Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 2
- Ætti að leyfa útisölu á Ráðhústorginu? Þorleifur Ananíasson: - Nei, það held ég ekki Mér finnst t.d. að sala á mat vælum eigi að vera innandyra. Gústaf Oddsson: - Já, eindregið. Það ætti að hafa hér sem mest úrval af vörum. En þetta yrði að sjálf- sögðu að vera háð skilyrðum um hreinlæti. Níels Halldórsson: - Já, ég held að veiti ekki af að punta eitthvað upp á þetta torg. En hvað kaumannasam- tökin myndu segja, það er annað mál. Sölvi Sölvason: - Já, mér finnst að ætti að leyfa það. Það myndi lífga upp á bæinn. Snorri Guðmundsson: - Nei, það held ég ekki. „Ég kom þarna eins og hverannar sveitamaður“ Spjaltað við Xristján Hreinsson, íslandsmethafa í hástökki „Já, það urðu vlst ansi margir hissa þegar ég setti þetta Is- landsmet. Ég ber það líklega ekki utan á mér að vera neinn sportisti og hef heldur ekkert verið að halda því á lofti.“ Það er Kristján Hreinsson, nýbak- aður Islandsmeistari I há- stökki, sem er I viðtali Dags- ins að þessu sinni. Hann settist ásamt blaðamanni yfir kaffi- bolla á Bautanum og eins og svo margir sem verið hafa í viðtali Dags-ins, segist Islands- methafinn vera vondur í ætt- fræði. Undarlegt. Ég sem hélt að íslendingar væru frægir fyrir ættfræðiáhuga. Kristján er bóndasonur, frá Hríshóli í Eyjafirði, þar sem fað- ir hans, Hreinn Kristjánsson, býr félagsbúi með syni sínum, Sig- urgeiri. „Við systkinin eru allt í allt 5, samkvæmt síðustu taln- ingu,“ segir Kristján og tínir syk- urmola út í kaffið. Ég læt mér detta í hug hvort ekki megi gera dramatíska sögu úr þessu: Bóndasonurinn sem fór til útlanda og sigraði heiminn. En Kristján er lítið hrifinn af hug- myndinni. Það verður samt ekki af honum skafið að hann hélt til Noregs og tók þar þátt í Karlott- keppninni. Og þar setti hann ís- landsmet í hástökki. Sveif yfir 2,11 metra og sló þar með met sem var jafn gamalt honum sjálfum. Það setti Jón Þ. Ólafs- son fyrir 19 árum. „Ég hafði eiginlega aldrei dug í mér til að fara að æfa frjálsar íþróttir fyrr en í sumar,“ segir Kristján. „Maður var að keppa á hinum og þessum mótum en æfði ekkert fyrir þau eins og átt hefði að gera. Ég tók síðan nokkrar æf- ingar fyrir Meistaramót íslands og svo aðeins fyrir Karlott- keppnina sem var hálfum mánuði síðar.“ - Ég frétti að þú værir meidd- ur? „Já, það eru bólgur í fótunum. Þær stafa einfaldlega af of miklu álagi. Ég hef ekki stundað neinar undirbúningsæfingar. Þannig að það má eiginlega segja að ég hafi eki verið í stakk búinn til að stökkva svona hátt. Síðan hef ég mest legið og hvílt mig.“ - Stefndirðu að því að gera stóra hluti í þessari Karlott- keppni? „Ég reiknaði náttúrlega alls ekki með því að ég myndi setja met. Ég átti best 2.03 og leyfði mér af mikilli bjartsýni að vona að ég gæti bætt mig um 4-5 senti- metra. Það voru átta keppendur í greininni og ég kom bara þarna eins og hver annar sveitamaður, byrjaði á því að fara yfir 1.85. Þegar svo uppfyrir tvo metrana var komið var farið að saxast á keppendur.“ - Og þú náttúrlega ein tauga- hrúga . . . segir taugatrekktur blaðamaðurinn og glotir illyrmis- lega. „Það var nú svosem í lagi með taugarnar. Hinsvegar var ég bú- inn að stökkva allt of mörg stökk þennan daginn og var orðinn þreyttur." - Þetta hefur samt verið soldið gaman? „Tilfinningin var dálítið undar- leg, rétt á eftir. Auðvitað var maður alveg í skýjunum - of- boðslega ánægður. Og ekki hvað síst af því hvað þetta kom mikið á óvart.“ - Hvert á síðan að halda til keppni næst? „Það er meiningin að komast til Edinborgar í næsta mánuði. Meiðslin gætu komið í veg fyrir að ég færi því ég hreyfi mig ekki fyrr en ég er orðinn fullkomlega góður. Annars gæti þetta tekið sig upp með tilheyrandi skemmti- legum afleiðingum.“ - Sleppum íþróttum í bili, við hvað vinnirðu? »>Ég er við landbúnarstörf heima í sveitinni. Þar hef ég alltaf unnið á sumrin og verið í skóla á veturna. Ég er að hugsa um að reyna að komast í skóla fyrir sunnan í vetur og þá yrði líka hægt að æfa við boðlegar aðstæð- ur.“ - Það er greinilega ekki hægt að halda þér frá íþróttunum; hef- urðu eitthvað hugleitt framtíðina í því sambandi? „Ég held auðvitað áfram að æfa. En ég ætla ekki að gefa neina yfirlýsingar um árangur í framtíðinni. Ég reyni náttúrlega að bæta mig, auka tæknina og styrkja mig á allan hátt. En það næst ekki nema með æfingunni." Og hér fer vel á þvf að setja punkt. „Fallegasti bærinn“ - Garðyrkjudeild bæjarins hefur unnið kraftaverk, segir bréfritari Akureyringur skrifar: Margir láta í sér heyra í blöðum í þeim tilgangi einum að kvarta og kveina. Oft er svo sem ástæða til þess en nú ætla ég að brjóta regluna og hlaða hóli á ákveðna deild í bæjarapparatinu okkar. Þessi deild er garðyrkjudeild Akureyrarbæjar undir stjórn Árna Steinars Jóhannssonar, sem hefur unnið frábært verk á undanförnum árum. Það hefur tæpast farið fram hjá bæjarbúum að bærinn hefur tekið stakka- skiptum. Eitt sinn var Akureyri talinn fegursti bærinn á landinu en það verður að viðurkennast að bæinn okkar hefði sett ofan í þessu tilviki. En cftir að hitaveitufram- kvæmdunum var lokið skapaðist tækifæri til að gera átak í fegrun- armálum og það tækifæri hefur sannarlega verið nýtt. Víða hefur verið gengið frá opnum svæðum af miklum myndarbrag. Einnig hafa verið gróðursett tré hér og þar um bæinn. í mörgum tilvik- um hefur þar verið um fullorðin tré að ræða sem færð hafa verið til í stað þess að höggva þau. Fyrir vikið breytist umhverfið strax. Haldi svo fram sem horfir verður Akureyri aftur „fallegasti bær landsins“, ef hann er þá ekki þegar orðinn það. Ég trúi ekki öðru en bæjarstjórn standi mynd- arlega við bakið á garðyrkju- deildinni næstu árin með rífleg- um fjárframlögum þannig að Víst er að það er vilji bæjarbúa áfram verði haldið á sömu braut. að svo verði gert. 2 - DAGUR - 27. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.