Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 20.05.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? • • Om Ingi opnar sýningu „Ég sýndi þessar mynd- ir í Oslo um páskana. Það var mikil reynsla og sannaði fyrir mér hvað við íslendingar stöndum framarlega á listasviðinu,“ sagði Örn Ingi myndlistarmaður, er hann leit við á Degi nú fyrir stuttu. „Eg var að vísu óhepp- inn með tíma til sýningar, páskar þykja ekki heppi- legir til slíks í Noregi því Norðmenn eru svo nátt- Finnur og Ingimar í Smiðjunni Bræðurnir Finnur og Ingimar Eydal munu skemmta gestum Smiðjunnar á Akureyri um helgina sem í hönd fer. Þeir leika létta tónlist fyrir matargesti frá og með kvöldinu í kvöld og fram á mánudagskvöld. Einnig bregða þeir sér í „jassinn" og taka iétta sveiflu eins og þeim ein- um er lagið. Er ekki að efa að gestir Smiðjunnar munu kunna vel að meta, en auk þeirra bræðra mun Þorvaldur Hall- grímsson leika á píanó eins og honum einum er lagið. Fermingar- afmæli Undanfarin ár hafa þau sem fermdust fyrir 10 og 20 árum verið boðuð í Akureyrarkirkju á hvíta- sunnudegi til þess að minnast fermingarafmæl- is síns. í ár er ákveðið að kalla á fjóra afmælisár- ganga þ.e. þau sem fædd eru 1929, 1939, 1949 og 1959, en þessir árgangar fermdust 1943, 1953, 1963 og 1973. Við hvetj- um áðurgreinda hópa til þess að mæta í Akureyr- arkirkju nk. sunnudag, hvítasunnudag kl. 2 e.h. til þess að minnast ferm- ingarinnar. Allir aðrir eru vel- komnir í þessa hátíðar- messu. Vortón- leikar Blásarasveit Tónlistar- skólans á Akureyri held- ur vortónleika sína í íþróttaskemmunni á Ak- ureyri þriðjudaginn 24. maí kl. 20.30. Þar koma fram þrjár þrjátíu manna blásara- sveitir, mismunandi langt á veg komnar og flytja fjölbreytta blásaratónlist. Síðar í vikunni leggur svo þessi hópur, rúmlega 100 manns upp í Vest- mannaeyjaferð, en þar fer fram landsmót skóla- luðrasveita dagana 27,- 29. maí. úrubrjálaðir að það má enginn vera að því að skoða myndlist. Allir eru úti á gönguskíðum með bakpoka. Þetta var líka dálítið sérstakt því að á meðan sýningin stóð yfir var jafnframt verið að gera endurbætur á húsinu þar sem sýningin fór fram svo jafnvel voru stigar og vinnupallar í sýningar- salnum er fólk kom að skoða. En ég er reynslunni ríkari eftir þessa ferð mína til Noregs og er sannfærðari en áður að við Akureyringar eigum að byggja okkur listamið- stöð í Kjarnaskógi eða einhverjum álíka stað þar sem fólk getur sest niður, fengið sér kaffisopa og slappað af í rólegu og fal- legu umhverfi og notið listar Sem á boðstólum er hverju sinni,“ sagði Örn Ingi myndlistarmaður sem nú er að fara af stað Hörður sýnir Laugardaginn 21. maí umhverfi sem oft eru opnar Hörður Geirsson hversdagsleg, en eru tek- sína fyrstu ljósmyndasýn- in óvenjulegum tökum. ingu í Listsýningarsaln- Höfundur vinnur allar um að Glerárgötu 34 á myndir sínar sjálfur með Akureyri. svokallaðri Kodak ekta- flex aðferð. Á sýningunni verða 45 Sýningin verður opin litmyndir auk nokkurra alla virka daga frá kl. svart/hvítra mynda og 20.00-22.00 og helga eru þær allar nýjar af nál- daga frá kl. 14.00-22.00 inni. Viðfangsefni sækir og lýkur sunnudaginn 29. höfundur í sitt nánasta maí. Fj ölsky lduskemmtun Fjölskylduskemmtun m.a. Bingó - fjöldi góðra verður annan í hvíta- vinninga - undir stjórn sunnu á vegum Sjálfs- Ingimars Eydal. Videó- bjargar í Bjargi. sýning verður fyrir börn- Skemmtunin er öllum in og kaffi og gosdrykkir opin en á dagskránni er til sölu. KEA-skákmótið KEA-mótið í skák verð- meðal keppenda. Mótið ur haldið um helgina. hefst í kvöld á Hótel Margir af bestu skák- KEA. mönnum þjóðarinnar eru B araflokkurinn Baraflokkurinn kemur fram á hljómleikum í H- 100 annað kvöld. Vegna hvítasunnunnar verða hljómleikar þessir aðeins frá kl. 21-23.30. Þess má geta að Baraflokkurinn heldur til Bretlands í plötuupptöku á næstunni og má því vera að þetta sé síðasta tækifærið til að sjá flokkinn áður en hann heldur utan. Hljómsveit Ingimars Eydal í Sjallanum Hljómsveit Ingimars Ey- dal hefur verið fastráðin í Sjallanum á Akureyri frá 10. júní og mun leika þar í sumar. En þar sem ekki er víst að allir geti beðið svo lengi eftir að sjá kappann með hljóm- sveit sína er ætlunin að „hita upp“ um helgina. Hljómsveit hans mun því leika þar á sunnu- dags- og mánudagskvöld ásamt þeim Ingu, Leibba, Billa og Grími Sigurðssyni sem nú er kominn í sviðsljósið að nýju. Annað kvöld verður sannkölluð „jasshátíð" í Sjallanum. Þar leikur fimm manna hljómsveit Edwards Fredriksen létt- an „dinnerjass" og síðan sér jasshljómsveit Árna Scheving um mikinn „konsert“ frá kl. 22 til miðnættis. með sína 11. einkasýn- ingu. Örn Ingi sýnir pastel- myndir og teikningar. Sýning Arnar Inga er að Klettagerði 6 og er opin frá kl. 17-22 og 14-22 um helgar. Verðlaunaaf- hending SRA Verðlaunaafhending fyrir veturinn 1983 verður í Sjallanum mánudag 23. maí (annan í hvítasunnu) kl. 14.00. Mætum öll og tökum þátt í lokahófinu. Skíðaráð Akureyrar Hvíta- sunnumót Það er orðið siður í Hjálpræðishernum að halda hvítasunnumót þar sem herfólkið kemur saman til þess að lofa Drottin. í fyrra var mótið í Vestmannaeyjum en í ár verður það í sal Hjálp- ræðishersins á Akureyri. Væntanlega verða u.þ.b. 40 þátttakendur á mótinu og verða tvær opinberar samkomur, önnur á sunnudagskvöldið þar sem einnig fer fram hermannavígsla og hin á mánudagsmorgun og á samkomunni verður ung- barnavígsla. Stjórnandi mótsins er deildarstjórinn á íslandi kapteinn Daníel Óskars- son og með honum úr Reykjavík kemur 15 manna hópur. Tónleikar Kirkjukórs Húsavíkur Kirkjukór Húsavíkur á 40 ára starfsafmæli um þessar mundir, þótt óformlegur kór hafi sung- ið miklu lengur við messu í kirkjunni. Kórinn hefur árlega haldið tónleika með veraldlegri tónlist og starfað af miklum krafti öll þessi ár. Venjulega hafa á milli 30 og 40 manns sungið í kórnum. Söngstjóri síðustu 7 árin hefur verið Sigríður Schiöth. Organista og söng- stjóraskipti verða nú í sumar því Úlrik Ólason tekur við af Sigríði. Hann leikur undir á tónleikum kórsins sem haldnir verða í Hlíðarbæ og Dalvík 2. dag hvítasunnu kl. 16 og 21. Á tónleikunum flytur kórinn 16 lög eftir inn- lenda og erlenda höf- unda. Einsöngvari með kórnum verður Sigurður Friðriksson. AKUREYRARÐÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 25. maí kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Gísli Jónsson og Valgerður Bjarnadóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9,2. hæð. Bæjarstjóri. Til sölu einbýlishús að Austurvegi 12, Hrísey. Skipti á íbúð á Akureyri möguleg. Upplýsingar í síma 96-61725 á kvöldin. Benz varahlutir 1. Til sölu 4 cyl. díselvél teg. 314 úr 22 manna bíl, ekin 15 þús. km, með öllu utan á og 5 gíra kassa, uppgerð hjá Daimler-Benz. 2. Fram- og afturhásingar með bremsuskálum og nýjum borðum í Benz 1513, 1515, 608 og 808. 3. 4 stk. afturfjaðrir í 1619 og 1513. Upplýsingar í síma 26186 í dag og eftir helgi. AKUREYRARBÆR Til sölu eru eftirtalin tæki: Veghefill Austin - Western Super 500 með snjóplógi og snjótönn árg. '67. Land-Rover (lengri gerð díesel) árg. '71. Ford Bronco (6 cyl. bensín) árg. 74. Volkswagen pallbíll með tvöf. húsi árg. 74. Volkswagen sendiferðabíll árg. 74. Ofangreind tæki eru til sýnis við Áhaldahús Akureyrarbæjar við Tryggvabraut og verða upp- lýsingar um tækin veittar þar. Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjarverkfræð- ings fyrir 1. júní 1983. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Bæjarverkf ræð i ng u r. Námskeið í mótatækni Námskeið í mótatækni verður haldið á vegum Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins 26., 27. og 28. maí. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við móta- uppslátt. Nánari upplýsingar í skrifstofu Trésmiðafélags Akureyrar, Ráðhústorgi 3, 2. hæð sími 22890. Dalvíkingar - Akureyringar Sumaráætlun hafin. Frá Dalvík: Mánudaga - föstudaga kl. 9.00 og 15.00. Frá Akureyri: Sömu daga kl. 11.00 og 17.00. Stórir og litlir bílar til leigu í hópferðir. Leitið nánari upplýsinga í símum 96-61124 og 96-61597. Sérleyfishafi. 2Q. maí 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.