Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 2
 Hvað er skemmtilegast aö gera í skólagörðunum? Emma Geirsdóttir, 11 ára: I- Vökva og láta niður fræ og I leika sér eins og í dag. Arney Ingólfsdóttir 9 ára að verða 10: - Vökva, setja niður kartöflur og leika mér. Ægir Þormar Dagsson, verður 11 á þessu ári: - Stríða stelpunum, vökva, slást og leika mér. I Arndís Ólafsdóttir, 11 ára: I Vökva, setja niður og leika mér þegar er frí. Hólmfríður Rúnarsdóttir, 11 nei 10 ára: - Setja niður og leika mér. „Ætli þetta sé ekki hálfgerður sjúkdómur. Það virðist ekkert vera til sem getur stoppað mann í því að halda sínu striki og þá er ekki um annað að ræða en að fara af stað og taka á honum stóra sínum.“ Þetta segir ungur Akureyring- ur, Páll Jóhannesson, sem fékk þennan „sjúkdóm" sem hann nefnir og er söngurinn. Páll er Akureyringur og ólst upp hér í bæ. Hann gekk venjulegan menntaveg og hóf nám í skipa- smíði hjá Slippstöðinni. Hann var búinn að vera þar við nám í tvö ár þegar hann fór af stað í sönginn fyrir alvöru. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á söngnum og dreif mig í tíma til Sigurðar Demetz er ég frétti að hann væri kominn í bæ- inn til að kenna söng. Svo þegar ég var búinn að vera hjá Dem- etz um tíma var ég búinn ^að taka ákvörðun um að fara í söng- nám fyrir alvöru. Ég fluttist því til Reykjavíkur og hóf þar nám í söngskóianum og var Magnús Jónsson aðalkennarinn minn. í söngskólanum var ég í fimm vet- ur og vann við ýmis störf með skólanum, var við smíðar, stál- húsgagnagerð, í reiðhjólaverslun og fleira sem til féll.“ - Hvernig kemur svo Ítalíu- förin inn í dæmið? „Pað var nú tilviljun eins og svo margt annað. Það kom hing- að til lands heimsfræg söngkona og kennari Evgenía Ratti frá Ítalíu til að þjálfa raddir í Póly- fónkórnum í Reykjavík og til að halda námskeið. Eg dreif mig á þetta námskeið og hóf síðan að syngja í Pólyfónkórnum. En í gegnum kynni mín af Ratti fór ég á námskeið til Ítalíu sumarið 1981. Eftir þessa stuttu dvöl mína á Ítalíu var ég ákveðinn í að fara til frekara náms og dreif mig þangað strax um haustið aftur. - Hvernig var svo að koma þangað til lengri dvalar? „Það er náttúrlega mikill mun- ur frá því sem er hér heima. í þessari borg sem ég bjó í, sem heitir Piacenza, skammt frá Míl- anó, er mikill húsnæðisskortur og fékk ég aldeilis að kenna á því. Ég þurfti að búa á hóteli í einn og hálfan mánuð þar til ég fékk loks- ins lítið herbergi með aðgangi að eldhúsi. Þetta er merkileg borg og gömul því hún hélt upp á 2100 ára afmæli sitt fyrir stuttu og er því margt gamalt og fallegt að sjá. En veðrið er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Að vísu þekki 'í- :ílfe" ■ ■ : ■ '■ '■■■ . 1 i §fli|| 1 J ( H 1 6 ; ■ ■ rr T‘ SfiÉH! ég lítið annað en þennan ítalska vetur sem er frekar leiðinlegur. Það eru kuldar og rigningar og þar af leiðandi mikill raki frá miðjum október fram í miðjan apríl. Þá er sumarið líka komið og er það víst mjög gott. Því mið- ur hef ég ekki haft efni á að dvelja úti yfir þann tíma. Þetta gekk nú ekki sérlega vel fyrir sig fyrri veturinn minn þarna úti, því ég þoldi loftslagið illa og var með kvef og hálsbólgu meira og minna allan veturinn. En þetta var allt í góðu gengi síðast- liðinn vetur.“ - Hvernig gengur lífið fyrir sig hjá söngnemanda? „Þetta er mest skóli allan daginn, sem þarf að stunda vel ef árangur á að nást. Síðan er tölu- vert um að nemendur sæki söng- klúbba sem bæði gamlir söngvar- ar sækja svo og söngáhugafólk. Svo þarf náttúrlega að hafa sam- band við hinn almenna borgara sem er mjög vinalegur á ftalíu. Það vilja allir allt fyrir okkur út- lendinga gera; maður kynnist kaupmanninum á horninu, slátr- aranum og grænmetissalanum og þar fram eftir götunum.“ - En möguleikar á að fá að syngja? „Þeir eru kannski ekki mjög miklir en ég hef verið tiltölulega heppinn. Ég hef fengið tækifæri til að syngja í brúðkaupum, við messur og fleira og er það verk- efni sem söngkennarinn minn; hún Ratti hefur útvegað mér. Svo má ekki gleyma sönghátíð sem Ratti og ýmsir gamlir söngvarar, sem gerðu garðinn frægan á árum áður, standa fyrir. Þar koma þeir saman og syngja og bjóða nokkr- „Ég ákvað að hella mér út í sönginn,“ segir Páll Jóhannesson. um menendum að taka þátt í. Það var mikil upplifun." - Hvað er nemandi í sönglist á Ítalíu að gera heima á íslandi núna? „Ég hef nú ekki efni á að dvelja á Ítalíu yfir sumarið. Fyrir utan það að ég er að syngja hér víða á Norðurlandi núna þessa dagana. Svo þarf nú að vinna fyrir skólagjöldum, því það er ekki gefið að vera við nám í út- löndum á þessum tímum." - Framtíðaráætlanir og vonir? „Já, það er nú það segir Páll. Framtíðardraumurinn er að sjálf- sögðu að ná sem lengst, það er skrítinn söngvari sem hefur ekki slíkt takmark. Ég geri ekki ráð fyrir að fá mikið að gera hér heima svo ég set stefnuna á að dvelja úti og reyna fyrir mér þar.“ sagði Páll Jóhannesson að lokum. Við óskum honum alls hins besta á listabrautinni. Til hamingju hestamenn! Hestamaður hringdi: Ég vil koma á framfæri þakklæti til þeirra sem stóðu að hesta- mannamótinu sem fram fór á Melgerðismelum um síðustu helgi. Framkvæmd þess var til hreinnar fyrirmyndar. Norð- lenskir hestamenn geta verið stoltir af. Mótssvæðið á Melgerðismelum er einstaklega skemmtilegt frá hendi skaparans. En það gengur kraftaverki næst hverju hendur hestamanna hafa getað áorkað á svæðinu til að gera það sem best fyrir hestamannamót. Ég trúi ekki öðru en þarna sé besta móts- svæði hestamanna hérlendis. Það eina sem vantar er trjá- og runna- gróður. Þegar það er komið verð- ur þarna kjörið útivistarsvæði fyrir alla Eyfirðinga. Mér var sagt það af kunnugum fremra að nær engin vinna hafi verið keypt til framkvæmdanna, þar sem hestamenn lögðu nótt við dag í sjálfboðavinnu til að gera svæðið tilbúið fyrir mótið. Það eru alltaf gleðileg tíðindi að frétta af slíkri samvinnuhugsjón. Hún var algeng hér áður fyrr en fátíðari nú á tímum þar sem fæst- ir vilja hreyfa litla fingur nema fá greiðslu fyrir. Ég óska hestamönnum til ham- ingju með Melgerðismela og vona að þeir haldi áfram á sömu braut þar til mótssvæðið er full- búið. 2 - DAGUR - 11. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.