Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 2
Er langt síðan þú hef- ur komið til Reykja- víkur? (Spurt á Dalvík) Dana Jóna: - Það eru tvö ár. Ég er að byggja og eiga börn, auk þess hef ég ekkert þangað að sækja. Anna Lísa Stefánsdóttir: - Vika. Ég var að athuga með skóla og líka að leika mér. Hólmfríður Sigurðardóttir: - Já, það er svona eitt ár. Ég var að skemmta mér og athuga hvort það væri betra þar en á Akureyri. En það er betra hér fyrir norðan. Kristinn Guðlaugsson: - Ekki mjög langt. Ég átti þar leið um í janúar er ég kom heim frá Kaliforníu. Sólveig Hjauaaonir: Nei, ég var þar um páskana að skemmta mér. „íþróttir og félagsmál hafa heillað mig fram að þessu“ - segir Matthías Viktorsson, nýráðinn félagsmálastjóri á Sauðárkróki Nýlega tók Matthías Viktorsson við stöðu félagsmálastjóra á Sauðárkróki. Matthías sem menntaður er í uppeldisráðgjöf í Noregi er fæddur og uppalinn í Garðahreppi sem nú heitir Garðabær en faðir hans starfaði þar við sjúkrahúsið á Vífllsstöðum og þar bjó fjölskyldan. Matthías er giftur Ingu Andreassen, talkennara og eiga þau hjón tvær dætur, sjö og tíu ára. Blaðamaður Dags á Sauðárkróki hitti Matthías nýlega að máli og fyrst var spurt um áhugamálin. - Áhugamálin eru margvísleg en aðallega eru það nú íþróttirnar og félagsmálin sem hafa heillað mig fram að þessu. Ég hóf ungur að stunda íþróttir með Ung- mennafélaginu Stjörnunni í Garðabæ og síðar gekk ég í FH og æfði þar handbolta og knatt- spyrnu án þess þó að ég hafi komist þar í allra fremstu röð. Eftir að ég gekk í Ungmennafé- lagið Hrönn starfaði ég einnig mikið að íþróttamálum innan þess félags og lék m.a. með knattspyrnuliði Hrannar í þriðju deild. Ég vann svo einnig að ýmsum öðrum félagsmálum innan ungtemparahreyfingarinnar með- fram íþróttastarfinu, segir Matt- hías. - Fú ert sem sé bindindis- maður? - Já, ég er bindindismaður þó ég ætli ekki að fara að segja að ég sé neinn fanatíkus, en ég hef alltaf komist af án þess að neyta áfengis og tóbaks. - Telur þú að eiturlyf séu orðin jafn mikið vandamál hér á landi og sumir vilja vera Iáta? - Nú hef ég verið í Keflavík og ekki kynnst því mjög mikið þar, en sumir voru orðnir mjög hræddir og ég hugsa að það hafi verið nokkuð mikið til í þeirri hræðslu. Eiturlyfjaneyslan hér á landi er alvarlegt vandamál, en það er stórt stökk í það að eiturlyf verði sama vandamál hér og þau eru erlendis. Einangrun landsins bjargar okkur vel þar. koma hingað og strax þegar starfið var auglýst aftur sótti ég um það því ég gat ekki nýtt menntun mína sem skyldi í Keflavík þar sem ég starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálafull- trúa, en ég vonast til að geta hlær. Það er svo flatt á Suðurnesj- um. - Eitthvað sem þú telur að þurfi að gera öðru fremur hér í bæ í félagsmálum? - Ég hef á þeim stutta tíma sem ég hef verið hér ekki haft kost á því að komast í kynni við nein æskulýðsfélög. Æskulýðs- málin eru mér mjög hugstæð og það hefur verið rætt við mig um að það þurfi að huga vel að þeim. Hvað hægt sé að gera fyrir æskuna t.d. á kvöldin hvað hún eigi að hafa fyrir stafni. Það er að sjálfsögðu mjög æskilegt að leysa það í samvinnu við hin frjálsu - Af hverju sóttir þú um félagsrnálastjórastarf á Krókn- um? - Það þarf nú að rekja það nokkuð aftur í tímann, til sumars- ins 1979 en þá var þessi staða auglýst hér. Ég var einmitt að leita mér að vinnu nýkominn frá námi erlendis og rakst á auglýs- inguna og grennslaðist fyrir um starfið en var þá tjáð að óskað væri eftir því að umsækjendur gætu byrjað strax svo ég skipti mér ekkert af því meira þá. Okkur langaði þó bæði til að Matthías Viktorsson. notað hana hérna. Einnig er það að þó að kona mín sé Reykjavík- urbarn þá höfum við bæði áhuga á því að búa utan Reykjavíkur. Við teljum að það sé þörf fyrir menntun okkar úti á landi svo það var aiveg kjörið að koma hingað og reyna hér. - Þið eruð sem sé að flýja þéttbýlið á Suðvesturhorninu? - Já, við höfum að minnsta kosti meiri áhuga fyrir dreifbýlinu og náttúrunni, segir Matthías og félagasamtök sem eru fyrir hendi. Nú, það er fleira en æskan sem þarf að gera átak fyrir t.d. gamla fókið þó svo að ég hafi ekki getað mótað mér hugmyndir um hvað þarf að gera. Nokkuð er gert t.d. heimilishjálpin og fleira, en sjálfsagt er ýmislegt sem má betrumbæta og vissulega er margt sem kemur upp í hugann varðandi gamla fólkið t.d. mataræðið sem ég tel að sé mjög ábótavant hjá því mörgu. - Hvað um unglingavandamál- ið og unglingavinnuna? - Við sjáum oftast neikvæðu hliðarnar hjá unglingunum en tökum ekki eftir jákvæðu hliðun- um. Við sjáum sjaldnast það jákvæða sem skeður í lífinu. Unglingavinnan má ekki vera staður þar sem unglingarnir læra að slæpast, það má ekki gerast, en það er svolítið erfitt fyrir krakkana að skilja að þau þurfi að vinna störf sem enginn annar vill ganga í, eins og að sópa götur og hreinsa bæinn. Það þarf að mynda samtök við krakkana um að ganga betur um bæinn og einnig fullorðna. Ég mun aldrei láta það viðgangast að ekki séu fjarlægðar hrúgur af rusli og grjóti sem krakkarnir hafa safnað saman það eru alveg hreinar línur með það. Þau verða að sjá afrakstur sinnar vinnu eins og hver annar, það er öruggt. Ég er með ýmsar hugmyndir um að unglingarnir geri annað en að sópa götur og taka til. Við ætlum að skapa fjölbreyttara starf og reyna að hafa líf og fjör í kringum unglingavinnuna. Einnig má nota hana til að gera útivistar- svæðin betri í bænum og vinna markvisst að því að gera Litlaskóg í Sauðárgili þann sælureit sem hann getur orðið bæjarbúum. Það virðist alltaf vera nokkuð fámennur hópur unglinga sem er í flestum stjórnum og nefndum hinna ýmsu félaga eg er það afleitt að fleiri fái ekki tækifæri til að vera í þessum störfum. Það er slæmt að félagsmálaáhugi skuli ekki vera almennari strax á unglingsárum, segir Matthías. - Ég hafði annars gaman af að sjá að í könnun sem gerð var kom í ljós að tóbaksneysla var minni hjá unglingum sem voru í íþrótta- hreyfingunni en hjá þeim sem stóðu utan hennar, einnig er ég viss um að skátahreyfingin hefði komið vel út. Unglingar og raunar allir hafa minni not fyrir tóbak og áfengi ef þeir eru í góð- um félagsskap. - Hvernig hefur þér verið tekið hér á Sauðárkróki? - Mér hefur verið mjög vel tekið hérna í bænum og samstarfs- menn mínir á bæjarskrifstofunum hafa reynst mér mjög vel. Ég lít björtum augum á framtíðina hér miðað við það samstarf sem mér hefur verið boðið og ég vona að reynist traustsins verður. tölvumæli og Komu með flottan sögðu okkur hafa farið með Ingibjörn Steingrímsson, Flötu- síðu 4, hringdi: Vegna greinar í Degi í sl. viku, eftir Ólaf B. Árnason, um við- skipti hans við Hitaveitu Akur- eyrar, vil ég endilega koma á framfæri kvörtun. Ég las svar frá talsmanni Hitaveitunnar í sama blaði og vil staðhæfa að hann fer ekki með rétt mál. Við fluttum inn í Flötusíðu í september og fengum þá 2,0 lítra af heitu vatni inn. Okkur fannst of kalt hjá okkur því vatnið var ekki nema 62-64 gráðu heitt. Hitaveitumenn komu eftir að við höfðum beðið um aukið vatn og við vildum ekki borga fullt verð þar sem vatnið væri undir 70 gráðu heitt. Þeir komu með flottan tölvu- mæli og sögðu að við hefðum far- ið með lygar, mælirinn sem við værum með mældi ekki rétt. Þetta varð til þess að við hættum að kvarta. Síðan komu vélskólanemar með fulikomnustu tæki, eftir því sem þeir sögðu, og þeir sögðu að mælirinn okkar væri réttur, það munaði einni gráðu. Þá hafði hit- inn hæst farið upp í 68 gráður þegar við höfum bætt við þessari einni gráðu sem okkar mælir átti að mæla vitlaust. Síðan kemur úrskurður um það að við höfum fengið 0,5 lítra lygar umfram það sem við höfum greitt fyrir. Við fengum ókurteisislegt bréf frá Hitaveitunni þess efnis að þar sem við höfum ekki vitað um þetta þá ætli þeir svosem ekki að rukka okkur um þennan hálfa lítra. Ólafur hafði rétt fyrir sér í sinni grein og það eru fleiri fleiri manns hér í þessu hverfi sem hafa kvartað. 2- DAGUR— 1. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.