Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRfKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Glöggt er gests augað Síðastliðinn vetur var í einu dagblaðanna sagt frá athyglisverðu viðtali við Afríkumann sem þá var hér á ferð m.a. til að kynna sér land og þjóð. Afríkumaðurinn spurði: „Hvers vegna er svona þungt yfir íslendingum?" - Svarið sem hann fékk var eitthvað á þessa leið: „Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna vandamálanna sem nú steðja að þjóðinni." Afríkumaðurinn sagði þá: „Vegna vanda- mála hér?“ Síðan lagði hann fyrir viðmælanda sinn eftirfarandi spurningar: „Sveltur fólk í þessu landi? Lifa menn hér í stöðugum ótta vegna hættu á hryðjuverkum, ránum eða jafn- vel morðum? Búa íslendingar við kynþátta- vandamál? Er hér mikið atvinnuleysi? Býr fólk hér við öryggisleysi í heilbrigðis- og húsnæðis- málum?" - Svarið við öllum þessum spurning- um var nei. Þá sagði Afríkumaðurinn: „Mér sýnist að ís- lendingar hafi fyrst og fremst áhyggjur af tvennu. Þeir eru yfirleitt of feitir og þeir eru mjög margir að berjast við að finna til þess leið að komast yfir annan bíl fyrir fjölskylduna," Þessi gestur okkar var sem sagt fljótur að átta sig á því að hér fyrirfinnast engin þau vandamál sem þyngst liggja á fjölmörgum þjóðum um þessar mundir. Hann virtist hafa sérstakt lag á því að láta það koma fram með óbeinum hætti þó að í hans augum séu vanda- málin hér hreinn hégómi séu þau borin saman við þau skilyrði sem mikill hluti mannkyns býr við í dag. Slík viðtöl ættu að verða til þess að við ís- lendingar gerum okkur betur grein fyrir hvað við erum lánsöm þjóð, hvað sigrar okkar á síð- ustu áratugum hafa reynst mikilvægir fyrir þjóðina. Okkur hefur tekist, þrátt fyrir ýmis mistök og þrátt fyrir vanmat á eigin getu og hæfni að búa þjóðinni betri og jafnari lífskjör og meira öryggi á flestum sviðum en nokkur þjóð býr við í dag. Ýmsum mun finnast að hér sé ofsagt, og því vil ég spyrja: „Hvaða þjóð býr við eins gott atvinnuöryggi og við íslendingar í dag. Hafið þið séð á ferðum ykkar um landið eins mikla fátækt og mannlega eymd og blasir hvarvetna við augum ferðamanna erlendis? Mörgum okkar finnst alltof mikill launamunur hér og raunar ekki síður alltof mikill munur á lífsað- stöðu yfirleitt. En ég vil þó spyrja: Hvar er þessi munur minni og hvar eru lýðréttindi meiri en hér? Okkur er hollt að íhuga vel þessi mál vegna þeirrar umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu. Það vantar mikið á að hún sé alltaf sett fram af ábyrgðartilfinningu eða miklu innsæi. Sú hætta er fyrir hendi að neikvæð umfjöllun fjölmiðla um lífsskilyrði í okkar landi, hæfni og getu þjóðarinnar til að standa undir velmeg- unarþjóðfélagi geti leitt til svartsýni og van- trúar á landi og þjóð. Og þegar slíkum öfugmælum er haldið að almenningi að víðast hvar í veröldinni sé betra að lifa en hér þá er þessi umræða komin á háskalegt stig. S.V. „léttur i út aí vanaHum- ð rýna, ems ,!3SSiSKSS— ati 4 - DAGUR - 12. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.