Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.1983, Blaðsíða 7
* I * „Afstaða almennlngs hefur gjörbreyst66 Gunnhildur Aradóttir, Magnús Ásmundsson, Guðríður Ragnarsdóttir og Anna María Ingólfsdóttir. - Við stofnuðum þessa Ak- ureyrardeild í ágúst 1975 en allir þeir foreldrar sem að fé- lagsstofnuninni stóðu áttu það sameiginlegt að þeir vildu hafa börn sín eins lengi heima og þeim væri mögulegt í stað þess að setja þau á hæli. Það er Jón E. Aspar, formað- ur Akureyrardeildar Félags barna með sérþarfir, sem hefur orðið en hann og aðrir foreldrar í þessu félagi hafa undanfarin ár unnið mikið starf í þágu þroska- heftra á íslandi. Að sögn Jóns eru nú samtals 32 einstaklingar í félaginu á Ak- ureyri en aðalverkefnið nú er það að berjast fyrir því að bæjarfélög og sveitarfélög og svo þjóðfélagið í heild standi við skyldur sínar gagnvart þroskaheftum einstaklingum. - Það má e.t.v. segja að aðalmálið í dag sé réttarfarsleg staða þessara einstaklinga og eins allt það sem getur orðið þeim til styrktar og hjálpar í hinu daglega iífi, segir Jón. Staðan var mjög slæm - Hvernig var staðan í þessum málum t.d. fyrir félagsstofnun- ina? - Staðan var mjög slæm og er auðvitað enn langt frá því að vera góð. En hún er samt veru- lega betri en hún var og aðal- breytingin í því sambandi eru lögin um aðstoð við þroskahefta sem sett voru í maí 1979. í framhaldi af þessari lagasetn- ingu hefur ýmislegt gerst sem er til verulegra bóta og eins hefur afstaða almennings gjörbreyst. - Hvað með staði eins og t.d. Sólborg? Hvað er brýnast að gera þar? þó taka það skýrt fram að við í félaginu höfum alltaf getað leit- að til starfsfólksins á Sólborg og okkur hefur þar verið tekið af hlýhug og skilningi, en betur má ef duga skal. Nauðsyn að hvfla heimilin - Nú hafið þið foreldrar barna með sérþarfir þessi börn ykkar heima. Er þetta ekki mikið álag á fjölskylduna? - Því er ekki að neita og það er einmitt núna einn þáttur sem brennur á okkur þessum for- eldrum en það er það að útvega börnunum sumardvöl, þeim til ánægju og eins til þess að hvíla heimilin í nokkrar vikur á hverju ári. Akureyrarbær er búinn að veita okkur land undir sumardvalarstað á Botni í Hrafnagilshreppi en það líða vafalaust nokkur ár áður en okkur tekst að byggja þar upp viðunandi sumardvalaraðstöðu. - Hvað með önnur brýn mál sem snúa að ykkur? - Þau eru ótalmörg. Ég get nefnt skólamálin og hvað verði um þessa einstaklinga eftir að þeir eru komnir af skólaaldri. Ég get einnig nefnt að um næstu áramót taka gildi lög um aðstoð við fatlaða en við foreldrar barna með sérþarfir erum hrædd við þessi lög. Við ótt- umst að það verði allt miklu þyngra í vöfum samkvæmt þess- um nýju lögum vegna þess að samkvæmt þeim verður öllum fötluðum, þ.e.a.s. þroskaheft- um, blindum, hreyfihömluðum og svo framvegis, steypt saman í einn hóp og fjárveitingar aukast hvergi nærri í samræmi við fjölgun einstaklinganna í hópnum, sagði Jón E. Aspar. Jón E. Aspar. þjálfunar og sjúkraþjálfunar og illa hefur gengið að fá sjúkra- þjálfara til starfa en á Sólborg er vafalaust verkefni fyrir tvo slíka frekar en einn. Margir þroskaheftir einstaklingar eru jafnframt hreyfihamlaðir vegna alvariegra heilaskemmda er ástandinu valda. Þessum ein- staklingum er líkamsþjálfun ekki síður nauðsynleg en andleg og oft forsenda þess að árangur náist á öðrum sviðum. Fjár- skortur hamlar hins vegar fram- kvæmdum og mér finnst einnig að þeir sem að þessum málum vinna leggi ekki nægilega áhersíu á þennan þátt. Ég vil þarna störfuðu hefðu að segja um vinnuna. Fjögur þeirra, þau Guríður Ragnarsdóttir, Anna María Ingólfsdóttir, Magnús Ásmundsson og Gunnhildur Aradóttir, iýstu sig fús til þess og öll tóku það fram í upphafi að þau kynnu mjög vel við sig í vinnunni. - Ég sauma aðallega mjólk- ursíur og ég er mjög ánægð með lífið og tilveruna, segir Guð- ríður, en hún var þarna að vinna einn síðasta daginn fyrir sumarfríið. í sumarfríinu ætlaði hún svo vestur á Skagaströnd með kærastanum, Skarphéðni Einarssyni, en þar ætluðu þau að heilsa upp á ættingja Skarp- héðins. Gunnhildur Aradóttir sagðist gera mest af því að setja saman klemmur en Anna saumar klúta af miklu kappi. - Hún er alveg svakalega dugleg, sögðu þær Guðríður og Gunnhildur og bættu því við að hann væri oft stór bunkinn af klútunum sem lægi á borðinu að afloknum vinnudegi. Nú var röðin komin að Magn- úsi en hann sagðist aðallega vera í klemmunum. Ekki hafði hann nákvæma tölu á hvað hann setti saman margar klemmur á degi hverjum en þær væru ansi margar. - Fáið þið mikið kaup fyrir vinnuna? - Já, við fáum mjög mikið kaup og við getum keypt okkur mikið fyrir kaupið, sagði Guð- ríður. Síðast segist hún hafa keypt sér rúmföt og samt hafa átt afgang en hann geymir hún á góðum stað. Hin eru sammála Guðríði og eru ánægð með vinnuna og launin. Þau eru nægjusöm og segjast hafa það gott. Aðstaðan á vinnustaðnum sé góð og þar líði þeim vel. - Á sl. árum hefur þar orðið mikil breyting á aðbúnaði þeirra sem eru betur sjálfbjarga og má þar til nefna starfsemi sambýlanna og verndaðs vinnu- staðar. Hins vegar skortir þar mjög á alla aðstöðu til líkams- - Starfíð hér á vinnustofunni hefur gengið mjög vel og af- köst fara sívaxandi, sagði Magnús Jónsson, forstöðu- maður Yinnustofu þroska- heftra að Hrísalundi lb, í samtali við Dag er hann var inntur eftir starfseminni. Að sögn Magnúsar var vinnu- stofan opnuð um miðjan sept- ember 1981 og síðan þá hefur verið unnið þar að ýmiss konar framleiðslu. Um 30 manns starfa á vinnustofunni en leið- beinendur eru sex talsins. - Auk þessarar starfsemi hér þá hefur verið þó nokkuð um það að starfsfólkið hefur unnið úti í bæ t.d. við lóðahreinsun og eins hafa oftast nokkrir hinna þroskaheftu unnið úti á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta hefur verið svona frá tveim og upp í fimm til sex manns en nú hefur þeim öllum verið sagt upp störfum og það sannar áþreifan- lega það sem við höfum alltaf vitað að ef einhvers staðar kreppir að eða samdráttar gætir þá er það þetta fólk, þroska- heftir og fatlaðir, sem missa vinnuna fyrstir. Því held ég að verði ekki á móti mælt, sagði Magnús Jónsson. Góöur vinnustaður En erindið í vinnustofuna var ekki bara það að ræða við Magnús Jónsson. Okkur lék hugur á að vita hvað þeir sem Halldor Gísli Bjamason með einn nemenda sinna. Þess má geta að Halldór Gísli hefur verið formaður íþróttafé- lagsins Eikar og hann segir að það sé ekki síst eftir að hafa starfað þar að honum varð ljóst hve þörfin á sundlaug er virki- lega mikil. - Það er engin spurning um það að það er lífsnauðsyn að fá þessa laug, segir Halldór Gísli Bjarnason. Skóladagheimilið á Sólborg: Formaður Félags foreldra bama með sérþarfír: Yinnustofan Hrísalundi lb: „Góð vinna og mjög gott kaup“ „Sundlaug er 1 ífsnauðsy n4 6 Á Sólborg er rekiö skóladag- mismunandi getustigum. Sumir - Það er rétt að við höfum heimili fyrir þroskahefta ein- eru mikið líkamlega fatlaðir haft tíma í sundlauginni á laug- staklinga, börn og unglinga auk andlegu fötlunarinnar en ardögum og starfsfólkið þar sem utan skólatímans dvelja aðrir eru tiltölulega lítið fatlaðir hefur sýnt okkur mikinn velvilja á heimilum foreldra sinna. líkamlega, segir Halldór. og hjálpsemi. En það breytir Níu drengir eru nú á skóla- því ekki að öll aðstaða í laug- dagheimilinu en deildarstjóri Lífsnailðsyn inni er til háborinnar skammar þess er Halldór Gísli Bjarna- _ f>að eru engar ýkjur að það er með l’* fatlaðs fólks - son, þroskaþjálfí. lífsnauðsynlegt fyrir þessa ein- vegna stiga sem eru út um allt - Þessir drengir dvelja á Sól- staklinga að hafa aðgang að húsið og þetta þýðir einfaldlega borg frá klukkan 9-17 og starfið sundlaug. Við höfum reynslu af þaö að þessir einstaklingar geta á skóladagheimilinu er byggt því að þroskaheftum einstak- ekk* notað laugina sem skyldi, upp í samvinnu við Þjálfunar- lingum, sem jafnframt eru með se8*r Halldór og bætir því við að skóla ríkisins hér á Sólborg. Við skerta hreyfigetu, hefur fleygt þetta sé alls ekki vegna þess að fylgjum mjög strangri stunda- mjög fram eftir aðeins nokkra strákana vanti áhugann. - Þeir töflu í þeirri þjálfun sem við tíma í sundlaug. eru a^'r mjög áhugasamir um erum með en meðal þess sem — Hvað um Sundlaug Akur- sund og þeim líður hvergi betur við verðum að taka tillit til er að eyrar, hafið þið ekki aðgang að en e'nm*B * lauginni, segir þessir drengir eru allir á mjög henni? Halldór. Heimsókn á Sólborg og kynning á starisemi stofnunarinnar 6-DAGUR —10. júní 1983 Iþróttafélagið Eik: ,, I þróttirnar eru árangursríkastar' Undanfarin 15 ár hefur starf- að hér á Akureyri íþróttafé- lagið Eik, en í félaginu eru bæði þroskaheftir og aðrir sem áhuga hafa á íþróttum. Stofnfélagar Eikar voru á sín- um tíma 86 talsins. Ólafur Þórarinsson, íþróttakennari, er einn þeirra sem undanfarin ár hafa tekið þátt í starfí fé- lagsins. Blaðamaður Dags hitti Ólaf að máli fyrir skömmu og var hann fyrst beðinn um að gera stutta grein fyrir starfsemi Eikar. - Það er e.t.v. réttast að byrja á að geta þess að öll leið- beinendastörf innan íþrótta- félagsins Eikar eru unnin í sjálf- boöavinnu en það þýðir um leið að við höfum aðeins meiri pen- inga í aðra starfsemi, s.s. ferða- lög og fleira tengt félagsstarf- inu. Varðandi þær íþróttir sem iðkaðar eru innan Eikar þá er fyrst að telja körfuboltann en hápunktur íþróttavertíðarinnar hjá okkur er einmitt körfubolta- keppnin milli Eikar og starfs- fólks Sólborgar. Þessi keppni hefur farið fram sl. þrjú ár og er keppt um veglegan bikar, segir Ólafur. - Hvernig hefur Eik gengið í þessari keppni? - Við unnum fyrsta árið en töpuðum svo árið eftir en síð- asta leikinn vann Eik svo með glæsibrag, segir Ólafur og bætir því svo við að auk þess séu Eik- arfélagar nú byrjaðir að æfa bocchia en sú íþróttagrein hafi komið mjög vel út. - Það var haldið opið mót hér á vegum Lionsklúbbsins Hængs og við gerðum okkur lít- ið fyrir og náðum 5.-6. sætinu í sveitakeppninni og 2.-3. sætinu í einstaklingskeppninni. Þetta kom okkur svo sannarlega á óvart en sýnir svo ekki verður um að villst að við eigum fram- tíðina fyrir okkur í bocchia. * Iþróttirnar besta meðferðin Að sögn Ólafs þá getur hann að Ólafur Þórarinsson. öllu leyti tekið undir þær raddir sem haldið hafa fram nauðsyn þess og gagnsemi að Sólborg fengi sína eigin sundlaug. - Ég tel mig orðið þekkja mjög vel til þessa fólks og ég hef orðið vitni að ótrúlegum árangri þess í sundinu. Ég minnist sér- staklega einnar ferðar sem við fórum út á Laugaland en þar vorum við með fjóra hópa sem fóru í laugina hver á eftir öðrum. Hver hópur komst tvis- var í laugina þann daginn hálfan annan tíma í senn og ánægjan skein úr hverju andliti. Það var sérstaklega einn drengur, mikið fatlaður sem kom okkur á óvart en ég hygg að hann hafi þarna hreyft sig meira á þessum skamma tíma en á mörgum vik- um þar á undan, segir Ölafur og hann vildi jafnframt koma þeirri persónulegu skoðun sinni á framfæri að í gegnum íþróttir væri hægt að ná langmestum ár- angri með þroskahefta. - íþróttirnar efla þor og kjark. Líkamleg geta eykst mikið og líkamsstarfsemin verður eðlilegri og svo má ekki gleyma að í hópíþróttum þá eykst samheldnin og samkennd manna, segir Ólafur Þórarins- son, íþróttakennari. Sambýlið Borgarhlíð 3: „Hér er gott að búa“ Að Borgarhlíð 3 hér í bæ, nánar tiltckiö í Borgarhlíð 3d, e og f, er annað tveggja sambýla þroskaheftra á Ak- ureyri. Þarna búa níu þroska- heftir einstaklingar í ósköp venjulegri blokk og lífíð er að flestu leyti eins og hjá öðru fólki. Það er vaknað, farið á fætur, snæddur morgunverð- ur og síðan er haldið I vinnuna. Að vísu vinna þessir einstaklingar ■ vernduðum vinnustað en vinna er það samt og vinnudeginum lýkur ekki fyrr en um klukkan 16 á daginn. Þá er farið heim, slappað af og hlustað á tónlist, unnin húsverk og svo er það kvöldmaturínn, sjón- varpið og annað sem tilheyrir í þjóðfélaginu í dag. Blaðamaöur Dags leit inn í Borgarhlíð 3f í vikunni og ræddi við þau Önnu Ragnarsdóttur og Áskel Traustason sem þar búa og Hólmfríði Ósk Jónsdóttur en hún býr í d-íbúðinni. Þau voru fyrst spurð hvenær þau hefðu flutt inn í sambýlið og hvernig væri að búa þar. - Það eru fjögur ár síðan, segja þau og öll eru þau sam- mála um að það sé gott að búa í Borgarhlíðinni. Og þeim er hlýtt til annarra íbúa blokkar- innar sem aldrei hafa sýnt þeim annað en vinsemd og hlýju. Ahugamálin Talið berst að vinnunni og Áskell segir að þau taki stræt- isvagninn klukkan fimm mínút- ur yfir átta og fari með honum niður á torg. Þar þurfi þau að skipta um vagn til þess að kom- ast að vinnustofunni sem er að Hrísalundi 1B. Vinnan byrjar svo klukkan níu og á vinnustof- unni segjast þau fá kaffi og há- degismat. - En hvað tekur við þegar þið komið heim. Hvað er mest gaman að gera? - Föndra og vaska upp, segir Anna, en Áskeli finnst mest gaman að smyrna teppi. Áhuga- mál Hólmfríðar eru af öðrum toga spunnin en það skemmti- legasta sem hún gerir er að fara fjölyrða um það hve sundlaug og sundíþróttin getur virkað sem mikil hvatning, ekki síst ef hinir þroskaheftu og aðrir geta keppt þar við „venjulegt fólk“ á jafnréttisgrundvelli. í stofunni þar sem ríkir hin mesta smekkvísi er nýlegt lita- sjónvarpstæki og það er því ekki óeðlilegt að spyrja þau Áskel, Önnu og Hólmfríði hvort þau verji miklum tíma fyrir framan sjónvarpið og hvað l Anna Ragnarsdóttir, Áskell Traustason og Hólmfríður Ósk Jónsdóttir. á samkomur hjá Hjálpræðis- hernum. Þar segir hún að sé mikið spilað og sungið og ekki megi gleyma bæninni. Þess má jafnframt geta að þær Anna og Hólmfríður eru mjög vel syndar og m.a. hefur Anna unnið til fjölda verðlauna fyrir sund. Það þarf því ekki að sé skemmtilegast í sjónvarpinu. Dallas í uppáhaldi - Palli póstur, segir Hólmfríður hiklaust. - íþróttirnar, segir Áskell en Önnu líst best á Dallas. - Já Dallas er góður bætir Áskell við - og Derrick líka. Borgarhlíð 3. Guðrún Gunnarsdóttir grípur nú inn í og upplýsir að eins og á öðrum heimilum sé beðið með óþreyju eftir Dallas alla vikuna og miklar umræður séu alltaf eftir hvern þátt. - Kann hún Guðrún að búa til mat, spyr ég nú upp úr þurru, en þessi spurning vekur mikinn hlátur í íbúðinni. - Já, hún Guðrún kann svo sannarlega að búa til mat, segir Áskell þegar hann hefur jafnað sig eftir hláturrokurnar og það er greinilegt að þeim finnst heimskulega spurt. - Hvað er uppáhaldsmatur- inn? - Kótilettur, segir Áskell. - Kjúklingar eru langbestir með kokkteilsósu og frönskum kartöflum bætir Hólmfríður við og Anna segir: - Pylsur með kartöflustöppu. Það líður nú að lokum heim- sóknar minnar en það er eink- um tvennt sem hefur vakið at- hygli mína. Það fyrsta er að viðmælendur mínir eru ánægð með lífið og tilveruna, þakklát og nægjusöm og í öðru lagi þá eiga þau það sameiginlegt að þeim finnst gaman að vinna. Um leið og ég geng út skýtur Áskell því að mér að hann eigi nú eiginlega afmæli í dag. Sé nú orðinn 24 ára og vitaskuld óska ég honum til hamingju með daginn. Undir þær óskir hafa vafalaust fleiri en ég tekið þann daginn. Myndir og texti: ESE 10. júní 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.