabyrjun Valsmanna Valsmenn fengu sannkallaða óskabyrjun I fyrsta leik sínum í 1. deild að þessu sinni, en þeir heimsóttu Keflvíkinga í gærkvöld. Þorgrímur Þráinsson skor- aði fyrsta mark leiksins fyrir Val strax á 2. mínútu. Sigurð- ur Björgvinsson jafnaði metin fyrir heimamenn í fyrri hálf- leiknum en ÍVfagni Pétursson skoraði sigurmarkið í síðari hálllciknum. Valsmcnn þóttu nokkuð traustvekjandi í þessum leik en Keflvíkingar áttu þokka- lega kafla en voru daprir inn á milli. Hnoð í Laugardal íslandsmeistarar Víkings hófu titilvörn sína á Laugardalsvelli í gærkvöld er þeir fengu Breiðablik í heimsókn þangað. Er skammt frá því að segja að þar var „fátt til fegurðar“. Ekkert annað á boðstólum er kýlingar og hnoð um allan völl og barátta og aftur barátta það eina sem boðið var upp á. Vík- ingar verða að taka sig á ef þeir ætla sér að haida íslands- meistaratitlinum í höfuðstöðv- um sínum. Þeir voru fremur daprir Þórs- arar er þeir yfirgáfu leikvöll sinn í Þorpinu í gærkvöld eftir að hafa tapað þar 0:1 fyrir Skagamönnum. Er vel hægt að skilja það, því þeir hefðu verð- skuldað annað stigið í leikn- um. En það eru mörkin sem telja og ráða úrslitum leikja og Þórsarar fengu á sig eitt í fyrri hálfleik án þess að geta svarað fyrir sig. Markið kom á 35. mínútu. Þórsvörnin hætti sér of framar- lega og missti síðan taktinn. Tveir Skagamenn skutust inn fyrir á auðan sjó, þeir Hörður Jóhannsson og Sigþór Ómarsson. Hörður skaut af stuttu færi, Þor- steinn Ólafsson varði skot hans en hélt ekki boltanum og Sigþór sem fylgdi vel eftir hafði nægan tíma til að athafna sig og renna boltanum í markið. Því miður virðist sem aftasta vörn Þórs sé aðalhöfuðverkur liðsins og í gærkvöld virkaði hún afar óörugg svo ekki sé meira sagt. Þorsteinn markvörður reyn- ir þó að stjórna henni en dugir ekki til. Þeir Þórarinn Jóhannes- son og Árni Stefánsson miðverð- ið virðast ekki finna „taktinn" en vonandi lagast þetta. Þórsarar áttu ekkert minna í leiknum í gærkvöld og héldu t.d. í síðari hálfleik uppi talsverðri pressu. En Skagavörnin var föst fyrir með Sigurð Lárusson sem besta mann og bjargaði því sem bjarga þurfti. Aðeins einu sinni reyndi á Bjarna markvörð Skaga- manna, en það var í fyrri hálfleik er Nói Björnsson fyrirliði Þórs var á ferðinni með þrumuskot utan vítateigs. Skotið var firna- fast en ekki nógu utarlega í rammanum þannig að Bjarni varði án teljandi erfiðleika. Leikið var á malarvelli Þórs sem er prýðisvöllur miðað við malarvelli hér yfirleitt. En knatt- spyrna á þessum völlum er auð- vitað ekki sú sama og á grasi og vonandi komast leikmenn sem fyrst á grasið. En malarvöllurinn er ekki ástæðan fyrir baráttuleysi því sem mér fannst einkenna í kvöld eru þrír leikir á dagskrá í 2. deildinni. Á Húsa- vík leika Völsungur og Víðir Garði, á Siglufirði leika heima- menn gegn FH og í Sandgerði verða KA-menn í heimsókn. Búast má við hörkuleikjum. Sérstaklega ætti að geta orðið mikið fjör á Siglufirði og verður Þórsliðið, það var engu líkara en Þórsarar bæru virðingu fyrir mót- herjum sínum sem hafa þó ekki unnið hér síðustu árin. Eini maðurinn sem barðist eins og ljón var Helgi Bentsson og skap- aði hann usla í vörn Skagamanna margsinnis. gk-. fróðlegt að sjá hvernig KS-menn koma út gegn FH sem margir telja að verði í hópi efstu lið- anna. Völsungar ættu að vinna sigur á Víði ef marka má leiki Völsunganna að undanförnu en baráttan verður án efa mikil í Sandgerði þar sem heimamenn eru ávallt erfiðir. Sendumí póstkröfu. Full búð af veiðivörum Mesta úrvat landsins á einum stað. Gerið svo vel að líta inn. III Eyfjörð Hialteyrargötu 4, Hjalteyrargötu - sími25222 Rennibekkir 90 cm milli odda. A-B búðin ZSssk Föstudagur 20. maí Opið frá kl. 20-03. Fjölbreyttur matseðill. Edvyard og Grímur leika létta dinnertónlist til kl. 22. Hljómsveit Finns Eydal, Helena og Alli. Discótekið svíkur engan. Sunnudagur 22. maí Hvítasunnudagur. Stórdansleikur frá kl. 24-04. Hljómsveit Ingimars Eydal, Inga, Leibbi, Billi og Grímur sjá um fjöriö fram á rauða nótt ásamt discótekinu. Mánudagur 23. maí Annar ( hvítasunnu. Opið frá kl. 20-01. Matur framreiddur til kl. 22. Ljúf dinnertónlist. Skemmtikraftar kvöldsins: Álafosskórinn frábæri kemur frá Mosfellssveit og syngur nokkur létt lög kl. 22 SÖNGSTJORI verður enginn annar en Akureyringurinn Páll Helgason Hljómsveit Ingimars Eydal, Inga, Leibbi, Billi og Grimur. Laugardagur 21. maí Opið frá kl. 20-23.30. Jazzkvöld Dinnerjazz Edward Fredriksen og félagar leika til kl. 22. Ódýrar stórsteikur framreiddar frá kl. 20-22, Jazzararnir Árni Scheving, Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson ag Steingrímur Óli Sigurðsson jazza eins og þeim einum er lagið. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. ______^^-ALnroun cími 00770.000711 -Akureyri. simi 22770-22970. Leikir í kvöld 20. möf 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.