Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 25.05.1983, Blaðsíða 5
VEGIR SKAPA VEGFARENDUR“ stærsta í heiminum með flug um hnöttinn þveran og endilangan. Við bjóðum farþegum Útsýnar afnot af öllum þessum viðskipta- samböndum, getum gengið inn í góða samninga sem þessir aðilar hafa gert og fengið þá mjög hagkvæma vegna stærðarinnar og mikilla viðskipta. Útsýnarskrifstofurnar hafa all- ar nauðsynlegar upplýsingar um kostnað við ferðir með öðrum aðilum sem þær eru í samstarfi með. Oft þarf nokkurn fyrirvara á pöntunum til þess að komast inn á hagstæðustu fargjöldin. Þetta er mikil vinna sem fer fram með telexum og tölvum áður en hinn endanlegi farseðill er frá- gengin en verðmismunurinn getur verið hreint út sagt ótrúlegur. Ég get tekið dæmi af tveimur Akureyringum sem fóru til Tokyo á sl. ári. Annar fór á farseðli sem greiddur var af Japönum en við höfðum milligöngu um bókanir og sitthvað fleira. Þessi maður fór á svokölluðu normal fargjaldi og verðið var á þessum tíma nálægt 60 þúsund krónum, fram og til baka. Hinn sem fór þessa sömu leið á svipuðum tíma þurfti aðeins að greiða þriðjunginn af þessari upphæð. Þeir voru að vísu ekki í sömu flugvélum en hefðu sem best getað verið það en sá síðarnefndi setið nokkrum sæta- röðum aftar, sem skiptir að sjálfsögðu engu um komutíma til Tokyo. Þessu tókst okkur að koma í kring en til þess að svo megi takast þarf staðgóða þekk- ingu á fargjaldafrumskóginum svokallaða. Góð þekking og góð sambönd geta sem sagt sparað mönnum stórfjárhæðir. Með þessum hætti er hægt að fara til mjög fjarlægra staða, sem fólk hefur ekki dreymt um að sjá á sinni lífstíð, fyrir tiltölulega lítinn pening. Þó að Útsýn sé ekki með fjöldaferðir á þessa fjarlægu staði, nema t.d. í heimsreisum, en slík ferð var síðast farin til Kenya, þá gera sambönd okkar við erlenda ferðamálaaðila okkur kleift að koma farþegum inn í hópferðir til fjarlægra landa á hagstæðum kjörum.“ „En hvað með þá möguleika sem Útsýn býður upp á í Kaupmannahöfn og næsta ná- grenni og nágrannalöndunum?“ „Við getum boðið upp á hótel í ýmsum verðflokkum í Kaup- mannahöfn, sum nokkurra mín- útna gang frá Ráðhústorginu. Þá má nefna að við höfum samninga við stórt lúxushótel í Helsingör. Það heitir Marienlyst en frá Helsingör er innan við klukku- stundar ferð til Kaupmannahafn- ar og um 20 mínútna ferð með ferju yfir til Svíþjóðar. Þá getum við í tengslum við Nordisk Ferie útvegað sumarbústaði víðs vegar um Evrópu en sú ferðaskrifstofa er með um 2 þúsund sumarhús í Danmörku, um 600 í Noregi og 600 í Svíþjóð og svo um 3 þúsund í Evrópu utan Norðurlandanna. Þetta er lang stærsti aðilinn með sumarhúsaleigu í Skandinavíu." - segir Kolbeinn Sigurbjörnsson hjá UTSYN á Akureyri um beina flugið til Kaupmannahafnar greiðslukjörum og fleiru, séð til þess að bflaleigubílar bíði manna og hótelherbergi séu til reiðu um nær allan heim?“ „Já, það er rétt og þó að segja megi að um einstaklingsferðir sé nánast að ræða getum við náð verðinu niður með því að versla við heildsölur á þessu sviði, sem einstaklingar hafa ekki aðgang að, ef svo má komast að orði. Þau góðu og grónu sambönd sem ég nefndi áðan gera okkur ■þetta kleift.“ „Ljúkum þessu spjalli með nokkrum orðum um beina flugið frá Akureyri til Kaupmannahafn- ar.“ „Já, eins og kom fram í upphafi þá tel ég að „vegir skapi vegfar- endur“ en á hinn bóginn er jafnljóst að það þarf að halda vegunum við og það er tæpast réttlætanlegt nema þeir séu not- aðir. Framhald þessa máls fer því eftir því hvernig Norðlendingar taka þessari nýjung og hvort tekst að fá farþega í Kaupmannahöfn til að fara til íslands með Akureyri sem upphafsstað," sagði Kolbeinn Sigurbjörnsson að lokum. H.Sv. í um þriggja áratuga skeið hefur Útsýn náð að skapa gróin og góð viðskiptatengsl, sem ekki byggjast hvað sist á persónulegum samböndum við hina ýmsu ferðamálaaðila víðs vegar um heim. Hér eru Öm Steinsen, sölustjóri Útsýnar i Reykjavík og Kolbeinn Sigurbjörnsson á tali við Lisbeth Schultz, sölustjóra S AS Hótelsins Scandinavia, sem er glæsilegt stórhýsi við Amager. ■ . a: * jgm Getið þið hér á Ferðaskrifstof- Meðal þeirra hótela sem Útsýn býður ferðamönnum sínum að gista á er Marienlyst í Helsingör, sem er stórglæsilegt íbúðahótel í fögru umhverfi við unni Útsýn á Akureyri skipulagt e'na bestu baðströnd Danmerkur og örskammt frá ströndum Svíþjóðar. Þar er góður veitingastaður, spilavíti, innisundlaug, 18 holu golfvöllur ferðir fyrir fólk, gengið frá skammt frá og stutt á tennisvelli og einnig hestaleiga. Ekki langt frá í Gilleleje eru sumarhús sem Útsýn hefur aðgang að. 25. máí 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.