Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 11.07.1983, Blaðsíða 3
„Voru Akureyringar og aðr- ir Norðlendingar að afsala sér sjálfstæði í orkumálum með því að samþykkja sam- einingu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar?“ Það er Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri og fyrrum stjórn- arformaður Laxárvirkjunar, en núverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem svarar þessari spurningu. „Það er alveg ljóst, að Laxár- virkjun er ekki lengur rekin sem sjálfstætt fyrirtæki. Hún hefur sameinast Landsvirkjun eins og meira og minna hefur verið til umræðu allar götur síðan 1965, þegar Landsvirkjun varð til. Út frá því sjónarmiði má segja að sjálfstæði okkar í orkumálum sé ekki hið sama. Hins vegar má ekki gleyma því að sá meginá- fangi sem nú er náð í orkumálun- um er ekki sá að Laxárvirkjun leggst niður sem slík. Heldur hitt, að Landsvirkjun breytir um eðli og hlutverk. Fram að þessu hefur Landsvirkjun fyrst og fremst verið virkjunarfyrirtæki höfuðborgarsvæðisins með til- styrk ríkisins. En nú, fyrir tilstyrk Akureyrar, verður Landsvirkjun landsfyrirtæki sem á að þjóna landsbúum öllum jafnt. Enda er það beinlínis tekið fram að Landsvirkjun skuli selja rafork- una á sama verði um allt land frá þeim sölustöðum sem eru á meg- influtningalínunum." - Pú óttast ekki að hlutur heimamanna verði borinn fyrir borð, í samstarfi við Reykjavík- urborg og Ríkið, sem eiga um 95% í fyrirtækinu? „Við megum ekki gleyma því að Ríkið sem slíkt á að þjóna öllu landinu. Landsvirkjun mun að sjálfsögðu þjóna hagsmunum landsbyggðarinnar, þannig að hagsmunir landsmanna í heild séu í fyrirrúmi.“ Laxárvirkjun stöndug - Laxárvirkjun hefur verið stöndugt fyrirtæki fjárhagslega. Lausafjárstaða þess hefur verið góð, þannig að Akureyrarbær hefur fengið góðan arð af fyrir- tækinu. Landsvirkjun hefur hins vegar átt í rekstrarerfiðleikum. Heðfi ekki verið nær að njóta arðsins af Laxárvirkjun áfram? „Það kann vel að vera að í þessu máli togist á skammtíma- sjónarmið og langtímasjónarmið. Þegar þessir samningar voru undirritaðir og stefnan mörkuð með hinu upphaflega samkomu- lagi þá horfði þetta mál allt öðru vísi við. Þá stóðu Laxárvirkjun og Landsvirkjun nokkuð jafnfæt- is hvað varðar lausafjárstöðu. Hins vegar hefur staðan breyst á þeim aðlögunartíma sem liðinn er. Lausafjárstaða Landsvirkjun- ar hefur versnað vegna mikillar hækkunar á dollaralánum, gengisbreytinga og vegna mjög mikillar hækkunar á vöxtum af dollaralánum auk þess sem orku- verð til stóriðju er allt of lágt. Einnig hefur staða Landsvirkjun- ar versnað vegna þess að hún lenti í mjög slæmum vatnsárum, nú á síðustu árum, sem hafa ver- ið þurr og köld. Einnig hefur Landsvirkjun liðið fyrir halla- rekstur um alllangt árabil. Þá hlóðst upp skuldahali sem nú verður að taka inn í orkuverðið. Þetta hefur orðið til þess að Landsvirkjun hefur þurft að hækka taxta sinn verulega mikið. Laxárvirkjun hefur fylgt á eftir án þess að hafa sömu þörfina. Af þeim sökum hefur Laxárvirkjun safnast nokkuð fé. Þeir fjármunir eru þó ekki miklir miðað við þær miklu eignir sem Landsvirkjun hefur í rekstri sínum. Einnig ber að hafa í huga að hefði ekki orðið úr sameining- unni hefði Laxárvirkjun orðið að kaupa síaukinn hluta af sinni orkuþörf út af Lands- „Fórnuðum peði til að styrkja sóknarstöðuna“ - segir Valur Arnþórsson um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar virkjunarkerfinu á verði sem væntanlega hefði verið hærra heldur en við fáum sem aðilar að Landsvirkjun. Þar af leiðandi hefði hagur Laxárvirkjunar versn- að þegar til lengri tíma er litið á meðan hagur Landsvirkjunar hefði vænkast. Ég er ekki í vafa um það að ákvörðunin um sameiningu virkj- ananna þjónar langtímasjónar- miðum og hagsmunum Akureyrar mjög vel. En það má segja að við höfum fórnað peði til að styrkja stöðuna í sóknartaflinu.“ Orka fyrir álver - Nú er rætt um sókn í almenn- um iðnaði á Eyjafjarðarsvæðinu og jafnframt er horft til orkufreks iðnaðar. Hvenær getur Lands- virkjun útvegað næga raforku fyrir álver við Eyjafjörð? „Það er ekkert launungarmál að það er eitt af hinum stærri hagsmunaatriðum við sameining- una að Akureyri og Eyjafjarðar- svæðið munu verða mjög sterk í orkuflutningskerfi landsins. Ak- ureyri verður meiriháttar tengi- punktur í landskerfinu. Þannig kemur orkan til Eyjafjarðarsvæð- isins eftir þrem meginleiðum. Að vestan og austan eftir byggðalínu en að sunnan eftir nýrri línu sem verður lögð frá Þjórsársvæðinu yfir hálendið um Bleiksmýrardal og Garðsárdal í dreifingarstöðina á Rangárvöllum við Akureyri. Það er þess vegna ljóst að við munum með þessu móti í raun og veru rjúfa þá einangrun sem Ak- ureyri og Éyjafjörður býr við af þeim sökum að á okkar svæði eru engar af stærri orkulindum landsins. Ekki háhitasvæði eða stór fallvötn til virkjana. Þetta at- riði mun styrkja okkur í þeirri samkeppni sem óhjákvæmilega er í landinu um staðsetningu iðn- aðar, hvort sem hann er stór eða smár. Við virkjun Blöndu skapast svigrúm fyrir stóriðjufyrirtæki í líkingu við fyrirhugaða kísil- málmverksmiðju á Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarsvæðinu. Ef til á að koma umtalsverður orkuiðn- aður til viðbótar þarf að virkja meira. Þá er efst á blaði, eins og nú horfir, að snúa sér að Fljóts- dalsvirkjunum. Þær virkjanir, sem þar eru nú á landakortinu, eru með aflgetu upp á 1677 megawött og 8 þúsund gígastunda orku- framleiðslugetu. Það er meira en tvöföld orkuframleiðsla dagsins í dag í öllum orkuverum landsins. Fljótsdalsvirkjanirnar yrðu því aldrei reistar í einum og sama áfanganum heldur stig af stigi. Gæti orðið um 1990 Með fyrstu áföngunum, sem tald- ir eru álitlegir við Fljótsdalsvirkj- un, er talið að til verði næg orka fyrir stóriðju með 1000-1500 gígawattstunda orkuþörf á ári. Þar með yrði svigrúm fyrir álver í orkukerfinu. Þetta gæti orðið um 1990. Einnig gæti verið að aðrir smærri stóriðjukostir gætu þótt álitlegir. Það kemur fleira til Valur Amþórsson. greina en heilt álver. Þá koma að mínu áliti til greina aðrir virkjun- arkostir sem yrðu metnir út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Þarvil ég sérstaklega benda á Búrfell 2, sem er mjög álitlegur virkjunar- kostur.“ - Nú átt þú sæti í stóriðju- nefnd sem iðnaðarráðherra hefur nýlega sett á fót. Hafa einhverjir stóriðjukostir fyrir Eyjafjörð komið þar inn á borð? „Nei, enda er nefndin nýbyrj- uð að starfa, þannig að hún er enn að móta sína starfshætti. Það er því ótímabært að tala um Eyjafjarðarsvæðið í tengslum við stóriðjunefndina. Hún mun væntanlega hafa allt landið undir varðandi sínar athuganir. Hins vegar liggur það fyrir að iðnaðarráðuneytið lét gera hag- kvæmniathugun varðandi álverk- smiðju á íslandi. Athugunin var gerð í samstarfi við Árdal-Sund- al-verke í Noregi. Við athugun- ina voru tveir staðir hafðir í huga, Vogastapi og Eyjafjarðar- svæðið. Þegar á heildina er litið kentur Eyjafjarðarsvæðið mjög vel út í þeim athugunum. Það er þó alveg ljóst að það á eftir að gera enn frekari athuganir á Eyjafjarðarsvæðinu. Það þarf að kanna hvort hægt er að reisa hér álver án skaða fyrir umhverfið." Með opin augu og opinn huga - En þitt persónulega mat á þessum málum. Þurfum við álver til að fyrirbyggja fólksflótta frá Eyjafirði? „Ég vil fyrir mitt leyti skoða alla valkosti. Ég er hlynntur upp- byggingu almenns iðnaðar og tel að það sé traustasti og besti val- kosturinn. Á hann legg ég höfuð- áherslu. Hins vegar eigum við ekki að neita neinu varðandi stóriðju að óathuguðu máli. Við eigum að skoða möguleika á upp- byggingu stórra iðjuvera. Við erum vön stóriðjufyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu. Nýtt stór- iðjuver yrði ekki með fleiri starfs- menn en sum þau stóriðjufyrir- tæki sem hér starfa fyrir, þannig að slíkt iðjuver hefði ekki í för með sér umtalsverða félagslega röskun að mínu mati. Þess vegna held ég að við ættum að skoða alla þessa kosti opnum augum og með opnunt huga. Akureyri hef- ur styrkt stöðu sína í orkukerf- inu. Það er þýðingarmikið skref vegna framtíðarinnar. í stað þess að Akureyri hefur rekið lítið ein- angrað orkufyrirtæki fram að þessu þá verður það nú hennar hlutverk að sjá um alla megin- orkuvinnslu og orkuflutning á öllu Norður- og Austurlandi, allt frá Holtavörðuheiði norður og austur um til Hafnar í Horna- firði. Þessa nýju stööu þurfum við að nýta Éyjafjarðarsvæðinu til framdráttar". Tjaldborgartjald eykur ánægju útilegunnar * LÉTT GÖNGUTJÖLD MEÐ YFIRSEGLI * TVEGGJA MANNA ÁN YFIRSEGLS * ÞRIGGJA MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS * FJÖGURA MANNA MEÐ YFIRSEGLI * FIMM-SEX MANNA MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS Tjaldborgartjald eykur ánægju útilegunnar HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYR1 ■ SlMI (96) 21400 11. júlí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.