Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 8
Málefni Hitaveitu Akureyrar — eftir Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóra — II. grein Fyrsta tilraun til að nýta heitt jarðvatn til hitunar á Akureyri var gerð árið 1933. Var þar að verki áhugamannahópur úr Ung- mennafélagi Akureyrar, sem leiddi 1 1/sek. af 48° heitu vatni úr Glerárglúfri um 3,6 km leið að sundlaug bæjarins. Töluvert hefur verið rannsak- að og borað á þeim stöðum í ná- grenni bæjarins, sem líklegastir þóttu til árangurs. Fram til dags- ins í dag hafa verið boraðar 79 borholur fyrir Akureyrarbæ. Af þessum 79 holum má flokka 39 þeirra sem grunnar hitastigshol- ur, sem ekki var sérstaklega ætl- að að hitta á ákveðnar vatnsæð- ar. Hinar 40 hafa verið boraðar með það í huga að hitta á vatns- æðar. Af þessum 40 holum hittu 12 í mark, en af þeim eru svo 9 nýtanlegar til vatnsvinnslu. Vegna verulega minni vatnsgæfni virkjunarsvæðanna, en upphaf- lega var gert ráð fyrir, nýtir Hita- veita Akureyrar að jafnaði 5 af þessum 9 holum í dag. í byrjun árs 1976 kom jarðbor- inn Jötunn niður á heitt vatn í Iandi Syðra-Laugalands í Eyja- firði. Um eða yfir 90 1/sek. af 93°C heitu vatni runnu sjálfkrafa upp úr holunni og þótti þetta stórkostlegur árangur, sem fyllti menn bjartsýni um að nægjanlegt heitt vatn væri að finna á þessum slóðum til upphitunar húsa á Ak- ureyri. Um vorið 1976 gerði Akureyr- arbær samning við Verkfræði- stofu Norðurlands og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen um hönnun hitaveitu fyrir bæinn. í októbermánuði sama ár kom út skýrslan „Áætlun um Hitaveitu Akureyrar", sem hér verður köll- uð frumáætlun. í þessari frum- áætlun er talið, að úr tveimur borholum á Laugalandssvæðinu megi fá með dælingu um 150 1/sek. af 94°C - 95°C af heitu vatni og jafnframt talið líklegt, að afkastageta svæðisins um- hverfis Laugaland væri ekki undir 300 l/sek. af rúmlega 90°C heitu vatni. Þessar niðurstöður, sem telja verður að hafi verið það besta mat sem hægt var að leggja á svæðin, miðað við þá þekkingu og reynslu er menn bjuggu yfir, þóttu það jákvæðar að ákveðið var að ráðast í uppbyggingu heitavatnskerfis fyrir Akureyrar- bæ. Byggð var dælustöð í íandi Laugalands og aðveituæð lögð til bæjarins, sem annað getur allt að 500 l/sek. vatnsvinnslu. Þessi sögulegi aðdragandi, sem um leið hlaut að móta undir- stöðuramma fyrir allt það, er átti eftir að koma er stórt atriði í þeirri mynd, sem þarf að gera sér ljósa, þannig að réttur og eðlileg- ur skilningur fáist á þeirri upp- byggingarþróun, sem átt hefur sér stað hjá Hitaveitu Akureyrar fram til þessa. Á árunum 1975-1979 voru bor- aðar alls 8 virkjunarholur á Laugalandssvæðinu. Samanlagt dýpi þessara hola er 14,8 km, en dýpsta holan er 2.820 m djúp. Samanlagður vatnsleitarkostn- aður að Laugalandi er á núgild- andi verðlagi u.þ.b. 200 Mkr. Meðaltalskostnaður hverrar holu á Laugalandssvæðinu er 25 Mkr. en dýpsta holan kostaði um 48 Mkr. Á árunum 1978-1980 voru bor- aðar alls 4 virkjunarholur í ná- grenni Ytri-Tjarna í Eyjafirði. Var það mat manna, að þar rnætti ná allt að 100 1/sek. af 80°C heitu vatni. Þótti þetta eðlileg ráðstöfun, þar sem vatnsvinnsla á Laugalandssvæðinu hafði reynst mun erfiðari en búist hafði verið við. Samanlagt dýpi þessara hola er 6,2 km, en dýpsta holan er 1.542 m djúp. Samanlagður vatnsleitarkostnaður að Tjörnum er á núgildandi verðlagi 90 Mkr. Meðaltalskostnaður hverrar bor- holu á Tjarnarsvæðinu er um 22 Mkr. en dýrasta holan þar kost- aði 44 Mkr. Einnig hafa verið boraðar virkjunarholur við Klauf, Grýtu, Botn, Grísará og Reykhús í Eyjafirði og á Glerárdal. Saman- lagt dýpi borhola Hitaveitu Ak- ureyrar er í dag u.þ.b. 35 km og samanlagður kostnaður við bor- un er orðinn rúmlega 400 Mkr. Ef meta á síðan þennan vatns- leitarkostnað, þarf að taka tillit til þess vatnsöflunarárangurs sem náðst hefur. Á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengist hefur af hegðun virkjunarsvæða hitaveit- unnar hefur Jarðhitadeild Orku- stofnunar endurmetið þau svæði, sem lengst hafa verið í notkun, þ.e. Laugalandssvæðið og Tjarn- arsvæðið. Bæði þessi svæði eru talin fullnýtt og vatnsborð þeirra stendur nú á 200 m - 400 m dýpi. Ef vatnsborð svæðanna á ekki að síga niður á það dýpi, sem af dælutæknilegum ástæðum er tak- markandi, má meðalvatnsvinnsla af Laugalandssvæðinu ekki fara yfir 40 1/sek. á ári og af Tjarnar- svæðinu ekki yfir 20 l/sek. á ári næstu 10 árin. Á mynd 1 er sýnt yfirlit yfir vatnsvinnslu- og grunn- aflgetu Hitaveitu Akureyrar í dag, ásamt kostnaði við vatnsleit. Má því segja að hitaveitan hafi yfir að ráða 15-20% af því vatns- magni, sem áætlað hafði verið að fengist af Laugalands- og Tjarn- arsvæðinu. Vegna miðlunareig- inleika svæðanna getur t.d. Laugalandssvæðið gefið allt að 90 1/sek. í 6 mánuði á ári, ef engin dæling færi fram á svæðinu hinn helming ársins og er það þessi eiginleiki svæðanna, sem gerir hitaveitunni kleift að fullnægja mestu aflþörf kerfisins á veturna. Á mynd 2 er sýnd hegðun vatns- borðsniðurdráttar Laugalands- svæðisins á árinu 1982. Nokkuð vel hefur gengið að fá notendur til að skilja þennan vanda veitunnar og hve mikil- vægt það er, að vatnsnotkunin verði ekki meiri en nauðsynlegt er til upphitunar og neyslu á hverjum tíma. Hámarksvatns- þörf kerfisins á köldustu tímun- um er 210 1/sek. af 80°C heitu vatni og má af mynd 1 Ijóst vera, að ógerlegt væri fyrir Hitaveitu Akureyrar að útvega það vatns- magn í dag, nema af þeirri ástæðu að verulega dregur úr heitavatnsnotkun utan köldustu tímanna. Ef notendur notuðu aldrei meira vatn en þeir nauð- synlega þyrftu á hverjum tíma og minnkuðu þannig ennþá frekar heildarvatnsnotkun sína yfir árið er Ijóst, að Akureyrarbær getur komist töluvert lengur af með þau jarðhitasvæði sem þegar hafa verið virkjuð. Mynd 1 gefur yfir- lit yfir kostnað við vatnsleit Hita- veitu Akureyrar fram til dagsins í dag og er niðurstaðan í grófum dráttum sú, að beinn kostnaður við vatnsleit hefur orðið 3 Mkr. á hvern virkjaðan sekúndulítra (1/sek.). Til glöggvunar skal þess getið að 1 sekúndulítri er u.þ.b. það vatnsmagn sem fæst úr 3 full- fráskrúfuðum eldhúskrönum. Þótt tekist hafi að vinna vatn úr þremur síðustu virkjunarhol- unum sem boraðar hafa verið, verður að áætla að hittni í borun geti ekki haldist svo góð, þar sem þegar hefur verið borað á öllum þeim stöðum, sem aðgengilegir og líklegastir þóttu til árangurs. Þó benda mælingar til að á Botni og Grýtu í Eyjafirði og á Glerár- dal megi á næstu árum með bor- unum ná auknu vatni fyrir veit- una, en kapp er best með forsjá. Engin virkjunarhola hefur verið boruð á vegum Hitaveitu Akur- eyrar árin 1982 og 1983. Unnið hefur verið að vatnssparandi að- gerðum fyrir veituna á þessu tímabili og árangur orðið tölu- verður. Til umhugsunar fyrir notendur Hitaveitu Akureyrar skal þess Varmadælur eru í undirbúningi. getið, að eins og áður hefur fram komið er mesta heitavatnsþörf u.þ.b. 210 1/sek. Þetta mikla élag kemur fram á köldustu tímum vetrarins þegar norðanátt geisar með miklum frostum. Nú í lok tiltölulega hlýs sumars er komið í ljós að heitavatnsþörf bæjarins fór aldrei undir 100 1/sek. og var lengst u.þ.b. 120 1/sek. Hverjir hafa raunverulega þörf fyrir 120 1/sek. af heitu vatni, á tímum þegar sólin skín og útihitastig er á bilinu +15°C til +20°C? Ef aftur á móti þessi mikla sumar- notkun er eðlileg, vantar þá ekki andi hafi aðgang að og greiði fyrir þann heitavatnsskammt, sem að lágmarki er nauðsynlegur til að halda nægjanlegum yl og vellíðan á íbúum hvers húss á köldustu tímunum, en að heita- vatnsnotkunin verði hins vegar aldrei meiri, en nauðsynleg er til upphitunar og neysluþarfar á hverjum tíma. Heildarvatnsþörf hitaveitunnar yrði þá, sem svarar til 50% nýtingar á mestu aflþörf á ársgrundvelli og þar með ættu Akureyringar jarðhitasvæði, sem um nokkra framtíð fullnægðu upphitunar og neysluvatnsþörf þeirra. Framangreint ofmat jarðhita- svæðanna og þar af leiðandi hinn mikli kostnaður við vatnsöflun, er án efa ein af höfuðástæðunum fyrir erfiðri fjárhagsstöðu Hita- veitu Akureyrar í dag. En það er fleira sem kemur til. Dreifikerfi hefur orðið verulega dýrara en frumáætlun gerði ráð fyrir, sem er bein afleiðing upphaflegs of- mats á vatnsgæfni virkjunarsvæð- anna. Gripið var til þess ráðs á árunum 1979-1980, að tvöfalda ingarinnar til notenda er 102 aur- ar/kWh. í frumáætlun er gert ráð fyrir, að í lok árs 1983 verði heitavatns- þörf bæjarins um 390 1/sek. af 80°C heitu vatni og í endurskoð-. aðri áætlun frá því í febrúar 1979, er gert ráð fyrir að selt vatns- magn hitaveitunnar verði 280 1/sek. á árinu 1983. Þetta ofmat á heitavatnsþörf bæjarins hefur haft það í för með sér, að í fyrsta lagi vantar hita- veituna verulega upp á þær tekjur, sem frumáætlunin gerði ráð fyrir og sem til grundvallar stofnákvörðuninni lágu og í öðru lagi hefur þetta orsakað töluvert aukna kælingu í dreifikerfi veit- unnar, þannig að stór hluti not- enda býr við lægri innrennslishita vatns en ella hefði orðið. Stafar þetta af kælingu vegna tiltölulega hægs heitavatnsrennslis miðað við pípugildleika dreifikerfisins. Á hinn bóginn verður síðan að ætla, að ef frumáætlunin hefði að þessu leyti staðist, væri vatnsöfl- unarvandi hitaveitunnar stærri en hann er í dag, miðað við sama fjölda tenginga. TAFLA I Svæði Virkjað Syðra-Laugaland 1977 Ytri-Tjarnir Önnur svæði 1979 Botn 1981 Glerárdalur 1982 Varmadælur 1983 Magn Hitastig Grunnaflgeta Kostnaður 45 1/sek. 95°C 10,3 MW 200 Mkr. 20 l/sek. 80°C 3,3 MW 90 Mkr. - 0 - - 79 Mkr. 38 Fsek. 87°C 7,5 MW 21 Mkr. 30 L/sek. 60°C 2,5 MW 12 Mkr. 17 l/sek. 78°C 2,6 MW 12 Mkr. einhvers staðar yl á köldustu tím- um vetrarins, þegar notkunin ekki er nema 210 1/sek.? Það er mikill misskilningur þegar not- endur telja sig vera að spara fyrir hitaveituna, með að halda heita- vatnsskammti sínum lægri en eðlilegt má teljast. í raunveru- leikanum verkar þetta öfugt. Of lítill skammtur í húsi hefur það í för með sér, að þegar kæiing húss fer niður fyrir ákveðin mörk, fellur innihitastig niður fyrir það sem eðlilegt má teljast og íbúar verða óánægðir, og þá út í hitaveituna í flestum tilfell- um. Utan þess tíma getur eðlileg hitun haldist í húsinu. Á árs- grundvelli hefur þetta síðan í för með sér, að vatnsnotkunin hefur orðið meiri en reiknað er með út frá þeim vatnsskammti sem keyptur er. Nýting heitavatns- skammtsins á ársgrundvelli verð- ur meiri en 50% og viðkomandi notandi því ekki greitt hlutfalls- lega sanngjarna upphæð fyrir upphitun húss síns, miðað við þann sem greiðir fyrir eðlilegan heitavatnsskammt. Best, þægilegast og hagkvæm- ast fyrir alla aðila, er að hver not- u.þ.b. þriðjung af dreifikerfi bæjarins og ná þannig affallsvatni til endurnotkunar. Komið var upp dælustöð við Tryggvabraut, til dælingar á affallsvatni neðra þrýstisvæðisins, byggð kyndistöð við Þórunnarstræti og keyptur 12 MW svartolíuketill til upphitunar affallsvatnsins. Svartolíuketillinn hefur nánast ekkert verið not- Til að glöggva sig á, hvaða áhrif það hefði á fjárhagsafkomu hitaveitunnar, að frumáætlun hönnuða hefði staðist að því leyti að hitaveitan seldi 280 1/sek. af heitu vatni í dag, skal það nefnt að gjaldskrá hitaveitunnar gæti orðið u.þ.b. 36% lægri á næsta ári en annars, þannig að rekstrar- afkoma ársins yrði sú sama. Er þá ekki tekið tillit til væntanlega minni skuldásöfnunar veitunnar á undanförnum árum af sömu ástæðu. í yfirferð þeirri sem farin var á allt innanhússkerfi tengdu veit- unni síðastliðinn vetur, var skráð hvort og þá hvers konar hitastilli- búnaður var á ofnakerfum not- enda. Kom í ljós að verulega vantar á að nauðsynlegir sjálf- virkir hitastillar séu komnir á öll ofnakerfi bæjarins, en slíkir lokar eru forsenda þess að jöfn og eðli- leg upphitun náist í húsum. Vönt- un á sjálfvirkum ofnlokum hefur að jafnaði í för með sér meiri vatnsnotkun en eðlileg og þörf er, sem kemur fram í heitara af- fallsvatni sem að stærstum hluta rennur ónýtt til sjávar í dag. TAFLA III ■ Vatnsleit ■ Virkjunarmannvirki n Aðveitumannvirki □ Dreifikerfi Skipting stofnkostnaðar 1. jan. 1982. aður ennþá og vart hægt að hugsa sér notkun hans öðruvísi, en í bil- ana- og neyðartilfellum, eða í mjög skamman tíma við topp- álag. Framleiðsluverð hverrar orkueiningar frá svartolíukatlin- um er á núgildandi verðlagi 76 aurar/kWh en söluverð orkuein- ★ 8 - DAGUR - 7. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.