Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 2
Á að reisa stóriðju við Eyjafjörð? Gunnar Eðvaldsson: - Já sennilega. Pað verður að byggja upp atvinnumöguleika fyrir fólkið. Kári Eðvaldsson: - Einhvern tíma í fjarlægri framtíð. Hefðbundnir atvinnuvegir verða að hafa forgang. Magnús Bergsson: - Hef ekki hugmynd um það. Hef ekkert spáð í það. Kristján G. Óskarsson: - Það er allt í lagi ef mengun- arvarnir verða góðar. Snorri Kristinsson: - Ekki í bili. Pað þarf að efla þann iðnað sem fyrir er. „Æskudraumurinn rættist. Marga unga drengi dreymir um að verða lögga þegar þeir verða stórir. Minn draumur varð að veruleika,“ sagði Björn Mikaelsson, sem nýlega var skipaður í embætti yfirlög- regluþjóns á Sauðárkróki. Björn er fæddur á Dalvík 17. janúar 1950. Foreldrar hans eru Hrönn Arnheiður Bjöms- dóttir frá Dalvík og Mikael Jóhannesson frá Akureyri. - Hvað um skólagönguna? „Það var þessi venjulega skóla- ganga úr smábarnaskóla og upp í gagnfræðaskóla með þessum venjulega árangri. Ég var að vísu stundum rekinn heim úr smá- barnaskólanum hjá Jóni Þor- steinssyni, en það var að vísu bara vegna þessara bernskubreka sem allir kannast við. Síðan lá leiðin í Barnaskóla Akureyrar sem flestir fóru í. Þar var mikið líf og fjör og litiar áhyggjur af framtíðinni. Úr barnaskólanum lá svo leiðin í Gagnfræðaskólann þaðan sem ég tók gagnfræðapróf 1967.“ - Hvað um námsárangur? „Pað er með hann eins og margt annað, það er annað að vera í skóla þegar maður þarf að vera þar eða fara í nám þegar maður er orðinn fullorðinn og hefur annað viðhorf til námsins. Enda fannst mér gaman að vera í skóla eftir að ég fór í frekara nám að loknu gagnfræðaprófi." - Hvaða nám var það? „Ég lærði húsasmíði. Jafn- framt var ég í tækniteiknaranámi og lauk fyrri hluta tækniskóla- náms.“ - Hvað um drauminn að verða lögga? „Það hafði verið starfskynning- ardagur í Gagnfræðaskólanum og ég fór á fund þeirra á lögreglu- stöðinni og spjallaði lengi við þá þar. Einna lengst dvaldist mér á skrifstofu Gísla Ólafssonar fyrr- verandi yfirlögregluþjóns. Við áttum langt og gott samtal, sem má segja að hafi verið endahnút- urinn hvað ákvörðun viðvék, um að verða nú alvörulögga. Húsasmíðanámi lauk ég hér á Akureyri og fór svo 1973 í Lög- regluskólann, en þá hafði ég starfað um tíma sem lögreglu- þjónn hér á Akureyri. Aftur fór ég í þann sama skóla og lauk það- „HALLÓ BJÖSSI LÖGGA“ an námi 1975. En ég hef sem sagt - Er skemmtilegt starf að vera starfað sem lögregluþjónn hér í lögregluþjónn? bænum í öll þessi ár.“ „Já, ég álít það. Þetta er mjög þroskandi starf og það eru ekki bara dökku hliðar mannlífsins sem við í þessu starfi kynnumst, heldur eru margar bjartar og skemmtilegar hliðar á þessu starfi líka.“ - Hefurðu dæmi til að gefa okkur? „Ég get gefið þér eitt lítið dæmi sem ég man eftir. Ég var á vakt og var kallaður út í heima- hús, þar sem gleðskapur frá kvöldinu áður var kominn á hættulegt stig. Þar sem ég og vinnufélagi minn göngum heim að þessu tiltekna húsi, sé ég að tveir litlir strákar voru að leika sér á næstu lóð. Þá allt í einu heyri ég annan strákinn kalla: „Halló Bjössi lögga“. Þetta var þá lítill vinur minn, sem ég hafði heimsótt í skóla daginn áður, en ég sé um alla umferðarfræðslu í okkar umdæmi. Sá stutti heldur svo áfram og segir við vin sinn: „Þú þarft ekkert að vera hræddur, þetta er sko löggan sem kom í skólann minn í gær og þetta er góð lögga.“ Þetta er nú bara örlítið af því sem getur glatt mann í starfi þegar á að fara að takast á við erfiðari verkefni." - Nú sækir þú um starf yfirlög- regluþjóns á Sauðárkróki, hvern- ig stendur á því? „Ætli það sé ekki með mig eins og marga aðra, að það sé einhver löngun til að reyna eitthvað nýtt. Ég gerði mér ekki miklar vonir er ég sótti um þetta starf, þannig að það kom mér töluvert á óvart er ég fékk stöðuna." - Nú ert þú fluttur frá æsku- stöðvunum og sestur að á ókunn- um stað. Hvernig er sú tilfinning og hvernig hafa Sauðárkróksbúar tekið nýja yfirvaldinu? „Það er góð tilfinning að fara á nýjan stað þrátt fyrir að maður sakni alltaf einhvers frá Akur- eyri. En það er stutt að fara svo það ætti ekki að vefjast fyrir manni að skreppa yfir heiðina. Og hvað varðar viðtökur á Sauð- árkróki þá er ég og mín fjöl- skylda mjög ánægð með þær mót- töicur sem við höfum fengið. Ég átti ekki von á því að aðkomu- manni yrði tekið svona vel. Og allra síst átti ég von á því að mað- ur í þessari stöðu fengi svo góðar móttökur sem raun ber vitni,“ sagði Björn Mikaelsson, nýskip- aður yfirlögregluþjónn á Sauð- árkróki. Og Dagur óskar Birni og fjölskyldu alls hins besta á nýjum stað. „Þar fengu útvaldir góðar lóðir“ 9858-4802 hringdi: Ég hefði gjarnan viljað fá að sjá þær reglur, sem bygginganefnd Akureyrar fór eftir við úthlutun lóða við Hrafnabjörg. Þar fengu fáir útvaldir gæðingar lóðir, sem þykja eftirsóknarverðar, allavega ef miðað er við fjölda umsókna. Það hefur ekki komið annað fram í fréttum en að fulltrúi Kvennaframboðsins í bygginga- nefnd hafi tekið þátt í þessu „gæðingavali" við úthlutunina. Man ég þó ekki betur en þær Kvennaframboðskonur töluðu hátt um að þær væru „boðberar réttlætisins". Ég get hins vegar ekki séð neitt réttlæti í þessum vinnubrögðum bygginganefnd- ar, þannig að mín vegna má strika Kvennaframboðið út úr bæjar- stjórn. Ég trúi tæpast öðru en það verði gert í næstu kosningum. Svar til Kántrýfríks: Hallbjörn kemur í H-100 11. júní í síðasta lesendahorni var birt bréf frá „kántrýunnanda“, sem vildi fá Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd í heimsókn til Akur- eyrar. Nú getum við glatt þennan einlæga aðdáenda Hallbjörns með þeim fréttum, að söngvarinn kemur í eigin persónu í H-100 laugardaginn 11. júní til að kynna nýjustu plötuna sína. í til- efni þess verður „Kántrýkvöld“ í H-100 þetta laugardagskvöld, sem fyrir vikið verður engum öðrum kvöldum líkt. 2-DAGUR-30. maí1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.