Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 12
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAB Tónlistarskóli Akureyrar Fanny með hæsta prófið „Það er alltaf ánægjulegt þeg- ar ungt fólk stendur sig vel á prófum,“ sagði Atli Guðlaugs- son, skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, þegar Dagur spurðist fyrir um árangur þeirra nemenda sem luku burt- fararprófi frá skólanum nú fyrir stuttu. Þrír nemendur luku prófi frá skólanum að þessu sinni: Aðal- heiður Matthíasdóttir lauk prófi í fiðluleik. Hlaut hún 82 stig af 100 mögulegum. Þórarinn Stef- ánsson lauk námi í píanóleik með 87 stig og Fanny Tryggvadóttir lauk prófi í flautuleik „en hún er skrautfjöðrin okkar“ sagði Atli. Fanny, sem var í viðtali Dags-ins nýlega, hlaut 93 stig. Jafnframt því að hljóta eina hæstu einkunn á burtfararprófi sem skólinn hef- ur gefið, er Fanny yngsti nem- andi sem Tónlistarskóli Akureyr- ar hefur brautskráð. Ása Þórunn og Hulda hressar með launaumslögin sín. Mynd: GEJ. Skoðað í launaumslög Þessar föngulegu stúlkur hitt- um við fyrír utan Söltunarfé- lag Dalvíkur í hádeginu sl. föstudag. Þær voru þá nýbún- ar að fá útborgað og voru að bera saman hvað hver þeirra hefði fengið mikið kaup. Þær heita f.v. Ása Sverrisdótt- ir, Þórunn Jónsdóttir og Hulda Sigfúsdóttir. Þórunn hafði orð á því að það væri allt of mikið tekið af henni í skyldusparnað en að öðru leyti var ekki annað að heyra á þeim en þær væru ánægðar með innihald launa- umslaganna. « , Sólbakur líklega seldur Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður forráðamanna Út- gerðarfélags Akureyringa hf. og Sigurðar Þorsteinssonar um væntanleg kaup Sigurðar á togaranum Sólbak sem lagt hefur verið. Eins og menn muna var Sig- urður, sem búsettur er í Banda- ríkjunum, hér á Akureyri í vetur og falaðist eftir skipinu. Kaupin gengu hins vegar ekki í gegn þá, vegna þess að fyrirgreiðsla úr op- inberum sjóðum fékkst ekki. Nú eru þau mál komin á hreint og taiið líklegt að kaup Sigurðar á Sólbaki verði staðfest næstu daga. Sigurður mun ætla að nota skipið sem móðurskip fyrir sverð- fiskveiðimenn. utan Guðmundur verður „Ráðhússherra“ Fanny Tryggvadóttir. Guðmundur Pétursson, Stór- holti 4 á Akureyrí hefur veríð ráðinn húsvörður í skrifstofu- byggingu Akureyrarbæjar og á Amtsbókasafninu. Alls sóttu 31 um þetta starf og var Guðmundur einn fjölmargra iðnaðarmanna sem sýndu því áhuga. Er ekki fráleitt að ætla að það endurspegli ástandið á vinnu- markaði iðnaðarmanna í bæn- um. Rögnvaldur Rögnvaldsson „Ráðhúsherra“ mun láta af störf- um nú um mánaðamótin. Silungsveiði á Króknum Geysimikil bleikjuveiði hefur verið með fjörum við Sauðár- krók nú síðustu daga. Muna menn varla eftir svo mikilli silungsgengd við fjörurnar hér. Dæmi eru um það að menn hafi farið heim með 40-50 bleikjur eftir tveggja tíma veiði. Þátttaka í veiðunum hefur verið mikil og hafa heilu fjölskyldurnar tekið þátt í þeim af lífi og sál. Oft eru hundruð manna með stangir við fjöruna og á hafnargarðinum í góða veðrinu sem hér hefur verið síðustu daga og setur þessi veiðiskapur að sjálfsögðu mikinn svip á bæjarlífið. Einn 11 ára snáði tjáði blaða- manni Dags að hann væri búinn að veiða á milli tvö og þrjú hundruð silunga svo þarna er greinilega um gott búsílag að ræða fyrir margar fjölskyldur. Ó.J. Silungsveiöar á bryggjunni á Sauðárkróki. Mynd: Ó.J. # „Öldunga stjarna“ Knattspyrnufélagið Víkingur á 75 ára afmæli á þessu ári og er mikið um dýrðir af því til- efni, sem vonlegt er. - Eitt af því er að þýska knattspyrnu- liðið Stuttgart, sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með, kemur til landsins og leikur tvo leiki. Þann fyrri gegn af- mælisbörnunum úr Víkingi og síðari leikinn gegn svoköll- uðu „stjörnuliði“. - Nú eru farnar að berast fregnir um það hverjir muni skipa „stjörnuliðið“ og er greini- lega ætlunin að ná upp að- sókn á völlinn. Margir frægir kappar verða væntanlega í þessu liði en sá frægasti verður sennilega portúgalskí snillingurinn, Eusebio. Hann er talinn í hópi mestu snill- inga sem uppi hafa staðið á knattspyrnuvelll. En - þegar Eusebio var á hátindi frægð- ar sinnar stóð 1966 á almanakinu, þvi miður, og eftir það fór frægðarsólin hratt niður á við. En 17 árum síðar og sjálfsagt einhverjum kílóum, ætlar hann að slá í gegn í Laugardalnum. Hvað skyldi hann eiginlega vera gamall? # Kjartan útskýrir „Dropar“ Tímans greina frá fyrsta blaðamannafundi hinnar nýju ríkisstjórnar og segír þar frá því að fyrir Þjóð- viljann hafi sjálfur ritstjórinn, Kjartan Ólafsson, mætt til ieiks. Spurði Kjartan og spurði á fundinum og bauð einnig upp á fréttaskýringar er honum var svarað. Fór þetta afskaplega í taugarnar á öðrum fundarmönnum og komust aðrir blaðamenn hreinlega ekki að með spurn- ingar sínar. Var það ekki fyrr en þeir báðu forsætisráð- herra um að fá að skáskjóta inn einni og einni spurningu að það tókst. - Kjártan hefur áður „slegið í gegn“ á blaða- mannafundum en það var í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar er hann útskýrði á fundum hennar fyrir blaðamönnum hvað ráðherrarnir voru að meina. # Of dýrt að fara í leikferð Þá er Sinfóníuhljómsveit ís- lands búin að koma norður og flytja óperuna Tosca ásamt einsöngvaraliði miklu en eins og menn muna átti þessi tónlistarviðburður að eiga sér stað seint í vetur en var þá afiýst vegna veðurs. Menn muna sennilega einnig að forráðamenn sinfóníunnar voru með „strögl“ vegna þess að þeim fannst ieiga fyrir íþróttahöllina á Akureyri vera of há. - Nýjustu fregnir úr Þjóðleikhúsinu segja hins vegar að þar hafi verið hætt við að fara í leikferð um land- ið með leikritið „Tvíleik“. Ástæðan er penfngaleysi, enda leikhúsið nýlega komið úr leikför í S-Ameríku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.