Dagur - 01.07.1983, Blaðsíða 6
Texti: ESE Myndir: GEJ
m
hiinnaríkis“
- segir Terry Deflunto, frá New York
Svcinn Jóhannsson.
og að
tíl
Fjórdungsmótíð á
• b'jórðungsmótið á Melgerðismelum ■ Fjórðungsmótið á Melgerðismelum Fjórðungsmótið á Melgerðismelum
\ hönom 11111 ST *a við að »JUK . >iri<iu 0g sagff
\ vaWið hÍi'PfUiíamatshogg)o«^adði ,«tón»
teís-sbs-jss.’ss
» or eiga fV t ^
„r Aoiatngiar^--
Rafn Ambjömsson, mótsstjóri, sýnir Maðamönnum Dags „Besta mótssvæði á landinu".
„Þetta verður firábæ
- segir Rafn Arnbjörnsson, mótsstjórí
- Þetta er frábært svæði bæði
fyrir keppendur og áhorfendur
og ef veðrið verður gott þá er
ég ekki í vafa um að við fáum
a.m.k. fjögur þúsund manns á
mótið, sagði Rafn Ambjörns-
son, mótsstjóri á Fjórðungs-
mótinu á Melgerðismelum I
samtali við Dag.
Rafn sagði að þetta mót hefði
nú verið í undirbúningi frá því
snemma í vetur og þeir væru
orðnir margir fundirnir sem
framkvæmdanefnd og fram-
kvæmdastjórn mótsins hefðu
haldið með sér.
- Það er búið að leggja gífur-
lega vinnu í þetta og kostnaður-
inn er orðinn ofboðslegur en það
er líka leitun að betra mótssvæði,
sagði Rafn og bætti því við að til
marks um vinnuna þá mætti
nefna að hestamannafélögin
myndu leggja fram um fimm
hundruð dagsverk bara á vöktum
á mótinu og þá væri öll undirbún-
ingsvinnan og vinna fasts starfs-
liðs á mótinu ótalin.
Um aðstöðuna sagði Rafn að
hún yrði mjög góð. Veitingaskál-
inn tæki um áttatíu manns í sæt
og þar yrði hægt að fá allan mai
en auk þess yrði nýlenduvöru-
verslun og sjoppa á svæðinu og
leiktæki yrðu fyrir börnin. Snyrti
aðstaða væri í nýju húsi og varð-
andi gistiaðstöðu þá yrðu á svæð-
inu sérstakar fjölskyldubúðir og
eins svæði fyrir þá sem vildu lifr
- Þetta er þriðja árið í röð sem
við hjónin komum til íslands
gagngert til þess að kynnast ís-
lenska hestinum. Við elskum
hestana, landið og fólkið og
hvergi annars staðar í heimin-
um er jafn mikill áhugi á hesta-
mennsku og hér á Islandi.
Þetta sagði Terry Dellunto frá
Bandaríkjunum er blaðamaður
Dags hitti hana og ferðafélaga
hennar en þau voru þá á leið á
Fjórðungsmótið á Melgerðismel-
um. Frú Dellunto og maður
hennar búa rétt fyrir utan New
York-borg en þar sagði hún að
menn hefðu yfirleitt áhuga á öðru
en hestamennsku.
- Þetta er eins og að koma til
himnaríkis að koma hingað,
sagði Terry Dellunto og bætti
því við að því miður yrðu þau
hjónin að fara aftur til Banda-
ríkjanna á laugardag.
Þau hjónin eiga sjálf tvo hesta
þar sem þau búa en að sögn frú
Dellunto þá hafa þau enn ekki
eignast íslenskan hest.
- Við eigum einn arabískan og
ég líki honum ekki saman við ís-
lensku hestana. Arabísku hest-
arnir hafa bara þrjár gangtegund-
ir og því er ekki hægt að líkja því
saman við íslenska fimmganginn.
Og töltið, það er svo þægilegt,
sagði Terry Dellunto.
Það er Sveinn Jóhannsson á
Varmalæk sem sá um skipulagn-
ingu þessarar hestaferðar á fjórð-
ungsmótið en auk bandarísku
hjónanna voru Hollendingar,
Þjóðverjar, Svisslendingar og
einn Dani í hópnum auk íslend-
inganna.
Sveinn sagði að ástæðuna til
þessara ferða með útlendinga
mætti rekja allt aftur til ársins
1974 en þá hefði hann farið fyrir
hópi fólks suður hálendið á veg-
um hins kunna þýska hestamanns
Peter Berends.
- Síðan hefur þetta spurst út
og það er talsvert um það að út-
lendingar leiti til mín, sagði
Sveinn Jóhannsson.
Það var margt ógert er blaðamenn Dags skoðuðu mótssvæðið á Melgerðismelum.
„Vonum það besta“
- segir Viðar Þorieifsson
- Ég er búinn að vera hér í
fimm daga að meira eða minna
leyti og ætli þessu verði bara
ekki lokið í tæka tíð. Við skul-
um alla vega sjá til og vona það
besta, sagði Viðar Þorleifsson,
„pípulagningarmaður‘% betur
þekktur sem brunavörður er
blaðamaður Dags hitti hann að
máli inni á Melgerðismelum.
Viðar sem er lærður pípulagn-
ingarmaður var að koma snyrti-
aðstöðunni á Melunum í sann-
kallað himnalag og fimmtán kló-
sett og átta handlaugar biðu þess
að vera sett á réttan stað.
- Það má segja að ég sé hesta
maður án hests, svaraði Viðar ei
hann var spurður af hverju hani
væri að vinna þarna og bætti svi
við að hann hefði eitt sinn átt
hest og gengið þá í félagið og
þannig hefðu framkvæmdaaðila
mótsins haft upp á honum.
Terry Dellnnto.
„Eins
koma
6 - DAGUR - 1. júlí 1983