Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 11
Kristin trú mótandi afl — Ályktun Prestastefnu íslands 1983 I. Á fimm hundruð ára fæðingaraf- mæli siðbótarmannsins Marteins Lúthers vill prestastefna íslands 1983 minna á þann ómetanlega arf sem íslenska þjóðin hefur þegið af honum. Lúther benti til upphafsins, Orð Guðs, og byggði kenningu sína á því. II. Kristin trú hefur allt frá kristni- töku verið miðlægt og mótandi afl í lífi íslensku þjóðarinnar. Siðbót Lúthers færði heilaga ritn- ingu nær alþýðu manna, sem meðal annars verk Guðbrands Þorlákssonar, Hallgríms Péturs- sonar og Jóns Vídalíns vitna um. íslenska þjóðin þarf á að halda sameinandi afli kristinnar trúar og veitir leiðsögn á öllum sviðum þjóðfélagsins. Pað varðar miklu að tengsl þjóðar og kirkju haldist sem nánust og lögformleg staða kirkjunnar sé skýr. Þannig verð- ur lúthersk arfleifð best rækt í þjóðfélagi samtíðar og framtíðar. III. Kenningar Lúthers um réttlæt- ingu af trú og hinn almenna prestadóm eru meginþættir í trú- arhugsun hans og eru sígildar, en þurfa túlkunar við með hverri kynslóð. Réttlæting af trú merkir að maðurinn er frjáls til samfé- lags við Guð og laus undan ánauð tilgangsleysisins. Lúther brýnir hvern kristinn mann að taka trú sína alvarlega og þora að breyta samkvæmt henni á vettvangi þjóðlífsins. Kirkjan, samfélag allra kristinna manna, boðar Jesú Krist og á því að fjalla um hvert það mál er varðar líf og heill einstaklinga og samfélags. Ekkert er kristnum manni óvið- komandi. IV. Prestastefna íslands fagnar aukn- um skilningi á gildi siðbótarinn- ar. Jafnframt fagnar hún gagn- kvæmum skilningi og samstarfi kirkjudeilda á grundvelli Guðs orðs. V. Prestastefna íslands telur að ís- lensk kirkja varðveiti bes’t hinn lútherska arf með því að reyna jafnan að svara nýjum þörfum samtímans og vill: 1. Auka almenna þekkingu á lífi, starfi og kenningu Mart- eins Lúthers. 2. Nýta nútíma boðunarleiðir svo sem myndbönd og tölvur til hjálpar við almenna krist- indómsfræðslu. 3. Leggja aukna áherslu á menntun leikmanna til safn- aðarstarfs og hvetja til þátt- töku þeirra í kirkjulegu starfi. 4. Standa vörð um rétt mannsins til lífs, frelsi hans og almenn mannréttindi. 5. Að kristnir menn sameinist gegn og fordæmi vígbúnaðar- hyggju og vinni að auknum skilningi, vináttu og friði þjóða í milli. 6. Vara við rányrkju og ofnýt- ingu á Guðs gjöfum, gæðum lands og sjávar. Þar sem töluvert hef- ur borið á því að Dag- ur komist ekki til skila vegna illa merktra póstkassa eru áskrif- endur beðnir að ganga úr skugga um að merkingar á póst- kössum þeirra séu með þeim hætti að ekki sé hætta á rugl- Garðhúsgögnin vinsælu til afgreiðslu strax. Gerið pantanir sem fyrst, meðan birgðir endast. Þessi garðhúsgögn hent'a vel á opin svæði og útivistarstæði, einnig á sólpallinn, svalirnar og við sumarbústaðinn eða úti við veitingastaði. Seljum kjóla í háum gæðaflokki á rýmingarsölu næstu daga. Mikið úrval - Mikil verðlækkun Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Opið í hádeginu. Sunnuhlíð sérverslun ® 24014 meó KvenfatnaÓ Félagsheimili - skrifstofur - íbúð Til sölu eru 2., 3. og 4. hæö Ráöhústorgs 3 Akur- eyri. Gólfflötur hverrar hæöar er um 106 fm. Fast- eignin er öll nýlega endurnýjuð og hentar mjög vel fyrir skrifstofur, sem félagsheimili og að hluta fyrir íbúö. I húsinu er m.a. 40 manna salur. Góöur möguleiki er að koma fyrir lyftu í húsinu. Fasteignin selst sem ein heild eða hver hæð fyrir sig. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar veittar aö Ráöhústorgi 3 Akureyri 2. hæð í síma 96-22890 kl. 9-12 og 14-16 allavirka daga. Trésmiðafélag Lífeyrissjóður Akureyrar trésmiða. AKUREYRARBÆR Bygginganefnd Akureyrar vekur athygli á því að samkvæmt byggingarreglum er óheimilt aö gera breytingar á húsum þ.á m. útliti húsa, svo sem klæöningu utaná hús, breytingum á gluggum og fl., nema Bygginganefnd Akureyrar hafi áöur samþykkt breytinguna. Ennfremur er athygli vak- in á því aö allar byggingaframkvæmdir, nýbygg- ingar og breytingar, skulu unnar undir stjórn lög- giltra byggingameistara. Akureyri, 04.07.1983. Byggingafulltrúinn á Akureyri. HITACHI PRK Útboð Tilboð óskast í jarðvinnu vegna byggingu Síðuskóla í Glerárhverfi. Utgröftur um 7000m3, fyllingar um 5000m3, og frárennslis- lögn 146m. Útboðsgögn veröa afhent á Teiknistofu Húsa- meistara Akureyrarbæjar Kaupangi viö Mýrarveg, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuö á sama staö þriðjudaginn 12. júlí kl. 11.00. Akureyrarbær Húsameistari. 6. júlí 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.