Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? Ratleik- ur Sunnudaginn 12. júní kl. 1-5 munu skátar á Akur- eyri sjá um ratleik fyrir almenning í Kjarna. Ratleikur er mikið stundaður á Norðurlönd- um sem íþrótt. Hann felst í því að rata ákveðna leið með því að nota áttavita og kort. Skátarnir munu sjá þátt- takendum fyrir korti af svæðinu. Hægt verður að velja um tvær brautir, mislang- ar. Tekinn verður tími á þeim sem vilja. Skát- arnir munu leiðbeina um notkun áttavita og korta, þ.e. rötun. Þátttakendum er ráðlagt að vera vel búnir til fótanna, með áttavita og skriffæri. Einnig er gott að hafa plastumslag fyrir kortið. Þetta er gullið tækifæri fyrir rjúpnaskyttur og annað ferðafólk að taka fjölskylduna með í heilsubótargöngu. Þátttökugjald verður Sýning Sigfúsar Sigfús Halldórsson, list- málari og tónskáld, opn- aði málverkasýningu í 20 kr. Allir sem ljúka leiknum fá viðurkenning- arskjal. Afmælis- hátíð Ræktunarfélag Norður- lands er 80 ára um þess- ar mundir. Félagið var formlega stofnað á Ak- ureyri 11. júní 1903 þótt ákvörðun þar um hafí verið tekin á bændafundi á Bænda- skólanum á Hólum 26. mars það ár. Félagssvæðið hefur frá öndverðu spannað allt gamla norðuramtið, þ.e. Húnavatnssýslur, Skaga- fjörð, Eyjafjörð og Þing- eyjarsýslur. í tengslum við afmæl- ishátíðina, sem fram fer um helgina, er félögum af öllu félagssvæðinu boðið til Akureyrar þar sem þeim er meðal annars boðið að skoða hin glæsi- legu húsakynni Ræktun- arsambandsins að Óseyri Iðnskólahúsinu á Akur- eyri þann 4. júní sl. Fyrir ári síðan dvaldist lista- maðurinn hér fyrir norðan og viðaði að sér myndefni sem hann hefur unnið úr athyglisverð verk. Myndirnar, 30 talsins, eru flestar unnar með auk þess sem félagar fara í skoðunarferðir í ýmis fyrirtæki hér í bæ svo sem Sambandsverksmiðjurn- ar. Þátttakendum er einnig boðið að skoða hina nýju hreyfanlegu heykögglaverksmiðju Stefáns Þórðarsonar, bónda í Teigi, sem hann hannaði sjálfur og smíð- aði að mestu. Einnig verður þátttakendum boðið til málsverðar og skoðunarferðar um hér- aðið. Þess má og geta að Ræktunarfélagið hefur komið upp sýningu í húsakynnum sínum um sögu félagsins, helstu verkefni í fortíð, nútíð og framtíð og er öllum heimill aðgangur. Stórleikir um helgina Deildarmót íþróttadeild- ar Léttis verður haldið á vatnslitum en sem kunn- ugt er gera þeir miklar kröfur til kunnáttu og listrænnar leikni málar- ans ef góður árangur á að nást. Sigfús hefur vatns- litina á valdi sínu og myndirnar bera sterkan, persónulegan svip; fersk- ir litir samræmdir af nær- Breiðholtsvelli um helg- ina. Allir bestu hestar úr Eyjafirði verða á mótinu en aðgangur er ókeypis. Á laugardag byrjar mótið kl. 14 með hlýðni- keppni B, hindrunar- stökki og víðavangs- hlaupi. Á sunnudag verð- ur mótinu framhaldið kl. 9.15 með fjórgangi. Ung- lingaflokkurinn byrjar kl. 10.15 og kl. 11 hefst fimmgangur. Töltkeppni er kl. 13.30 og gæðinga- skeið kl. 15. Sjálf úrslita- keppnin hefst svo klukk- an 16 og verður þá keppt í sömu röð og að framan greinir. Verðlaunaaf- hending fer fram að keppninni lokinni. Deildar- mót Léttis Tveir hörkuleikir verða á Akureyri um helgina í 1. og 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu. færni en bygging mynd- anna öguð. Af músik- ölsku innsæi tekst Sigfúsi að laða fram akureyrskan andblæ og töfra sumar- sins við Eyjafjörð. Nokkrar myndir hefur hann og gert af kunnum borgurum á Akureyri, ýmist með pastellitum Þór mætir ÍBV í 1. deild í kvöld og KA fær Völs- ung í heimsókn á sunnu- dagskvöld kl. 20. KA-menn hafa ákveð- ið að spila á hinum nýja grasvelli sínum gegn Völsungum og verður það fyrsti leikurinn sem þar fer fram. Fer vel á því að mótherjar KA skuli verða Völsungar því þeir eru í efsta sæti 2. deildar ásamt KA og Fram. Hér má því bóka hörkuviðureign. Leikur Þórs og ÍBV, sem fram fer í kvöld, verður eflaust einnig skemmtilegur. Eyjamenn eru í efsta sæti deildar- innar og hafa skorað grimmt. Þórsarar eru hins vegar á botninum en þó aðeins með 2 mörk í mínus. Eyjamenn hafa leikið einn útileik, töp- uðu þá gegn ÍBK 1:3 svo þeir virðast ekki eins sterkir á útivelli og heima þar sem þeir hafa unnið Val, Þrótt og ísafjörð ör- ugglega. eða blýanti og auka þær á fjölbreytni sýningarinn- ar. Það þarf næmleika til þess að ná fram persónu- einkennum í manna- myndum og Sigfúsi bregst ekki bogalistin. Sýning hans er opin þessa viku og fram á sunnudagskvöld. Ég hvet Vortón- leikar Passíu- kórsins Passíukórinn á Akureyri heldur vortónleika sína sunnudaginn 12. júní í íþróttaskemmunni á Ak- ureyri og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni eru tvö verk: Messa í f-moll eftir Anton Bruckner og Te Deum eftir Marc Ant- oine Charpentier. Flytj- endur, ásamt Passíukórn- um á Akureyri, eru: Elísabet Eiríksdóttir, sópran, Þuríður Baldurs- dóttir, alt, Stefán Guð- mundsson, tenór, Micha- el Jón Clarke, bariton, kammerblásarar Tónlist- arskólans á Akureyri og Nýja strengjasveitin, Reykjavík. Stjórnandi er Roar Kvam. Akureyringa og íbúa nágrannabyggða til þess að líta við hjá Sigfúsi í Iðnskólanum og njóta þar ljúfra lita og birtu skáldlegrar tjáningar á kunnuglegu umhverfi. Bolli Gústavsson, í Laufási. Flutt ★ Flutt ★ Flutt Verslunin Chaplin er flutt í stærra húsnæði að Hafnarstræti 88. (Beint á móti Parinu -4 mátunarklefar). I Stórkostlegt úrval af sumarfatnaði á dömur og herra. Héraðsskólinn á Laugum Námsárið 1983-1984 býður Héraðsskólinn á Laugum upp á nám í 9. bekk og á fram- haldsbrautum í fornámi; á verknámsbraut tréiðna (2 ár), íþróttabraut (2 ár), matvælatæknibraut (2 ár), málabraut, náttúrufræðibraut (2 ár), uppeldisbraut (2 ár), viðskiptabraut (2 ár). Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-43112. ----—--------------------------------------------- Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HRÓLFSSTURLAUGSSONAR, rafvlrkjameistara, Strandgötu 35, Akureyri. Sigríður Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Erum Vorum að taka upp: Nokkrar gerðir af jökkum. Dömuskyrtur og -blússur. Herraskyrtur. Jogginggalla. Margar gerðir af stutterma bolum. Einning nýja gerð af ))Kína“-skóm, ódýrum. Herramokkasínur og margt, margt fieira. fluttir N.T. umboðið h.f. (áður Norðlensk trygging h.f.I, Ráðhústorgi 1 erflutt í Verslunarmiðstöð ina Sunnuhlið. Við bjóðum: (1) Vátryggingar. Umboð: TRYGGING H.F. Veitum fyrirtækjum og einstaklingum al- hliða vatryggingaþjónustu. REYNIÐ OKKAR ÞJÓNUSTU. Enn fremur: (2) Ljósritunarþjónustu. Ljósritum i stæröunum A-4 og A-3 auk smækkunar. Ljósritum á venjulegan pappir. löggiltan skjalapappir eða glærur (3) Skattskilaþjónustu fyrir einstaklinga. NT GMBOÐIÐ HF Sunnuhlíð Pósthólf 383 602 Akureyri Sínii 2 18 44 Nafnnr. 6594-5312 _ 10;júní 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.