Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 30.05.1983, Blaðsíða 8
 Þad er gaman að mála myndir. „Við vorum að semja tónverk.“ „Æðislega skemmtilegt“ - „Opin vika“ í Lundarskóla „Ég er að vanda mig.“ „Börnin fá að velja sér það verkefni sem þau langar að spreyta sig á í það og það skiptið. Við höfum komið upp svæðum í kennslustof- unum þar sem hver kennslu- grein fær sitt ákveðna svæði og síðan geta börnin ákveðið sjálf hvaða grein þau velja,“ sagði Hörður Ólafsson skólastjóri Lundarskóla er hann var spurður um skóla- starfið sem nú síðustu daga hefur tekið á sig breytta mynd. „Nemendur eru held ég megi segja ánægðir upp til hópa. Við leggjum áherslu á að starfið sé öðruvísi og fjölbreyttara en al- mennt gerist í kennslu,“ sagði Hörður. Þau börn sem blaðamaður gat truflað frá verkefnunum voru öll sammála um að þetta væri „aga- lega“ skemmtilegt. Sum þeirra tóku svo djúpt í árina að svona ætti skólinn alltaf að vera. Meðal þeirra verkefna sem skólinn býður upp á eru íþrótta- fræði, rafmagn, húsahönnun, mælingar, varmatilraunir, nátt- úrufræði og fleira. Meðal nýj- unga eru ferðir á svæði utanbæjar og hafa nokkrir hópar farið út á Gáseyri til náttúruskoðunar og rannsókna. Þrír strákar komu á ritstjórn Dags og tóku viðtöl við starfsmenn, sem þeir st'ðan ætl- uðu að nota í blaðaútgáfu í skól- anum. Þeir voru mjög ánægðir með þetta form á kennslunni. Þessir strákar heita Óli Magnús- son, Friðrik Þorbergsson og Gísli Jóhannsson. Þeir voru sammála um að þetta væri fín vika og þeir vildu gjarn- an að svona væri oftar. Greinarn- ar voru misjafnlega skemmtileg- ar. Óla fannst mjög gaman í matreiðslu, en hann hélt að það væri samt skemmtilegast í handa- vinnu. „Annars er hálfleiðinlegt í skóla," sagði Óli, „það er svo erfitt að vakna á morgnana. Maður er kannsi í miðjum skemmtilegum draumi, þá þarf að vakna og draumurinn rýkur út í loftið." á Akureyri Þeir félagar Óla voru ekki á sama máli. Gísli sagði að það væri alveg ágætt í skólanum. „Það skemmtilegasta við opnu vikuna er t.d. þetta sem við erum að gera núna,“ sagði Jóhann og meinti blaðaútgáfuna og það sem henni fylgdi. Friðrik var á sama máli og Jóhann hvað viðkom skólanum. „Það er ágætt í skól- anum og það skemmtilegasta við opnu vikuna er náttúrufræðin," sagði Friðrik. Og svo þutu þeir félagarnir með viðtöl við blaða- menn Dags upp á vasann, sem þeir áttu eftir að ganga frá í mál- veri en svo nefnist það svið sem þeir höfðu valið sér til náms þann daginn. Annað verkefni sem nemendur áttu kost á var útivist í Kjarna- skógi. Þangað fóru nemendur nokkrir í hverjum hópi og gerðu vettvangskönnun og athuganir á svæðinu. Hallgrímur Indriðason skógfræðingur tók á móti hverj- um hópi og fór með þau um svæðið ásamt fleiri starfsmönn- um. Var nemendum kennt að greina trjátegundir, velja sér tjaldstæði með hliðsjón af um- gengni við náttúruna og margt fleira. Það var sama sagan í þeim hópi; allir nemendur í sjöunda himni yfir opnu vikunni og sögð- ust hafa lært mikið á skömmum tíma. Fjölmiðlafræðingarnir. Þau voru að búa til listaverk. 8 - DAGUR - 30. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.