Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 2
Spurt í skólagörðunum: Hefurðu komið til útlanda? Rakel Reynisdóttir, 11 ára að verða 12: - Nei aldrei, en mig langar eitt- hvað. Arnar Már Amgrímsson, 10 ára verður 11 eftir 3 mánuði: - Nei, en mig langar til Frakklands, því ég held að þar sé gaman og ekki of heitt. Arnaldur Skúli Baldursson, 12 ára: - Já, til Mallorca, það var ofsa- lega gaman sérstaklega í sjónum. Konráð Þorsteinsson, 11 ára: Nei, en mig langar þangað sem Maradonna á heima. Þóra Guðný Baldursdóttir, 11 ára: - Já, til Ítalíu, Júgóslavíu og Austurrjkis. Það var skemmtil- egast á Ítalíu í tívolíinu. 2 - DAGUR-6. julí 1983 . . að vera refsivöndur í hlutverki sálusorgara“ - Spjallað við Valdimar Brynjólfsson, heilbrigðisfulltrúa á Akureyri „Starf okkar hér hjá heilbrigð- iseftirlitinu er fyrst og fremst það að fylgja eftir lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit og um tilbúning matvæla og annarra neyslu- og nauð- synjavara,“ segir Valdimar Brynjólfsson, heilbrigðisfull- trúi á Akureyri. „Hvað uin- hverfismál varðar höfum við eftirlit með mengun utanhúss, hvort sem um er að ræða sjón- mengun eða efnafræðilega. Við höfum einnig með hús- næðismál að gera, förum og skoðum t.d. ieiguíbúðir ef ósk- að er eftir því, öll hótel, sam- komuhús og sambærilega staði og stofnanir - eiginlega er ekk- ert okkur óviðkomandi í þeim efnum.“ Ekki alls fyrir löngu voru sett ný lög um hcilbrigðiseftirlit og að sögn Valdimars tóku þau í raun gildi hér um áramót en eru enn ekki orðin virk alls staðar á svæð- inu. Þar er kvcöið á um að tekin skuli upp svæöaskipting. Áöur var heilbrigðisnefnd í hverju sveitarfélagi en samkvæmt þess- um nýju lögum eiga svcitir nú að sameinast í ákveöin svæði. Til- gangurinn með þcssum breyting- um er aðallcga sá að ekkert svæði á landinu veröi án heilbrigðiseft- irlits. T.d. var það svo að Akur- eyri hafði slíkt eftirlit en sveitirn- ar í kring ekkert eða með öllu óvirkt. „Það hefur komið upp nokkur andstaða gegn þessum lögum," segir Valdimar, „sveit- arstjórnir eru óhressar út af öll- um þessum lögum sem dembast yl'ir þær og hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir þær sem ekki hafa haft starfsmcnn á launum við heilbrigðiseftirlit. En ég held þci að flestir scu á því að nauð- synlegt sé að vera í svona sam- tökum." - Þið hafið ekki lent í ncinum útistöðum þegar þiö hafið verið' að ganga fram í að fylgja lögum? „Nei, þó eru ekki alltaf allir starf okkar spanni allt frá því að vera refsivöndur yfir í hlutverk sálusorgara, fólk leitar til okkar með mál sem ekki hefur verið sinnt annars staðar og biður ásjár.“ - Spurningin er ef til vill út í hött: Er þetta mikið starf? „Það er misjafnt, það koma tímabil þegar allt er á fullu allan daginn, í annan tíma þarf að leita uppi verkefni. Samkvæmt lögum eiga ekki að vera fleiri en tíu þús- und íbúar á hvern heilbrigðisfull- trúa og samkvæmt því ættum við að vera tveir á Akureyri. Á sumr- in starfar hér auk mín Sigurður Bjarklind og í sumar verður hér maður auk hans í tvo mánuði, Páll Bergsson." Það eru að verða síðustu for- vöð að fræðast um ætt og upp- runa Valdimars Brynjólfssonar. „Ég er fæddur og uppalinn á Selfossi, foreldrar mínir eru Brynjólfur Valdimarsson, mjólk- urbílstjóri og Lilja Eiríksdóttir. Ég kom hingað til Akureyrar í janúar 1980 og tók þá við þessu starfi. Áður var ég héraðsdýra- læknir á Snæfellsnesi í 11 ár.“ Valdimar er giftur Jakobínu Kjartansdóttur, dóttur Kjartans Ólafssonar sem var póstur og leikari hér á Akureyri og Þórdís- ar Jakobsdóttur. Þau hjónin eiga tvær dætur. - Gefur heilbrigðisfulltrúi sér ekki tíma til að hugsa um annað en starfið? „Sá tími er nú ekki mikill. Annars fór ég að kaupa mér hús og allur aukatími fór í að lagfæra það. Annars hef ég gaman að skák og góðum bókum, til dæmis.“ - Er Akureyri fallegasti bær á landinu? „Ég get ekki dæmt um það. Þegar við fáum bréf frá Náttúru- verndarráði klykkja þeir alltaf út með slagorðunum, gerum Akur- eyri aftur að fallegasta bæ á land- inu. Og við gerum okkar besta til að svo megi verða.“ Valdimar Brynjarsson: „í alla staði hafa samskipti okkar við almenning, jafnt atvinnurekcndur sem neytendur, verið mjög góð. Mynd: KGA ánægðir þegar við t.d. fjarlægum bíla og annað sem er til óprýði í umhverfinu. En slík mál hafa alltaf leyst í bróðerni. Við gæt- um gert meira af því að fara inn á einkalóðir, en höfum yfirleitt látið ábendingar til viðkomandi nægja. Og við höfum átt gott samstarf við verslanir í bænum þær vilja aðhald í þessum málum. í alla staði hafa samskipti við al- menning, jafnt atvinnurekendur sem neytendur, verið mjög góð. Það má eiginlega segja að þetta - Hilmar og hans menn hafa staðið sig vel í stykkinu Ánægður útsvarsgreiðandi hringdi: Það er alltaf verið að agnúast út í „bæjarapparatið" okkar. Allir hafa allt á hornum sér, en vilja ekki sjá neitt jákvætt. Það er alla vega mun algengara en hitt, að menn geti hælt einhverju. sem bæjarstarfsmenn gera. Það ætla ég hins vegar að láta eftir mér að þessu sinni. Ég hef fylgst nokkuð með framkvæmdum við hraðbrautina um miðbæinn og tel að þar hafi verið sérstaklega vel og röggsam- lega staðið að verki. Fram- kvæmdum hefur miðað vel áfram það sem af er sumri og ég er illa svikinn ef þær verða ekki vel á undan áætlun þegar upp er staðið. Hilmar Gíslason og hans menn hafa staðið sig vel í stykk- inu við þessar framkvæmdir, eins og þeir gera raunar miklu oftar en hitt. Það er svo annað mál, hversu sáttir menn eru við þær útlits- breytingar sem verða á bænum við allar þessar uppfyllingar. Sú mun hafa verið tíðin, að fjöru- borðið var við Hafnarstræti, þar sem Amaro og aðrar stórbygg- ingar standa nú. Árið 1983 er fjaran hins vegar komin út í miðj- an Poll. En úr því sem komið er dugir ekki annað en sætta sig við þetta. Við verðum bara að vona, að húskumbaldarnir, sem enn standa eins og nátttröll á fram- kvæmdasvæðinu, hverfi sem fyrst. Við verðum líka að vonast til þess, að eigendur þeirra húsa sem standa um ókomna framtíð á miðbæjarsvæðinu, sjái til þess að þau líti sómasamleea út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.