Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 06.07.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, miövikudagur 6. júlí 1983 WÓNUSTA FYRIR r r HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA S a s £ M Laxárvirkjun og Lands- virkjun sameinast Þorvaldur Ásgeirsson, golf- kennari, verður staddur á Akur- eyri frá nk. föstudegi um einnar viku skeið og geta féiagar í Golf- klúbbi Akureyrar notið tilsagnar hans á golfveilinum. Allar nánari upplýsingar fást hjá GA á Jaðarsvelli og þar verð- ur einnig hægt að panta tíma. - Hagkvæmasta lausnin fyrir alla landsmenn, segir Valur Arnþórsson „Við norðanmenn göngum heilshugar að þessu samstarfi, enda teljum við þetta hag- kvæmustu og tryggustu leiðina við öflun orku og dreifingu hennar um landið," sagði Val- ur Arnþórsson, fyrrverandi stjórnarformaður Laxár- virkjunar í samtali við Dag. Laxárvirkjun sameinaðist Landsvirkjun um sl. mánaðamót, samkvæmt sameignarsamningi Akureyrarbæjar, Reykjavíkur- borgar og ríkisins. Eftir samein- inguna á Akureyrarbær 5.475% í Landsvirkjun, Reykjavíkurborg 44.525% og ríkissjóður íslands 50%. í upphaflegum lögum um Landsvirkjun var gert ráð fyrir því að Laxárvirkjun gæti einhliða ákveðið að fyrirtækið sameinað- ist Landsvirkjun. Með skírskotun til þess var ákveðið af hálfu eig- enda Laxárvirkjunar á árinu 1978, að leita eftir sameiningu eða samstarfi við Landsvirkjun. Leiddi það til sameiningarsamn- ingsins, sem undirritaður var 27. febrúar 1981. Valur Arnþórsson var kosinn í stjórn nýrrar Landsvirkjunar af hálfu Akureyrarbæjar. Fyrir rík- ið eiga Árni Grétar Finnsson, Baldvin Jónson, Böðvar Braga- son og Ólafur Ragnar Grímsson sæti í stjórninni og fyrir Reykja- víkurborg eru þar Davíð Oddsson, Birgir ísleifur Gunn- arsson og Kristján Benediktsson. Eignaraðilar virkjunarinnar eiga að koma sér saman um níunda manninn sem formann. Það tókst nú og var Jóhannes Nordal kosinn. Nái eigendur Landsvirkj- unar ekki samkomulagi um hver skal vera formaður skal hann skipaður af Hæstarétti. Knútur Otterstedt, sem verið hefur framkvæmdastjóri Laxár- virkjunar frá 1965, hefur verið ráðinn svæðisstjóri Lands- virkjunar á Norður og Austur- landi. Landsvirkjun er nú að byggja mikið stórhýsi við Gler- árgötu. Valur Amþórsson. Það var ekki amalegt hljóðið í Hafliða Jónssyni, veðurfræð- ingi í morgun er blaðamaður forvitnaðist um veðrið hér fyrir norðan næstu tvo daga. „Það verður áfram þetta blíðskaparveður hjá ykkur þarna fyrir norðan,“ það má búast við að það verði skýað með köflum í dag, en á morg- un verður hæg sunnanátt heiðríkja og sólskin. Það er svo gott þama hjá ykkur fyrir norðan að það væri góður meirihluti fyrir því á vcðurstof- unni að flytja hana þarna norður til ykkar,“ sagði Haf- Iiði Jónsson, hress að vanda. Auðvitað erum við langbestir sem erum í 5. flokki hjá . . . Mynd: KGA # Afblessuðum læknunum „Góðir læknirar og aðrar hjúkrunarkonur,“ sagði eitt sinn merkur maður. Margir hverjir vilja halda því fram að læknarnir okkar hafi svim- andi upphæðir í laun. Þeir sem þessu vilja halda fram fá þá gjarnan skæran öfund- arglampa í augun um leið og upphæðirnar eru nefndar. Samkvæmt heimildum S&S hafa læknar Akureyrarspítal- ans nú um 85 þús. kr. í mán- aðarlaun að meðaltali. Þeir hæst launuðu hafa því vel yfir hundrað þúsund kr. á mánuði. „Aðrar hjúkrunar- konur“, eins og maðurinn sagði, hafa hins vegar um 23 þúsund krónur f meðallaun. Er þá reíknuð með yfirvinna og vaktavinnuálag. Hér er eingöngu um að ræða laun frá spítalanum en auk þess starfa margir læknarnir viðar, t.d. á Læknamiðstöðinni. • Hvað er neysluvara? I síðasta dálki var drepið á verslunarmenningu á Akur- eyri. Þar var m.a. sagt „að að- eins skuli selja neysluvöru um söluop eða „lúgur“.“ Hér var ekki verið að gera að þvi skóna að þessi regla væri þverbrotin, enda umdeilan- tegt hvað flokkast undir „neysluvörur“. Þar við bætist að öilum þeim verslunum sem hafa söluop er heimilað að selja um þau allar þær vörur sem þær hafa á boð- stólum. Það er hins vegar svolítið hjákátlegt að sjá „lúgurnar“ í formi einhvers konar spilverks inni i mörg- um „sjoppum“ bæjarins miðjum. En það kemur sér vel fyrir vipskiptavininn að komast i húsaskjól á meðan hann verslar. # Hasshundur í ham Hart var leitað eftir hassi þeg- ar fyrsta áætlunarvéi Flug- leiða kom til Akureyrar beint frá Kaupmannahöfn. Far- angrinum var raðað skipu- lega upp á hlaði flugstöðvar- innar, beint fyrir framan far- þegana. Síðan gekk hundur- inn þefandi umhverfis far- angurinn en loks óð hann yfir hrúguna miðja. Voru ekki allir farþegarnir jafn hrifnir af þessum aðförum; minntust ekki slíks hundagangs frá Keflavíkurflugveili. Þar hnusa hundarnir að vísu af farangrinum en það fá þeir ekki að gera beint fyrir fram- an nefið á farþegunum. En á meðan hart var leitað að óleyfilegum varningi ( far- angrinum labbaði áhöfn þot- unnar af gömlum vana beint upp í flugturn, rétt eins og um venjulegt innanlandsflug væri að ræða. Vedur Riflega einn karl á konu - íslendingum fjölgaði um 1,5% á sl. ári íslendingar voru alls 235.453 talsins þann 1. des. síðastlið- inn, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar og hafði okkur þá fjölgað um 3.495 - eða 1,5 prósent. Fjölgun á Akureyri var aðeins minni en landsmeð- altal, eða 1,12 prósent. í öðr- um kaupstöðum norðanlands hefur mannfjölgun yfirleitt verið hlutfallslega meiri en á landsvísu. Eins og við er að búast eru flestir á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 86 þúsund manns búsett- ir. Kópavogur er stærstur kaup- staða með rúmlega 14 þúsund íbúa. Akureyringar eru nákvæm- lega 13.758 talsins en voru árið áður 13.605 og hefur því, eins og fyrr er nefnt, fjölgað um 1,12 prósent. og svo við gerumst svo- lítið „lókal“ og höldum okk- ur við Norðurlandið hefur Húsvíkingum fjölgað um 1,6%, úr 2.446 í 2.487. Dalvík- ingar eru orðnir 1.341 en voru 1.308 - fjölgun um 2,5 prósent. Sauðkrækingum hefur fjölgað um 3,3 prósent, úr 2.221 í 2.295. Á Blönduósi hefur fjölgunin orð- ið úr 989 um 5,5 prósent í 1.044. Að kaupstöðum undanskildum eru S-Þingeyingar 2.875 taisins; N-Þingeyingar eru 1.714; Skag- firðingar 2.281 og vér Eyfirðingar eru 2.623. Og ef einhver kynni að hafa áhuga á því þá eru karlar á land- inu tæplega tveimur þúsundum fleiri en konur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.