Dagur - 01.07.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST?
Akureyrskir kammer-
blásarar til Noregs
— Tónleikar í Skemmunni á sunnudaginn
Dagana 11.-17. júlí 1983
heldur WASBE (World
Assosiation for Simphon-
ic Bands and Ensembles)
fyrstu ráöstefnu sína í
Skien í Noregi.
Til þessarar ráðstefnu
mæta hljómsveitarstjór-
ar, tónskáld o.fl. hvaö-
anæva að úr heiminum til
aö ræða sín áhugamál.
Til þessarar ráöstefnu er
einnig boðið 12 lúðra- eða
blásarasveitum víðs vegar
að og hafa Kammerblás-
arar Tónlistarskólans á
Akureyri, undir stjórn
Roars Kvam, orðið þess
heiðurs aðnjótandi að
vera boðið að halda þar
sjálfstæða tónleika til að
kynna íslenska blásara-
sveitatónlist. Er þetta
einstakt tækifæri til að
koma íslenskri tónlist á
framfæri og er ætlunin að
flytja bæði eldri verk svo
og verk sem samin hafa
verið sérstaklega fyrir
sveitina af Atla Heimi
Sveinssyni og Oliver
Kentish.
Sunnudaginn 3. iúlí
halda Kammerblásarar
Tónlistarskólans á Akur-
eyri tónleika í íþrótta-
skemmunni á Akureyri
þar sem flutt verður efn-
isskrá sú er leikin verður
í Skien. Einleik á básúnu
í verki Atla Heimis
Sveinssonar leikur
Edward Frederiksen.
Tónleikarnir hefjast kl.
20.30.
Jazzað
í göngugötunni
Sigbjörn Gunnarsson í
Sporthúsinu lætur ekki
deigan síga og í dag hefur
hann fengið nokkra fis-
létta jazzara til að létta á
yfirbragði göngugötunn-
ar.
Pað verður að öllum
líkindum Ingimar Eydal
sem mun leiða sveit tón-
listarmanna um refilstigu
göngugötunnar en blásið
verður til leiks um kl. 16.
Sporthúsið var einnig
með götumúsikkanta í
göngugötunni sl. föstu-
dag en þá voru það
Möðruvallamunkarnir
sem tróðu upp. Og svo
má nefna að föstudaginn
eftir viku verður það lík-
lega Bara-flokkurinn sem
sjá mun um fjörið en
flokkurinn er nú nýkom-
inn frá Bretlandi þar sem
hljóðrituð var ný plata
sem væntanleg er á mark-
að í haust.
Páll heldur tón-
leika á Norðurlandi
Páll Jóhannesson tenór-
söngvari og Jónas Ingi-
mundarson undirleikari
halda 5 söngskemmtanir
á Norðurlandi næstu
daga.
Sú fyrsta verður á
Sauðárkróki nk. laugar-
dag kl. 15 og daginn eftir
er skemmtun á Siglufirði
á sama tíma. Næst liggur
leiðin í Miðgarð þar sem
skemmtun verður 5. júlí
kl. 21. Þann 7. júlí verður
skemmtun í Ydölum í
Þingeyjarsýslu kl. 21 og
sú síðasta í Borgarbíói á
Akureyri laugardaginn 9.
júlí kl. 17.
Þetta er önnur tón-
leikaferð Páls um
Norðurland en í fyrra
fékk hann mjög góðar
viðtökur gagnrýnenda og
áhorfenda. Páll er við
nám á Ítalíu. Á skemmt-
unum sínum nú syngur
hann fjölbreytta dagskrá
eftir innlenda og erlenda
höfunda.
Náttúrulækninga-
félagið sýnir
nýbygginguna
Náttúrulækningafélagið
á Akureyri efnir til kynn-
ingar á nýbyggingu sinni
í Kjarnaskógi á sunnu-
daginn. Fer kynningin
fram í þeim hluta bygg-
ingarinnar sem risinn er
en þar geta gestir fengið
sér kaffisopa og meðlæti
um leið og þeir skoða
teikningar af þeim mann-
virkjum sem fyrirhuguð
eru á svæðinu. Á sama
tíma verða flugáhuga-
menn með lendinga-
keppni á flugvellinum en
þaðan verður einnig svif-
flug og fallhlífarstökk.
Kynningin stendur frá
14—17 á sunnudag.
Nú er svo sannarlega
komið sumar og mannlíf-
ið ber þess gleggst vitni.
Allir eru auðvitað í
sumarskapi en til þess að
létta lundina enn frekar
þá verður hinn óviðjafn-
anlegi Þórskabarett á
ferðinni á Akureyri um
helgina, fyrst í kvöld og
svo aftur á sunnudags-
kvöld.
Þórskabarettinn virðist
eiga níu líf eins og kött-
urinn og að þessu sinni
mætir hann sterkari til
leiks en nokkru sinni
fyrr. Laddi, Jörundur,
Júlíus Brjánsson og Saga
Jónsdóttir sjá um að kitla
hláturtaugarnar í ár en
hið átta manna Dans-
band undir stjórn hins
eina og sanna Árna
Scheving sér um að halda
uppi fullum dampi á
kabarettinum allt kvöld-
ið.
Ættarmót
í Skagafirði
Afkomendur Hólmfríðar
Guðmundsdóttur og Ei-
ríks Eiríkssonar sem
bjuggu á Skatastöðum í
Austurdal í Skagafirði
1856-1890 ætla að hittast
að Steinsstaðaskóla í
Tungusveit, helgina 15,-
17. júlí í sumar. Þar er
mjög góð aðstaða til
mannfunda.
Gert er ráð fyrir að
fólk komi sem flest til
leiks á föstudagskvöld og
verða gestir þá ávarpaðir
en síðan skemmta menn
sér við samræður, söng
og dans eitthvað fram
eftir kvöldi. Á laugardag
er þess vænst að þorri
gesta fari fram í Skata-
staði
Motinu verður síðan
slitið á sunnudag með
guðsþjónustu í Reykja-
kirkju.
Þótt sitthvað verði gert
til að létta mönnum lund-
ina er þó ekki síst ætlast
til þess að hver skemmti
öðrum.
Enda þótt niðjar
Skatastaðahjóna séu
dreifðir um allt land vek-
ur athygli hve margir
þeirra hafa haldið tryggð
við Skagafjörð og eru
búsettir þar.
Þeir sem hugsa sér að
taka þátt í fagnaði þess-
um geta snúið sér til sr.
Jóns Bjarmans, sími 91-
45036, Sindra Sigurjóns-
sonar, s. 91-33470, Skúla
B. Steinþórssonar, s. 91-
41173 og Magnúsar H.
Gíslasonar í síma 91-
17743.
,Nýkomnar.
flugu-
tvíhendur
12V2 fet kr. 2.900.
14 fet kr. 3.320.
15 fet kr. 3.486.
Flatt girni í undirlínur
Fluguúrval
Allt í sport-
fiskiríið.
lii Eyfjörð o
Hjalteyrargötu 4, aiml 25222
Opið laugardaga 10-12.
Heyrnardeild Heilsuvernd-
arstöðvar Akureyrar í
Læknamiðstöð Akureyrar
verður lokuð vegna sumarleyfa sem hér segir:
Heyrnartækjaþjónusta frá 1. júlí - 26. júlí.
Heyrnarmælingar frá 1. júlí - 22. ágúst.
Heilsuverndarstöð Akureyrar.
Til sölu VW Jetta
GL árg. ’82.
Sjálfskipt, ekin aðeins 8.000 km. Bíll í algjör-
um sérflokki.
Þórshamar hf. sími 22770.
Engin
samskeyti
NOXYDE
gúmmíteygjanleg
samfelld húð
fyrir málmþök.
• Er vatnsheld.
• Inniheldur cinkromat og hindrar
ryðmyndun.
• Ódýr lausn fyrir vandamálaþök.
LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA
S. Sigurðsson hf.
Hafnarfirði, símar 50538 og 54535.
Verðum á Akureyri í júlí
Getum enn bætt við verkefnum.
MELGERÐISMELAR ’83
Kynbótasýningar - Gæðingasýningar - Kappreiðar - Kvöldvökur - Dansleikir
Það verður líf og fjör á Melgerðismelum frá morgni til kvölds um helgina.
i 1. júlí 1983 w DAGUR-11