Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 6
Dómarinn drottins er Stöðiuð viðbragðsstaða Þórarinn Sigurðsson Skautafélag Akureyrar hefur undanfarin ár verið nær ósigrandi í blaki öldunga. Öldungarnir úr skautafélaginu hafa orðið íslandsmeistarar tvö sl. ár en allt í allt eru íslands- meistaratitlarnir orðnir þrír og auk þess hafa SA- menn unnið til nokkurra silfurverðlauna og fjölda annarra titla: Ókunnugir gætu haldið að þarna færi því harðsnúið lið topp- íþróttamanna sem aldrei á ævinni hefði orðið mis- dægurt en það er nú öðru nær. Vitaskuld eru þetta allt góðir íþróttamenn og sannir heiðursmenn en það sem flestir þeirra eiga þó sameiginlegt er að þeir byrjuðu í blakinu vegna BAKVEIKI. Til að forvitnast nánar um þetta merkilega blak- lið var rætt við Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfara sem tók hina „bakveiku“ upp á arma sína fyrir rúmum tíu árum og Hauk Haraldsson sem mætti í fyrsta íþróttatímann. Teikningarnar af blak- köppunum sem prýða opnuna eru eftir Tómas Inga Olrich, konrektor Menntaskólans sem tekið hefur virkan þátt í starfi blakliðsins. Haukur Haraldsson Forlcikur MA.RGFALDIR ISLANDSMEISTARAR I ÖED UNGAFEOKKI Frjáls upphitun Þetta byrjaði allt með því að ég tók eftir því í starfí mínu sem sjúkraþjálfari að það leit- uðu margir til mín vegna bak- veiki og ýmiss konar eymsla í baki og ég brá því á það ráð - þar sem ég er einnig íþrótta- kennari - að auglýsa leikfimi- tíma, ætlaða þessum bakveiku mönnum. Við fórum hægt af stað og ég byggði tímana upp á styrkjandi æfingum en oftast lékum við okkur svo smástund með bolta í lok hvers tíma. Þetta þróaðist svo smám saman út í það að við fórum að leika meira og meira blak og þar kom að því að einhverjum datt í hug að senda lið í fyrsta íslandsmeistaramót öldunga í blaki. Magnús Ólafsson „vemdari“ blakliðsins ásamt nokkrum sjúkraþjálfaranna í Bjargi, en þar hefur Magnús meðal annars byggt upp svokallaðan „Bak- skóla“. Mynd: ESE. „Við höfum ekki þurft að hafa áhyggjum af bak- verknum undanfarin ár“ Sá sem þetta mælir er Magnús Ólafsson, yfirsjúkraþjálfari hjá Sjálfsbjörg en hann má meö réttu kalla verndara blakliðs Skauta- félags Akureyrar. Að sögn Magnúsar byrjuðu þessar æfingar haustið 1972 eða fyrir rúmun tíu árum en fáum hefði líklega dottið í hug þá að hinir bakveiku yrðu síðar margfaldir íslandsmeistarar í blaki. - Það voru einir 12 til 15 sem mættu í fyrsta íþróttatímann og þessi fjöldi hefur haldist nokkuð jafn ölí árin. Ætli við höfum ekki verið flestir 19 talsins, segir Magnús, en getur þess jafnframt að það sé ómögulegt að segja til um það nákvæmlega hvenær hin- ir bakveiku breyttust í blaklið. - Þetta var ákaflega hæg þróun og þetta kom svona hægt og síg- andi. Fyrst kunnum við sama og ekkert að spila og það er ekki fjarri því að ætla að það hafi tekið okkur svona þrjú ár að verða sæmilega færir. Það var einmitt um svipað leyti sem fyrsta öldungakeppnin í blaki var haldin og við ákváðum að senda lið. Okkur vegnaði þó ekki vel í þessu fyrsta móti enda vorum við slegnir út af þeim sem nú eru hörðustu keppinautar okkar, Sund- félaginu Óðni. - Af hverju keppið þið fyrir Skautafélag Akureyrar? - Það er nú eiginlega þannig til- komið að við urðum að keppa undir einhverju félagsmerki í þess- um mótúm og innan okkar raða voru að sjálfsögðu harðir KA-menn sem vildu keppa fyrir KA og harðir Þórsarar sem vildu keppa undir merkjum Þórs. Til að forðast tog- streitu af þessu tagi þá ákváðum við að keppa fyrir eitthvert lítið félag og þar sem nokkrir af félögum okk- ar höfðu verið einir af allra bestu skautamönnum sem Akureyringar hafa átt, þá ákváðum við að keppa fyrir Skautafélagið. Þó ekki hafi blásið byrlega fyrir „öldungunum“ úr Skautafélaginu fyrsta árið í blakkeppninni, þá mættu þeir tvíefldir til leiks árið eftir og höfnuðu þá í öðru sæti á eftir ísfirðingum. Þriðja árið slógu Íieir svo loks í gegn og unnu fyrsta slandsmeistaratitilinn. Næstu ár á eftir mátti SA sætta sig við annað sætið en síðast liðin tvö ár hefur fé- lagið svo unnið íslandsmeistaratitil- inn eftir harða keppni m.a. við fé- lagana úr Sundfélaginu Óðni á Ak- ureyri. - Við höfum undanfarin ár sent tvö lið í mótið og B-liðið okkar hafnaði nú í neðsta sæti fyrstu deildarinnar. Það má því vel vera að það lið falli í aðra deild en eins gæti hent að við héldum okkur uppi ef það verður fjölgað í deildinni, segir Magnús en — segir Magnús Ólafsson tekur skýrt fram að það sé ekki keppnin eða sigurviljinn sem reki þá áfram - númer eitt sé að hafa gaman að þessu. Þetta sé skemmti- legt og gott trimm og félagsskapur- inn sé góður. - Þetta hefur reyndar orðið til þess að þessi „bakveiki" hópur er orðinn að góðum og samhentum félags- skap og við gerum mikið meira en bara að spila blak saman tvisvar í viku. Við komum saman á sumrin, förum í stuttar skemmtiferðir og grillum saman með fjölskyldunum, segir Magnús. - En hvernig skyldi svo bakverkur- inn vera. Eru allir orðnir góðir í bakinu? - Við höfum ekki þurft að hafa áhyggjur af bakverknum undanfar- in ár en samt sem áður höfum við verið dálítið kærulausir í vetur og ég vil endilega að við tökum þetta fastari tökum í framtíðinni. Það verður ekki aftur tekið ef liðið leggst í bakveiki, sagði Magnús Ólafsson „verndari öldunganna“ í blakliði Skautafélags Akureyrar að lokum. Fyrst gekk allt á afturfótunum og sumum var Illa viö blakidu — segir Haukur Haraldsson - Upphaf þessa ævintýris fyrir mér var það að ég las auglýsingu í Degi um leikfimitíma fyrir bak- veika. Ég hafði átt í erfiðleikum með bakið vegna hryggskekkju og ekki bætti úr skák að ég var kyrrsetumaður og vann langan vinnudag. Mér þóttu því þessir leikfimitímar sem auglýstir voru í blaðinu gullið tækifæri til þess að ráða a.m.k. einhverja bót á þessum vanda, segir Haukur Haraldsson en hann er einn þeirra sem verið hafa með í blak- liði Skautafélags Akureyrar frá upphafi. - Það voru mættir einir 15 menn á fyrstu æfinguna hjá Magnúsi og ég man það að fyrstu tímarnir fóru allir í ýmiss konar þrekæfingar og styrkjandi æfingar fyrir bakið. í þessum tímum fann ég glögglega hve ég var orðinn illa haldinn lík- amlega og hve þörfin fyrir hreyf- ingu af þessu tagi var orðin mikil, segir Haukur og getur þess enn- fremur að fljótlega hafi þeir einnig farið að leika sér með bolta í lok æfingatímanna - svona rétt til að auka fjölbreytnina. - Við byrjuðum að leika blak en ég held að enginn okkar hafi kunn- að neitt fyrir sér í þessari íþrótt. Mörgum dauðleiddist þetta sprikl og allt gekk á afturfótunum til að byrja með. Menn voru einnig mis- jafnlega góðir í íþróttinni enda höfðu sumir okkar ekki komið ná- lægt bolta áður. Það var því ekki laust við að þetta reyndi á þolrifin til að byrja með og ég held jafnvel að stundum hafi menn skammast hver út í annan, segir Haukur og hlær. Það er rétt að geta þess að eftir því sem árin hafa liðið hefur sam- heldni hópsins vaxið mjög og m.a. koma félagarnir reglulega saman og ræða leikinn. Brjóta blakið til mergjar, ef svo má að orði komast og njóta við það aðstoðar fagmanns í íþróttasálarfræði. Niðurstaða þessara umræðna og vangaveltna er sú að fyrsta boðorðið í leik sé: „Aldrei að skammast“ - því eins og Haukur Haraldsson virðir fyrir sér teikningar Tómasar Inga Olrich af „blak- liðinu bakveika“. Mynd: ESE. Haukur segir þá skammast sá sem mistökin gerir sín alveg nægilega, þó ekki sé verið að bæta þar um. Það eru því félagslega þenkjandi menn sem skipa blaklið Skautafé- lagsins en gefum nú Hauki aftur orðið: - Þessi leikfimi sem hófst þarna fyrir rúmum tíu árum hefur þróast á ákaflega skemmtilegan hátt. Það tók okkur ein tvö til þrjú ár að kynnast almennilega og þegar sá tími var liðinn þá fórum við að hitt- ast reglulega til að ræða ýmis vandamál, bæði utan blaksins og innan og eins gerðum við okkur ýmislegt til skemmtunar. Við höld- um nú árshátíð á hverju ári, förum einnig reglulega einu sinni á ári með fjölskyldurnar í Vaglaskóg og svo tökum við þátt í afmælisveislum hver hjá öðrum. Ég tel að við séum orðnir mjög félagslega þroskaðir og það sem kannski er mest um vert við höfum eignast marga mjög góða vini, segir Haukur. - En hvað með blakkeppnina? Hvenær byrjuðuð þið að taka þátt í keppnum? - Þetta kom svona smátt og smátt. Við vorum búnir að leika okkur með bolta í nokkur ár og var farið að langa til að spreyta okkur gegn öðrum. Fyrstu leikirnir hafa líklega verið gegn Sundfélaginu Óðni, en þeir höfðu þá æft um nokkurra ára skeið og voru mikið betri en við. Við töpuðum því alltaf fyrir þeim til að byrja með en nú hefur þetta breyst og má vart á mili sjá hvorir hafa betur. Fyrsta alvöru- keppnin var hins vegar á íslands- móti öldunga 1978 en það var jafn- framt fyrsta alvöruíþróttakeppnin sem ég tók þátt í. Ég þarf varla að taka það fram að það var undarleg og skrýtin tilfinning að vera staddur þarna inni á vellinum, innan um dómara og áhorfendur - en þetta gekk samt allt saman ágætlega þó svo að við kæmumst ekki í úrslita- keppnina. - Hvað hefur þetta keppnisblak fært ykkur? - Það er auðvitað skemmtileg spenna sem fylgir keppninni en það er ekki minna atriði að við höfum farið víða og kynnst fjöldanum öll- um af fólki og eignast marga góða vini. Það hefur til dæmis skapast ákveðið samband milli okkar og blaköldunga á Siglufirði og við eig- um gagnkvæmar heimsóknir við þá á hverju ári. - Hvað með konurnar og fjöl- skyldurnar? - Já, konurnar, segir Haukur og dregur seiminn. Jú, fyrst í stað sát- um við mikið til að þessu sjálfir en þetta hefur þróast eins og annað og við höfum tekið fjölskyldurnar mikið inn í þennan félagsskap. Konurnar fara með okkur í keppnisferðir og eins hafa sumar þeirra byrjað að leika blak og börn- in hafa einnig orðið fyrir áhrifum og byrjað í íþróttinni. Það verður að segjast að við höfum allir mjög mikinn áhuga á blakinu og a.m.k. ég Iegg mikla áherslu á að missa ekki af æfingum eða keppni. Þetta hefur vafalaust að einhverju leyti komið niður á fjölskyldunni en mér er sérstaklega minnisstætt að einu sinni kom ég heldur seint heim í mitt eigið postulinsbrúðkaup. Ég lofaði því víst að láta þetta aldrei koma fyrir aftur og mér var fyrir- gefið en á næsta brúðkaupsafmæli þá lenti ég í því ásamt félögunum að taka þátt í niu tíma blakmóti á vegum KA. Við unnum að vísu gullið en þetta hefur kennt mér að lofa ekki of miklu og helst ekki meiru en maður getur staðið við, segir Haukur og brosir. - Áttu einhver heilræði til þeirra sem enn hafa ekki uppgötvað blakið? - Ég er a.m.k. þeirrar skoðunar að það verði að örva fólk til þess að taka þátt í almenningsíþróttum. Blakið er skemmtileg íþrótt sem veitir líkamlega þjálfun og hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og ég vona bara að ég geti leikið blak í a.m.k. 30 til 40 ár til viðbótar, segir Haukur Haraldsson. Tómas Ingi Olrich og Guðmundur Pétursson Gult spjald: Ólögleg hressing í leikhléi \ \ / Seiling og net Ágústsson > ^ (Smiðshögg) Ásgrimur Löggild alda- mótastaða við afhendingu gullverðlauna Ámi Garðarsson Gunnar Jónsson /'Villingadals- lauma o * 'P Skilyrðislaus uppgjöf Þórhallur Bragason og Magnús Ólafsson Fleygur prússneska afbrigðið Guðjón Guðmundsson „Fimma“ = Varnarmaður í lögmætu frumhlaupi við sóknarteig Brynjólfur Ingvarsson Ólöglegur snertiflötur við net Löglegur snertiflötur qO> við net Hreiðar Aðalsteinsson o Þóroddur Jóhannesson Sá þvær best sem síðast þvær Fleygur, Hríseyjarafbrigði Steinar Þorsteinsson Sæmundur Gauti Friðbjarnarson Wilhelm Arthúrsson Uppspil Reynir Sveinsson Andstæðingurinn veginn og léttvægur fundinn Örn Indriðason 6 - DAGUR - 20. maí 1983 20. maí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.