Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 3
Reiöhjólaskoð- un á Akureyri Eins og undanfarin ár munu lögreglumenn skoða reiðhjól barna og unglinga hér á Akur- eyri og þeir sem eru með sín hjól í lagi fá sérstakan skoðun- armiða á hjól sín. Að þessu sinni mun sá háttur verða á hafður að sérstakir skoð- unardagar verða auglýstir við hvern barnaskóla í bænum og þangað geta reiðhjólamenn úr hverju hverfi komið og fengið hjól sín skoðuð. í tengslum við reiðhjólaskoð- unina munu lögreglumenn dreifa sérstökum miðum á hjólin, en miðar þessir minna ökumenn og eigendur hjólanna á að læsa þeim þegar þeir yfirgefa hjólin. Þessir miðar eru gefnir af JC- Akureyri, en það er m.a. þeirra framlag til norræns umferðarör-i yggisárs. Sérstakir skoðunardagar hafa verið ákveðnir við skólana eins og hér segir: Oddeyrarskóli þriðjudag 24. maí frá kl. 14.00 til 16.00. Glerárskóli miðvikudag 25. maí frá kl. 10.00 til 12.00. Barnaskóli Akureyrar mið- vikudag 25. maí frá kl. 14.00 til 16.00. Lundarskóli fimmtudag 26. maí frá kl. 10.00 til 12.00. Eigendur reiðhjóla eru hvattir til að mæta með hjól sín til skoð- unar á þessum tímum. „Tel að varðveita eigi þessar byssur“ „Hér voru til fallbyssur á árum áður. Ég man að þegar ég var strákur var skotið af fallbyssu þegar sýningar voru í leikhús- inu og var hún staðsett í brekk- unni ofan við húsið.“ Þetta sagði Magnús Bjarnason skipasmiður er blaðamaður spurði hann um þær failbyssur sem notaðar hafa verið sem bryggjupollar frá því Norður- bryggjan við Torfunefið á Akur- eyri var byggð en það var árið 1928. „Þær fallbyssur sem þar eru og verið er að taka upp núna þessa daga eru ekki tilkomnar héðan frá Akureyri. Vitamálastjórn flutti þessar byssur hingað ein- göngu í þeim tilgangi að nota sem bryggjupolla. En ég tel að varð- veita eigi þessar byssur því þær teljast eflaust til fornminja,“ sagði Magnús Bjarnason. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði að þau fyrir- mæli sem hann hefði fengið væru að halda byssunum til haga þar til annað yrði ákveðið. En hvað um þær verður vissi hann ekki. Fjórðungssambandið með fræðslunámskeið Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur ákveðið að gangast fyrir tveimur fræðslunámskeiðum fyrir skólanefndarmenn og reikn- ingshaldara skólá. Námskeið þessi eru haldin í samstarfi við samband íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið. Hér er um að ræða frumkvæði um fræðslustarfsemi sem ekki á hliðstæðu hér á landi. Fyrra námskeiðið verður haldið á Húsavík 30. maí til 1. júní nk. og er ætlað skólanefndarmönnum og reikningshöldurum, þar sem saman fer sveitarfélag og skóla- hverfi. Hið síðara mun verða haldið 13.-15. júní nk. á Blöndu- ósi og verða einkum fyrir skóla- nefndarmenn og reikningshald- ara skóla úr dreifbýli. Á þessum" námskeiðum verða viðfangsefni skólanefnda sérstaklega kynnt og þá meðferð verkefna samkvæmt grunnskólalögum sérstaklega, ásamt hlutverki skólanefnda í skólastarfi og gagnvart sveitar- stjórnum. Hér er farið alveg inn á nýja braut í starfsþjálfun þeirra sem fjalla um einstaka verkefnaþætti á sviði sveitarstjórnarmála sem er upphaf aukinnar fræðslu ein- stakra málaflokka á vettvangi sveitarfélaga. í öðru lagi er í fyrsta sinn um fræðslu að ræða um áætlanagerð og um reiknings- fræðslu skólakostnaðar. Þetta eru verkefni sem mjög hefur skort að upplýsa nægilega. Leiðbeinendur á Húsavíkur- námskeiðinu verða: Sigurður Helgason og Örlygur Geirsson deildarstjórar, deildarstjórar í menntamálaráðuneytinu sem fjalla um grunnskólalögin og lagalegu hlið starfa skólanefnda. Ölvir Karlsson, oddviti, fjallar um samstarf menntamálaráðu- neytis og sambands íslenskra sveitarfélaga um samstarf um skólamálefni. Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri, fjallar um starfsemi fræðsluskrifstofu. Ing- ólfur Ármannsson, fræðslustjóri, fjallar um áætlunarverkefni og Karl Jörundsson, launafulltrúi Akureyrarbæjar, fjallar um reikningshald skóla og áætlunar- gerð. Helgi Jónasson, fræðslu- stjóri, fjallar um starfshætti og málarekstur skólanefnda. Síðan skiptast þátttakendur í starfshópa og vinna að ákveðnum verkefnum. Fræðslunámskeiðinu lýkur síðari hluta miðvikudags. Leiðbeinendur starfshópa verða Hilmar Daníelsson, formaður skólanefnda á Dalvík og Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Rauf- arhöfn. Rafmagnsorgel margar gerðir, meðal annars sjálfspilandi tölvuorgel ÍUIWÍBUÐIN® 22111 iflo Gagnfræðaskóla Akureyrar verður slitið föstudaginn 27. maí kl. 20.30. Umsóknarfrestur um nám í framhaldsdeildum næsta skólaár rennur út 3. júní nk. Skólastjóri. Búðingar með og án sósu Fromage 3 tegundir Koldskál 3 tegundir Kökukrem Þuværir lega til íað skreppa suður á bíla- syning- una? - Þú gætir þess vegna komið við á Kjarvals- stöðum! FLUGLEIÐIR Gott fótk hjá traustu félagi Við fljúgum þérsuður Húsvarðarstarf Starf húsvarðar sem hafi umsjón með Iðnskóla og húsnæði Verkmenntaskólans er laust frá 1. ágúst 1983. Laun samkvæmt launakerfi STAK. Upplýsingar um starfið veitir skólastjóri Iðnskól- ans í síma 21662 milli kl. 14 og 16 mánudaga til föstudaga. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf send- ist undirrituðum fyrir 10. júní nk. Akureyri 24. maí 1983. Bæjarstjórinn á Akureyri. PASSAMYNDIR TILBÚNAR^ STRAX l JDSMtNOftSIDf A k? PALS 25. máí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.