Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 5
Heimsókii á Sólborg Studnlngur við brýnt Nokkur hópur samborgara okkar háir allt sitt líf harða baráttu við fötlun af ýmsu tagi. Sem betur fer fá margir þeirra notið allt að því eðlilegra lífshátta með lítilli aðstoð en nokkrum velvilja samferðarmanna. Aðrir verða hins vegar að axla stórar byrðar sem gerir þeim ókleift að njóta þeirra lífsgæða sem ófatlað fólk telur eðlileg og sjálfsögð og hluta óumdeilanlegra mannréttinda. Þessum einstaklingum er það sameiginlegt að vera alla tíð öðrum háðir með frumstæðustu lífs- þarfir. Peir flytja ekki mál sitt á mannfund- um né koma hjálparbeiðni á framfæri í fjölmiðlum. Aðrir verða að tala máli þeirra og knýja stjórnvöld og almenning til skiln- ings á sérhæfðum þörfum þeirra og sjálf- sögðum rétti til allrar þeirrar aðstöðu sem nútíma þekking ræður yfir til að draga úr bjargarleysi því og einangrun sem fötlunin veldur. Nokkur hluti þess tiltölulega fámenna hóps sem hér um ræðir fyllir flokk vangefins fólks er nýtur þjónustu Vistheimilisins Sól- borgar. Þessum einstaklingum er það sam- eiginlegt að líkamleg fötlun fylgir alvarleg- um greindarskorti. Fötlun sem á rætur sínar að rekja til þeirra stjórnstöðva heilans er ráða starfsemi hreyfikerfis líkamans. Afleið- ingarnar eru vanhæfni til gangs og á stund- um er fötlunín svo alvarlegs eðlis að ein- staklingurinn er algjörlega ósjálfbjarga hvað líkamlega getu varðar og er bundinn rúmi sínu eða hjólastól alla ævi. Fáum er mark- viss og stöðug þjálfun eins nauðsynleg. Pjálfun, sem að vísu eyðir ekki fötluninni, en dregur úr áhrifum hennar og gerir þeim lífið bærilegra sem hennar njóta. í því skyni að auka möguleika þessa fólks og skapa aðstöðu til fjölþættari meðferðar og þjálfunar þess er ákveðið að hefjast handa um byggingu húsnæðis á Vistheimil- inu Sólborg fyrir ýmsa þætti líkams- og sjúkraþjálfunar. í fyrsta áfanga hússins verður sundlaug og önnur sú aðstaða sem í kringum hana er nauðsynleg og er annar áfangi reyndar ekki fyrirhugaður í bráð. Tilkoma laugarinnar mun gjörbreyta allri meðferðaraðstöðu en þjálfun í vatni er mjög áhrifamikill þáttur í þá veru að auká líkamlega hæfni og ryðja leið fyrir aðra þjálfun og uppbyggingu and- legs þroska hjá þeim sem hlut eiga að máli. Fyrirhuguð sundlaug verður ca. af stærð- inni 4x8 en allt húsið um 200 fm. Laugin er fyrst og fremst ætluð til þjálfunar en ekki keppni enda stærð hennar við það miðuð. Staðsetning hennar skapar möguleika til daglegrar notkunar og þar með sífelldrar þjálfunar sem ekki er möguleg ef sækja þyrfti þessa aðstöðu í almenningslaugar. Aðgengi fatlaðra er þar heldur ekki tryggt og mjög óhægt er um vik að leita þangað með stóran hóp meira eða minna ósjálf- bjarga fólks. Aðrir skjólstæðingar heimilis- ins munu þó sem hingað til nýta sér mögu- leika almenningslauga. Þar sem ekki hefur tekist að tryggja fram- lag úr opinberum sjóðum til framkvæmda þessarra hafa undirritaðir aðilar ákveðið að gangast fyrir almennri fjársöfnun um allt Norðurland til að hrinda þeim í framkvæmd. Við hefðum gjarnan kosið að þurta ekki að fara þann bónarveg að pyngju almennings sem án efa er langþreyttur á harðri sam- keppni ýmissa líknar- og styrktarfélaga um gjatmildi og skilning samborgaranna á þörf- um þeirra sem minna mega sín í baráttunni um lífsgæðin. Á hinn bóginn erum við þess fullviss að margur vill leggja sitt af mörkum til að þeir sem ekki standa jafnfætis öðrum fái í einhverju uppbót þess er á skortir í lík- amlegu og andlegu tilliti. Á morgun, laugardaginn 11. júní, verður gengið í hús á Akureyri og boðnir til sölu pakkar er innihalda framleiðsluvöru sem unnin er á vinnustofum heimilisins við Hrísalund hér í bæ. Verð hvers pakka er 150 krónur og ganga 100 krónur af söluverðinu til byggingar sundlaugarinnar. Seinna í mán- uðinum, eða í byrjun júlí, verður leitað til íbúa utan Akureyrar í sama tilgangi. Félagar i Iþróttafélaginu Eik, Foreldrafélagi barna með sérþarfir, Starfsmannafélagi Sólborgar, auk stuðningsmanna Styrktarfélags vangef- inna munu annast söluna á Akureyri. Við væntum þess að sölumönnum verði vel tekið og þökkum fyrirfram stuðning og velvilja. F.h. Vistheimilisins Sólborgar, Bjarni Rristjánsson, framkvxmdastjóri. F.h. Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi, Svanfríður Larsen, formaður. „Aðlögun að eðllleg- um lffhaðarháttum“ - Það sem margir gera sér e.t.v. ekki grein fyrir er að vangefnir einstaklingar eiga oft við að stríða mjög alvarlega líkamlega fötlun og verulega skerta hreyfi- getu. Þetta fólk þarfnast mikillar aðhlynningar og þjálfunar og það er einmitt þar sem sundlaug- in gæti gert, okkur liggur við að segja, kraftaverk. Þetta sögðu þær Þórhildur Svan- bergsdóttir, deildarstjóri og Nína Edda Skúladóttir, þroskaþjálfi, en þær vinna báðar á þeim deildum Sólborgar þar sem vistmennirnir eru hvað fatlaðastir. - Þessi trú okkar á sundlauainni stafar einfaldlega af því að viö vit- um að það hefur gert mikið van- gefnum og fötluðum einstaklingum mjög gott að komast í sund. Við þekkjum dæmi um það að fólk sem var mjög lokað og sem var erfitt að ná til, gjörbreyttist eftir nokkra tíma í sundi. Það slappaði af og auk þess sem hreyfigetan jókst verulega þá var mun auðveldara að ná til þess á eftir, segir Þórhildur og Nína Edda tekur undir þessi orð. - Auðvitað spyr fólk af hverju sé ekki hægt að nota Sundlaug Ak- ureyrar en því er til að svara að það Nína Edda og Þórhildur með tvo af vistmönnunum. þarf gífurlegt átak að komast af stað með fólkið og það getur tekið hálfan daginn að komast að og frá lauginni. Starfsfólk er hér í lág- marki og svo er því ekki að leyna að Sundlaug Akureyrar er ákaflega óaðgengileg fyrir þetta fólk og eins verðum við að hafa í huga að það geta alltaf átt sér stað slys varðandi hreinlætið. Aðlögun að eðlilegum lifnaðarháttum Að sögn þeirra Þórhildar og Nínu Eddu er starfið á Sólborg annars byggt upp í anda svokallaðrar „normaliseringar'* sem kalla mætti aðlögun að eðlilegum lifnað- arháttum. - Við erum að reyna að aðlaga umhverfið að þessum einstakling- um, segir Þórhildur, - þannig að líf þeirra geti orðið eins eðlilegt og kostur er á. - Við reynum að sækja mikið út fyrir stofnunina, förum í bíó, samkomur eða á böll en þrátt fyrir þessa stefnu þá gerum við okk- ur vel grein fyrir því að við getum ekki fylgt henni í blindni. Það er t.d. nauðsynlegt að hafa laugina hér á Sólborg því að þá er fólkið ekki eins háð utanaðkomandi áhrif- um. Við vitum það öll að það er oft hávaði, busl og ærsl í almennu laug- inni en smáatvik sem þessi gætu orðið til þess að öryggiskennd þessa fólks ryki út í veður og vind og þá næðist enginn árangur. Þær Þórhildur og Nína Edda taka það skýrt fram að það sé ekki þörf á stórri laug við Sólborg og þessi laug sé einungis hugsuð senr þjálf- unarlaug. Aðrir einstaklingar, lítið fatlaðir, muni eftir sem áður sækja almennu laugina. 10. júní 1983 - D AGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.