Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 5
Góð gjöf til Heilsugæslustöðvarinnar í Olafsfirði: Sjúkraflutningamenn gáfu hjartastuðtæki Þessi mynd var tekin þegar hjartastuðtækið var afhent. í fremri röðinni eru f.v. Kristján H. Jónsson, Stefán Bjömsson, Jóhann Helgason og Sveinn Stefánsson. f aftari röðinni eru f.v. Gunnar Steinsson, Björn Steinn Sveins- son, Helgi Þórðarson, Óskar Gíslason og Gyifí Jóhannsson. í janúar 1980 var stofnuð deild sjúkraflutningamanna innan Rauðakrossdeildar Ólafsfjarð- ar. Hlutverk hennar var og er að reka og skipuleggja sjúkra- flutninga í Ólafsfirði með nýj- um sjúkrabfl, sem Rauðakross- deildin hafði þá nýlega fest kaup á. Þessi deild hefur nú starfað í rúm þrjú ár með all sérstökum hætti. í deildinni eru 4 bílstjórar og 4 aðstoðarmenn og eru ætíð tveir menn á vakt, viku í senn. Aðeins ein breyting hefur orðið á mannskapnum þessi ár og hefur þetta fyrirkomulag gefist mjög vel í alla staði, bæði að dómi lækna og annarra. Sjúkrabifreið- in er ein af best búnu sjúkrabif- reiðum landsins hvað tækjakost snertir. Sjúkraflutningadeildin hefur sér fjárhag og stjórn. Allt starf bílstjóra sem annarra við sjúkraflutninga í Ólafsfirði er unnið launalaust, enda undir- staðan undir sjálfstæðan rekstur bifreiðinnar. En sjúkraflutningamennirnir gera meira. Fyrir skömu komu þeir saman á hótelinu í Ólafsfirði til að afhenda stórgjöf til Heilsu- gæslustöðvar Ólafsfjarðar. Þar var um að ræða mjög fullkomið hjartastuðtæki sem kostaði 71.000 kr. eftir að tollar og að- flutningsgjöld höfðu verið felld niður. Kemur tækið í góðar þarf- ir í Heilsugæslustöðinni, auk þess sem læknir getur tekið það með sér í sjúkraflutninga. Jóhann Helgason afhenti hjartastuðtækið fyrir hönd þeirra sjúkraflutningamanna. Stefán Björnsson, læknir veitti því mót- töku, en tækið var keypt í sam- ráði við hann. Þakkaði Stefán þessa rausnarlegu gjöf og gefend- unum farsæl störf við sjúkraflutn- inga í Ólafsfirði. „Kristur er eina leiðin“ — Tónband með boðskap Krists á vegum Hjálpræðishersins „Þessa kassettu gefum við út vegna þess ástands sem er í heiminum í dag. Við viljum að fólk heyri boðskap Krists, því hann er eina leiðin út úr þess- um ógöngum sem heimurinn er í.“ Þetta segir Jostein Nielsen kafteinn í Hjálpræðishernum um nýja kassettu sem herinn gefur út. Þar syngja félagar hjálpræðis- hersins trúarsöngva í léttri út- gáfu. „Tónlistin er tekin upp í Nor- egi, en síðan sungum við hér heima inn á band og notuðum þennan undirleik. Þetta gekk allt mjög vel þrátt fyrir að söngvar- arnir voru alls óvanir allri vinnu í stúdíói. Aðspurður segist Jostein leika á hljóðfæri. „Ég kann á allskonar hljóðfæri og nota þau mikið í sambandi við mitt starf, sem er að stjórna samkomum og öðru starfi sem Hjálpræðisherinn hef- ur með höndum hér á Akureyri. Ég hef að vísu ekki skírteini upp á að ég sé lærður hljóðfæraleik- ari, en ég hef menntað mig sjálf- ur og svo kennir reynslan kannski mest og best af öllum.“ Hann Jostein kemur frá Nor- egi. „Ég er fæddur þar og upp- alinn í Hjálpræðishersfjölskyldu og hef lifað og starfað í hernum allt mitt líf og hef hug á að halda því áfram.“ - En geta menn ekki snúið sér að öðrum störfum ef þeir hafa byrjað starf hjá hernum? „Jú jú, menn eru ekki bundnir á neinn hátt og þeim er fullkom- lega frjálst að snúa sér að öðru ef hugurinn segir svo til um, það er enginn neyddur til að starfa í „hernum" en hinsvegar hefur heldur ekki þurft að kvarta undan því að menn vilji koma og starfa með Jesú Kristi,“ sagði Jostein Nielsen kafteinn í Hjálp- ræðishernum. Akureyringar - Ólafsfiröingar - Dalvíkingar Sumaráætlun okkar gefur yður kost á að vera komin kl. 9:15 til Reykjavíkur alla virka daga. Þetta er tilvalin ferð fyrir fólk í viðskiptaerindum, sem vill ná heilu dagsverki í Reykjavík. Brottför frá Reykjavík til Ölafsfjarðar og Akureyrar kl. 16:00. BRFR frá Ólafeffrði 08:11 K0MA lil Reyklavíkur 09:15 BRFR frá Reykjavík 16:00 K°MA tN Ólafefjarðar 17:00 Koma til Akureyrar 17:30 fluqfélaq nordurlands hf. Símar 22000 Akureyri 62120 Ólafsfirði 26622 Reykjavík Nú vonum við að sumaríð sé komið Sumarvörumar flæða inn. Veiðivömr í úrvali! ABU, Hercon og Mitchell. Golfvörur: Kerrur, golfpokar, regngallar, golfáhöld, golfkúlur og golfskór. í fótboltann: Skór, fótboltar, mark- manssett og hanskar, æfinga- og trimmgallar, margar tegundir. Til líkamsræktar: Lyftingasett, bekkir, handlóð, prótein og hið vinsæla, firmaloss./# HLÍ SPORT VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ Nýtt símanúmer Vegagerð ríkisins, Akureyri, auglýsir breytt símanúmer frá og með miðvikudeg- inum 1. júní nk. Nýja símanúmerið er 26700 Vegagerð ríkisins, Akureyri. Hefur þú spurt á Húsavík? Vió eigum nánast allt sem þú þarlnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. byggingarvörur HUSaVÍk. Sími @6) 41444 30. maí 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.