Dagur - 01.07.1983, Blaðsíða 12
wmm
Akureyri, föstudagur 1. júlí 1983
Bautinn - Smiðjan auglýsa:-----------
í smiðju um helgina
Sigfús Halldórsson og Þorvaldur Hallgrímsson spila fyrir
matargesti frá föstud. - sunnudags.
Þorvaldur spilar einnig önnur kvöld vikunnar.
Melgerðismelar:
Fjöldi fólks
tíl starfa
Fjórðungsmót norðlenskra
hestamanna var sett með
pomp og prakt á Melgerðis-
melum í Eyjafirði í gær. Fjöldi
fólks var viðstaddur setningar-
athöfnina en fólk var farið að
streyma á svæðið þegar á mið-
vikudag.
- Þetta er alveg gífurleg vinna
að skipuleggja alla vinnu við
þetta mót, sagði Gunnar Þór
Magnússon er blaðamenn Dags
höfðu tal af honum skömmu fyrir
setningu mótsins.
- Það var talað um að það
þyrfti að hafa hér a.m.k. 300
vaktir en ég sé það núna þegar ég
lít yfir pappírana að það er alltof
lítið. Ætli 400 séu ekki nær lagi,
sagði Gunnar og bætti því við að
auk vaktanna yrði ótrúlegur
fjöldi fastra starfsmanna á mót-
inu.
Heildarfjöldi starfsmanna
væri því mjög mikill þegar þess
væri gætt að á hverri vakt störf-
uðu frá tíu upp í fjörutíu manns.
, ,Kvöld vökurnar
verða léttar og
skemmtilegar4 6
— segir Hómgeir Valdemarsson,
k völd vökustj óri
Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna hófst á Melgerðismelum í gær í ein-
stakri veðurblíðu. Vonandi helst sama veðurblíðan yfír helgina en mótinu lýk-
ur á sunnudag.
Hjónin að Þingvallastræti 22:
Fengu ekki frest
„Það er ekki í mínu valdi eða
Hæstaréttar að veita frest,“
segir í bréfi sem Ólafi Rafni
Jónssyni og Danielle Somers
hefur borist frá Þór Vilhjálms-
syni forseta Hæstaréttar.
„Þetta þýðir að sá lögmaður
Veður
Það var Hafliði Jónsson, veður-
fræðingur, sem sagði okkur að
við fengjum gott veður hér um
slóðir.“ Það verður hiýtt hjá ykk-
ur en skýjað. Þið megið búast við
sóiarglennu við og við hægviðri
mest, en það geta komið súldar-
dropar. Þetta á við um alla helg-
ina,“ sagði Hafliði.
sem við höfum nú fengið hefur
nauman tíma til að koma þessu
máli frá sér ef það verður
enduropnað, eins og við hy-
ggjumst i'ara fram á að gert
verði,“ sagði Ólafur Rafn í
samtali við Dag.
í fyrrnefndu bréfi frá forseta
Hæstaréttar segir ennfremur:
„Eftir samtal okkar Ólafs R.
Jónssonar og lestur fylgiskjala
(. . .) sé ég ástæðu til að ítreka
þá ábendingu sem ég lagði
áherslu á í samtalinu að full þörf
er á að fá lögmann til að gæta
hagsmuna ykkar. Af fylgiskjölum
verður ráðið að þið hyggist beið-
ast endurupptöku hæstaréttar-
málsins sem dæmt var 25. mars,
slík endurupptökubeiðni þarfn-
ast undirbúnings og gefur þetta
atriði á ný tilefni til að leggja
áherslu á jáessa ábendingu.“
Eins og kunnugt er fóru Ólafur
Rafn og Danielle fram á að fram-
gangi dómsins frá 25. mars, þar
sem þeim er gert að vera á brott
úr íbúð sinni 10. júlí nk., yrði
frestað. Ástæðan fyrir beiðni
þeirra var sú að þau hyggjast fá
málið enduropnað fyrir Hæsta-
rétti og lögmaður þeirra, Jón E.
Ragnarsson, hafði gefið nokkuð
góða von um að það fengist en
varð þá skyndilega bráðkvaddur.
Hjónin hafa nú fengið annan lög-
mann en sá hefur, sökum synjun-
arinnar, heldur nauman tíma.
Þess munu engin dæmi þekkjast,
að dómsmál sem einstaklingar
hafa staðið í, hafi fengist endur-
opnuð fyrir Hæstarétti.
Hæstiréttur hefur ekki vald til
að veita umbeðinn frest en dóms-
málaráðherra mun hafa það vald.
„Það er því næsta skrefið að leita
til hans með þetta erindi," sagði
Ólafur Rafn Jónsson.
„Þó ég segi sjálfur frá þá held
ég að kvöldvökurnar verði létt-
ar og skemmtilegar því uppi-
staðan í dagskránni er létt-
meti,“ sagði Hólmgeir Valde-
marsson, sem séð hefur um að
undirbúa kvöldvökur á Fjórð-
ungsmótinu á Melgerðismel-
um, sem verða á föstudags- og
laugardagskvöld.
„Á kvöldvökunum verður
menningarlegt efni með en meiri-
hluti efnisins er grín sem vonandi
fellur í góðan jarðveg. Jóhann
Már Jóhannsson, bóndi í Kefla-
vík í Hegranesi, syngur bæði
kvöldin og sömuleiðis munu ung-
lingar sýna reiðlist. Þá má nefna
gamanvísur, blásaratríó, harm-
onikudúett og á laugardagskvöld-
ið verður Sigurður Hallmarsson,
frá Húsavík, potturinn og pann-
an í öllu saman. En til að
stemmningin verði góð á kvöld-
vökunum verða áhorfendur að
vera með á nótunum því við
leggjum mikið upp úr hressileg-
um fjöldasöng,“ sagði Hólmgeir
Valdemarsson.
5/536
5/539,
Frá
herradeild
Nýkominn glæsilegur
sportfatnaður
í miklu úrvali.
☆
Schiesser#
merkið sem tryggir gæðin.