Dagur - 08.06.1983, Side 2
„Hjálparstofnun kirkjunnar mætti
ef til vill kalla nútíma trúboö“
- segir Ottó A. Michelsen, stjórnarformaður Hjálparstofnunarinnar
Hjálparstofnun kirkjunnar hélt
aðalfund sinn á Akureyri í
síðustu viku, þar sem komu
saman fulltrúar
prófastsdæmum
Stjórnarformaður
úr öllum
landsins.
Hjálpar-
Ottó A. Michelsen: „Kristilegur kærleiksboðskapur hlýtur að vera aðal-
hornsteinninn í uppbyggingu þjóðfélagsins. Mynd: KGA
stofnunarinnar er Ottó A.
Michelsen, en hann hefur haft
afskipti af stofnuninni frá
upphafí og verið í stjórn þau 13
ár sem hún hefur verið starf-
starfrækt.
„Ég er af Hvassafellsættinni
segir Ottó um uppruna sinn.
„Annars er ég ekki sterkur í
ættfræði. Móðir mín er Guðrún
Pálsdóttir úr Eyjafirði - eitt
systkina hennar er Jón Pálsson
sem ásamt fleiri þekktum köpp-
um sýndi íslenska glímu á
Ólympíuleikunum 1920. Og faðir
minn er danskur. Hann fluttist
tvítugur til íslands og settist að á
Sauðárkróki, þar sem hann
kvæntist og þau hjónin eignuðust
12 böm.“
- Svo þú ert af Króknum?
„Já, en þaðan fór ég 1938 til
náms í Þýskalandi og er þaðan
útlærður skriftvélameistari. Eftir
að ég kom heim 1946 settist ég að
í Reykjavík og stofnaði þar
fyrirtækið Skrifstofuvélar hf. og
var í stjóm þess þangað til á
síðasta ári að ég fór á eftirlaun.“
- Hvernig komu til afskipti
þín af Hjálparstofnun kirkjunn-
ar?
„Eg hef alla tíð frá unglingsár-
unum haft áhuga á kirkjulegu
starfi og haft ábyrgðarstöðum að
gegna í minni sókn -Bústaðasókn
í Reykjavík - verið safnaðarfull-
trúi og var formaður byggingar-
nefndar. Auk þess hef ég gegnt
trúnaðarstörfum í prófastsdæm-
inu, aðallega á fjármálasviðinu.
Þegar ég var ellefu ára henti
lítið atvik sem hefur ef til vill öðru
fremur orðið til að kveikja hjá
mér kirkjulegan áhuga. Þannig
var að ég var í sveitakirkju á
Flugumýri og áttu að hafa sam-
fylgd fermingarbarna milli
kirkna, því veður var vont. Og
prestur beindi þá til mín spurn-
ingu sem ég ekki gat svarað. Það
þótti mér sárt og upp úr því fór ég
að lesa meira og betur um trúna
og sannfærðist um að kristilegur
kærleiksboðskapur hlýtur að vera
aðalhornsteinninn í uppbyggingu
þjóðfélagsins.“
- Hvað um trúaráhuga íslend-
inga almennt?
„Trúaráhugi íslendinga hefur
aukist verulega á seinni árum.
Kirkjan hefur meðbyr í þjóðfé-
laginu og það er mikið undir
henni komið að hún nýti þennan
byr. Og þar þarf fyrst og fremst
að koma til bætt innra skipulag og
stjórnun kirkjunnar. Þó að kirkj-
an sé í eðli sínu íhaldssöm og eigi
að vera það, tel ég að breyttar
aðferðir við boðunina séu nauð-
synlegar. Og stofnun eins og
Hjálparstofnunina mætti ef til vill
kalla nútíma trúboð þar sem
kærleikur er sýndur í verki. Þá
má einnig nefna að samstarf milli
kirkjudeilda fer vaxandi og það
er mjög þýðingarmikið að það
verði sem best.
Ég hef ferðast víða, búið í
mörgum löndum og í mínum
huga er ekki vafi á að Islendingur-
inn hefur miklu meiri trúaráhuga
heldur en nokkur önnur þjóð sem
ég hef kynnst."
- Hvernig heldur þú að þessi
trúaráhugi okkar sé til kominn?
„Ég held að trúaráhuginn með-
al íslensku þjóðarinnar sé gömul
erfð frá því þegar einangrunin
var meiri og bókhneigð Islend-
inga á líka sinn þátt. Þá komu
almennir fjölmiðlar seinna til
okkar en margra annarra og tóku
því ekki tíma frá fólkinu.“
- Nú hefur þú starfað við
stjórn fyrirtækis þar sem ef til vill
er hætta á að einstaklingurinn
týnist í hraða tæknivæðingar;
hvernig fer sá starfi saman við
kirkjustarfið þar sem einstakl-
ingurinn situr í fyrirrúmi?
„Þetta fer ákaflega vel saman.
Því að stórfyrirtæki byggja á
einstaklingnum. Hann afkastar
ekki nema hann sé í góðu
umhverfi - við góðan aðbúnað.
Og inn á borð stjórnenda kemur
því iðulega margslungin sál-
gæsla.“
- Er það eitthvað í lífi þínu
öðru fremur sem hefur sannfært
þig í trúnni?
„Ég hef orðið fyrir þeim
atvikum sem hafa sannfært mig
og tvisvar bjargað lífi mínu er ég
viss um. Þar að auki hef ég séð
framliðna og það var ekki glýja í
mér, því þegar ég seinna sagði frá
því var mér sagt að fleiri hefðu
séð framliðna í sama herbergi."
- Trúirðu á annað líf?
„Ég er sannfærður um annað
líf. Og það finnst mér ákaflega
notaleg tilfinning.“
Ernst Ingólfsson:
- Mér finnst það ekkert
merkilegt. Mér finnst það
sjálfsagt.
Elísa Ingólfsdóttir:
- Það er góð tilfinning. Það er
gott að vera innan um þá.
Hvað er svona merkilegt
við það að vera Þingeying-
ur?
(Spurt á Grenivík)
„Taka þarf völlinn upp“
Knattspymuáhugamaður skrifar:
Þá á að heita að knattspyrnuver-
tíðin svokallaða sé hafin, a.m.k.
að nafninu til. Fyrir suma er það
þó ekki, en ég er í hópi þeirra
sem tel ekki að knattspyrna sé
leikin á öðrum völlum en gras-
völlum, þessi eltingaleikur á mal-
arvöllum fram eftir sumri á að
mínu mati ekkert skylt við þá
íþrótt.
Það er aldeilis furðulegt að
ekkert skuli vera gert til að koma
þessum málum í betra horf, t.d.
á Akureyri. Að vísu hafa bæði
KA og Þór unnið að uppbygg-
ingu grasvalla á svæðum sínum,
mikið í sjálfboðavinnu, enda er
svo komið að þeir vellir eru orðn-
ir mun betri en vandræðabarnið
við Glerárgötu.
Ef ég man rétt sagði vallar-
stjórinn þar í blaðaviðtali í fyrra
að grasið á þeim velli væri einært
og sáði sér sjálft á haustin. Þetta
leiðir af sér að völlurinn er mjög
seinn til á vorin og er oft komið
fram á mitt sumar þegar farið er
að spila þar.
Ekki er það álagið á vellinum
sem hefur eyðilagt hann undan-
farin ár, svo mikið er víst. En er
hægt að horfa endalaust á þessa
vitleysu án þess að nokkuð verði
að gert? Mér finnst ekki. Það
þarf að taka völlinn upp og tyrfa
að nýju, en þó ekki fyrr en búið
er að setja hitaleiðslur undir við loksins alvöruvöll eins og Ak-
hann. Verði það gert, þá eigum ureyri hlýtur að stefna að.
Steinþór Stefánsson:
- Ég þekki lítið annað en
Þingeyinga. Þeir eru gott fólk.
Jón Ásgeir Pétursson:
- Þeireru höfðinu hærri.
Höskuldur Haraldsson:
- Þeir geta synt lengur í kafi,
það er svo mikið loft í þeim.
2 - DAGUR - 8. júní 1983