Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 6
 ' fillfl llllll -yS'" 'á ns Áskell Einarsson framkvæmdastjóri: Móta verður nýja byggðastefnu“ Á fjórðungsþingi Norð- iendinga sem haldið var á Raufarhöfn 1.-3. septem- ber flutti Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri sam- bandsins skýrslu um störfín á liðnu ári. Síðan ræddi hann um fyrirhugaða kjör- dæmabreytingu og sagði þá meðal annars: „Eins og kunnugt er var sú breyting, sem samþykkt var á síðasta Alþingi á stjórnar- skránni, gerð með samkomulagi allra þingflokka. Við framlagn- ingu frumvarps um breytingar á stjórnskipunarlögum var birt í greinargerð frumvarpsins yfir- lýsing frá þingflokkunum í tveim liðum. Síðari liðurinn hljóðaði svo: „að beita sér (þ.e. þingflokk- ar Aiþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) fyrir auk- inni valddreifingu og virkara lýðræði samhliða afgreiðslu nýrrar stjórnarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira sjálfsforræði og þannig verði völd og áhrif landsmanna í þeirra eigin málum aukin, óháð búsetu þeirra. Jafnframt munu þingflokkar beita sér fyrir sér- stökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega að- stöðu manna, þar sem mismun- unar vegna búsetu gætir helst.“ í fljótu bragði minnir þessi yfirlýsing þingflokkanna mjög á tillögur á vegum Fjórðungs- sambands Norðlendinga, sem lagðar voru fram á fundi með alþingismönnum úr Norður- Iandi 23. nóvember 1982. Við skulum ekki ætla okkur þá dul að tengsl séu hér á milli. Hitt er annað mál að yfirlýsingin ber vott um málafylgju bæði af hálfu einstakra alþingismanna og íbúa dreifbýlisins. Pað sem er veigamest, að forysta Fjórð- ungssambands Norðlendinga um mótun byggðastefnu mætir vaxandi byr. Áskell Einarsson. Sá skuggi fylgir yfirlýsingu þingflokkanna að ekki voru lagðar fram tillögur samhliða stjórnarskrárbreytingunni, um framkvæmd þeirra stefnuatriða, ■ sem yfirlýsingin byggist á. Því verður að ætla, að ekki seinna en við síðari afgreiðslu stjórn- lagabreytingarinnar og við setn- ingu nýrra kosningalaga verði afgreiddar tillögur um fram- kvæmd stefnuyfirlýsingar þing- flokkanna. Ekki verður undan því vikist að þingflokkarnir verði krafðir um efndir á þessari yfirlýsingu. Einkum þeir, sem nú sitja í stjórn og hafa að baki sér meginþorra kjósenda í hin- um dreifbýlli landshlutum. Um mótun nýrrar byggðastefnu Sú yfirlýsing þingflokkanna, sem hér hefur verið rakin, er grundvöllur að nýrri byggða- stefnu, sem ætti að nást um þjóðarfriður, ef hugur fylgir máli. Landsbyggðarfólkið verð- ur þó að gera sér ljóst að lítið verður um efndir og frumkvæði af hálfu stjórnmálaflokkanna, nema það fylgi málum eftir og málin knúin fram. Petta er gam- alkunn staðreynd úr þjóðmála- baráttu allra tíma. Á tímum nýrrar búseturösk- unar til höfuðborgarsvæðisins, sem stafar mest af brottflutningi ungs fólks er ljóst að fylkja þarf liði á ný til samstöðu. Það verð- ur hlutverk Fjórðungssambands Norðlendinga næstu misserin að vinna að framgangi meginstefnu- yfirlýsingar þingflokkanna um valddreifingu og um aðstöðu- jöfnun. Auk þess verður að endurskoða atvinnustefnuna, jöfnum höndum með hefð- bundnum atvinnugreinum, stór- iðju og nýrri iðnþróun. Á þess- um grundvelli og vegna skyldu þjóðarinar við land sitt, verður að móta nýja byggðastefnu, sem jöfnum höndum getur talist smábyggðastefna og stórbyggða- stefna, eftir því sem aðstæður krefjast og landkostir bjóða upp á. Við verðum að taka til hend- inni, en láta ekki allt okkar starf og fjárhagsgetu drukkna í skammtímaúrræðum og bjarg- ráðum til næsta áfanga. Það verður að leysa atvinnuvegina úr viðjum verðbólgu og rekstr- larvanda. Unga fólkið verður að fá trú á byggð sína. Þetta er haldbesta ráðið til að kveða niður búseturöskunina.“ Áskell Einarsson lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Ég get ekki gengið hér úr ræðustól, án þess að minna á þá hættu sem vofir yfir, að í senn verði ráðist í stórfram- kvæmdir á Miðnesheiði, stækk- un í Straumsvík og áframhald- andi virkjanir á Suðurlandi, eða Blanda fari suður, án þess á móti komi iðnaðaruppbygging á Norðurlandi, stóriðja við Eyjafjörð, ásamt óbreyttri virkj- anaröð á Norður- og Austur- landi og nýtingu orkunnar heima fyrir. Eg vil aðvara alla Norð- lendinga, því ekki veldur sá er varar.“ Ályktun um breytta stöðu landsbyggðar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Raufarhöfn 1.-3. sept. 1983, bendir á að nú síðustu árin hefur fólksfjölgun úti um byggðir iandsins verið undir landsmeðal- tali. Helstu ástæður þessa eru þær að uppbygging atvinnulífsins til lands og sjávar hefur ekki nægt til að rétta varanlega við búsetu- þróunina. Ahrif uppbyggingar í sjávarútvegi er fylgdi í kjölfar út- færslu landhelginnar náði há- marki fyrir 2-3 árum og nú býr sjávarútvegurinn við erfið rekstr- arskilyrði og aflaminnkun. Sölu- tregða á landbúnaðarafurðum og um leið framleiðsluminnkun veldur erfiðleikum og iðnaður hefur enn sem komið er ekki orð- ið sá aflgjafi, vítt og breytt um landið, sem vonir stóðu til. Nú leitar meginhluti vinnuafls- ins í ýmiskonar úrvinnslu og þjónustugreinar sem eru á Faxa- flóasvæðinu. Staðsetning ríkis- starfseminnar hefur mikil áhrif á búsetuþróun úti um landið. Mannaflaaukning hjá opinberum aðilum er þreföld, hlutfallslega, á við aukningu vinnuafls í land- inu og þrír af hverjum fjórum er koma inn á vinnumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu fá störf við þjónustugreinar. Búseturöskun, landsbyggðinni í óhag, er mest í aldurshópum ungs fólks 20-30 ára. Ljóst er að utan Faxaflóasvæðisins eru ekki nægir atvinnumöguleikar í atvinnugreinum sem þessir aldurshópar sækja eftir og þarf hér skjótra aðgerða við. Þingið vekur athygli á að breytt styrkleikahlutföll þéttbýlis og dreifbýlis á Alþingi geti orðið til þess að dregið verði úr eðlileg- um fjárframlögum til nýfram- kvæmda á landsbyggðinni, en bendir á að það er beinlínis hag- kvæmnis- og menningaratriði að viðhalda núverandi byggð á land- inu. Áhersla er lögð á að samhliða áformum um stórframkvæmdir á Faxaflóasvæðinu verði mikil áhersla lögð á uppbyggingu iðn- aðar, einkum arðbærrar stóriðju, og orkumannvirkja úti um landið á þeim svæðum sem skynsamleg- ast þykir. Fjórðungsþingið hvetur til þess að ráðandi aðilar sameinist um að efla undirstöður atvinnuveg- anna því að með vel rekin fyrir- tæki í sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði mun fylgja öflug þjónustustarfsemi. *y l w Svipmyndir frá fjórðungsþingi Norðlendinga sem haldið var á Raufarhöfn um síðustu helgi. Hafþór Helgason um buferlaflutninga suður: 3375 fluttu frá Norður- landi á 22ia ára tímabili - sem nemur íbúafjölda Húsavíkur, Grenivíkur, Hafþór Helgason, fulltrúi hjá Fjórðungssambandinu, flutti erindi um aðalefni fjórðungs- þingsins á Raufarhöfn um helgina, um búsetu- og atvinnuþróun á Norðurlandi. Þar komu fram vægast sagt uggvænlegar upplýsingar, meðal annars það að á síðustu tveimur árum hafí 29 kjarna- fjölskyldur flutt frá Norður- landi vestra og 60 frá Norður- landi eystra til suðvesturhorns- ins, en kjarnafjölskyldan telur 3,2 fjölskyldumeðlimi að með- aítali. Þetta þýðir að árlega flytja 45 kjarnafjölskyldur til suðvesturhomsins frá Norður- landi. Hafþór Helgason sagði í upp- hafi máls síns: „Búsetuþróun til hins verra er hafin á Norðurlandi. Þetta er ekki sagt til þess að þjóna lund þeirra manna sem ánægju hafa af hvers konar harmagráti og svart- nættishjali heldur vegna þess að þetta er staðreynd. Þegar litið er yfir þróun bú- ferlaflutninga til og frá Norður- landi síðustu 22 árin kemur í ljós að röskun eins og nú er í uppsigl- ingu er ekki nýtt fyrirbæri hér. Norðurland hefur áður búið við aðstæður af þessu tagi. Þar hafa jafnan vegið langþyngst flutning- ar fólks á suðvesturhorn landsins én með orðinu suðvesturhorn er átt við höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Jöfnuður fólksflutninga Norðurland/suðvesturhornið Árabil Jöfnuður Mannfjöldi 1. des. ’82 1966-’70 -t-1.136 } = 2.417 Húsavík = 2.487 1966-’70 -r 1.281 1971-75 -r- 369 Grenivík = 323 1976-’80 + 144 Þverárhreppur = 140 1981-82 h- 287 Hofsós = 293 Vegna framreiknings 4- 446 Raufarhöfn = 447 Alyktun um virkjana röð og uppbyggingu iðnaðar Frá þinginu á Raufarhöfn. Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Raufarhöfn 1.-3. sept. 1983, leggur áherslu á að haldið verði áfram virkjun Blöndu með eðlilegum hraða og ekki verði vikið frá áformaðri virkjanaröð þannig að Fljótsdalsvirkjun komi í framhaldi af Blönduvirkjun. Þingið leggur þunga áherslu á að virkjunin Búrfell II og stækk- un álverksmiðjunar í Straumsvík verði ekki til þess að seinka bygg- ingu virkjana á Norður- og Aust- urlandi sem eru forsenda meiri- háttar iðnaðar í þeim landshlut- um. Þingið fagnar stofnun hvers konar héraðssamtaka um iðn- þróun og telur að slík samtök geti í samvinnu við iðnráðgjafa stuð- lað að fjölbreyttara atvinnulífi sem víðast á Norðurlandi. Fjórðungsþing ítrekar fyrri samþykktir um orkuiðnað Norðanlands, svo sem við Eyja- fjörð, steinullarvinnslu á Sauðar- króki, trjákvoðuverksmiðju á Húsavík og aðra stærri iðnaðar- kosti. Fjórðungsþingið leggur á það áherslu að við meiriháttar atvinnuuppbyggingu sé tekið fullt tillit til náttúruverndar- og um- hverfissjónarmiða. Mikilvægt er að veitt verði fé til rannsókna á þessu sviði. Staða Norðurlands m.t.t. suð- vesturhornsins hefur yfirleitt ver- ið slæm síðan 1960. 1961-1965 nam fjöldi brottfluttra umfram aðflutta 1.136 mönnum og 1966- 1970 1.281 manni. Nettó tap Norðurlands á fólki til suðvestur- hornsins var því 2.417 manns á 7. áratugnum. Til samanburðar má geta þess að nú búa á Húsavík 2.487 manns þannig að það má ímynda sér að kaupstaður af þeirri stærðargráðu hafi hrein- lega horfið úr fjórðungnum og suður á þessum árum. Á árabil- inu 1971-75 nam nettótapið suður 369 mönnum og sé haldið áfram með samanburð má nefna sem dæmi að nú búa á Grenivík 323 menn. Á seinni hluta 8. áratugsins tekur hagur Norðurlands að vænkast í þessum efnum. Á ár- abilinu 1976-1980 er fólksflutn- ingajöfnuður Norðurlands og suðvesturhornsins Norðurlandi í hag um 144 menn sem er nokk- urn veginn samsvarandi íbúa- fjölda Þverárhrepps í Vestur- Húnavatnssýslu þar sem íbúar eru 140. En á tveimur síðustu árum hefur sigið verulega á ógæfuhliðina; tapið á suðvestur- hornið nemur 287 mönnum. Svo enn sé haldið áfram með saman- burð má nefna að á Hofsósi búa nú 293 menn svo það má hugsa sér að kauptún af þeirri stærðar- gráðu hafi flust í heild sinni á suðvesturhornið á aðeins tveimur síðustu árum. Sem sagt: Heild- artap Norðurlands á fólki til suð- vesturhornsins á síðustu 22 árum nemur nokkurn veginn þeim fólksfjölda sem nú býr á Húsa- vík, Grenivík og Hofsósi að frá- dregnum 144 mönnum sem hing- að fluttust á árabilinu 1976-’80. ■■ H sV:, - ■ : - I ' '.\Á . ■: '> V. \ ; Hafþór Helgason. Nú er það svo að í þeim sam- anburði sem ég hef hér gert á brottflutningi fólks frá Norður- landi og stærð fjögurra sveitarfé- laga í fjórðungnum að ég hef stuðst við stærð sveitarfélaganna 1. des sl. en ekki tekið með í reikninginn að væntanlega hefði þeim sem burt fluttu, á þeim 22 árum sem hér um ræðir, fjölgað að sama skapi og þeim sem eftir urðu hér norðanlands á sama tíma. í heild nam nettótapið á fólki á þessum 22 árum 2.929 mönnum. Ef reiknað er með að þeim sem brott fluttu á hverju tímabili hefði fjölgað á ókomn- um tímabilum í samræmi við fjölgun á því fólki sem hélt hér kyrru fyrir nemur þessi brott- flutningur 3.375 mönnum. Mis- munurinn er 446 menn en einmitt hér á Raufarhöfn búa nú 447 manns. Raunverulegt heildartap á fólksfjölda frá Norðurlandi til suðvesturhornsins nemur því á síðustu 22 árum, að frádregnum þeim 144 sem hingað fluttu 1976- ’80, þeim fjölda sem nú býr á Húsavík, Grenivík, Hofsósi og Raufarhöfn.“ Hafþór sagði síðan: „Eins og ég gat um í upphafi máls míns vega búferlaflutningar til og frá suðvesturhorninu langþyngst í tölum um búsetuþróun á Norður- landi. 1981 og 1982 fluttu 287 mönnum fleiri frá Norðurlandi og suður en þaðan norður; 95 frá Norðurlandi vestra og 192 frá Norðurlandi eystra. Skv. janúar- hefti Hagtíðinda 1983 var meðal- stærð kjarnafjölskyldu, sem er barnlaus hjón eða hjón með börn innan 16 ára aldurs, 3.24 á Norðurlandi vestra og 3.20 á Norðurlandi eystra árið 1982. Á tveimur síðustu árum hafa því flust á suðvesturhornið 29 kjarnafjölskyldur frá Norður- landi vestra og 60 frá Norður- landi eystra. Árlega hverfa því um þessar mundir 45 kjarnafjöl- skyldur af Norðurlandi vegna búferlaflutninga á suðvesturhorn landsins. Þetta er þeim min ugg- vænlegra þegar haft er í huga að stærsti hluti þeirra sem flytjast búferlum á íslandi er á aldrinum 20-35 ára og 0-10 ára.“ . 6 - DAGUR - 7. september 1983 7. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.