Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 01.06.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar Alþingi hefur nú uppfyllt þá frumskyldu sína við þjóðina að mynda ríkisstjórn sem hefur meirihluta þingmanna að baki sér. Þegar niðurstaða kosninganna lá fyrir átti öllum að vera ljóst að ekki væru margir möguleikar fyrir hendi til að mynda meirihluta þingræðisstjórn. Eftir öllum lýðræðislegum reglum átti Sjálf- stæðisflokkurinn að hafa frumkvæði um mynd- un ríkisstjórnar. Hann var langstærsti þingflokkurinn og sá eini sem bætti við sig fylgi í kosningunum. Hann einn hafði tvo fræðilega möguleika til að mynda tveggja flokka ríkisstjórn, með Fram- sóknarflokknum eða Alþýðubandalaginu. Hins vegar var lítill möguleiki að mynda ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki aðili að, eins og Alþingi er nú skipað. Til þess hefðu- a.m.k. þurft að koma til fjórir þingflokkar, og eins og innviðir sumra þessara flokka eru og andstæð viðhorf þeirra eru til ýmissa grund- vaUarmála voru flestir vantrúaðir á að slík stjórnarmyndun væri möguleg, eins og sýndi sig er til alvörunnar kom. Sviðsetning Svavars Gestssonar breytir þar engu um. En það er einnig áhyggjuefni hvern- ig ástandið í Sjálfstæðisflokknum reyndist vera, þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar fyrir kosn- ingar um það að nú stæði flokkurinn heill og óskiptur. Þegar samstarfsumræður milli þingflokk- anna hófust kom strax í ljós að það var ekki fyrir hendi neinn samhugur í Sjálfstæðisflokkn- um. Öðru nær. Það væri nær lagi að segja að það eina sem þeir gátu komið sér saman um hafi verið að vera ekki sammála um neitt. Fundir voru haldnir í þingflokknum flesta daga og margir munu þeir hafa orðið langir og ekki síður strangir. Leiftursóknarmennirnir vildu samstarf með Alþýðuflokki og Bandalagi jafnaðarmanna, verkalýðsarmurinn vildi stjórn með Alþýðu- bandalaginu, sumir vildu minnihlutastjórn og kosningar í haust og enn aðrir vildu það stjórn- armynstur sem niðurstaða varð á að mynda. En þó ekki fyrr en í ljós kom að annar mögu- leiki á meirihluta þingræðisstjórn var ekki fyrir hendi. Og þó er það athyglisverðast af öllu og varp- ar nokkru ljósi á ástandið í Sjálfstæðisflokkn- um hver viðbrögðin voru þegar gengið var frá því í þeirra herbúðum hver ætti að hafa á hendi stjórnarforustuna. Eftir heimildum DV lagði Geir Hallgrímsson fram tillögu um að hann yrði forsætisráðherra í væntanlegri ríkisstjórn, en sú tillaga var felld með 13 atkvæðum gegn 9. Aðrar tillögur komu ekki fram um forsætis- ráðherra í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það má því segja að umrædd atkvæða- greiðsla hafi verið um það hvort Steingrímur eða Geir yrði forsætisráðherra og að Steingrímur hafi þar fengið 13 atkvæði en Geir 9. Getur slíkt átt sér stað í flokki sem er heill og óskipt- ur? Því hlýtur að vega uggur í brjóstum manna yfir ástandinu í Sjálfstæðisflokknum og nokkur óvissa um samstöðu innan hans gagnvart þessu stjórnarsamstarfi. S.V. Anna og Berkofsky í Borgarbíói í kvöld Hjónin Anna Málfríöur Sigurð- ardóttir og Martin Berkofsky halda tónleika í sal Tónlistarskól- ans á Akureyri, fimmtudaginn 2. júni og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Á tónleikunum flytja þau tón- list eftir Schubert fyrir fjórar hendur. Öllum ágóða af tónleik- unum verður varið til að fjár- magna píanónámskeið Martins Berkofsky, sem stendur yfir á Akureyri um sama leyti. Fá eða engin tónskáld létu sér jafn annt um að semja fyrir fjórhentan píanóleik og liggur fjöldi litríkra tónsmíða af því tagi eftir Schubert. Sumar eru vel þekktar en aðrar minna og er ætlunin að efnisskráin verði skemmtilegt sýnishorn af þessum merka þætti í tónsköpun Schuberts. Þátttakendur á námskeiði Berkofsky, 30. maí til 12. júní koma víða af landinu og gefst þeim tækifæri til að helga sig píanóleiknum einvörðungu, þar sem hvorki annað nám né störf trufla. Hjólreiðakeppni 12 ára barna. Finnur vann „Þau börn sem standa sig best í keppninni hér fara til Reykja- víkur í úrslitakeppnina fyrir allt landið, og tveir efstu keppendur úr þeirri keppni fara svo til útlanda í alþjóða- keppni sem haldin er fyrir tólf ára börn. Ég veit ekki hvar sú keppni fer fram næst, en hitt veit ég að þau börn sem sigruðu í síðustu keppni eru nú í Egyptalandi að sýna listir sínar á reiðhjólum," sagði Björn Mikaelsson yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki sem sér um framkvæmd þessara keppna á Norðurlandi. Það er ljóst hverjir fara til Reykjavíkur og keppa fyrir okk- ar hönd þar í haust, því þessari hjólreiðakeppni er nýlokið hér á Akureyri. Lokakeppni Norðurlandsriðils fór fram við Oddeyrarskólann og í nærliggjandi götum 19. maí. Alls höfðu 23 börn frá 11 skól- um öðlast rétt til þátttöku í keppninni, en 17 mættu til leiks. Sigurvegari varð Finnur Vík- ingsson, 2. Haukur Hauksson, 3. Þorsteinn V. Guðmundsson, 4. Sveinbjörn Jóhannesson, 5. Helgi Gunnarsson. Hér er Finnur Vfldngsson, sigurvegarinn í keppninni, að færa bolta' á milli krúsa. Hér leggja hjólreiðakapparnir af stað alvarlegir á svip, 4 - DAGUR -1. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.