Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 6
Finnst ykkur þetta ekki stór- fenglegur skáldskapur og djúp speki!!! - Islenskri þjóðmenn- ingu stafar mikil hætta af þess- um kveðskap; ungu skáldin hafa ekki hugmynd um hvern- ig á að yrkja og spilla auk þess tungunni, af því að þau kunna ekki íslenskt mál. - Til þess að vernda tunguna, menninguna og þjóðartilveru vora, verðum vér að kveða niður þessa menn og allt sem þeim fylgir á þessu sviði. Tröll taki öll þau ýlustrá! - Atómskáldin hafa horfið frá stuðlum og rími og þess vegna óferjandi. Þetta eru örfá sýnishorn nokk- urra áratuga gömul. Hópur „hættulegra" manna dirfðist að „eyðileggja" íslenska ljóðið. Þjóðin varð svo skekin að litlu munaði að hún gleymdi nýafstað- inni eyðileggingu, heimsstyrjöld- inni síðari. Einn í hópi „skemmdarvarg- anna“ var Jón Óskar skáld, sem mörg undanfarin sumur hefur dvalist á Akureyri við ritstörf; nú í sumar að setja saman bók um Sölva Helgason. - Áðuren við ræðum um Sölva Helgason, er búið að fyrirgefa ykkur að hafa eyðilagt hið lög- bundna íslenska ljóð? „Já ég held það nú, svona að mestu leyti. Þó heid ég að enn séu til menn sem ekki hafa fyrirgefið þetta ennþá, það eru þá ef til vill sumir skáldbræður okkar frá fyrri tíð sem halda sig alltaf við sömu hugmyndina um stuðlana og höf- uðstafina, hafa aldrei séð neitt annað í þessu en þessa miklu breytingu sem þeir telja að hafi orðið: Að við höfum sleppt stuðl- um og höfuðstöfum. Það er að vísu rétt að breytingin var mikil. En það var alls ekki eins mikið um að stuðlum og höfuðstöfum væri sleppt og þeir vildu vera láta. Bent hefur verið á til dæmis, þeg- ar menn fóru nú að athuga þetta betur og rýna í kveðskap Hannes- ar Sigfússonar svo sem Dymbil- vöku, þá var þetta allt þrælstuðl- að. Það vantar ekkert stuðla og höfuðstafi. Svo það er dálítið ein- kennilegt að hugleiða hvernig þetta sjónarmið eiginlega varð til hjá andstæðingum okkar, og hef- ur aldrei verið fyllilega rannsak- að. Úr þessu varð bara eintómt þref um keisarans skegg. Menn klifuðu alltaf á þessu sama: Stuðl- ana og höfuðstafina vantar." - Heldurðu að bókmennta- fræðingar séu núna farnir að undrast herferðina gegn ykkur? „Já já, það hefur orðið framför hjá þeim að því leyti til. En ég held þeir hafi aldrei skilið alveg nógu vel hvað var á ferðinni og aldrei kannað það nægilega, fund- ist það of viðamikið. Eins það að þeir héldu sig við einhverja ákveðna kenningu sem var komin upp, til dæmis þetta um Stein Steinarr; hann átti að vera upp- hafsmaðurinn að þessu öllu saman. Það var einföld útskýr- ing.“ - Er þjóðin enn með í nefinu ly ktina af ykkur sem blásin var út? „Ég held ekki að því marki sem áður var og er mikið breytt hjá nýjum kynslóðum. Eldra fóikið heldur kannski ennþá í þessa gömlu afstöðu og lítur okkur hornauga. Þó er sú afstaða breytt líka. Alveg eins og gagnvart mál- aralist. Fólk sem áður þoldi ekki abstraktlist, eitthvað sem var ekki landslag eins og landslag átti að vera, það getur núna vel horft á þessar myndir án þess að hneyksl- ast neitt á þeim, þó að þær séu alls ekki eftir þeirra srnekk." - Viðhorf skólanna og bók- menntakennaranna? „Ég er ekki svo vel kunnugur því. En ég er hræddur um að þar fari fram ennþá hálfgerð söguföls- un um þessa tíma. Ég held að bókmenntakennarar hafi ekki grundvöll til þess að segja nem- endum rétt frá þessu, af því að þetta hefur aldrei verið nógu vel kannað og menn hafa aldrei skilið þetta nógu vel. Kannski líka af þeirri ástæðu hefur þetta sérstaka tímabil lítið verið kynnt. Menn hafa meira farið frá Steini og Jóni úr Vör yfir í nýrri höfunda, hlaupið yfir þetta skeið eða rétt tæpt á því. Ég get sagt eina sögu. Fyrir ekki mörgum árum voru stundum sendir til mín nemendur. Ég man til dæmis eftir stúlku úr Hamra- hlíðarskólanum. Hún var með verkefni og vildi fá að koma til mín og spjalla við mig. Þá hafði ég nýlega gefið út ljóðabók, Þú sem hlustar. Stúlkan kom og ég hélt fyrst að hún ætlaði að fræðast eitt- hvað um mig og þessa bók mína. En hún var þá með ritgerð sem hún var búin að skrifa í skólanum og átti eftir að framvísa. Ritgerð- in var um þessa nýju Ijóðabók mína. Þetta var í rauninni eins konar gagnrýni. Hún las fyrir mig rit- gerðina, spurði mig svo hvernig mér fyndist þetta. Nú, ég sagði að þetta væri ágætt hjá henni, ef henni fyndist þetta vera svona hefði ég auðvitað ekkert við því að segja. Hún spurði mig í raun og veru einskis. Én ég tók eftir að það sem hún sagði í ritgerðinni var nákvæmlega það sem búið var að segja í gagnrýni um bókina í blöðum eða útvarpi. Þá varsvolít- ill þáttur í útvarpi þar sem nýjar bækur voru teknar fyrir. Þar hafði þessi bók verið tekin fyrir, ljóðin gagnrýnd og ýmislegt sem var ger- samlega út í bláinn, eintómur mis- skilningur, eða bara einhver ill- vilji. En ég nennti ekki að upplýsa stúlkuna eða þrefa við hana. Svo fór hún með þetta. Hún var með kunningjastúlku sína með sér og þær voru víst báðar ánægðar, búnar að fá - að því þeim hefur fundist - stimpil á þetta, svoleiðis að þetta hefur þá gengið ágætlega í skólanum. Ég segi frá þessu vegna þess að á sama tíma kom til mín annar nemandi, úr gagnfræðaskóla, fimmtán, sextán ára unglings- stúlka. Hún hafði einnig valið sér að skrifa um Ijóð eftir mig í skól- anum sínum. En hún kom á allt annan hátt. Hún kom með ljóðin sem hún ætlaði að skrifa um og spurði mig um þau, sagði: „Þetta til dæmis hérna, ég skil þetta ekki almennilega . . . geturðu nokkuð sagt mér frekar um það?“ Ég er nú enginn sérstakur útskýrandi, en fór samt að leiða hana með fá- einum orðum. „Já, nú skil ég þetta alveg,“ sagði hún. Við fór- um yfir ljóðin sem hún hafði valið, röbbuðum heillengi saman og var gaman að tala við hana, því hún kom með því hugarfari að fræðast eitthvað um þetta. Þarna fannst mér áberandi mismunur- inn á afstöðu. Og ég varð líka var við að í Hamrahlíðarskólanum var verið að búa til bókmenntasögu, og hún var búin til þannig að nemendurn- ir bjuggu hana til. Má nærri geta hvernig sú bókmenntasaga hefur verið, unnin á þennan hátt, eftir fyrirfram mótuðum skoðunum fengnum úr gagnrýni sem var þá að koma fram. Gagnrýnin í blöð- unum er fljótaskrift og hæpið að taka mark á henni, því þar kemur til eingöngu afstaða gagnrýnand- ans til höfundarins, fyrirfram af- staða á vafasömum forsendum, til dæmis hvort gagnrýnandanum er vel við höfundinn eða álítur að þetta sé nú góður höfundur eða heldur vafasamur." - Er hugsanlegt að þessi teg- und gagnrýni eigi einhvern þátt í að útgefendur eru ragir að gefa út ljóðabækur? „Ég er ekki viss um það. í sjálfu sér ey ekkert undarlegt þó að þeir séu ragir. Sá hópur sem kaupir ljóðabækur er mjög lítill, það verður að horfast í augu við það. Salan segir ekki beint til um það hversu margir lesa Ijóð og er því enginn mælikvarði á það hvort þjóðin er ljóðelsk. Fólk les oft miklu meira en kaupin gefa til kynna. Hins vegar hefur það sín áhrif ef búið er að koma þeirri hugmynd inn hjá ljóðelsku fólki að þessi höfundur sé verulega góður. Þá vill fólk eignast þann höfund. En þarna ráða útgefend- ur ekki mestu um, heldur bók- menntafræðingar og gagnrýnend- ur.“ - Fer ekkert í taugarnar á rit- höfundum að bókaútgáfan fer öll fram á átta vikum fyrir jól, þegar góðar bókmenntir týnast í auglýs- ingahávaða og enginn veit um það sem gefið er út á öðrum árstím- um? Þarf þetta að vera eitthvert náttúrulögmál? „Þetta er algjörlega óþolandi við íslenska bókaútgáfu núna. Það er líka leiðinlegt við bóka- dreifinguna að bækurnar sjást einungis þegar þær eru nýkomnar út, en eftir nokkra mánuði eða eitt, tvö ár sjást þær ekki lengur, þó nóg sé til af þeim. Einnig er bókum þannig haldið fram í bóka- búðunum að aðeins ákveðnir höf- undar og ákveðnar bækur eru þar til sýnis, hinar sjást ekki og enginn veit um þær. Jafnvel kemur oft fyrir að afgreiðslufólk er spurt hvort tiltekin bók sé til í búðinni, en því er svarað að hún sé ekki til. Svo er bókin kannski bara í hillu á bakvið afgreiðslumanninn. Þetta er dálítið sérstakt og á ekki síst við í þessari miklu kauptíð, þegar meginbókasalan fer fram á aðeins örfáum dögum fyrir jól. Þá er hitt og annað fólk fengið til að afgreiða og veit ekkert um bækur. En þetta kemur einnig fyrir á venjulegum tímum og þarf ekki að vera óvant fólk sem svarar svona.“ - Aftur að þessum skemmdar- vargaárum. Þið höfðuð mikið samneyti meðan versti skarkalinn stóð yfir. Heldurðu að það hafi þjappað ykkur saman gegn þeim „rétttrúuðu"? „Ekki nokkur vafi. Ég til dæmis byrjaði mjög snemma á breyting- um, kringum 1944, og var eigin- lega einangraður með þær tilraun- ir. Það var allt annað þegar til lengdar lét og við vorum allir í einhverju nýju, við þessir fyrstu, ég, Hannes, Stefán Hörður og Sigfús Daðason.“ - Er samneytið jafnmikið og þegar þið voruð að? „Ég held kannski það hafi minnkað. Því veidur dreifingin á borginni. Og kaffihúsalífið er ein- hvern veginn ekki eins gott núna. Meðan Laugavegur 11 var við lýði gat verið samband milli manna. Ég held að Mokka hafi ekki tekið við. Meðan ég leit þar við á tíma- bili gat ég aldrei fundið að það væri það sama.“ - Útgáfa bókar virðist hafa tal- ist tíðindi áður fyrr. Er fréttnæmt lengur þó bók komi út, til dæmis ljóðabók? „Þær eru nú voðalega leiðinleg- ar þessar litlu hálfútgáfur sem menn eru að gefa út á eigin kostnað. En þeir láta vel af því, það er hægt að hafa peninga fyrir þetta. Við komumst nú aldrei svo langt!“ - Sumir héldu því fram að þið væruð að apa eftir útlendri ný- tísku. Var íslenska atómljóðið á þessum árum í öllum tilvikum alíslenskt? „Já, ég held það hafi verið alís- lenskt, en þó áhrif frá útlenskum bókmenntum, enginn vafi. En það þarf ekki annað en lesa þessi Íjóð til að sjá að það eru íslensk viðhorf í þessu og allt mótað af ís- lensku umhverfi. Hins vegar er alveg rétt að ljóðagerðin varð al- þjóðlegri með þessu brölti okkar. Á bakvið eru þessar helstu stefnur sem voru komnar upp í öðrum löndum og voru búnar að reyna sig, jafnvel orðnar klassískar: Symbólismi, súrrealismi og dada- ismi.“ - Bókasöfnurum leiðist að þessar bækur ykkar eru sjaldnast endurútgefnar í upprunalegu formi; þeir sem vilja eignast þær mega væflast inn á bókauppboð og keppa við flugríka menn um gripinn. Er óhugsandi að gefa þær út aftur? „Já. Og það er til einföld skýr- ing á því: Við vorum ekki vinsæl skáld, við vorum helvfti óvinsælir. En þarna er líka áhugaleysi útgef- enda, fyrir nú utan að skáldin sjálf hafa yfirleitt verið svona heldur hæverskir menn. Óvinsældirnar hafa ráðið þessu. Svo þegar búið er að viðurkenna eitthvert skáldið segir útgefandinn við sjálfan sig: „Ja . . . það væri nú alveg óhætt að gefa út í einni bók þetta sem maðurinn hefur verið að yrkja.“ Þá er þetta orðin svolítil bók og hægt að stilla henni út í glugga og gefa hana í jólagjöf. Hún nær máli!“ - Ykkur var uppálagt um árið að vera þakklátir að fá að fórna ykkur með ritstörfum og skáld áttu ekki að hugsa um peninga og svoleiðis „bja“. Er þetta óbreytt? „Nei, þetta er mikið breytt, mest hjá þeim sem eru að fást við þessa hluti. Það má ekki gleyma því að við vorum að ýmsu leyti sammála þessu, að minnsta kosti ortum við ekki til að græða á því.“ - Varð þessi upphristingur til þess að einhverjir fóru að lesa ljóð - og þá frá ýmsum tímurn - í stað i fi— DAGUR - 26. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.