Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 8
Hestamenn Sameiginlegur fundur hestamannafélaganna Funa, Léttis og Þráins veröur haldinn í Félagsmið- stööinni Lundarskóla þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20.30. Fundarefni: Staða Melgerðismela og framtíð. Annað: Myndasýning. Melgerðismelar. V Kristján frá Djúpalæk H Bæjarkeppni Funa Hin árlega bæjarkeppni hestamannafélagsins Funa verður haldin, á Melgerðismelum laugardag- inn 27. ágúst kl. 13. Ennfremur verður haldin unglingakeppni félags- ins. Ath. ókeypis aðgangur. Nefndin. kemur út þrisvar í viku, manudaga, miðvikudaga og föstudaga Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Hitaveita Akureyrar vill vekja athygli á því ákvæði gjaldskrár sinnar, þar sem kveðið er á um, að hita- veitan stilli hemil að ósk notanda og breyti stillingu ef notandi fer fram á það. Hæsta stilling hemils gildir eitt ár í senn miðað við 1. september - 31. ágúst ár hvert, þótt notkun verði minni hluta úr ári. Þeim notendum hitaveitunnar sem hyggja á breytta stillingu hemils næsta vetur en bent á að hagkvæmast er að stilling fari fram 1. september n.k. Hækkun á stillingu hemils eftir þann tíma reiknast frá undangengnum 1. september. Umsóknir um lækkun á stillingu hemils, sem ekki hafa borist hitaveitunni fyrir 1. september n.k. leiða ekki til lækkunar á aflgjaldi til viðkomandi notanda fyrr en 1. september næsta árs. Sérstakar reglur gilda fyrsta árið eftir að tenging við hitaveituna hefur farið fram. Gjald fyrir að breyta stillingu heimils er sem sam- svarar gjaldi fyrir 1/2 mínútulítra á mánuði. Hitaveita Akureyrar «t: Eiginkona mín STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 24. ágúst. Sigurður Rosmundsson. GUNNAR SKAFTASON lést á Kristneshæli 17. ágúst sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Aðstandendur. Elli og tryggingar EUilaun í heimsókn sinni til Útgarða- Loka varð hinn mikli Ása-Þór að þola marga niðurlæging og fullreyna að kraftar hans voru ekki þeir sem hann hugði enda beittur galdri. Sú var þó raunin mest er Loki leiddi fram kerl- ingu eina afgamla, fóstru sína, og bauð Þór að reyna við hana fangbrögð. Þóttist kappinn mundu eiga við hana fullkosta en svo fór þó að hún kom honum á kné. Þótti honum ekki aldæla. Hér var líka komin norn sú hin illa er elli nefnist og mun flestum á kné koma, jafnvel guðum. Það myndi víst jaðra við lög- málsbrot tækist vísindamönnum að byrla henni það lyf er ynni á henni þó þeim hafi raunar nú blessað - en það eru bara svo mörg atriði sem ekki eru með þegar til kemur. Því er betra að lesa vel smáletrið í áróðursbækl- ingunum. Þægilegra væri kannski að geta fengið eina allsherjar trygg- ingu fyrir húseigandann í stað þnggja. Þá er það bíllinn: Við erum skyldug að tryggja hann vegna skaða er við völdum öðrum. Og svo getum við fengið kaskó- tryggingu, þ.e. fengið bætur ef við skemmum eigin bíl. En hér eru einnig margir fyrirvarar. Og síðan sjálfsábyrgð á fyrstu þús- undunum kom til dró mjög úr gildi þessa. Sennilega er það hið klókasta sem tryggingafélög hafa fundið upp. Bæði er að menn ættu að fara varlegar til að verða ekki sjálfir fyrir útgjöld- unarinnar en fólksins og hvers einstaklings. Vitanlega er rík tilhneiging hjá okkur öllum að krefjast meira en okkur ber, misnota þessi lýðréttindi sem önnur. Jafnvel atvinnuleysisbætur freista til þess að kúra heldur heima en sækja í skítverkin. Spurningamerkið stóra í sam- bandi við öll þessi tryggingamál heldur sífellt áfram að stækka og sælastur mun sá er treyst getur á mátt sinn og megin, þarf til engra að sækja öryggi sitt. Lífeyris- Langt er síoan ýmis stéttarfélög tóku að tryggja framtíð félaga . ættum við að tala um „eftirlaun ' og „dvalarheimili aldraðra“ í stað þegar tekist að slæva ögn afl hennar og ásókn. Já, ellin kemur okkur öllum á kné og vel það. Hún er ieið göngukona og við fáum ekki varist ásókn hennar - en er þörf að núa fórnarlömbum hennar því um nasir? Er ástæða til að kenna 67 ára fólk við elli og ríkisstyrk til þeirra „ellilaun". Það eru margir fullvinnandi og sprækir á þeim aldri, laun þeirra mættu því nefnast eftirlaun og af engum eftirtalin því flestir hafa þegar fyrir þeim unnið við þessi tímamörk. Ellimóður er sá einn sem kerl- ingin hefur komið knéskoti á og má þá láta sér lynda að vera við hana kenndur. En til mildunar heimsóknar hennar ættum við að tala um „eftirlaun“ og „dval- arheimili aldraðra“ í stað „elli- heimila." Stundum er réttlætan- legt að neita staðreynd. Það kann að seinka komu hennar. Tiyggingar Við ættum svo sem ekki að þurfa að kvíða framtíðinni hér á landi; svo margir aðilar eru reiðubúnir að tryggja okkur gegn öllu illu við dálitlu gjaldi. Við erum skyldug að brunatryggja hús okkar. Svo getum við fengið heimilistryggingu, húseigenda- tryggingu, meira að segja líf- tryggingu. Þetta er allt gott og um og svo sparar þetta trygg- ingafélögunum ótrúlegar upp- hæðir. Langflest tjón á bílum verða sem betur fer smá, t.d. bretti, ljós, hurð o.sv.frv. Þetta fellur flest undir sjálfs- ábyrgðina. Og svo greiða menn gjarnan eitthvað meira sjálfir til að missa ekki bónusinn. Útkoman úr miklum hugleið- ingum um tryggingamál er tví- eggjuð, raunar stórt spurning- armerki. En að sjálfsögðu eru tryggingafélög til okkar vegna, umhyggja þeirra fyrir velferð okkar þrotlaus; enda skilst manni að þau séu alltaf að tapa á þessari umhyggju sinni. Eða er það ekki? Persónu- tiyggingar Ekki má gleyma Trygginga- stofnun ríkisins sem vakir yfir velferð okkar, tryggir okkur fjárhagslega fyrir slysum, elli og örorku. Víst er þar um að ræða einhverja óumdeilanlegustu réttarbót sem ríki veitir þegnum sínum. En þó er hér margs að gæta: Til dæmis gengur seint að koma því inn í höfuð okkar hver réttur okkar sé í hverju einstöku tilfelli og mörgum finnst að í öll- um fyrrnefndum tryggingastofn- unum skynji starfsmennirnir sig öllu fremur sem fulltrúa stofn- „ellihcimila.“ sinna með því að semja um mán- aðarlega greiðslu af launum þeirra í sameiginlegan sjóð gegn gagnkvæmu framlagi atvinnu- rekanda. Þetta veitti óumdeilt öryggi lengi vel sem þeir nutu einskis af er ekki höfðu haft að- stöðu til að komast í lífeyrissjóð. En nú er komið upp nýtt við- horf og málvinur minn einn ræddi það við mig fyrir nokkru og bað mig að vekja máls á því: Nú er það svo að elli- og ör- yrkjulaunþegar, sem ekki hafa nema litlar aðrar tekjur, fá svo- kallaða tekjutryggingu sem er jafnhá eða jafnvel aðeins hærri en sjálfar tryggingabæturnar. Nú sagði málvinurinn að greiðsl- ur úr lífeyrissjóði hans yrðu til þess að hann fengi ekki tekju- tryggingu. Hann taldi þetta ósanngjarnt; hann hefði unnið fyrir lífeyrisgreiðslum með sín- um sveita og teldi að þær ættu að vera sér aukageta til framfæris nú, þetta væri sitt sparifé til elli- áranna. Ég gat engu svarað honum og legg engan dóm á rétt og rangt í þessu máli. En mig langar þó að spyrja: Ef þessi maður hefði lagt tillag sitt (og ef til vill atvinnu- veitandans líka) í verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs öll þessi ár, yrði hann þá af tekjutrygg- ingunni? Eru lífeyrissjóðir óþarfir nú eða verri en það? 8 - DAGUR- 26. ágúst 1,983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.