Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 2
Hvernig leggst haustið í þig? Bergsveinn Long: Sæmilega vel bara. Það er engu að kvíða. Bara að taka því sem kemur. Garðar Sigurjónsson: Á von á að það verði sæmilegt haust. September verður nokkuð góður. Níels Jónsson: Ég hef nú aldrei verið yfir mig hrifinn af haustinu. En sept- ember getur oft verið sæmi- Iega góður. Ólöf Sigurðardóttir: Ágætlega. Það verður fínt að byrja aftur í skólanum eftir gott sumar. Hermann R. Jónsson: Er komið haust? Ég er nú að vona að sumarið sé ekki alveg búið. „Langerfiðast að mylja grjótið“ segir María Jónsdóttir sem sýnir í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri Lítil og lágvaxin. Snaggaraleg. íslensk bóndakona og mynd- listarmaður af Guðs náð. Hefiir opnað sýningu í anddyri Iþróttahallarinnar. María Jónsdóttir búsett að Kirkjulæk í Fljótshlíð. - Hefur þú alltaf átt heima þarna í Fljótshlíðinni, María? „Nei, ég er nú fæddur Hún- vetningur, en ég réðist sem kaupakona í Fljótshlíðina og eins og svo oft gerist með kaupakonur þá giftast þær einhverjum af öll- um þeim aragrúa af álitlegum bændasonum sem í þá daga voru á hverju strái. Já, já, ég giftist Rangæing og við höfum búið okkar búi í um 45 ár.“ - Stórt bú og stórt heimili? „Stórt? Eigum við ekki bara að segja að þetta sé skikkanlegt bú. Börnin urðu nú 7, en það er óþarfi að taka það fram. Það hef- ur svo oft verið sagt frá því. Blessuð, slepptu því.“ - Hvenær byrjar þú að mála, er nokkur tími fyrir slíkt á stóru heimili? „Ég hlýt að hafa byrjað um 1970 til ’71, því fyrsta sýningin var sett upp 1972. Það var nú ekki af eigin hvötum, sem sú sýn- ing var sett upp. Vinkona mín sá þetta hjá mér og vildi endilega að fleiri fengju að sjá líka. Það endaði með sýningu hjá Guð- mundi á Mokka. Ég stóð ber- skjölduð fyrri þessu. Síðan hefi' ég haldið 7 einkasýningar og ver- ið með á nokkrum samsýningum. Þær hafa verið vítt og breitt um landið, Selfossi, Hveragerði, Reykjavík, Hvammstanga og svo núna hérna á Akureyri. Einhver tími fyrir þetta, segirðu. Nei, það var náttúrulega enginn tími fyrir svona dund á meðan börnin voru að vaxa úr grasi, en það er dá- samlegur friður í sveitinni og ég hef mikið næði núna.“ - Hvað málarðu helst? „Ég mála smámyndir á hörpu- diska, flöskur og netakúlur. Svo er ég aðeins að móta í leir. Það eru aðallega forustuhrútar, sem ég móta í höndunum, hvern og einn. Mér var boðið að þeir yrðu settir í ákveðið mót, en það vildi ég ekki, því þá verða þeir allir eins, ég vil hafa þá eins og mann- fólkið, ólíka. Ég mála mest sveitalífsmyndir, náttúruna og dýrin. Mest þykir mér gaman af hestum, ég sé þá tilsýndar út um gluggann minn og þeir eru svo tignarlegir. Ég átti hest þegar ég var yngri, en við höfum enga hesta núna. Oft pantar fólk hesta- og bæjamyndir hjá mér. Það sendir mér þá ljósmyndir eða póstkort og ég reyni að gera einhverja mynd úr því.“ - Þetta eru mjög óvenjulegar myndir, hvernig vinnur þú þær? „Þær eru allar unnar úr ís- lensku grjóti, það er alls konar fólk sem sendir mér grjót og alls staðar af landinu. Ég vildi nota tækifærið og þakka því send- ingarnar. Ég myl grjótið sjálf með hamri og flokka hvern lit út af fyrir sig. Ég reyni að fá litina sem eðlilegasta og nota þá eins og þeir eru í steininum. Hvíti liturinn er silfurberg, sá svarti hrafntinna, svo nota ég töluvert af japis, það er gult, rautt og grænt. Það er geypilega gaman að fást við þetta, en jafn- framt er þetta mjög mikil vinna. Síðan grunna ég myndirnar og set trélím yfir og grjótmulningur- inn kemur svo þar ofan á. Ég vel litina eftir auganu og reyni að fá þá sem eðlilegasta. Það er lang- erfiðast að mylja grjótið, það er svo smátt mulið, því ég vil ekki þyngja myndirnar með of miklu grjóti. Yfirleitt myl ég fyrir svona 2-3 myndir í einu.“ - Er ekki erfitt að koma svona sýningu upp? „Jú, það er mikið verk og nokkur fyrirhöfn að koma upp sýningu, en ég hef dugnaðarkonu mér til hjálpar og hún er mjög smekkleg. Hún er mín stoð og stytta í þessu.“ Svona að lokum, smáinnskot frá blaðamanni: Það verður eng- inn svikinn sem fer og skoðar hinar rómantísku náttúrulífs- og stemmningarmyndir Maríu Jóns- dóttur. María Jónsdóttir. Má hvergi tína ber? ,,Berjakona“ skrifar: Ég get nú ekki lengur stillt mig um að taka mér penna í hönd og skrifa nokkrar línur, en ástæðan er sú frekja sem við bæjarbúar verðum fyrir af hendi landeig- enda er við ætlum okkur að tína nokkur ber á jörðum þeirra. Það er varia til sá staður hér í Eyjafirði þar sem maður getur farið og tínt ber. Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til þess að fara á staði sem eru fjarri bæjum, og það skiptir litlu máli hvort staðirnir eru girtir eða ógirtir, alltaf eru bændur eða búalið þeirra mætt á staðinn og annað hvort tilkynna með þjósti að berjatínsla sé bönnuð eða heimt- ar háar greiðslur fyrir tínsluna. Ég er alveg rasandi á þessu. Bændurnir tína ekki þessi ber, og ekki getur verið að við sem höf- umáhuga á að tína okkur nokkur ber völdum skeqjmdum á lönd- um bændanna. En hvað er það þá sem veldur þessari framkomu þeirra? T rassaskapur Bæjarbúi hafði samhand við blaðið og vildi benda á þann mikla trassaskap sem viðgengst hjá bæjarstarfsmönnum, að slá ekki allt það mikla og háa gras, sem víða er um bæinn. Á mörg- um stöðum er grasið hátt á annan metra og er bænum til ósóma og skammar. En það er alit annað gert, segir bæjarbúinn, bærinn flísalagður og malbikaður, skurðir grafnir og fleira og fleira. En allir þessir grasblettir eru óslegnir. Kunna Akureyringar ekki að slá með orfi og ljá? 2 - DAGUR - 7. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.