Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 12.08.1983, Blaðsíða 11
Það bj arg sem hægt er að byggj a á Það var ekki margt sem vakti forvitni mína í dagskrá sjónvarpsins okkar í síðustu viku, enda er það í árlegu sumarfríi, þó það sé ekki fríi. Frí er það samt. Þess vegna ýtti ég bara á takka „og not- aði kvöldið til annars“, eins og skáldið sagði. Þó eru á þessu tvær undantekningar. Ég horfði og hlustaði með mikilli ánægju á Mills- bræður á iaugardags- kvöldið og á þriðjudags- kvöldið horfði ég á bresk- an sakamálaþátt, „í vargaklóm“. Satt best að segja, stóð ég í þeirri meiningu þegar þátturinn með Mills- bræðrum var sýndur í fyrra skiptið á sínum tíma, að þeir væru fyrir löngu búnir að syngja sitt síðasta lag. Þess vegna var enn skemmtilegra að sjá þá og heyra blessaða og vel til fundið hjá sjón- varpinu að endursýna þáttinn. Það mætti raunar endursýna oftar góða þætti, ekki síst þá inn- lendu, á kostnað þess efn- is í dagskránni sem virist vera þar til uppfyllingar. „í vargaklóm“ byrjaði vel og fyrstu þættirnir byggðu upp spennu. En í lokin fannst mér þátturinn fara út um þúfur og mýrar, en það var samt humoriskur broddur í þessum þætti. Á sunnudaginn verður liðið ár síðan deild Ríkis- útvarpsins hóf formlega starfsemi sína á Akureyri, þó Akureyrarútvarpið sé í mínum huga mun eldra. Árin áður var Björgvin heitinn Júníusson allt í senn, útvarpsstjóri, tæknimaður, dagskrár- gerðarmaður og sendill í „Reykhúsinu“ og kom ótrúlega miklu í verk fyrir Akureyrarútvarpið, sem þó var formlega ekki til þá. Þetta gerði hann í hjáverkum með bíó- rekstrinum. Fleiri mætir menn lögðu hönd á plóginn. Jónas Jónasson hefur stjórnað Akureyrar- útvarpinu þetta ár sem liðið er. Hann getur litið með stolti um öxl. Starf- semin hefur gengið vel. Byrjunaragnúar hafa ver- ið sniðnir af og þættir frá Akureyri standa fram- leiðslu gamla Gufuradí- ósins ekkert að baki. Sumir þættirnir héðan eru með því besta sem heyrist á öldum ljósvakans. Ég nefni Náttfara, Spor- brautina, endur- minningaþætti Einars frá Hermundarfelli og sam- talsþætti Jónasar sem dæmi. Gestur Einar Jónasson er góður útvarpsmaður. Honum hefur tekist að gera hugljúfa þætti í byrj- un helga sumarsins, sem gaman hefur verið að fylgjast með. Mér finnst Gestur þó full hátíðlegur á stundum strákurinn; kann betur við grallarann í Gesti en prestinn. Ólaf- ur Torfason og Örn Ingi hafa oft verið frumlegir á Sporbrautinni í sumar, en mega þó passa sig á að fara ekki út af brautinni þegar hugmyndaflugið verður sem hæst. Sam- talsþættir Jónasar Jónas- sonar bregðast aldrei. Það er sama við hvern hann talar, alltaf skal Jón- as ná tökum á viðmælend- um sínum á sinn hunaiska hátt. Já, Jónas hefur verið heppinn með sína dag- skárgerðarmenn, en ekki síður tókst honum vel val á tæknimanni, þar sem er Björn Sigmundsson. Þar er maður sem kann sitt fag. En stærsti vinningurinn til Akureyrarútvarpsins á árinu vor kaupin á fram- tíðarhúsnæði fyrir starf- semina í Hlíð. Þar er fengið það bjarg sem Ríkisútvarpið á Akureyri getur byggtá. Gísli Sigurgeirsson. Föstudagur 12. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Steini og Olli. 21.10 Vélmenni. Bresk fréttamynd um þróun og notkun vél- menna og sjálfvirkra vinnuvéla. 21.35 Verðbólga. Bresk heimildarmynd sem fjallar um eðli og or- sök verðbólgu. 22.00 Mannætan. (Blue Water, White Death) Bandarisk bíómynd frá 1971. Stjómandi: Peter Gimbel. Hvítháfurinn eða mann- ætuhákarlinn er talinn skæðasta rándýr heims- hafanna. Sveit kafara og kvikmyndatökumanna freistaði þess að ná myndum af ókindinni undan strönd Afríku. 23.40 Dagskrárlok. Laugardagur 13. ágúst. 17.00 íþróttir. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 í blíðu og striðu. 21.00 Gamli seigur. (Big Jake) Bandariskur vestri frá 1971. Aðalhlutverk: John Wayne, Richard Boone, Maureen O'Hara og Pat- rick Wayne. Leikstjóri: George Sherman. Hópur ribbalda rænir son- arsyni Jakobs McCandles og heimtar milljón dali í lausnaigjald. En Jakob gamli er harðui í horn að taka og heldur af stað með tveimur sonum sín- um i leit að ræningjunum. 22.35 Njósnarinn. (Secret Agent) Bresk bíómynd frá 1936, byggð á skáldsögunni “Ashenden" eftir W. Somerset Maugham. Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Madeleine Carroll, Peter Lorre og John Gielgud. Breska leyniþjónustan sendir njósnara sinn, Ashenden, til Sviss til þess að fletta ofan af þýskum njósnara þar. Sér til aðstoðar fær hann Elsu, sem læst vera eigin- kona hans og Mexikana sem nefndur er „Hers- höfðinginn". 00.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 14. ágúst. 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Magga í Heiðarbæ. 18.35 Framskógarævintýri. 3. Sumar á Indlandi. Sænskur myndaflokkur í sex þáttum um dýralif í frumskógum Indlands. 19.20 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Blómaskeið Jean Brodie. Lokaþáttur. 21.35 í riki tónlistarinnar. Fréttamaðurinn Charles Kuralt fylgdist með lífi og starfi nemenda við Juill- ardtónlistarskólann í New York eitt skólaár. Skólinn er í fremstu röð á sinu sviði og þangað sækja tónlistarmenn sem vilja komast til metorða i sinni atvinnugrein. 22.25 HM í Helsinki. 22.15 Dagskrárlok. Mánudagur 15. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Frettir og veður. 20.30 Tommi og Jenni. 20.40 HM í Helsingi. 21.15 Skrípaleikur. Bjónvarpskvikmynd eftir Gísla J. Ástþórsson. Endursýning. 22.05 Sködduð mæna - er von um bata? Bresk heimildarmynd. 22.55 Dagskrárlok. Þriðj udagur 16. ágúst. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Vekjararklukkurnar sjö. 20.45 Fjármál frúarinnar. Nýr franskur framhalds- flokkur í fjórum þáttum. 21.40 Mannsheilinn. 22.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 17. ágúst. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Á bak við tjöidin. Tvær breskar fræðslu- myndir. 21.10 Dallas. 22.00 Úr safni Sjónvarpsins. Á vígstöðvum tauga- stríðsins. Mynd úr þorskastríðinu 1975-1976. 22.50 Dagskrárlok. UTVA 'V IV Öm Ingi Gísluson og Ólafur Torfason. Sporbrautin „af sporinu“ 12. ágúst 8.30 Ungir pennar. Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir. 10.35 Mér era fornu minnin kær. Þáttur Einars Kristjáns- sonar frá Hermundarfelli. 23.00 Náttfarí. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 13. ágúst 16.20 Staldrað við á Skarðsá og Keflavík i Skagafirði. Umsjón: Jónas Jónasson. 21.30 Sveitalínan. Umsjón: Hilda Torfadótt- ir, Laugum í Reykjadal. 14. ágúst 13.30 Sporbrautin. Umsjón: Öm Ingi og Ólaf- ur H. Torfason. Mánudagur 15. ágúst 11.30 Lystauki. Þáttur um lífið og tilver- una í umsjá Hermanns Arasonar. Þríðjudagur 16. ágúst 17.05 Spegilbrot. Þáttur um sérstæða tón- listarmenn síðasta ára- tugar í umsjá Snorra Guð- varðssonár og Benedikts Más Aðalsteinssonar. Miðvikudagur 17. ágúst 10.50 Út með firði. Umsjón: Svanhildur Björgvinsdóttir, Dalvík. „Nú er tækifæri til að hlusta á Sporbrautina fara út af sporinu, því við ætlum að efna til stundargleði í tilefni af ársafmæli RIJVAK,“ sagði Örn Ingi, myndlist- armaður í samtali við Dag, en hann sér um Sporbraut- ina ásamt Ólafi Torfasyni. Sá þáttur er á dagskrá út- varpsins kl. 13.30 á sunnu- daginn og stendur til kl. 15.05. „Það stendur nefnilega þannig á, að RÚVAK verð- ur eins árs á sunnudaginn. Þess vegna ætlum við að efna til heljarmikillar af- mælisveislu. Við hóum saman því RÚVAK-fólki sem við náum til og einnig er von á tveim útvarpsráðs- mönnum í kaffi, þeim Markúsi Antonssyni og Vil- h jálmi Vilhjálmssyni. Það er þó ljóst nú þegar, aö við náum ekki öllu R JVAK-fólkinu saman. Tæknimaðurinn okkar, hann Björn Sigmundsson, liggur til dæmis rúmfastur eftir að skorinn var úr hon- um botnlanginn. Við förum því með hljóðnemann að rúmstokknum hjá honum og Ingimar Eydal verðum við að hitta við Pollinn. Við erum ekki háalvar- legir yfir þessunt tímamót- um RÚVAK, en reynum þess í stað að leika okkur og henda gaman að öllu saman. Við höfum t.d. hugsað okk- ur að taka viðtal við barn, sem fæddist sama daginn og RÚVAK byrjaði starfsemi sína. Þar getur orðið um mjög athyglisvert og gagn- ort viðtal að ræða! Það má búast við „skaup“-bragði af þessum þætti, en þetta er allt gert á ábyrgð okkar Ólafs. Við gefum þarna vissan höggstað á okkur, en við verðum bara að taka því. Okkur hefur lengi lang- að til að reyna svona dag- skrárgerð og nú gefst okkur tækifæri til að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Örn Ingi. „Fastir liðir“ „Það verða fastir liðir eins og venjulega hjá mér,“ sagði Gcstur E. Jónasson, leikari, í samtali við Dag, en hann sér um þáttinn Nátt- fara í Akureyrarútvarpinu í kvöld kl. 23.00. „Ég fæ Björn Árnason, fagottleikara og knatt- spyrnuþjálfara, í heimsókn og hann tekur sýnishorn af Gestur E. Jónasson. plötusafni sínu með sér. Þá mun ég leika lög af plötum þeim fréttir sem auglýsing- úr eigin plötusafni, nýjum ar. Nú, að venju mun ég semgömlumogeinnogeinn notfæra mér símatæknina málsháttur mun fjúka um oghringjaeitthvaðútáland leið og lögin verða kynnt. til að fá fréttir af mannlífi Einnig mun ég kíkja í eld- þar,“ sagði GesturE. Jónas- gömul blöð og lesa upp úr son. 12. ágúst 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.