Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 10
Bifreiðir Bíll til sölu. Til sölu er Range Rover árg. 72, fallegur og góður bíll, rauður. Skipti möguleg áódýr- ari. Uppl. í síma 61341 eftir kl. 19.00. Vel með farinn Volvo 144 árg. 72 lítið ekinn til sölu. Uppl. í símum 21865 (vinnusími) og 22487 (heimasími). Húsnæði 3ja herbergja raðhúsaíbúð í Glerárhverfi er til leigu frá 15. júlí nk. Leigist í eitt ár, 6 mán. fyrir- framgreiðsla. Uppl. í dag og á morgun í síma 25645. Sjúkraliða bráðvantar litla íbúð fyrir 1. júní. Uppl. í síma 21831 eftir kl. 18.00. 4ra herbergja fbúð í tvíbýlishúsi á Suður-Brekkunni er til leigu frá miðjum júní. Uppl. í síma 21419. Hjón með þrjú börn óska eftir íbúð. Til greina kemur að útvega 4ra herb. íbúð í Reykjavík. Uppl. í símum 96-25410 og 91-71014. 2-3ja herb. íbúð óskast til leigu strax. Góðri umgengni og reglu- semi heitið og öruggum mánaðar- greiðslum. Upplýsingum veitt mót- taka á afgreiðslu Dags. 4ra herb. íbúð til leigu í Tjarnar- lundi 11, Akureyri. Upplýsingar í síma 25993 eftir kl. 8 á kvöldin. Félagslíf 10 mínútna mót fimmtudaginn 26. maí kl. 20.00. Skákfélag Akur- eyrar. Takið eftir Gagnfræðingar fæddir '51. Mæt- umst öll í Sjallanum laugardaginn 28. maí kl. 19.30. Tapað________________ Gráu Schauff, nýlegu telpna- hjóli var stolið frá Litluhlíð 2, 12. maí. Sá sem getur veitt upplýsing- ar hringi í síma 25626. 15 ára dreng vantar vinnu. Er vanur öllum almennum sveita- störfum. Getur byrjað strax. Uppl. í síma 23540 eftir kl. 14 á daginn. Ég er 13 ára og get tekið að mér að passa barn eftir hádegi. Ekki eldra en 1V2 árs. Er á Brekkunni í síma 21731. 3-Honda SS 50 til sölu. Nýupp- tekin. Selst ódýrt. Uppl. í síma 96- 43606 eftir kl. 20.00. Til sölu: Major plötuspilari og út- varpsmagnari, Pioneer kasettu- tæki (dolby) ásamt hátölurum. Verð 12.000 kr. Afborgunarskil- málar ef óskað er. Uppl. í síma 21186 á kvöldin. Verbúð til sölu í Sandgerðisbót. Uppl. í síma 24909. Baldwin orgel með skemmtara til sölu, verð kr. 15.000. Selst með góðum kjörum. Einnig ný ritvél, Ol- ympía, verð kr. 8.000 og bók- haldsvél, notuð Addo x 7000 með borði. Hentug fyrir birgðabókhald, verð kr. 5.000. Uppl. í síma 22843, Níels J. Erlingsson. Takið eftir! Til sölu er nýtt, ónot- að, 10 gíra karlmannsreiðhjól og skrifborð sem nýtt. Á sama stáð ónotuð, hvít Husqvarnaeldavél- arsamstæða gerð fyrir 380 volta straum. Selst allt með miklum af- slætti. Uppl. eftir kl. 20.00 í síma 24778. Lítill áburðardreifari til sölu (Bögballe). Uppl. í síma 21926. Hrossatað. Þeir sem hafa þörf fyrir húsdýraáburð geta fengið hann án endurgjalds við hesthúsið Laugalandi á Þelamörk. Það er reyndar skilyrðið að haugurinn sé allur fjarlægður. Hafið samband við Sæmund í síma 21772. Úrbæogbyggð MESSUR Glerárprestakall: Guðsþjónusta í Lögmannshlíðarkirkju sunnu- daginn 29. maí kl. 14.00. Sóknar- prestur. Guðsþjónusta verður í kapellu Akureyrarkirkju nk. sunnudag, 29. maí kl. 2 síðdegis. Sálmar: 29. 46, 178, 49, 26. Eftir guðs- þjónustu verður fundur í Bræðrafélagi Akureyrarkirkju. Síðasti fundur vetrarins. Nýir fclagar velkomnir. Þ.H. Akureyrarprestakall: Verð fjar- verandi frá 27. maí til 10. júní. Séra Þórhallur Höskuldsson ann- ast þjónustu fyrir mig í fjarveru minni. Sími hans er 24016. Birgir Snæbjörnsson. FUNDIfí__________________ Samtök sykursjúkra á Akureyri og nágrenni halda aðalfund sinn á venjulegum fundarstað í Hafn- arstræti 91 laugardaginn 28. maí nk. kl. 3 e.h. Stjórnin. SAMKOMUfí FiladcHía Lundargötu 12: Fimmtudaginn 26. maí: Biblíu- lestur/bænastund kl. 20.30. Sunnudaginn 29. maí: Almenn santkoma kl. 20.30. Ath. breytt- an samkomutíma. Fíladelfía. Kristniboðshúsið Zion. Sunnu- daginn 29. maí: Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Bjarni Guðleifsson. Allir velkomnir. AfíNAB HEILLA Brúðhjón: Hinn 21. maí voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju Guðný Andradóttir verkakona og Gísli Ólafur Ólafs- son húsasmiður. Heimili þeirra verður að Hrísalundi 12b Akur- eyri. Hinn 23. maí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju Matthildur Guðbrandsdóttir fóstrunemi og Baldur Björnsson múrari. Heimili þeirra verður að Engjaseli 77 Reykjavík. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar og stjúpmóður okkar HÓLMFRÍÐAR GUÐVARÐARDÓTTUR Dvalarheimilinu Hlíð, áður Laxagötu 2, Akureyri. Einnig þökkum við starfsfólki og læknum sjúkrahússins fyrir góða umönnun. Jóhann Guðmundsson, Birna Jóhannsdóttir, Rósa Jóhannsdóttir, Jóna Jóhannsdóttir, Sverrir Jóhannsson, SverrirTraustason, Kjartan Valdimarsson, Þorsteinn Magnússon, Jóhann G. Ragúels, Sæunn Kristjánsdóttir, Þorbjörg Ingibergsdóttir. A yrm IDETVD ik DD JETKD 0#iCm Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miövikudaginn 25. maí kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Margrét Kristinsdóttir og Þorgerður Hauksdóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Gránufélagsgötu 19, Akureyri, þingl. eign Stef- áns Hermannssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudag- inn 27. maí 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 89., 93. og 95. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á fasteigninni Grundargerði 5a, Akureyri, þingl. eign Guðna Jónssonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl., veðdeild- ar Landsbanka íslands og innheimtumanns ríkissjóðs á eign- inni sjálfri föstudaginn 27. maí 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 36. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Kaupvangsstræti 21, Akureyri, þingl. eign Raf- seguls hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri föstudaginn 27. maí 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð annað og síðasta á Þórunnarstræti 104, miðhæð, Akureyri, þingl. eign Valgarðs Eðvaldssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., veðdeildar Landsbanka (slands, Lífeyris- sjóðs verslunarmanna og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. maí 1983 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Bröttuhlíð 9, Akureyri, þingl. eign Sævars Vigfús- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eign- inni sjálfri föstudaginn 27. maí 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 117., 122. og 124. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Glerárgötu 24. n.hl., Akureyri, þingl. eign Valprents hf. fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, innheimtu- manns ríkissjóðs og Iðnþróunarsjóðs áeigninni sjálfri föstu- daginn 27. maí kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Sauðárkrókur: Guðrún kjorin formaður FUF Síðast liðinn laugardag var stofnað nýtt FUF félag (Félag ungra framsóknarmanna) á Sauðárkróki. Stofnfundurinn, sem haldinn var í húsnæði flokksins var fjölsóttur og var Guðrún Sighvatsdóttir kjörin' formaður félagsins. Það kom fram í máli fundar- manna að mikill áhugi er fyrir starfi Framsóknarflokksins í kjördæminu og á fundinum var kjörið í ýmiskonar nefndir sem eiga að undirbúa jarðveginn enn betur. í stjórn félagsins voru kjörin: Guðrún Sighvatsdóttir, María Lóa Friðjónsdóttir, Ingi Vilhelm Jónasson, Kristján Óla- son og ÞorleifurHólmsteinsson.í varastjórn: Hörður Þórarinsson og Ragnheiður Ástvaldsdóttir. Gestir fundarins voru þeir Finnur Ingólfsson, formaður SUF og Áskell Þórisson, framvæmda- stjóri SUF. Vilja flýta afurðalánum „Aðalfundur KÞ 1983 skorar á bankaráð Seðlabankans að flýta greiðslum afurðalána til sláturleyfishafa frá því sem verið hefur,“ segir m.a. í álykt- un frá aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga sem nýlega var haldinn á Húsavík. Telur fund- urinn það sanngirniskröfu að 60% lánsupphæðar, miðað við fyrra árs framleiðslu, sé greidd fyrir 20. okt. nk. en fullnaðar- greiðslu sé lokið fyrir 1. des- ember. Síðan segir í ályktun fundar- ins: „Aðalfundur KÞ 1983 fagnar þeim árangri er náðst hefur á síð- ustu árum í fjölbreyttri úrvinnslu íslenskra landbúnaðarafurða sem stuðlað hefur að aukinni neyslu og sölu á innlendum markaði og er í þeim efnum ekki komið á leiðarenda. Margt bendir til að nú verði að fara nýjar leiðir varðandi sölu á dilkakjöti á erlendum mörkuð- um. Taka upp fullvinnslu kjötsins, en hverfa frá útflutningi í heilum skrokkum. Fundurinn heitir nú á stjórn félagsins að hefja nú þegar undirbúning að vinnslu kjöts í þessu skyni og hagnýta tilraunir sem gerðar hafa verið með unnu kjöti á Evrópu- markaði og leita samvinnu við þá aðila sem að þeim tilraunum hafa staðið. Jafnframt skorar fundurinn á framleiðsluráð, búvörudeild SÍS, Alþingi og ríkisstjórn að vinna ötullega að þróun þessara mála, þ.e. vinnslu þess kjöts sem út er flutt. Enda varðar ekki einungis afkomu landbúnaðarins, heldur stuðlar að aukinni verðmæta- sköpun. AILAR STÆRÐIR HÓPFEROABltA SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR H.F. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR H.F. RÁÐHÚSTORGI 3. AKUREYRI SlMl 25000 ÍÖ - DÁGUR - 25: máí l9Ö3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.